Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 9. júní 1993
nmiiiiímmi
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Ungt fólk til ábyrgðar
Alþýðuflokkurinn hefur nú ákveðið djarfar breytingar á ráðherra-
liði flokksins. Er það í samræmi við það sem boðað var þegar núver-
andi ríkisstjóm var mynduð fyrir um tveimur árum. Tveir ungir liðs-
menn Alþýðuflokksins taka nú sæti í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar,
þeir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Með til-
komu þessara ungu manna í ríkisstjómina verður breidd hennar
meiri og væntanlega fylgja þeim ferskir straumar.
Uppstokkun í ráðherraliði Alþýðuflokksins verður nú vegna þess
að Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að
láta bæði af ráðherradómi og þingmennsku. Jón hefur verið þunga-
vigtarmaður í íslenskri pólitík allt frá því hann settist á Alþingi Is-
lendinga fyrir rúmum sex ámm. Nú hefur hann ákveðið að snúa til
annarra starfa eftir gifturíkan pólitískan feril.
Eiður Guðnason umhverfisráðherra hefur jafnframt ákveðið að
hætta sem ráðherra. Hann hefur átt sæti á Alþingi allt frá því árið
1978 og hugur hans stendur nú til að draga sig út úr stjómmálum en
hann mun þó gegna starfí sínu sem þingmaður enn um sinn. Á þess-
um ámm hefur Eiður gegnt margvíslegum trúnaðarstöðum fyrir Al-
þýðuflokkinn og íslensku þjóðina og nú síðustu tvö árin sem ráð-
herra umhverfismála. Hann hefur því átt mikinn þátt í að móta starf-
semi þess ráðuneytis sem er mjög ungt að ámm. En nýir og vaskir
menn koma til að fylla skörð þeirra sem hverfa nú frá ráðherradómi.
Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem mun
innan skamms taka við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, hefur setið í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í 11 ár og þar af verið
bæjarstjóri í 7 ár. Guðmundur Ámi er löngu landsþekktur fyrir dugn-
að sinn og atorku en eins og landsmenn þekkja hefur mikill upp-
gangur verið í Hafnarfirði allt frá því að hann tók þar við forystuhlut-
verki. Hann hefur notið óskoraðs trausts Hafnflrðinga sem sýndi sig
í síðustu bæjarstjómarkosningum þegar Alþýðuflokkurinn fékk þar
hreinan meirihluta. Við fráhvarf Jóns Sigurðssonar af þingi tekur
Guðmundur Ámi sæti hans ásamt ráðherradómi.
Ossur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins,
verðandi umhverfisráðherra, hefur á sínum stutta þingmannsferli
sýnt það og sannað að þar fer öflugur talsmaður jafnaðarstefnunnar.
Hann hefur getið sér gott orð sem kraftmikill og ötull talsmaður
þingflokks Alþýðuflokksins en á hans könnu hafa m.a. verið sam-
skipti við aðra þingflokka sem oftar en ekki reynast æði stormasöm.
Þá hefur Össur gegnt formennsku eða varaformennsku í veigamikl-
um nefndum Alþingis, svo sem iðnaðamefnd og sjávarútvegsnefnd.
Össur hefur yflrgripsmikla menntun á sviði náttúmfræða og er því
með kjörmenntun til að stýra ráðuneyti umhverfismála.
Sighvatur Björgvinsson núverandi heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra mun færa sig um set og taka við ráðuneyti iðnaðar- og við-
skiptamála. Hann hefur staðið í ströngu í ráðuneyti heilbrigðismála
við að ná þar fram spamaði. Hann hefur náð ótrúlegum árangri á
stuttum tíma svo tekið hefur verið eftir. Ekki er að efa, að reynsla
Sighvats og hæfni mun nýtast vel í hinum nýju ráðuneytum, en á þau
mun mjög reyna á næstu misserum.
Einn úr þingflokki Alþýðuflokksins hefur ákveðið að hætta þing-
mennsku nú þegar og aðrir tveir hafa boðað að þeir muni hætta áður
en langt um líður. Það verður til þess að nýtt fólk mun koma til starfa
fyrir Alþýðuflokkinn á Alþingi. Guðmundur Ámi kemur fyrir Jón
Sigurðsson, Petrína Baldursdóttir fyrir Karl Steinar Guðnason, sem
hefur í hyggju að hætta þingmennsku eftir langan og giftudrjúgan
feril á Alþingi. Þá mun Gísli Einarsson, bæjarfulltrúi á Akranesi,
taka þingsæti Eiðs þegar hann lætur af þingstörfum. Þannig er að
eiga sér stað mikil endumýjun í þingflokki Alþýðuflokksins.
Hverjum flokki er nauðsynlegt að endumýja sig af og til, ekki bara
málefnalega, heldur og ekki síður hvað mannval í trúnaðarstöður
snertir. Þannig er nú ný kynslóð ungs fólks að halda innreið sína í
æðstu trúnaðarstöður flokksins, ungir menn í ráðherrastóla og ungt
fólk inn á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn. Með nýju fólki má vænta
nýrra strauma og ferskra vinda í bland við staðfestu og reynslu þeirra
sem lengur hafa starfað í stjómmálum. Alþýðuflokkurinn á því
bjarta tíma framundan með ungt fólk í forystuhlutverki þrátt fyrir að
móti blási um stundarsakir í íslensku atvinnu- og efnahagslífi.
Hlakka til að takast á
við erfið verkefni
- segir Gísli S. Einarsson sem á nœstunni tekur sœti
á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn
„Framundan er mikið af erfiðum verkefnum sem ég hlakka
til að fást við,“ sagði Gísli S. Einarsson í samtali við Alþýðu-
blaðið, en hann tekur sæti á Alþingi í haust þegar Eiður
Guðnason lætur af þingmennsku. ,,Ég treysti því að ég fái
góða leiðsögn félaga minna við að komast inn í starfið, sem
fer að miklu leyti ffam í nefndum þingsins. Ég veit að reynsla
mín af sveitarstjómarmálum mun nýtast mér vel. Ég lít á þing-
mennsku sem vinnu fyrst og fremst og vinna hefur aldrei vax-
ið mér í augum.“
Gísli er fæddur á Súðavík, 12.
desember 1945; sonur Elísabetar
Sveinbjömsdóttur fyrrverandi ljós-
móður og Einars Kristins Gíslason-
ar skipstjóra, sem nú er látinn. Gísli
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Akraness 1962 og út-
skrifaðist sem vélvirki frá Iðnskóla
Akraness 1968. Hann hefur unnið
hjá Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi nær óslitið frá 1963, en
starfaði hjá Aalborg Portland í Dan-
mörku 1977-78. Gísli hefur verið
verkstjóri hjá Sementsverksmiðj-
unni síðan 1979.
Of langt mál væri að telja upp öll
störf Gísla á vegum Alþýðuflokks-
ins. Hann varð bæjarfulltrúi á Akra-
nesi 1986eftirgóðankosningasigur
þar, formaður bæjarráðs frá 1990
og forseti bæjarstjómar frá 1991.
Hann hefur setið í flokksstjóm Al-
þýðuflokks síðan 1987.
Aðspurður sagði Gísli að hann
myndi beita sér af alefli í sjávarút-
vegsmálum, enda hefur hann
ákveðnar skoðanir í þeim efnum og
hefur viðrað þær, bæði innan Al-
þýðuflokksins og utan.
„Það liggur fyrir að við þurfum
að skera vemlega niður þorskafl-
ann, og ég vil að við beinum stærstu
skipunum, einkum ffystitogumm út
fyrir ákveðna línu, en minni skipin
fái að veiða þar lyrir innan. Ég vil
að að útgerðum stóm skipanna
verði hjálpað meðan þær eru að að-
laga sig að þessum breytingum. Þá
er ég Iíka stuðningsmaður króka-
leyfisbátanna, og vil láta takmarka
netaveiðamar við ákveðna tíma árs-
ins.“
Af öðmm málum nefndi Gísli að
vinnan að sveitarstjómarmálum
hefði í för með sér að hann hefði
áhuga á flestum málaflokkum, enda
spönnuðu þau flest viðfangsefni
stjómmálanna.
En verða miklar breytingar á
högum Gísla þegar hann tekur sæti
á Alþingi? „Ég veit það nú ekki. Ég
hef alltaf verið önnum kafinn; alveg
frá því ég gifti mig með konungs-
leyfi 19 ára og byggði eigið hús fyr-
ir tvítugt. Auk atvinnu minnar hef
ég ævinlega verið á kafi í stjómmál-
um og félagsmálum."
Gísli sagði að mörg verkefni
biðu úrlausnar í Vesturlandskjör-
dæmi, og einkum væri brýnt að
treysta búsetu og samgöngur. „Ég
vil að íbúum á Vesturlandi fjölgi og
það mun gerast ef stjómsýslan er að
einhverju leyti flutt frá Reykjavík
og með sameiningu sveitarfélaga."
En ætlar Gísli að halda áfram
starfi sínu í bæjarstjóm Akraness?
„Mér er ekki unnt að sinna því
meðfram þingmennsku og mun
þessvegna taka mér leyfi. En bæjar-
stjómin er vettvangur sem ég hefði
ekki viljað missa af. Ég hef fundið
einstakan skilning bæjarbúa, hvar í
flokki sem þeir annars standa, á því
sem ég hef verið að gera. Það hefur
verið virkilega gaman og gefandi
að starfa í Alþýðuflokknum á Akra-
nesi og ég held að það sé engin til-
viljun að við höfum þrefaldað styrk
okkar þar síðan 1982.“
Gísli var spurður hvort hann væri
sáttur við breytingamar á ráðherra-
liði flokksins.
„Þetta var viðkvæmt mál; eink-
um í ljósi þess að báðir þingmenn-
imir sem gerðu tilkall til umhverfís-
ráðuneytisins em mjög hæfir. Mér
finnst að unnið hafi verið að málinu
á lýðræðislegan hátt. í ffamhaldi af
því er það sjálfsögð ósk, og reyndar
krafa, að menn sætti sig við lýðræð-
islega niðurstöðu. Þegar ég tek sæti
í þingflokki Alþýðuflokksins mun
ég vinna eftir leikreglum lýðræðis-
ins og una því þótt ég lendi í minni-
hluta í einstökum málum. Á þessu
hlýtur gott samstarf í samhentum
flokki að byggja."
Gísli Einarsson er kvæntur Ólöfu
Eddu Guðmundsdóttur húsmóður
og þau eiga þrjú böm, Einar Kristin
29 ára vélvirkja, Ólaf Þór 27 ára
sölumann og vélvirkja og Erlu
Björku sem er á tíunda ári.
Gísli er áhugamaður um hin ólík-
ustu efrii, til að mynda golf og tón-
list. Framboðsræður hans hafa
löngum vakið athygli enda hefur
hann einatt tekið harmónikkuna
með í pontu.
, Já, svo hef ég leikið á nikkuna á
jólaböllum í mörg herrans ár,“ seg-
ir Gísli, „en ég hef samt aldrei verið
í jólasveinabúningi. Ég er svona
náttúmlegur jólasveinn. Og, jú,
hver veit nema ég taki nikkuna og
gítarinn með á þingið!"
HJ.
piivikufaýw 9. \m9}
Atburðir dagsins
1441 Látinn er hirðmálarinn og fylgdarmaður Filipusar hins góða, hertoga
af Bourgogne í Frakklandi, flæmski málarinn Van Eyck, sem hélt löngum
til hjá konungum Evrópu. Verki eftir hann stálu nasistar á stríðsámnum,
það fannst um síðir falið í saltnámu.
1898 Kína leigir Bretlandi Hong Kong til 99 ára.
1908 Játvarður konungur VII af Englandi heimsækir Nikulás II, keisara
Rússlands um boð í snekkju í Eystrasalti. Það var fyrsti fundur leiðtoga
þessara stórvelda.
1959 Bandaríkjamenn hleypa af stokkunum fyrsta kjamorkukafbáti sínum
sem geymir Polaris-eldflaugar. Hann hlýtur nafnið öeorge Washington.
1964 Breski blaðakóngurinn, Beaver-
brook lávarður, deyr.
1967 ísraelsmenn hertaka Gólanhæðir á
fimmta degi sex- daga-stríðsins við Sýr-
land, Egyptaland og Jórdaníu.
DICKENS ER SÁRT SAKNAÐ - Þennan
dag fyrir 123 árum dó Charles Dickens, sá
rithöfundur sem Bretar hafa kunnaö hvað
best að meta. Hann lést úr hjartaslagi á
heimili sínu, 58 ára gamall. Síðasta verk
hans, Leyndardómurinn um Edwin Drood,
lá þá hálfkarað á skrifborði rithöfundarins.
Dickens náði góðum árangri í ritstörfum
sínum en var óhamingjusamur i einkalífinu,
fráskilinn og óánægður með framgang tveggja sona sinna. Hann lagði hart að
sér og ferðaðist víða. Ofþreyta var sögð ástæða fyrir heilsubresti skáldsins og
hans banamein.
1970 Bob Dylan er veitt heiðursnafnbót við Princeton- háskóla í New Jers-
ey í Bandaríkjunum.
1975 BBC og LBC sjónvarpa í fyrsta skipti beinum útsendingum frá neðri
deild enska þingsins.
1989 Réttarhöld hefjast yfir leiðtogum mótmælanna á Torgi hins himneska
friðar - Tiananmen-torginu.
Afmœlisdagar
Pétur I. - 1672 Rússneskur keisari, þekktur sem Pétur Mikli, vegna hinna
miklu og góðu umbreytinga sem hann stóð fyrir.
George Stepenson - 1781 Enskur verkfræðingur sem átti hugmyndimar
um stórendurbættar gufujámbrautarlestir.
Elizabeth Garrett Anderson - 1836 Enskur læknir sem var fmmkvöðull
að því að konur komust að í þeirri starfsgrein. Hún þurfti að læra sitt fag á
eigin spýtur.
Cole Porter -1893 Amerískur tónsmiður og textahöfundur sem þekktur er
meðal annars fyrir Can-Can og Anything Goes.