Alþýðublaðið - 09.06.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. júní 1993
3
Ungir jafnaðarmenn
Hörð gagnrýni
á Davíð Oddsson
s
Magnús Arni Magnússon varaformaður SUJ: Davíð þarfað taka á sig rögg. Gefur
lýðskrumurum stjórnarandstöðunnar tækifœri til að slá sig til riddara
„Við erum að biðja forsætis-
ráðherra í guðs bænum að taka á
sig rögg og vera ekki eins og sigr-
aður maður við stjórnvöl þjóðar-
skútunnar,“ sagði Magnús Arni
Magn.ússon varaformaður Sam-
bands ungra jafnaðarmanna í
samtali við Alþýðublaðið um
mjög harðorða ályktun sem
framkvæmdastjórn SUJ sam-
þykkti á laugardaginn. „Okkur
finnst óþarfi að gefa lýðskrumur-
um stjórnarandstöðunnar tilefni
til að slá sig til riddara með því að
leita til þeirra eftir samstarfi með
þeim hætti sem gert var,“ sagði
Magnús.
Ályktun framkvæmdastjómar
SUJ fer hér á eftir í heild: „A und-
anfömum missemm hefur verið
mikil umræða um þjóðarbúið og
stöðu þess. I kjölfar svartrar skýrslu
Hafrannsóknastoífiunar, um stöðu
fiskistofnanna, hafa menn velt því
fyrir sér hvað skuli til bragðs taka,
hvemig yfirvöld taki á þessum mál-
um.
Verkstjóra ríkisstjómarinnar,
Davíð Oddssyni forsætisráðherra,
hefur tekist með eindæmum illa að
meðhöndla þessi erfiðu og vand-
meðfömu mál.
Fyrst gefur hann út þá stórfurðu-
legu yfirlýsingu, að öll völd skuli
færð í hendur sjávarútvegsráðherra,
hans sé mátturinn og dýrðin.
Eftir þessi afglöp, hefur hvert
asnastrikið fylgt öðm, af hendi for-
sætisráðherra. Hann slær úr og í,
virðist flöktandi og ráðalaus.
Hjá standa ráðherrar og þing-
menn Alþýðuflokksins, agndofa og
orðlausir.
Eina leiðin til að ríkisstjóminni
takist farsællega að vinna þjóðina
út úr þeim vanda sem við blasir, er
að forsætisráðherrann taki sig sam-
an í andlitinu en kikni ekki undan
landsstjóminni líkt og sigraður
maður.
Að öðmm kosti ber honum að
víkja úr embætti."
Davíð Oddson - Harðlega gagn-
rýndur af forystu Félags ungra
jafnaðarmanna.
s
Landverkafólk innan ASI
Kaupið hefur hækkað
-kaupmáttur launa hefur nánast staðið í stað
Greitt tímakaup í dagvinnu
reyndist verða 4,1% hærra á
fjórða ársfjórðungi 1992 hjá
landverkafólki innan Alþýðu-
sambands íslands en á sama tíma
árið áður. Kjararannsóknar-
nefnd hefur birt mat á launum og
sýna niðurstöður að kaupmáttur
landverkafólks hefur nánast
staðið í stað þrátt fyrir erfitt ár-
ferði.
Niðurstöður Kjararannsóknar-
nefndar sýna jafnframt að á þessu
tímabili hækkuðu laun fólks sem
nefndin hafði upplýsingar um á
báðum tímabilum, um 1,4%. Þessi
síðari tala gefur til kynna hversu
mikið greitt tímakaup hækkaði hjá
þeim sem störfuðu hjá sama fyrir-
tæki og í sama starfi á báðum tíma-
bilum.
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 1,3% og samkvæmt
þessu hélst kaupmáttur greidds
tímakaups óbreyttur. Hækkun
tímakaups segir nefndin að megi
rekja til hækkunar kauptaxta flestra
ASÍ-félaga um 1,7% vegna kjara-
samninga sem undirritaðir voru í
byrjun sumars 1992.
Mánaðartekjur landverkafólks
innan ASI, sem er í fullu starfi,
hækkuðu um 2,3% á tímabilinu.
Vinnuvikan á síðasta ársfjórðungi
1992 var hinsvegar 0,2 klukku-
stundum styttri samanborið við
sama tíma árið á undan. Vegna
styttri vinnuviku fækkaði yfir-
vinnustundum sem leiddi til þess að
heildarmánaðartekjur hækkuðu
minna en dagvinnukaup.
„Ef litið er á heilt ár hækkaði
greitt tímakaup í dagvinnu um
4,9% ámilli áranna 1991 og 1992“,
segir Kjararannsóknamefnd.
„Framfærsluvísitalan hækkaði um
3,7% og jókst kaupmáttur greidds
tímakaups í dagvinnu þvf um 1,8%.
Hinsvegar hækkuðu mánaðartekjur
mun minna eða um 3,3%. Styttri
vinnuvika skýrir aðallega þennan
mun á mánaðarlaunum og greiddu
tímakaupi dagvinnu. Samkvæmt
því rýmaði kaupmáttur mánaðar-
tekna landverkafólks innan ASÍ um
0,4% á milli ára.
Þrótt fyrir erfiða tíma, hefur tekist að
halda kaupmætti launa lijá land-
verkafólki innan ASI.
Stálverksmiðian rifin
og seld ur landi burt?
-reynt verður til þrautar aðfá rekstraraðila - eigendur bjóða
þrjú ár án leigugreiðslna, komi þeir rekstrinum afstað að nýju
Talsverðar líkur em nú á að Stál-
verksmiðjan í Helluhrauni í Hafn-
arfirði verði rifin og flutt úr landi
brott. Snorri Pétursson hjá Iðnþró-
unarsjóði, segir að ýmsar fyrir-
spumir hafi borist f þessa veruna.
Hinsvegar er aðilum sem vilja
koma verksmiðjunni í gang að nýju
boðin nokkur kostakjör.
Eigendur verksmiðjunnar eftir
gjaldþrot hennar, eru Búnaðarbanki
íslands og Iðnþróunarsjóður. Em
þeir sammála um að rétt sé að láta
reyna til þrautar hvort hægt er að
finna aðila sem tilbúnir em að gera
tilraun til að reka verksmiðjuna hér
á landi og leggja fram þá fjármuni
sem til þarf.
Hafnarfjarðarbær hefur lýst því
yfir að hann er tilbúinn að styðja vel
við bakið á þeim sem gera slíka til-
raun. Fyrir bæinn er hér um að ræða
mikla atvinnuuppbyggingu, líklega
70- 80 störf, sem vissulega er æski-
legt að styðja eins og atvinnuleysið
er í dag.
í framhaldi af þessu, hafa eigend-
umir ákveðið, að verði verksmiðjan
leigð, þá muni kostnaður við að
koma henni í rekstur að nýju, koma
í stað leigugreiðslna fyrstu 3 árin.
Forkaupsréttur fylgir að þeim tíma
liðnum.
Nýútskrifaðir rekstrarfræðingar
Samvinnuháskólinn á Bilföst útskrifaði 30 nýja rekstrarfræðinga
þann 22. maí síðastliðinn. Er þetta í fjórða sinn sem skólinn útskrifar
rekstrarfræðinga, en þeim áfanga er náð eftir tveggja vetra stíft nám
við skólann. Bestum námsárangri náðu að þessu sinni Einar Guð-
bjartur Pálsson, og næstbestum þær Áslaug B. Guðmundardóttir
og Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir. Til vors stunduðu 89 nemendur
nám við skólann, þar af 71 í rekstrarfræðideild og 18 í frum-
greinadeild. Athygli vekur meðalaldur nemenda, hann var um 30
ár, og hefur svo verið undanfarin ár.
Birgir Dýrfjörð kjörinn þinglóðs
Á fundi flokksstjómar Alþýðuflokksins í íyrrakvöld lét Sjöfn Sig-
urbjömsdóttir af embætti sem þinglóðs þingflokksins. í hennar stað
var kjörinn, með lófataki, Birgir Dýrfjörð. Birgir var þinglóðs á ámn-
um 1984-86. Þinglóðs er fulltrúi flokksstjómar gagnvart þingflokki og
hefur bæði tillögu- og atkvæðisrétt á þingflokksfundum.
Svefnpokagisting hjá
Leifi Eiríkssyni
Ferðamálaráð íslands samþykkti áskorun á stjómendur Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar þess efnis að „sjá svo um að þessi flug-
stöðvarbygging verði ekki þekkt erlendis sem eitt helsta svefnpopa-
gistiheimili á íslandi", eins og segir í áskoruninni. Segir Ferðamálaráð
að slíkt sé ekki góð landkynning. Næg gisting af öllu tagi sé fyrir
hendi á Suðumesjum og góðar samgöngur við flugstöðina. Engin
ástæða sé því til að heimila gistingu í Leifsstöð. Svefnpokagistingar í
flugstöðinni vekja hinsvegar upp á spumingu hvort ekki sé þörf á að
koma slíkri gistingu upp í eða við flugstöðina.
Arnar skólastjóri
Lögregluskólans
Dómsmálaráðherra hefur skipað Arnar Guðmundsson, yfirlög-
fræðing hjá RLR, til þess að vera skólastjóri Lögregluskóla ríkisins
frá sfðustu mánaðamótum að telja. Tekur hann við embætti af Bjarka
Elíassyni, sem skipaður var skólastjóri fyrir nákvæmlega fimm ámm,
þegar skólinn var gerður að sjálfstæðri stofnun
Fornleifafræðingar fá veglega
styrki
Norræna samstarfsnefndin í mannlegum fræðum, skammstafað
NOS-H, hefur samþykkt að styrkja tvö rannsóknarverkefni sem unnin
eru að frumkvæði og undir forystu fomleifafræðinga Þjóðminjasafns
íslands. Dr. Margrét Hermanns-Auðardóttir fær rúmlega 2,2
milljónir króna til verkefnisins Byggð og tímatal í Norður-Atlants-
hafi, samvinnuverkefni fomleifafræðinga og eðlisffæðinga á Norður-
löndunum. Ætlunin er að kanna til hlítar aldur landnáms á íslandi og í
Færeyjum. Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson frá 600 þúsund
krónur til samvinnuverkefnisins um Uppmna íslendinga. Könnuð
verða mannabein frá fyrstu byggð á íslandi.
Nýtt skip á ströndina
Eimskip hefur gengið frá leigusamningi á gámaskipinu Helgu til
strandsiglinga, en það skip hefur undanfarið verið á leigu hjá félaginu
í Ameríkusiglingum. Skipið verður mannað íslenskri áhöfn og gefið
nafhið Múlafoss og kemur í stað leiguskipsins Esperanza, sem ásamt
Reykjafossi og Múlafossi, hefur haldið uppi strandsiglingum Eim-
skips.
Olía ódýrari en rafmagn
í Guðnabakaríi á Selfossi hef-
ur undanfarin þrjú ár bakað brauð
sín í ofnum sem kyntir em með er-
lendri olíu. Guðni Andreasen,
bakarameistari, segir reynsluna
góða. Orkureikningur fyrirtækis-
ins hríðlækkaði eftir að hætt var
að kaupa íslenskt rafmagn.
STIJTTFRETTIR