Alþýðublaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 16
LOTT*
alltaf á miðvikudögum
MIÐPUNKTUR
REYKJANESSINS
Fólk á ekki nógu sterk orð til að iýsa
undrum Bláa lónsins, það er heillandi,
dularfullt, rómantískt og síðast en ekki
síst þekkist engin leið betri til að halda
niðri húðsjúkdómum sem margir þurfa
að giíma við en einmitt með því að baða
sig í lóninu.
Á sólríkum sumardögum er þetta eins og
að koma á vinsælar erlendar sólarstrendur,
sólbakaðir kroppar spranga á hvítum sand-
inum og brosandi andlit er hvarvetna að sjá.
Úti í grænbláu lóninu skipta gestimir
hundruðum og hafa sumir komið langa leið
til að leita lækninga við meinum sínum,
aðrir koma til að slappa af, sýna sig og sjá
aðra og leyfa sólinni að skína á kroppinn.
Þegar rökkvað er orðið er aðkoman að
Bláa Lóninu ekki síðri. Ljós orkuversins
lýsa upp gufumökkinn, sem teygir sig upp í
himinhvolfíð. Þetta gerir umhverfið seið-
andi og leyndardómsfullt. Menn hafa gjam-
an á orði að staðhættir minni helst á um-
hverfi framtíðarinnar eins og það birtist í
vísindaskáldsögum.
ALHLIÐA HEELSUMIÐSTÖÐ
En í hverju liggur sérstaða Bláa Lónsins,
hvað er það sem dregur þessar tugþúsundir
að á hverju ári? Það er náttúrlega enginn
staður í veröldinni eins og Bláa Lónið . Það
að fólk skuli geta baðað sig við hliðina á
orkuveri'í þessu hrikalega landslagi gerir
staðinn einstakan. Svo er það að sjálfsögðu
þessi einstaki lækningamáttur sem dregur
fólk hingað. Á síðasta ári komu hópar frá
útlöndum gagngert til þess að fara í Lónið
og slíkum hópum fer mjög íjölgandi, svo
má líka nefna að hér er opið allt árið og ekki
er síðra að koma hér yfir vetrarmánuðina.
SUÐURNES - HINN NÝIÞING-
VALLAHRINGUR?
Á Suðumesjum og í næsta nágrenni býr
meira en helmingur þjóðarinnar. Flestir
ferðamenn sem koma til Islands komast
ekki hjá því að fara um Suðumesin að ein-
hveiju leyti. Samt virðist stundum sem svo
að Reykjanesið eða Suðumesin séu ekki
talin með þegar nefndir em helstu ferða-
mannastaðir landsins. Hafa sveitarfélög og
ferðamálasamtök á Suðumesjum tekið
saman höndum á síðari ámm um að hrinda
í framkvæmd átaki til að auka ferðamanna-
straum um svæðið. Það hefur gengið ágæt-
lega og margir famir að finna nýja og
skemmtilega staði að skoða þar syðra.
Alþýðublaðið fæst í Tokyo
á nœstunni efbókabúð þar í borg nœr hagstœðum samningum
við dreifingar- og áskriftadeild Alþýðublaðsins.
Sagði einhver að Alþýðublaðið fengist óvíða?
í Tokyo í Japan er bókabúð nokkur
sem ber það skemmtilega nafn HO-
TAKA. Fyrir hönd bókabúðar þessarar
hafði Mál og menning samband við
dreifingu Alþýðublaðsins og forvitnaðist
um það hversu mikið áskrift að Alþýðu-
blaðinu kostaði. Málið sé að Japanamir í
HOTAKA-bókabúðinni væm að hugsa
um að gerast áskrifendur að Alþýðublað-
inu, ásamt ef til vill fleiri íslenskum dag-
blöðum (almennileg þjónusta atama!).
Sem sagt, nú geta tjölmiðlahungraðir
fslendingar í Tokyo hugsanlega fengið
öll íslensku blöðin með morgunkaffinu.
Það er að segja, ef HOTAKA-bókabúðin
nær samningum við dreifingar- og
áskriftadeild Alþýðublaðsins.
Fyrir þá Islendinga sem ekki em enn
áskrifendur að eina málgagni jafnaðar-
stefnunnar á íslandi má upplýsa það að
mánaðaráskrift að Álþýðublaðinu
(Pressan fylgir með) kostar krónur tólf-
hundmð.
SUMARBÚSTAÐABÓKIN
Sumarbústaðabókin er komin út.
Þetta er glæsileg handbók fyrir sumar-
bústaðaeigendur og væntanlega eigend-
ur sumarhúsa. I bókinni er meðal annars
rakin fjölgun sumarbústaða á íslandi allt
frá því að fyrst tóku að myndast sumar-
bústaðabyggðir um landið. Einnig er
fjallað um hvaða forsendur séu fyrir nú-
verandi sumarhúsabyggð. Bókin hefur
að geyma handhægar upplýsingar sem
spara mikinn tíma og fyrirhöfn. I henni
eru til að mynda upplýsingar um hvern-
ig koma skuli fyrir rotþróm, einnig er
þar að finna upplýsingar um verandir,
undirstöður, orkugjafa og fleira.
Enn fremur er fjallað um hvemig best sé
staðið að skipulagningu á sumarbústaðal-
óðum, eins og leiksvæði bama, göngustíg-
um, bilaplani og heitum potti. Viðamikill
kafli er um gróður sumarhúsalóða og um-
önnun, skjólbelti, flutning á tijáplöntum,
hina víðfrægu safnhauga og fleira.
Kaflinn um sumarhúsalíf fjallar um við-
hald á sumarhúsum, dægradvöl í sumarhús-
um, fslenska fánann, matargerð, sambúð
við jarðeigendur og fjölmargt annað. Einn-
ig em í kaflanum upplýsingar um sundlaug-
ar, golfvelli, hestaleigur, söfn og aðra
dægradvöl í nágrenni við sumarbústaða-
svæðin. Aftast í bókinni em svo upplýsing-
ar um aðila sem þjónusta sumarbústaða-
fólk.
Sumarbústaðabókin er 216 blaðsfður að
stærð í handhægu A5 broti og gormainn-
bundin. Myndir og teikningar (Böðvar Le-
ós) em fjölmargar. Bókin fæst á blaðsölu-
stöðum um land allt. Ritstjóri er Aðalheiður
E. Ásmundsdóttir og útgefandi er Gott mál
hf.
Forsíða kápu Sumarhúsabókarinnar.
Landslag Reykjanesskaga er sannarlega stórbrotið. Samt hefur þessi hluti landsins orðið nokkuð útundan hjá ferðafólki almennt. En það
er ástæðulaust að krækja framhjá þessum eldbmnna skaga. Hann hefur upp á margt að bjóða. Hér sjáum við brimið á Reykjanesi, kalda Átl-
antshafsölduna, sem gælir við klettana.
Rúsinur lÁ Kg.
Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf., Húsavik • Ásbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„
Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjörn Brynjóifsson. Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest-
mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •
Dökkar
Ijmar