Alþýðublaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 1
Deilt vegna afskipta Iðnlánasjóðs af gjaldþroti Óss- húseininga:
STEYPUSTÖÐIN KÆRIR
Steypustöðin hf. hefur kært Iðn-
lánasjóð til Samkeppnisstofnunar.
Forráðamenn fyrirtækisins segja að
það kunni að brjóta í bága við 14.
grein hinna nýju samkeppnislaga ef
rekstrarfé Hrauns hf., sem stofnað
var fyrir atbeina Iðnlánasjóðs, kem-
ur frá sjóðnum sjálfum.
Hraun hf. var sett á laggimar til
þess að reka áfram steypuverk-
smiðjuna Os - húseiningar hf. í
Garðabæ, gjaldþrota fyrirtæki.
Hlutaféð er ein milljón króna.
„Það er ekki nokkur minnsti
möguleiki að reka verksmiðju
þessa án þess að til korni mun meira
rekstarfé en nemur þessu hlutafé“,
sagði Halldór Jónsson annar
tveggja forstjóra Steypustöðvarinn-
ar hf. í samtali við Alþýðublaðið.
Hann sagði að menn hlytu að spyrja
hvaðan það fé kemur eða hvaða
vextir em greiddir fyrir það, um
það væri öllum
ókunnugt.
„Viðskipti af þessu tagi hafa leitt
til stórkostlegrar verðsamkeppni
sem hefur kostað okkur milljónir á
milljónir ofan á stuttum tíma. Það
er orðið vonlítið að keppa við þau
undirboð sem verið hafa í gangi af
hálfu fyrirtækja sem opinber aðili
heldur á floti“, sagði Halldór Jóns-
son í gær.
Hann sagði að ef í ljós kæmi að
rekstrarfé Hrauns hf. kæmi inn fyr-
ir atbeina Iðnlánasjóðs þá gæti það
varðað við 14. grein samkeppnis-
laga. Þar er kveðið á um að sam-
keppnisráði sé heimilt að mæla fyr-
ir um fjárhagslegan aðskiinað, ann-
arsvegar á milli þess hluta rekstrar
fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfís
eða vemdar og hinsvegar þess hluta
rekstrar sem er í frjálsri samkeppni
við aðra aðila.
Bragi Hannesson, forstjóri Iðn-
lánasjóðs, sagði í gær að málefni
þrotabús Óss-húseininga væri al-
farið í höndum skiptastjóra, Val-
garðs Sigurðssonar. Hann sagði að
eftir helgina yrði fundur í búinu og
að hann vonaðist eftir að búið Ienti
hjá Iðnlánasjóði. Þá væri næst að
auglýsa eignimar til sölu. Nokkrir
aðilar hefðu þegar lýst yfír áhuga,
og sagðist Bragi vonast til að
Steypustöðin yrði meðal þeirra sem
biðu í eignimar, en hagstæðasta til-
boði yrði tekið.
Bragi Hannesson viðurkenndi að
Iðnlánasjóður hefði allt of Iengi
haldið lífinu í fyrirtæki þessu. Hins-
vegar væri Iðnlánasjóður í þessu
tilviki í hreinni nauðvörn og yrði að
gera allt sem í hans valdi stæði til
að verja hagsmuni sína. Bragi
kvaðst hinsvegar ekki átta sig á
þessari kæm Steypustöðvarinnar á
hendur Iðnlánasjóði, kvað hana
engum tilgangi þjóna.
Hinstu dagar Óháðrar listahátíðar Reykjavíkur:
FORGARÐUR HELVÍTIS
& DAWN OF THE DEAD
Þá er komið að hinstu
dögum ÓLÉTT ’93. Á
föstu/laugar/sunnudag-
inn kemur mun henni
verða komið fyrir í
frystikistu minninganna,
með viðhöfn. Vafalaust á
hið kraftmikla listafólk
sem að hátíðinni stendur
eftir að endurvekja
uppákomuna, afþíða
skrýmslið. Ef til vill
strax á næsta ári. En
hvað skyldi vera í boði
þessa síðustu þrjá daga?
A morgun mun leiklistin taka
völdin á Café París klukkan 20
og í Faxaskálanum klukkan
20:30 verða rokktónleikar af
harðari sortinni. Þar spila meðal
annars hljómsveitimar tvær sem
nefndar em í fyrirsögninni, For-
garður Helvítis og Dawn of the
Dead. Á laugardaginn fer svo
fram unaðslegt samspil dans og
ljóða í Faxaskálanum, á milli
klukkan 15 og 17. Á útitaflinu
verður leiklist klukkan 16:05.
I Faxaskálanum um kvöldið
verða þrennir tónleikar; Gítar-
tónlist, tölvutónlist og blús-
djamm Halldórs Auðarssonar
(framkvæmdastjóra ÓLÉTT ’93)
og fleiri. Þessir tónleikar boða í
raun endalok hátíðarinnar þrátt
fyrir að kvöldið eftir, í Tjamarsal
Ráðhússins, muni verða píanó-
tónleikar um skamma hríð.
Hafið kæra þökk fyrir, sjö-
hundmðburar ÓLÉTT ’93,
Óháðrar listahátíðar.
200 MILUÓNA
SKEKKJA í GREIN
Prentvilla slæddist inn í grein
Guðmundar Oddssonar, bæjar-
fulltrúa Alþýðuflokksins í Kópa-
vogi, í Alþýðublaðinu í gær, þar
sem hann fjallar um skuggalega
niðurstöðu ársreiknings bæjarins.
Þar sem stóð að nettóskuldir
samkvæmt ársreikningum væra
1.787 milljónir króna átti að
standa 1.587 milljónir króna.
Hér var ekki verið að reyna að
gera illa stöðu verri, þetta var að-
eins prentvilla, og leiðréttist hún
hérmeð.
Kátir peyjar
SHELL-mótið í knattspyrnu
yngstu knattspyrnumanna okkar
stendur yfir í Eyjum. Engin smá-
ræðis framkvæmd. Fjölgað hefur
í bæjarfélaginu um 1.500 manns
um stundarsakir. Það er því mik-
ið líf og fjör á götum Vestmanna-
eyja þessa dagana, að maður tali
ekki um á knattspyrnuvellinum
þar sem keppt er allan daginn.
Og strákamir sem koma frá meg-
inlandinu em góðir gestir og heima-
menn bera þeim hina bestu sögu.
Þeir segja að þeir fari um í hópum
eins og hermenn á göngu, kátir og
hressir, en kurteisir og prúðir í hví-
vetna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir opnu
frá Shellmótinu á bls. 12 og 13 í
dag. Þar má sjá margan snilldartakt-
inn hjá knattspymumönnum fram-
tíðarinnar.
Á stærri myndinni eru strákar úr
gcstgjafaliöinu, Tý, með verndarvætt
sinn við opnunarathöfn Shellmótsins.
Á minni myndinni má sjá þátttakend-
ur í skrúðgöngu í bænum á leið til at-
hafnarinnar.
TINDINUM • KAFFI I HRAUNBOLLA • SKELFISKVEIÐAR • BJARTAR NÆTUR
REYNDU ÍSLENDINGINN í ÞÉR
Njóttu Islands - ferðalands íslendinga
S
Olíufélagiðhf
Ferðamálaráð íslands
- óvallt I alfaraleii
Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi ferðir,
gistingu, veitingar og afþreyingu á hverjum stað.
STEINRUNNIN TRÖLL • Þ Ö G N • SÖGUSLÓÐIR í ÆVINTÝRABJARMA • DORG