Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 8. júní 1993 ARTHUR BOGASON - veiðiskapur smábáta skapar miklu fleiri störf en veiðiskipin gera. stæðum. Svo langt ganga hags- munagæslumenn stórútgerðarinnar að t.d. vom búnar til vinnureglur hjá Fiskveiðasjóði sem banna lán til báta undir 10 brúttólestum. Þetta eru mennimir sem tala um að sömu leikreglur eigi að gilda fyrir alla. Gott dæmi um þessa sterku réttlæt- iskennd þeirra gagnvart jöfnum leikreglum var þegar þeir settust niður í fyrra til að semja leikregl- umar um hvemig ætti að bjóða út veiðiheimildir Hagræðingasjóðs. Þeir útbjuggu þær svo snyrtilega að það slapp einn smábátur inn í gæð- ingahópinn og fjöldinn allur af þeirra eigin umbjóðendum urðu einnig útundan - auðvitað allir af smærri gerðinni. Ráðherrann þurfi svo að taka fram fyrir hendumar á þessum jafnréttisfrömuðum. Eðlileg þróun í samsetningu flot- ans getur ekki átt sér stað við þær kringumstæður að smábátaflotan- um sé att á langdýrasta lánamark- aðinum meðan aðrir njóta sérkjara. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja niður Fiskveiðasjóð og aðra þá sjóði sem með þessum hætti mismuna aðilum innan greinarinn- ar og raunar atvinnulífinu yfirleitt. Ég er ekki gerkunnugur lögunum um samkeppnishömlur og eðlilega viðskiptahætti en ég held að það hljóti að vera athugunarefni hvort þessi vinnubrögð standast þau.“ Grásleppukarlar verða éulls ígildi Nýr skilningur fiskvinnslustóðva Skælt í skálmar stóra bróður Uppi hefur verið umræða um út- flutning á óunnum grásleppuhrogn- um og þá atvinnu sem skapast við framleiðslu kavíars hérlendis. Hvað viltu segja um þetta og hvemig hef- ur grásleppuvertíðin gengið? „Það sem mér finnst ánægjuleg- ast við þessa umræðu er að menn em að vakna upp við að jafnvel minnstu skeljamar í smábátaflotan- um geta skapað mikla atvinnu í landi. Hið sérkennilega en jafn- framt langánægjulegasta er hins vegar að jafnvel aðilar sem beinlín- is hafa lagst á sveif þeirra sem vilja smábátaútgerðina feiga hafa nú skyndilega rokið upp til handa og fóta og farið að minna stjómvöld á atvinnusköpun þessarar útgerðar. Það er sérlega athyglisvert að Sam- tök fiskvinnslustöðva hafa beitt sér í þessu máli en minnast ekki í leið- inni á þær tugþúsundir tonna af fiski sem streyma óunnin enn þann dag í dag úr landinu á ári hverju. Þeir höfðu hins vegar smekk til þess að leggjast á sveif með LÍU um tillögur til Tvíhöfðanefndarinn- ar sem myndu steindrepa alla út- gerð báta undir 6 tonnum og leggja fjölda starfa, heimila og byggðar- laga í rúst. En þessi hugarfarsbreyting tákn- ar vonandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af viðbrögðum þegar við leitum til þeirra eftir stuðningi við smábátaútgerðina í heild og þá gríðarlegu atvinnu sem hún skapar, íyrst þeim er skyndilega orðið svo umhugað um þá verðmæta- og at- vinnusköpun sem er í kringum grá- sleppuútgerðina. Grásleppuvertíðin hefiir annars einkennst af hræðilegu tíðarfari. Margir hafa orðið fyrir miklu tjóni í stórskemmdum og ónýtum veiðarfærum. Þá hefur veiðin verið í daprari kantinum og sums staðar afspymuléleg. Góðar fréttir af veiði eru fátíðar en þó til. Þessi ótíð og dapra veiði em auð- vitað orsakir þessarar deilu um út- ílutninginn á hrognunum óunnum. Ég tel hins vegar að sú leið sem kavíarframleiðendur völdu til að reyna að ná til sín hrognunum hafi verið röng. Aðferðin er í stuttu máli sú að til þess að ná hráefninu af að- ila A ákvað aðili B að tala við aðila C og biðja hann að banna A að selja öðmm en sér hráefnið. Um þetta getur aldrei orðið friður. Ég styð heilshugar að hrognin séu unnin í landinu og við höfum hvatt okkar menn til þess að selja þau innanlands bjóðist sambærilegt verð og greiðslutryggingar og er- lendis frá. Það er hins vegar á móti minni sannfæringu að það eigi að gerast með höftum og bönnum.“ Nýfundnaland, víti til varnaðar Fyrirmyndin orðin hrvllingsmynd EyðimörK af mannavöldum Víkjum að öðm, en kannski tengdu. Þú hefur kynnt þér aðstæð- ur á Nýfundnalandi. „Mér hefur tvívegis verið boðið til Nýfundnalands og einu sinni til Nova Scotia til að halda fyrirlestra um smábátaútgerð á íslandi. Þróun mála á Nýfundnalandi er mjög at- hyglisverð fyrir okkur Islendinga. Þeir em gengnir á enda þá götu sem við emm nú á. Þetta er enn meira sláandi vegna þess hve margt er líkt með þeim og okkur. Þeir em álíka margir, höfuðborg- in álíka stór, búa í álíka stóm landi og byggja viðlíka mikið á sjávarút- vegi og við: Þá hefur útgerðarsaga þeirra þróast með mjög líkum hætti og hér. Reynsla þeirra á því sviði ætti því að vera okkur afar dýrmæt. Árið 1982 tóku þeir upp kvóta- kerfi í fiskveiðum sem raunar er fyrirmynd þess íslenska. Forsvars- menn í sjávamtvegi hérlendis héldu fleygar ræður þegar verið var að kristna mannskapinn í upphafi kvótans um hve skynsamir Kan- adamenn væm að taka upp svona kerfi. Vom í því sambandi raktar ævintýralegar tölur um veiðamar í framtíðinni við Kanadastrendur. Raunin varð hins vegar sú að um það leyti sem þorskveiðamar stöðv- uðust endanlega áttu þeir sam- kvæmt formúlunni að vera að veiða að mig minnir um sex eða sjö hundmð þúsund tonn og vera samt að „spara“. En þannig fór um sjóferð þá. Nú heyrist ekki bofs í þessum predikur- um frá 1983 og 1984 um hina dýrð- legu fiskveiðistjóm við Kanada. Þeir vilja þegja þetta í hel. Fiskveiðar höfðu verið stundaðar á Nýfundnalandi í miklum mæli í aldaraðir þegar stórskipafloti þeirra og reyndar annarra kom til sögunn- ar. Fram að því var veiðin stunduð í smærri skipum og smábátum, það sem þeir kalla strandveiðiflota. Veiðin var mikil og stöðug, einu skiptin sem hún datt niður var þeg- ar hafís eða óvanalegt tíðarfar gerði þeim skráveifur. Kanadamenn gengu enn lengra en við þegar þeir komu kvótakerf- inu á 1982. Þeir mokuðu peningum og kvóta í ótrúlegum mæli í stóríyr- irtæki á Nýfundnalandi. Strand- veiðiflotinn gat átt sig, sérfræðing- amir sem trúlega fæstir hafa nokkm sinni augum barið sæbarða strönd vom teknir við með súluritin sín og stórveldisdraumana. Ellefu ámm síðar em miðin orðin sem eyðimörk og 160.000 manns standa atvinnu- lausir á Nýfundnalandi og landflótti í augsýn. Stjómin í Ottawa skóflar ekki endalaust peningum þama nið- ur eftir, önnur fylki Kanada em nú þegar farin að kvarta undan pening- unum sem dælt er í „endurþjálfun- arverkefni“ til Nýfundnalands. Það sorglegasta við þróunina þama er sú staðreynd að strand- veiðimennimir vömðu strax 1982 við því að færa sóknina í þvílíkum mæli af kyrrstæðum veiðarfærum yfir á dregin. Þeir spáðu hver þró- unin yrði. En það var ekki hlustað á þá og hlegið að þeim. Spár þeirra rættust þó lið fyrir lið og hláturinn er þagnaður. Þetta er nákvæmlega það sama og er að gerast héma. Smábátaeig- endur og fjölmargir útgerðarmenn smærri skipa hafa varað við þessari þróun hérlendis í mörg ár. Hafró hefur kosið að svara þessu með út- úrsnúningum á borð við að þetta sé þeim óviðkomandi og útgerðar- menn stórfyrirtækja farið þá leiðina að nota persónulegar svívirðingar sér til halds og trausts. Ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að vekja áhuga ráðamanna á að kynna sér þróun mála á Nýfundna- landi og bera hana saman við okk- ar. Forsvarsmenn í sjávarútvegin- um vilja ekki þetta mál á dagskrá. Þessi leikur okkar gengur sjálf- sagt eitthvað lengur. Nýfundna- lendingar hafa stjómina í Ottawa til að hlaupa í fangið á, Færeyingar Dani, Norður-Noregur stjómina í Osló en við íslendingar höfum not- að erlend lán. Þegar það þrýtur hef- ur enginn áhuga á fslandi.“ Minni afli, fleiri störf Dagróðrarflotinn helsta vonin Fiskifræðingar hafa lagt fram biksvarta skýrslu um ástand þorsk- stofnsins. „Þeir em orðnir býsna þjálfaðir í því að skrifa svartar skýrslur bless- aðir. Það rísa nú ekkert á mér hárin vegna þessa og held að menn ættu að taka þessu með stóískri ró. Hafró byrjaði að gefa frá sér tillögur um heildarafla 1976. í árslok 1988 var búið að veiða hátt í eina milljón tonna af þorski fram yfir tillögur þeirra. Þrátt fyrir þetta lögðu þeir til að veidd yrðu 300.000 tonn árið 1989. Þessi ótrúlega tonnatala var að langstærstum hluta veidd af sömu aðilunum og nú ummyndast í heilagri vandlætingu þegar ein- hverjar þúsundir tonna em til um- ræðu varðandi smábáta. Það er stundum ekki frítt við að maður telji að Bakkabræður hafi átt tals- verðu bamaláni að fagna. Fiskiffæðin er ung vísindagrein þar sem óvissuþættimir em fjöl- margir og aðrir jafnvel órannsakað- ir. Mér hefur fundist það ljóður á framsetningu stofnunarinnar að láta svo að fullvissa sé að baki þeim til- lögum sem frá henni koma. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af ein- hverri nákvæmri tonnatölu sem vís- indamenn halda fram að megi veiða og því hvemig sóknin er að breyt- ast. Þessu hefur Hafró ekki sinnt. Allar þeirra veiðarfærarannsóknir hafa til dæmis beinst að trollinu sem bein hvatning til aukinnar_ notkunar á því og í sjálfu sér ákveð- in stefnumörkun. Þó örlaði eitthvað á áhyggjum af þessu hjá forstjóra stofnunarinnar fyrir stuttu í útvarps- þætti. Ég veit að sjómenn em flestir sammála því að fiskamir séu færri í sjónum en oft áður. Því legg ég höf- uðáherslu á það sem ég sagði hér í upphafi að nú stendur þjóðin frammi fyrir því að færri fiskar verða að fæða fleiri munna. Þetta hefur aldrei verið augljósara en núna. Við verðum að skapa eins mikla atvinnu í kringum aflann og mögulegt er. Atvinnan er það síð- asta sem skera á niður. Það gemm við með því að efla útgerð smábáta og smærri skipa - efla dagróðraflotann okkar.“ Viötal B.D. Auglýsing frá Alþýðusambandi s Islands Vegna nýgerðra kjarasamninga ASÍ og viðsemjenda hækkuðu niðurgreiðslur á tilteknum inn- lendum landbúnaðarafurðum ífá 1. júní sl., sem jafngildir að virðisaukaskattur á þessar vörur í smásölu hafi verið lækkaður í 14%. Við þessa breytingu skapast forsendur til að lækka verð í verslunum sem hér segir: V Lækkun % Svínakjöt 5,3% Kjúklingar 5,5% Egg 5,8% Unnar mjólkurvörur aðrar en smjörvörur 8,5% Algengustu flokkar nautakjöts 3-4% J Hér á eftir eru nefnd til ffekari viðmiðunar dæmi um væntanlegar verðbreytingar á nokkmm al- gengum vörum. I þeim verslunum þar sem viðkomandi vörur hafa verið seldar á lægra verði en hér er nefnt, eru forsendur til þess að þær verði áfram á lægra verði. Miðað er við verðupptöku Samkeppnisstofnunar í maí og verðlista Mjólkursamsölunnar. Var í maí Ætti að verða Kjúklingar kr/kg 592 559 Egg kr/kg 365 344 Brauðostur kr/kg 799 732 AB mjólk 1/1 117 107 Rjómi 1/4 148 136 Jógúrt trefja 180 gr 46 42 v________________________________________________________________________________J Tilefni er til verðlækkana á unnum kjötvörum þar sem kostnaðarhluti kjöts er um helm- ingur af framleiðslukostnaði. Pví eru forsendur til þess að unnar kjötvörur lækki í verði um tvö til þrjú prósent. Alþýðusambandið skorar á almenning og forystumenn verkalýðsfélaga að fylgjast vel með verði ofangreindra vöruflokka í verslunum og ganga eftir því við verslunareigendur að þær verðlækkanir sem að ofan greinir nái til neytenda. Sérstaklega ber að fylgjast með því, að verð- lækkun á kjöti gangi eftir. Alþýðusambandið mun sjálft leggja sitt af mörkum til þess að fylgja ofannefhdum verðlækkun- um eftir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.