Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 1
Sjálfstœðismenn ákveða að breyta SVR í hlutafélag EKKERT SAMRÁÐ VIÐ MINNIHLUTANN -segir í harðri gagnrýni fráfulltrúum minnihlutans. Breytingar kynntar fjölmiðlum áður en stjórnarmenn og starfsmenn SVR höfðu vitneskju um þœr Tveir kampakátir með góðan árangur: Bergsveinn Sampsted markaðsstjóri (t.v.) og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri íslenskrar Getspár. Fjölmiðlar urðu í gær á undan minnihlutanum í borgarstjórn til að fá upplýsingar um að sjálf- stæðismenn hyggjast breyta SVR í hlutafélag. Sveinn Andri Sveins- son borgarfulltrúi sagði á blaða- mannafundi í gær að „aðgerðinni væri hvorki beint gegn starfs- mönnum né stjórnendum SVR“ og enginn myndi missa vinnuna vegna þessa. Fulltrúar minni- hlutans í stjórn SVR gagnrýna harðlega hvernig staðið er að málinu af hálfu sjálfstæðis- manna. Hörður .Oddfríðarson og Einar Gunnarsson fulltrúar Nýs vettvangs og Alþýðubandalags.í stjóm SVR mættu á fundinn miðjan,flestum að óvörum og hófu að gagnrýna mjög að rríálið hefði aldrei verið rætt inn- an stjómar SVR. Þá kom fram í máli þeirra að starfsmenn og yfir- menn SVR vom ekki með í ráðum. Sökuðu þeir Svein Andra um að gera engan greinarmun á Sjálfstæð- isflokknum, sjálfum sér og SVR. Sveinn Andri sakaði fulltrúa minnihlutans um „pólitískt þras“ og bað blaðamenn loks afsökunar á vem fulltrúa minnihlutans á blaða- mannafundinum. I máli Harðar og Einars kom fram að minnihlutinn hefði ekki enn tekið efnislega afstöðu til hug- mynda sjálfstæðismanna en vel mætti ræða breytingu á rekstrar- formi SVR. Sprengjuhótun í Húsnæðisstofnun Víkingasveit lögreglunnar var kölluð að skrifstofum Húsnæðis- stofnunar við Suðurlandsbraut í gærdag. Þar innan dyra var maður sem á við sálræn vandamál að glíma, sem sagðist hafa með sér sprengiefni. Mikill viðbúnaður var í húsinu og í nágrenni staðarins vegna þessa. Lögreglu tókst um síðir að lempa manninn út og tók hann í sína vörslu. Lögreglan var fjölmenn á staðnum, • þarna er messað yfir bð mannsins sem sagðist vopnaður sprengju, sem sföar reyndist vera hættulaust tæki. A-mynd E.ÓI. íslensk Getspá og Víkingalottóið POTTURINN f KVÖLD YNR SO MILLJÓNIR? „Potturinn í VÍKINGALOTTÓ- INU á morgun verður örugglega ekki minni en síðast. Þá var pottur- inn 77 milljónir og það var finnsk kona sem fékk hann allan. Salan í VÍKINGALOTTÓINU hefur ekki enn komið niður á laugardagslottó- inu. Þetta er 13 söluvikan og við finnum ekki fyrir neinni kreppu eða svartsýnistali í þjóðfélaginu, salan er alltaf stöðug. Okkur virð- ist nýr viðskiptahópur vera að koma inn í VIKINGALOTTÓIÐ til viðbótar við þá sem spila í báð- um lottóunum. Skoðum árangurinn hingað til. Við höfum til dæmis selt tæplega 177 milljónir raða frá upphaft og fjöldi milljónamæringanna er orðinn tæp- lega 300 talsins. Heildarfjöldi vinningshafa frá upp- hafi er kominn yfir 2,2 milljónir og frá upphafi höfum við greitt yfir 2 milljarða í vinninga. íslensk Getspá er með 182 sölukassa um land allt,“ sögðu Vilhjálmur B. Vilhjálmsson og Bergsveinn Sampsted hjá íslenskri Getspá í stuttu spjalli við Alþýðu- blaðið. pnny OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10:00 TIL 16:00 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLft 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 VERÐ RÐEINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.