Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 4
4 Kynaukandi afurð frá verksmiðju í Njarðvík - ígulkerjahrogn Þriðjudagur 8. júní 1993 JAPANIR BORGA ALLT AÐ SEX ÞÚSUND FYRIR KÍLÓIÐ -Alþýðublaðið spjallar við þá Hörð Harðarson og Ellert Vigfússon,fyrrumfélaga í lögreglunni og í meistaraliðum Víkings og landsliðsins í handbolta - þeir vinna nú að því að efla markaði sína fyrir kynkirtla ígulkerja í Japan Kynkirtlar ígulkerja er dýr fæða á alþjóðlegum markaði. Hver hefði nú trúað því fyrir nokkrum árum að innvols þess- ara skelja gætu orðið dýrmæt út- flutningsafurð? Enginn. En það er mörg matarholan í landi okk- ar, og hér er ein þeirra. Þreifing- ar í framleiðslu og sölu þessarar afurðar eru í fullum gangi. I Jap- an borga menn allt frá 1.500 krónum og upp í 6.000 krónur fyrir kílóið af þessari kynaukandi afurð. Alþýðublaðið kannaði hvernig miðar í þessari nýju grein í verkun sjávarfangs. Ungt fyrirtæki, íslensk ígulker hf., hefur starfað frá því í nóvem- ber. Fyrirtækið hefur notið ómældr- ar athygli þennan stutta tíma. Það er nýstárlegt fyrirtæki um marga hluti og raunar í takt við tfmann, því nauðsyn ber til að Islendingar hyggi að fleiri fisktegundum en þorskin- um og öðram þeim tegundum, sem nú era taldar að þrotum komnar og í útrýmingarhættu. Leiðir liggja saman Þeir félagar, Ellert Vigfússon og Hörður Harðarson, reka fyrirtækið íslensk ígulker hf. í Njarðvík. Þeir eiga margt sameiginlegt. Báðir störfuðu þeir áram saman sem lög- reglumenn í Reykjavík. Báðir höfðu þeir áhugamál á sömu nót- um, - þeir vora frístundakafarar, að ekki sé talað um handbolta, en á því sviði vora þeir landsliðsmenn og báðir íslandsmeistarar með Víkingi fyrir ekki mörgum árum. Síðan skildu leiðir að nokkra, Ellert fór út í smábátaútgerð, - Hörður í fiskeld- ið. Og einnig þetta varð til að sam- eina krafta þeirra enn einu sinni. „Við fréttum af eftirspum eftir ígulkerjahrogun erlendis og vissum að gerð hafði verið nokkur athugun á þessu á austurströnd Bandaríkj- anna. Við sáum að aðrir gátu þetta, og því ekki við. Þetta er spuming um markað fyrst og fremst. Við byrjuðum að verka ígulkerin í Stykkishólmi, og síðan hefur flest gengið samkvæmt áætlun“, segja þeir félagamir. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur aflað markaðar. Bandarískt fyrirtæki, Seafood Atl- antic, selur hrognin áfram til Japan, en þar hefur fyrirtækið góð sam- bönd og hefur selt þangað lengi. fJCy / o iM rÆs TT7T / S'jsK w fclW - X (— \ v , ,/vv u 'J>/P Skattkort til námsmanna Námsmenn fæddir 1977 eða fyrr fá send námsmanna- skattkort sem verða póstlögð þriðjudaginn 8. júní nk. Námsmenn sem stunda nám erlendis þurfa að snúa sér til ríkisskattstjóra með umsókn um námsmannaskatt- kort. Umsókninni þarf að fylgja vottorð um nám á vorönn 1993. rf/\\ : rTJ í>/~> WC /ýja- /k i Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti Umsóknir um uppsafnaðan persónuafslátt vegna fyrri hluta ársins 1993 verða afgreiddar hjá ríkisskattstjóra eftir 1. júlí nk. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI *s)r, ■ Ellert Vigfússon og Hörður Harðarson, landsþekktir handbolta- menn. Leiðir þeirra hafa lengi legið saman. Nú sameina þeir kraft- ana í fyrirtækinu íslensk ígulker hf. í Njarðvík. Milljarða^bissness“ Bandaríkjamenn hafa lengi nýtt ígulkerin, en hefðbundin mið þeirra munu senn uppurin og þurfti bandaríska fyrir- tækið því á nýjum frani- leiðendum í öðram lönd- um að halda. Umfangið hjá þeim er stórt, - salan í fyrra nam 30 milljónum Bandaríkjadala, eða um 2 milljarðar króna, og á þessu ári er talið að velt- an geti orðið allt að 50 milljónir dollara. Síðan fari að draga úr veiðinni um hríð. Fyrirtækið Islensk ígulker hf. flutti í febrúar síðastliðinn í Njarðvík eftir stutta viðveru í Hólminum. Ellert segir ekkert hæft í því að þeir haft verið „keyptir“ suð- ur, eins og það var orðað. Hinsvegar hafí þeir feng- ið góðan stuðning. Aðal- ástæðan íyrir flutningun- um hafi einfaldlega verið sú að Njarðvík er í næsta nágrenni við alþjóða- flugvöllinn. Afurðin, svokölluð ígulkerja- hrogn, reyndar kynkirtlar dýranna, væri afar við- kvæm, og það skipti sköpum að stytta allar vegalengdir og viðkom- ur vörannar. Þeir Ellert og Hörður sögðu blaðamanni Al- þýðublaðsins að köfun hefði verið frístundaáhugamál þeirra undanfarin fimm ár. I þess- um tómstundum kynntust þeir óhjákvæmilega ígulkerjunum. Ahugi þeirra á þessari skel og inni- haldi hennar varð kveikjan að Is- lenskum ígulkerjum hf.. Það fyrir- tæki hafði 70 manns í vinnu, þegar flest var í vetur. Að vorlagi og allt fram í ágúst má búast við að veiðar liggi niðri vegna hrygningar á veiðislóðum. Rándýr afurð á Japansmark- aði Hrognunum er pakkað í litlar 100 gramma öskjur úr plasti. Þær era fluttar flugleiðis til Bandaríkjanna og þaðan með næsta flugi til Japan, enda ferskleikinn fyrir öllu. Þeir Hörður og Ellert hafa farið til Japan til að kynnast markaðnum sem best. Þeir segja að á uppboðs- markaði fáist ca. 1.200 krónur fyrir kílóið, - en verðið í kjörbúðum í Japan sveiflast frá 1.500 krónum og allt upp í 6 þúsund krónur, allt eftir gæðum og verði á markaðnum. Vörana er að finna í kælikistum verslana, en Sushi-veitingastaðir kaupa vörana líka í miklum mæli. Úr þessu er hnoðuð hrísgrjónakaka og hún vafin með þarablöðum. Réttinn borða Japanir síðan með sojasósu og þykir mikið afbragð. Auk þess eiga kynkirtlamir að gefa karlpeningnum aukna og bætta kynheilsu, þannig að til mikils er að vinna. „Það er nóg af þessu við allar strendur fslands. En gæðin eru afar misjöfn og stundum mjög rýr. Við- brögð Japana við okkar vöra era yfírleitt góð. Það eina sem þeir finna að er litur hrognanna, hann skiptir máli. Og það skiptir líka máli hvemig fæðu ígulkerin hafa fengið, og einnig hver aldur þeirra er“, segir Ellert. Kemur frá köfurum og sjó- mönnum Gæði íslensku ígulkerjahroganna eru ærið misjöfn og segja þéir fé- lagar að nauðsynlegt sé að grisja veiðisvæðin til að ná betri göðum. Til þess þyrftu sjómenn að fá að- stoð. Og þannig má auka gæðin og stöðugleiki verðlagsins tryggður. Sjómenn hafa sýnt ígulkerjunum áhuga og selja þau til vinnslu í auloium mæli. ígulkerja er nú leitað allt ffá Hvalfírði austur til Djúpavogs fyrir fslensk ígulker. Nokkrir kafarar vinna þetta kuldalega verk og sögðu þeir Ellert og Hörður að það þyrfti algjör hörkutól að stunda það að rífa sig upp í býtið á morgnana og demba sér í djúpið. Sjómenn nota sérhannaðan plóg, sem Pétur Agústsson skipstjóri í Hólminum á allan heiður af, auk þess sem hann var frumkvöðull að því á sínum tíma að kanna verðmæti ígulkerj- anna. Góður kafari getur fært á land 400-500 kfló á dag og sé hann heppinn með gæðin, þá getur hann fengið allt að 70 krónur á kflóið. Meðalverðið hjá köfuram á Akur- eyri hefur verið um 50 krónur. Hjá íslenskum ígulkerjum hf. hefur verið framleitt að undanfömu úr um það bil þrem tonnum af skel- inni á degi hverjum, 12-15 tonn á viku. Út úr því koma um 800 kfló af afurðinni, nýtingin er 5-8%. Varan er send utan sex daga vikunnar glæ- ný. Vandasöm flísatanga- og skeiðavinna „Við vissum að erfiðleikar hlytu að koma upp í byrjun. Gæðamálin þurfum við að leysa, og einnig þjálfun starfsfólks. Þetta er nánast flísatanga- og skeiðavinna að pilla kynkirtlana úr. Það þarf því laghent starfsfólk ef vel á að ganga. Það þarf vissa þjálfun í þessu fagi, og því höfum við fengið Bandaríkja- menn hingað til að þjálfa fólk, og trúlega sendum við fólk héðan til Bandaríkjanna að læra allt um fag- ið“, sagði Ellert. „Við eram bjartsýnir á framtíð- ina eftir þessa fyrstu reynslu okkar. Þetta hefur verið og verður þrotlaus vinna og verður öragglega enginn dans á rósum. Það sem við óttumst mest er ófagmannleg sókn keppi- nauta okkar á markaðnum. Mark- aðurinn er afar viðkvæmur og ekk- ert má fara úrskeiðis", sögðu þeir félagar að lokum. Vinningstölur 5. júní 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ ÁHVERN VINNING El 5af5 0 5.569.238 g+4af5 3 191.654 0 4af 5 190 5.220 3 af 5 5.225 442" Aðaltölur: BÓNUSTALA: 10 Heildarupphæð þessa viku: kr. 9.445.892 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP <51

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.