Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 4
4
Föstudagur 25. júní 1993
FERÐAST UM ÍSLAND
FERÐAST IIM
ÍSLAND
ALÞYÐUBLAÐIÐ ídag minnir okkur á gott
s
ferðamannaland, Island. Allmargir munu
halda kyrrufyrir í sumar hér heima á hólm-
anum og njóta þeirrar einstœðu náttúru sem
Island hefur sannarlega upp á að bjóða.
Ferðamöguleikar okkar eru miklir. Það þarf
bara að velja og skipuleggja til að ferðalagið
heppnist vel.
I blaðinu í dag bendum við á ýmsa þá val-
kosti sem til greina koma. Við óskum lesend-
um okkar góðs sumarleyfis, hvort sem það
verður ífangi íslenskrar náttúru eða erlendr-
ar.
Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Islands, - vaxandi kortasala.
Landakort íferðalaginu er álíka nauð-
synlegt og
AÐ ÞEKKJA
VIÐMÆLENDUR
IGOÐU BOÐI
MEÐ NAFNI
Ferðalag um landið án al-
mennilegs landakorts og góðrar
leiðarlýsingar kemur ekki að
hálfu gagni. Einn góður ferða-
maður sagði að það að vera kort-
laus í ókunnu landslagi væri álíka
og vera í góðu boði þar sem mað-
ur þekkti engan með nafni!
Landmælingar Islands er opin-
bert fyrirtæki sem að miklu leyti sér
um sig sjálft. Fyrirtækið hefur á
undanfömum ámm sýnt vemlega
góða þjónustu við ferðafólk með
hverri útgáfunni annarri betri.
Fyrir nokkrum ámm fóm Land-
mælingar að gefa út staðfræðikort
eftir íslenskum kortastaðii. Stað-
fræðikortin em í mælikvarða 1:25
000. Þetta em góð kort til að hafa í
höndunum á ferðalagi. Þá bjóðast
geysigóð staðfræðikort af miðnorð-
urlandi, miðhálendi og miðsuður-
landi, kort í kvarðanum 1: 50 000.
Otal önnur kort bjóðast hjá korta-
búð Landmælinganna að Lauga-
vegi 178, og kortin fást í góðum
bókabúðum, mörgum viðkomu-
stöðum við þjóðvegina og víðar.
Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga Islands, sagði að
kortasalan færi stöðugt vaxandi, og
það í mun meira mæli en nemur
auknum ferðalögum um landið.
Rigningarsuddi og kannski rok, - en
hvað um það, kortið verður að vera
við hcndina....
Gist í tjaldi, skemmtilegur kostur, en þó munu menn hafa einhvem innhyggðan kvóta á gistinóttum við slíkar aðstæður, enda eiga veður það til að gera mönnum
grikk.
Odyra gistingu
er víða aÖ fá
Ferðalög um ísland geta orðiðfirna dýr, - efmenn velja hótel og dýra matsölustaði. Margirfara þá leiðina að
velja ódýra gisingu og kaupa matinn í matvörubúðum, eða á skyndibitastöðum. En lítum aðeins á nokkra
möguleika á ódýrri gistingu.
Ferðafélag Islands og Útivist
eru vinsæl ferðafélög. Margir
vilja ferðast um landið með góðn
leiðsögn og vönum ökumanni. Á
þessum ferðum inn á hálendið
koma sæluhús félaganna í góðar
þarfír.
Ferðafélag Islands og deildir
þess víða um land ráða yfir eitthvað
á þriðja tug sæluhúsa. Sæluhúsin
eru læst yfir sumarmánuðina, en
lykla má fá hjá skrifstofum félag-
anna eða deildanna úti á landi, þ.e. á
Akureyri, Sauðárkróki, Húsavxk og
Egilsstöðum, eða hjá skálavörðum
þar sem þeir eru. Gistigjöldin eru
lág upphæð, en allt fé sem inn kem-
ur rennur til viðhalds á húsunum.
Farfuglaheimili Bandalags ís-
lenskra farfugla em á 15 stöðum á
landinu, þar af em tvö á Akureyri
og tvö í Reykjavík. Farfuglaheimil-
in em öllum opin, sem þar vilja
dvelja, svo fremi að menn hagi sér
skikkanlega og noti ekki áfengi eða
eiturlyf. Þama fær fólk gistingu í
rúmi og fær sængur og kodda, en
þarf að hafa með sér rúmföt eða
lakapoka, koddi og teppi fæst lánað
án endurgjalds. Á farfuglaheimil-
unum er eldhús til afnota fyrir gesti
auk allrar nauðsynlegrar hreinlætis-
aðstöðu. Flest farfuglaheimilin
bjóða upp á aðstöðu fyrir íjölskyld-
ur að vera út af fyrir sig. Félagar í
farfuglahreyfingunni fá gistingu
á lægra gjaldi en utanfélagsmenn.
Boðið er upp á marga aðra þjón-
ustu, víða er t.d. seldur matur,
starfsfólkið getur bent gestum sín-
um á veiðilæki, ár og vötn, bfla-
verkstæði, tjaldsvæði hestaleigur
og hjólaleigur.
Gisting á farfuglaheimilum er
prýðis lausn þegar buddan er létt en
ferðahugurinn mikill.
Tjaldsvæði sem Ferðamálaráð
Islands mælir með í bæklingi sínum
em um 100 talsins. Því miðurerls-
land oft á tíðum lítt til tjaldgistingar
fallið, nótt í tjaldi, þegar rigning og
rok hamast á tjaldinu er sannarlega
ekki eftirsóknarverð lífsreynsla.
Engu að síður gista menn í tjöld-
um, bæði á tjaldsvæðum löggiltum
af ríkinu, og eins á þeim mörgu
skemmtilegu stöðum þar sem vel
hagar til og leyft er að tjalda, en
þeim stöðum fækkar víst óðum.
Islensk tjaldsvæði hafa löngum
þótt afskaplega léleg, en á síðari ár-
um hefur þó víða verið gerð bragar-
bót á, m.a. er rennandi vatn og
vatnssalemi nánast á öllum, eða í
„hóflegri fjarlægð" frá svæðunum.
Til er opinber reglugerð sem segir
til um hvemig tjaldsvæði eigi að
vera, - og ljóst er að ekki nándar
nærri öll uppfylla þau þær kröfur
sem til þeirra em gerðar.
Islenskir ferðamenn em í raun
ekki miklir tjaldbúar, enda þótt
sumir lýsi þjóðinni í heild sem hirð-
ingjum. Lfldega er meðalþol rs-
lenskra tjaldbúa 2-3 nætur á sumar-
ferðinni um landið, getur þó orðið
meira ef menn em heppnir með
veður. En engu að síður er tjaldvist-
in alltaf spennandi þótt hún kunni
að vera þreytandi fyrir kroppinn.
Og eitt er alla vega víst, þetta er
ódýrasti kosturinn af öllum í gist-
ingu.