Alþýðublaðið - 09.06.1993, Side 4
4
Miðvikudagur 9. júní 1993
Alþjóölegur umhverfisdagur
Sleppifiskur eyðir
innfæddum fiskum
Nílarkarfi er ránfiskur sem getur náð 200 kílóum. Honum var slepptfyrir vangá í Viktoríuvatnið í Afríku.
A örfáum áratugum hefur hann gereytt um 200 tegundum fiska, sem fyrir voru.
Alvarlegar breytingar á vistkerfi vatnsins eru nú að koma í Ijós
Vatnakarfi, sem að líkindum
slapp fyrir slysni út í Viktoríu-
vatnið í Afríku hefur fjölgað sér
með ægihraða á nokkrum ára-
tugum, og er orðinn ráðandi teg-
und í vatninu, og fræðimenn telja
að hann hafi á nokkrum áratug-
um útrýmt fast að helmingi 400
tegunda smáfiska, sem lifðu í
vatninu. Engin ráð eru þekkt til
að stemma stigu við útbreiðslu
karfans í vatninu, og bjarga þeim
200 tegundum sem eftir eru, en
eiga undir högg að sækja.
Afleiðingamar af þessari íhlutun
mannsins í vistkerfi vatnsins birtast
þó ekki aðeins í gereyðingu heilla
tegunda, heldur í röð breytinga í
öllu vistkerfinu, sem getur um síðir
leitt til þess að þetta næststærsta
vatn veraldar bætist í hóp „dauðra“
vatna.
Viktoríuvatn er því sorglegt
dæmi um alvarlegt umhverfisslys,
þar sem maðurinn hefur raskað
vistkerfi í góðu jafnvægi með því
að flytja inn nýjar tegundir, sem
hann getur ekki haft hemil á í hinu
nýja umhverfi.
Veikt vistkerfi
Viktoríuvatn er á mörkum þrigg-
ja landa Afríku; Uganda, Kenýa og
Tanzaníu. Vatnið er geysilega stórt,
eða næstum því 70 þúsund ferkíló-
metrar, og er því með réttu oft kall-
að innhaf, þó það sé að sönnu
ferskt. Það er tiltölulega grunnt, að-
eins 80 metrar þar sem það er dýpst,
og hefur gegnum aldanna rás verið
auðug uppspretta próteins fýrir íbúa
þeirra þriggja landa, sem að því
liggja. En í dag búa á bökkum þess
um átta milljónir manna, sem meira
eða minna eru háðar lífríki vatnsins
um afkomu sína.
Vísindamenn, sem hafa rannsak-
Nílarkarfi slapp fyrir slysni út í Viktoríuvatnið og hefur á örfáum áratugum lagt það undir sig. í leiðinni hefur hann útrýmt fast að 200 tegundum smáfiska, sem frá
örófi hafa verið uppistaðan í veiðinni í vatninu.
Mikil veiði á Nílarkarfa kom upp í
Viktóríuvatni, en breytingar á lífríki
vatnsins hafa nú leitt til þess að úr
henni hefur dregið verulega.
að vatnið síðustu árin, hafa fundið
óræk merki um alvarlega röskun í
vistkerfi vatnsins. Þykkar beðjur
blágrænþörunga blómstra nú við
yfirborð vatnsins, og sækja sér nær-
ingu í sívaxandi flæði lífræns úr-
gangs, sem kemur með skólpi frá
þorpum á bökkunum, frá verk-
smiðjum og af ökrum smábýla við
vatnið. Þegar þörungamir deyja,
sökkva þeir til botns, og byrja að
rotna. En rotnunin krefst súrefnis,
sem er sótt í vatnsbolinn umhverfis.
Fyrir vikið verða stór svæði vatns-
ins niður við botninn örsnauð að
súrefni, og fiskar og önnur dýr, sem
lenda í súrefnislausum svelgnum
eiga sér ekki undankomu auðið.
Alþjóðlegur umhverfisdagur
Nashyrningakvintettinn
Affimm tegundum nashyrninga erufjórar í útrýmingarhœttu
vegna veiðiþjófnaðar
Enn skammrifi þörunganna fylgir
böggull í líki risavaxinna vatnalilja,
sem þrífst f sambýli við blágræn-
þörungana. Vatnaliljan er harðsæk-
in jurt, sem er fljót að koma sér fyr-
ir þar sem henni gefst færi. Ein lilja
getur breitt anga sína og blöð um
100 fermetra svæði, og þannig hef-
ur hún stíflað sund og ála í vatninu,
og dregið á stórum svæðum úr
hreyfingu vatnsins. En um leið
kemur hún í veg fyrir að vatnið
sæki sér súrefni úr andrúmsloftinu.
Að stórum hluta er þessi þróun
talin stafa af því að ránkarfamir
stóru hafa eytt smáfiskunum úr
vatninu. En smáfiskamir átu þör-
ungana, og héldu þeim þannig í
skefjum. Þegar þeirra nýtur ekki
Iengur við, þá vaxa þörungamir
með sprengihraða, og í kjölfarið
koma vatnaliljumar, og vatnið
sneyðist að súrefni. Súrefnisskort-
urinn veldur svo því, að stór bú-
svæði fiska í vatninu verða eyði-
mörk.
Þannig hefur veiking eins hlekks
í vistkeðjunni í umhverfi Viktoríu-
vatns gjörbreytt öllu lífríki þess og
er þó ekki séð fyrir endann á þessari
þróun enn.
Fimm tegundir nashyrninga
lifa á jörðinni, og allar nema ef til
vill ein eru f útrýmingarhættu.
Svarti og hvíti nashyrningurinn
(sem þó er raunverulega grár)
lifa í Afríku, en hinar þrjár teg-
undirnar lifa í Asíu og eru kennd-
ar við Java, Indland og Súmatra.
í Afríku voru áður hundmð þús-
unda svartra nashyminga, en í dag
em einungis eftir um 2.500, sem
em dreifðir um nokkur lönd álfunn-
ar. Þeir geta orðið 1,4 tonn að
þyngd.
Af hvíta nashymingnum em til
tvö afbrigði; annað lifir í norður-
hluta álfunnar, en hitt syðst í Afr-
íku. Veiðiþjófar útrúmdu hinu fyrra
næstum því algerlega með gegndar-
lausum drápum síðustu tvo áratug-
ina, og í dag eru einungis 31 dýr eft-
ir í Zaire. Af suðlæga afbrigðinu er
hins vegar til sterkur stofn í Suður
Afríku, þar sem 5,700 nashymingar
lifa í vemduðu umhverfi, og fjölga
sér bærilega. Stjómvöld í Suður
Afríku gæta þeirra vel. Hvfti nas-
hymingurinn er 2,5 tonn að þyngd.
Java nashymingurinn er talinn
sjaldgæfasta stóra spendýrið í ver-
öldinni. Einungis 55 dýr em til í
hitabeltisskógum á vesturhluta
Jövu, þar sem búið er að setja upp
sérstakan þjóðgarð fyrir tegundina,
þó hún sæti ennþá árásum veiði-
Einmana nashyrningur í leit að maka? Dráp veiðiþjófa á nashyrningum hafa leitt til þess að dreifðir stofnar eiga erfitt
með að viðhalda sér.
þjófa. Að auki fannst nýlega hjörð
10-15 dýra í Víetnam, og menn
binda vonir við að einhver dýr sé
líka að finna í myrkviðum fmm-
skóga í Laos og Kambódíu. Java-
tegundin verður 1,6 tonn þegar hún
nær fullum þroska.
Nashymingurinn sem kenndur er
við Súmatra er stundum kallaður
hærði nashymingurinn, því hann er
hinn eini ættingja sinna sem hefur
hærða húð. Hann lifir í regnskógum
í fjalllendi, og er langsmæstur nas-
hyminganna; nær aldrei þúsund
kílóa þyngd. einungis um 700 dýr
em eftir, og lifa dreifð í örsmáum
hjörðum um stór svæði Súmötm.
Sumar hjarðimar eru svo Iitlar, að
það er talið óhjákvæmilegt að þær
deyi út. Þessi nashymingurertalinn
í hvað mestri hættu vegna veiði-
þjófa, enda em nær allir hlutar hans
eftirsóttir af íbúum eyjunnar, sem
telja lækningamátt fólginn í blóði
nashymingsins, og hafa frá alda
öðli haft tröllatrú á því að besta
leiðin til að lækna hitasótt sé að
taka inn duft úr muldu homi nas-
hymings.
Indverski nashymingurinn er
best á sig kominn allra tegundanna
fimm. Hann getur orðið næstum 2
tonn að þyngd, og lifir á vemduð-
um svæðum í fjalllendi Nepals og
Indlands, og samtals eru til um
2.000 dýr. Þeim hefur fjölgað hægt
og bítandi síðustu árin.
Ein fjölmargra tegunda smáfiska sem er í útrýmingarhættu vegna Nílarkarfans,
sem fer eins og logi yfir akur.