Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 5
Föstudagur 25. júní 1993
FERÐAST UM ISLAND
5
Eyjaferðir í Stykkishólmi - traust og góð þjónusta
Kvótaleysið rak okkur út í ferðaþjónustu
- en þetta er skemmtilegur bransi og jafnvel harðari en útgerðin, segir Pétur Ágústsson skipstjóri hjá Eyjaferðum
Hjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir skipta með sér verkum hjá Eyjaferðum sf. Pétur er skipstjóri og lcið-
sögumaður á bátnum og Svanborg sér um söiuna og reksturinn í landi.
Eyjaferðir sf. í Stykkishólmi er
ungt en vaxandi fyrirtœki í
ferðamannaþjónustunni. Ferð-
ir þeirra um Breiðafjarðareyj-
ar hafa vakið óskipta athygli
og átt miklum vinsœldum að
fagna. Fyrir nokkrum árum
síðan hefði sjálfsagt engum
Hólmara dottið í hug að hœgt
vœri að selja þúsundum ferða-
manna bátsferðir út í eyjar til
þess að skoða fugla og smakka
skelfisk, nokkuð sem er dag-
legt brauð í augitm heima-
manna. En þetta hefur tekist
með mikilli vinnu og kynning-
arstarfsemi. Eyjaferðir er eig-
inlega fjölskyldufyrirtœki því
eigendurnir eru hjónin Pétur
Ágústsson og Svanborg Sig-
geirsdóttir. Pétur er skipstjóri
og jafnfratnt leiðsögumaður í
eyjaferðunum og Svanborg sér
utn reksturinn og söluna í
landi. Sonur þeirra Siggeir
Pétursson er einnig áferjunni
með föður sínum og leysir
hann stundum af. Við ákváðutn
því að spjalla við Pétur skip-
stjóra og spurðum hann fyrst
hvers vegna fjölskyldan hefði
farið út íferðaþjónustu?
Kvótaleysi á vorin
Þetta byijaði allt á árunum 1984
og 1985. Þá gerðum við út stóran
fiskibát og ég hafði þá verið skip-
stjóri í áratugi. Þegar kvótakerfið
var sett á þá stóðum við frammi fyr-
ir þeirri staðreynd að við vorum allt-
af orðnir kvótalausir á vorin. Ég
hafði því ekkert að gera á sumrin
nema horfa á bátinn og mála og svo-
leiðis dútl. Mér leiddist þetta. Mað-
ur var búinn að horfa á ferðafólkið
koma hingað, ganga um btyggjum-
ar og spytjandi hvort ekki væri hægt
að komast út í eyjamar. Trillukarl-
amir og gamli Baldur reyndu að
sinna þessu eilthvað, en enginn
hafði áhuga á að festa sig í þessu.
Menn sögðu sem svo að þetta væru
bara nokkrar ferðir á sumri og því
væri lítið að hafa upp úr þessu. Ég
og bróðir minn áttum hraðbát, á
þessum tíma, og við ákváðum að
pmfa og gefa það upp að við væmm
reiðubúnir að fara með ferðafólk út í
eyjar. Til að byrja með fómm við
því algjörlega eftir eftirspuminni.
12.000 farþegar á sumri
Var þetta arðvænlegt til að
byrja með?
Þetta var árið 1985 og eftir sum-
arið höfðum við flutt svona 360
manns. Það þótti nú ekki mikið, en
það verður að hafa það í huga að við
vomm á litlum hraðbát og auglýst-
um ekki neitt. Þá tókum við stóra
ákvörðun og létum smíða fyrir okk-
ur sérútbúinn bát sem tæki 20 far-
þega. Þessi bátur var tilbúinn vorið
1986 og í staðinn fyrir að láta aðra
ráða tímaáætluninni þá ákváðum
við að auglýsa sérstaka áætlun út í
eyjar. Það er skemmst ffá því að
segja að með þessu móti fómm við
úr 360 manns upp í 2800 farþega á
einu ári. Sumarið eftir, eða 1987, þá
keyptum við annan lítinn sem tók
12 farþega og rákum hann með hin-
um. Þá fómm við upp í rúma 4000
farþega á þessum tveimur bátum. Þá
gerðum við okkur grein fyrir því að
það var hægt að gera miklu meira en
þetta og fómm því að leita að stór-
um hraðskreiðum bát fyrir þessar
eyjasiglingar.
Það var því árið 1988 sem við
fengum þessa litlu ferju, Hafrúnu,
sem við rekum í dag. Við keyptum
þennan bát í Noregi og sigldum
honum heim. Þetta sumar vomm
við bæði með nýju ferjuna í gangi
og bátinn sem við létum smíða, sem
tekur 20 farþega. Þá meira en tvö-
földuðum við farþegaljöldann, mið-
að við árið áður, og fómm með
9000 manns í eyjaferðir. Svo seld-
um við minni bátinn því það kom í
ljós að allir vildu fara með stóra
bátnum. Sumarið 1991 slógum við
síðan öll met og fluttum 12.000 far-
þega, enda var einmuna blíða þetta
sumar og mikið um ferðalög innan-
lands. Nú síðasta sumar vomm við
með 10.000 farþega, en þá var líka
leiðinlegt veður hér á Snæfellsnes-
inu. Við teljum því að það sé komið
nokkuð jafnvægi í þetta núna og 10-
12.000 farþegar sé það sem við ná-
unr rniðað við þokkalegt árferði.
Notkunartíminn stuttur
Stendur þessi farþegafjöldi
undir rekstrinum?
Það hefur reyndar verið að aukast
eftirspumin hjá útlendingunum og
frá ferðaskrifstofunum og það er
það sem við viljum helst, við viljum
hafa eitthvað fast. Það er of mikil
áhætta að byggja þetta upp á lausatr-
affík.
En báturinn stendur nokkuð vel
undir sér þó notkunartíminn sé auð-
vitað alltof stuttur, 3-4 mánuðir á
ári. Við fömm meðan einhver vill
fara, en hann liggur nær alveg yfir
vetrarmánuðina því þetta er enginn
fiskibátur. Nú hann var nokkuð dýr,
kostaði tilbúinn um 30 milljónir
króna. Við þurfum því aukin verk-
efni fyrir bátinn en það er ekki
hlaupið að þeim hér. Við höfum
leyst Akraborgina af þegar hún hef-
ur farið í slipp á vorin, en það er
mjög stuttur tími. Við höfðum líka
samning við Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur um skólasiglingar,
náttúmskoðun fyrir skólaböm. Við
lögðum í þetta mikla peninga og
fyrirhöfn. Við börðumst í þessu í
tvö ár og þriðja árið var þetta orðið
mjög mikið og nánast komið inn í
námsefnið. Þá komu bara aðrir og
sáu ofsjónum yfir þessu og sögðu:
nú get ég! Það vom aðilar fyrir
sunnan og þar með urðum við ekki
samkeppnisfær og duttum út.
Reyndar var gerður samningur við
þessa nýju aðila án þess að við vær-
um látin vita.
En aðalatriðið hjá okkur er að
reyna lengja nýtingartímann og við
emm að vinna að því núna. Við höf-
unt auglýst svona pakkaferðir
snemma á vorin, en það virðist
ganga illa því fólk heldur að það sé
svo kalt og vont í sjóinn. Báturinn er
hins vegar yfirbyggður og hrað-
skreiður, þannig að þetta virkar bara
eins og að sitja í rútu á sjónum. Það
er hins vegar alveg ljóst að það er
mikið mál að markaðssetja þetta og
byggja upp svona ferðaþjónustu. En
við byijum strax í ágúst að undirbúa
næsta sumar og fáum jafnvel pant-
anir á haustin. Svo þurfum við að
fýlgjast vel með og sækja ferða-
málaráðstefnur, þannig að þetta er
vinna allt árið.
Alltaf blíða við eyjarnar
Hvernig eru horfurnar í sum-
ar?
Það lítur ágætlega út með sumar-
ið núna, mikið um pantanir hjá hóp-
um og svo fer það eftir veðrinu
hvemig lausatraffíkin verður. Það
em mest innlendir ferðamenn sem
koma svona óvænt og ákveða bara
að skella sér á bryggjunni. Það er
fólk sem er að ferðast héma um
Snæfellsnesið og veit af þessu eða
sér þetta auglýst.
Við fáum líka mikið af starfs-
mannafélögum og öðmm félaga-
samtökum á vorin og haustin. Þess
vegna höfum við gert töluvert af því
að gera sérstaka pakka fyrir þessa
hópa, sem em líka ódýrari en yfir
háannatímann. Það er þá gjaman
fæði og gisting inni í því og hefur
þetta verið mjög vinsælt.
Erlendu ferðamennimir, sem em
tæpur helmingur farþega, haga sér
hins vegar allt öðmvísi en þeir inn-
lendu. Þeir panta á vissum degi og á
ákveðnum tíma með nokkurra mán-
aða fyrirvara. Þeir koma á þessum
ákveðna tíma, við fömm okkar ferð
og það hefur aldrei mislukkast. ís-
lendingar em hins vegar mjög vand-
látir á veður, ef það rignir á þá um
morguninn suður í Reykjavík þá
hringja þeir hingað og segjast vera
hættir við. Ef þeir koma hingað á
bryggjuna og það blæs á þá - hætta
þeir líka við. Við emm reyndar farin
að þekkja þá úr sem em óömggir
þegar þeir panta og setjum þá hrein-
legaíbið!
I raun hefur veðrið ekki eins mik-
ið að segja og menn halda. Það er
oft gjóla héma rétt utan við höfnina
en nánast undantekningalaust er
logn og blíða inni á milli eyjanna.
Það hefur því nánast aldrei þurft að
fella niður ferð.
Skelfiskurinn vinsæll
Hverskonar ferðir bjóðið þið
upp á og hvað er vinsælast?
Við höfum verið að þróa þetta
áfram og bjóðum núna upp á nokkra
misjafna ferðapakka. Við verðum
að vera nokkuð leiðandi í þessu því
yfirleitt veit fólk ekki nákvæmlega
hvað það vill. Ferðimar em mis-
langar og taka frá tveimur og upp í
rúmar fjórar klukkustundir í það
lengsta. Algengast er svona þrír tím-
ar, en þá er yfirleitt ekki farið í land.
Við fömm hefðbundna ferð daglega
sem tekur tvo tíma og fimmtán mín-
útur. Inni í því er þá fugla- og nátt-
úmskoðun, og svo auðvitað veiðin á
skelfisknum sem er ómissandi þátt-
ur í þessu. Það er greinilegt að
margir Islendingar koma í þessar
ferðir eingöngu til að komast í veið-
ina og srnakka ferskan skelfisk beint
úr sjó. Utlendingamir koma hins-
vegar helst til þess að sjá fugla.
Stundum fáum við erlenda hópa
sem em bara fuglaáhugamenn og
ífæðimenn.
Síðan emm við með allskonar af-
brigði frá þessum hefðbundnu ferð-
urn og við gemm nánast allt sem við
emm beðin um á meðan eitthvert vit
er í því. Um daginn fómm við t.d.
fyrst þennan hefðbundna hring og
síðan inn í Galtarey til Guðrúnar
Jónasdóttur listakonu og vomm þar
með matarveislu. Við vomnt þar
með sjávarrétti, grillaðan lunda, háf,
hákarl, harðfisk og súrsaða sels-
hreifa.
Við reynum því að fýlgja eftir-
spuminni og það tekst með góðu
samstarfi við aðra aðila sem em í
þessari ferðaþjónustu. Það er t.d.
gott samstarf milli aðila hér í Stykk-
ishólmi, t.d. Eyjaferða, Hótel Stykk-
ishólms og Veitingahússins Knud-
sen.
Næg gistiaðstaða
Er Stykkishólmur orðinn
ferðamannabær?
Þetta hefur verið að koma smám
saman, Hótel Stykkishólmur hóf
reksmr fyrir 20 ámm síðan og var
það ákveðin bylting í þessum efn-
um. Það vantaði hins vegar mikið í
kring, ferðir og aðra þjónustu. Það
bauð því upp á að hægt væri að
byija með svona bátsferðir eins og
við emm með. Þegar Breiðafjarðar-
ferjan, Baldur, kom svo fyrir tveim-
ur áram síðan, þá jókst ferðamanna-
straumurinn mikið. Við höfúm því
verið að reyna að efla samvinnu
þæirra aðila sem em í ferðaþjónustu
héma á Snæfellsnesinu, það er okk-
ar akkur að þjónustan sé í góðu lagi
á svæðinu því þetta er allt ein heild.
En það er samt svo að þegar mað-
ur ætlar að bjóða upp á pakka þá
vefur þetta sjálfkrafa upp á sig og
því höfum við sjálf farið út í ýmis-
legt annað. Við emm búin að koma
okkur upp gistingu fýrir um 50
manns, þar sem við rekum bæði lít-
ið hótel og gistihús. Við viljum að
gisting sé hluti af pakkanum og svo
kom líka í ljós að það vantar gisti-
pláss héma því það er allt fullt héma
yfir sumartímann, þrátt fýrir að á
staðnum sé gisting fyrir hátt í 200
manns.
Þessi aðstaða hefur reynst okkur
mjög dýr. Gistihúsið er í gömlu og
merkilegu húsi sem var í niður-
níðslu þegar við tókum við því. Við
endurbyggðum það og slíkt er mjög
kostnaðarsamt, en húsið er glæsilegt
í dag. Reyndar hefur eftirspumin
eftir gistingu verið að aukast mjög
mikið hjá okkur og hún er að verða
fastur hluti af pakkanum.
Fiskur eða ferðamenn?
Nú ert þú fyrrum sjómaður og
því hefur verið haldið fram að
einn erlendur ferðamaður skili
jafnmiklum tekjum og eitt tonn af
þorski. Þú hefur reynslu af hvoru
tveggja - heidur þú að þetta geti
staðist?
Það er ljóst að við íslendingar
getum bætt mikið við okkur á þessu
sviði. Það er fyrir hendi nokkur að-
staða um allt land sem ekki nýtist
nema að litlu leyti. Þegar bænda-
gistingin kom til sögunnar varð al-
ger sprengja og það var eins og það
hefðu verið byggð mörg stór hótel á
skömmum tíma. Gistimöguleikamir
á landsvísu em því nægir þó ferða-
mönnum íjölgi um helming. Það
vantar hins vegar að auka afþrey-
inguna fyrir ferðafólk. Þó við hérna
getum tekið við fleira fólki í eyja-
ferðir þá em ýmsar gloppur á viss-
um svæðum og sumsstaðar er ekk-
ert hægt að gera.
Ég hef trú á að það sé rétt að einn
ferðamaður gefi svipaðar tekjur og
eitt tonn af þorski, ef við emm að
tala um alla þá peninga sem hann
eyðir þann tíma sem stoppað er. En
við hjá þessu fyrirtæki fáurn að
sjálfsögðu ekki andvirði eins tonns
af þorski af hverjum þeim sem hing-
að kemur, en við verðum að hugsa
þetta á landsvísu. Það er hinsvegar
misjafnt hvað hver ferðamaður gef-
ur af sér, en það er eins með útgerð-
ina, stundum fæst lítið fyrir tonnið.
Ég hef fengist lengi við útgerð og
þekki því hvomtveggja. Utgerðin
var oft mikið basl og ég get ekki
sagt að ég hafi efnast mikið á henni,
en þetta er líka mikið basl og erfitt
að láta enda ná saman. Það sem ger-
ir rekstur sérstaklega erfiðan í ferða-
mannaþjónustunni er að lán í þess-
ari atvinnugrein em mjög stutt og
greiðslubyrðin því mikil. Samt tek-
ur það oftast tugi ára að byggja þetta
upp og það verða stjómendur pen-
ingamála að skilja. Það má því segja
að úthaldið í ferðamannabransanum
sé snarpara og styttra en í útgerð-
inni“, sagði Pétur Agústsson skip-
stjóri og ferða-útgerðarmaður að
lokum.
Pétur skipstjóri hjá Eyjaferðum fræðir Sigurð Tómas Björgvinsson, um leyndardóma undirdjúpanna og sögu Breiðafjarð-
areyja.