Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 6
6 FERÐAST UM ISLAND EFRI-LANGEY Föstudagur 25. júní 1993 Guðrún Jónasdóttir listakona í Galtarey Áttræð á opnum báti milli lands og eyja Ekki þörffyrir nein tœki um borð, en lenti þó í haf- villu og villtist nœrri því til Grænlands Guðrún Jónasdóttir li- stakona býr í Galtarey yfir sumartímann. Hún hefur átt þar lítið hús í um 20 ár, og ekki vant- aði gestrisnina, þegar farþega Eyjaferða bar að garði. Hún hafði hellt upp á kaffi og dekkað borð með kökum og öðru góðgæti. Guðrún er 79 ára gömul en fer samt ein á milli Stykkis- hólms og Galtareyjar á opnum báti, sem kom- inn er til ára sinna. ARNEY LIÐAEY FAGUREY OIMONARKLA! é* SKARjB BÍLDSEY lARSKER STYKKii FREMRI-LANGEY Æe** Ær. *» í '■^1 .. PÝPRI-SELEY RIFGIRfHNGAR^ » dlf t* % % r ÖXNBM m **42k r<% OREYJAR 1 »» Hér má sjá kort af eyjasvæðinu á Breiðafirði og helstu siglingaleiðir Eyjaferða sf. Þá má einnig gera sér grein fyrir hafvillunni sem Guðrún Jónas- dóttir var komin í, því hún var komin að Elliðaey þegar hún áttaði sig á staðháttum. Hún var á leið í Galtarey sem er innst í firðinum eins og kort- ið sýnir. Þú tjaidar ekki til einnar nætur r 1 Skátabúðinni úrval af íslenskum og erle um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekkíng Kar í sölu og meðferð á dum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni víljum geta sagt að „þú tjafdir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -SMWR mAMUK SNORRABRAUT 60, SÍMI 612045 Guðrún Jónasdóttir listakona í Galtarey. Þrátt fyrir að hún sé 79 ára gömul fer hún ein á opnum báti milli lands og eyja. Engin tæki Hún segir þetta lítið mál enda hafi hún ferðast svona alla tíð. Guðrún er ekki með nein tæki í bátnum, hvorki áttavita né dýpt- armæli, hvað þá talstöð og segist ekki vilja sjá svona nútímadót. Hún viðurkenndi reyndar að hún hefði komist í hann krappan í vor. Þá var hún á leið út í eyju þegar mikil þoka skall á og lenti Guðrún þá í hafvillu. í stað þess að fara í norð-austur í stutta ferð út í Galtarey, þá fór hún í norð- vestur og var á siglingu og reki í fjóra tíma. Guðrún áttaði sig á því hvar hún var stödd þegar hún var komin að Elliðaey sem er vestasta eyjan í eyjaklasanum. „Fyrir vestan Elliðaey er ekkert nema Grænland", sagði Guðrún í gamansömum tón og henni var ljóst að hún var nærri búin að feta í fótspor Eiríks rauða á opnum vél- báti. En Eiríkur rauði hélt sig einmitt á Breiðafjarðareyjum eftir að hann varð út- lægur á íslandi. Hyllingar Eg var skíthrædd þegar ég áttaði mig á því að ég hafði lent í hafvillu og sá hillingar allsstaðar í þokunni. Mér fannst ég alltaf vera að sjá sker, en þá vom það bara kollur og skarfar. Þegar ég hafði náð áttum aftur sigldi ég rakleiðis til Stykkishólms, þannig að það var engin ferð í Galtarey þann dag- inn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.