Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 7
Föstudagur 25. júní 1993
FERÐAST UM ISLAND
7
Sigling um þúsundeyjasvœðið á Breiðafirði er engu lík
Paradís náttúruunnandans
Blaðamanni og Ijósmyndara Alþýðublaðsins gafst á dögunum tœkifæri á aðfara í einstaka siglingu um Breiðafjarðareyjar og fer frásögnin hér
á eftir. Ferðin semfarin var þennan sólríka laugardag var að mestu eins og hefðbundin Suðureyjaferð, nema hvað einnig varfarið inn í
Hvammsfjörðinn og í Galtarey sem er í mynni fjarðarins. Þar var listakonan Guðrún Jónasdóttir heimsótt og tók hún á móti farþegum Eyja-
ferða með kafft og kræsingum. Þá var einnig lagt meira íþessaferð hvað veitingar varðar og eitt er víst að enginn verður svikinn afferskum
skelfiski úr Breiðafirðinum.
Æður og Dílaskarfur
Fyrst var farið að svokölluðum
Þórishólma og þar mátti strax sjá
mikið af fugli, aðallega fyl, ritu og
lunda. Síðan var siglt lengra út í að-
aleyjaklasann, að Amey og Hrapps-
ey, sem báðar voru í byggð áður
fyrr. Hrappsey fór ekki í eyði fyrr en
1950 og eyjan er einnig merkileg
fyrir þær sakir að þar var sett á stofn
(yrsta prentsmiðja sem var í einka-
eigu hér á landi. Prentsmiðjan hóf
starfsemi sxna 1773 og var í eynni í
um 20 ár og þaðan komu einir 80
bókatitlar á þessu tímabili. Þar var
einnig prentað fyrsta tímaritið sem
út kom hér á landi. Það var á dönsku
og hét Morgenes Tidende. Þá var
ferðinni haldið áfram og siglt með-
ffam ýmsum smáeyjum, m.a.
Skarði þar sem æðarbændur em
með aðstöðu sína og hafa m.a.
byggt lítil skýli þar sem fuglinn get-
ur gert hreiður sín. Þegar áfram er
haldið blasa við svokallaðir Dímon-
arklakkar sem em hæstu eyjamar í
firðinum eða tæpir 70 metrar að
hæð. Þar hefur dílaskarfurinn búið
um sig og lágu nokkur pör á hreiðr-
um sínum þegar okkur bar að garði.
Greinilegt var að skarfurinn er orð-
inn vanur ferðamönnum og fugla-
skoðumm því hann hreyfði sig ekki
af hreiðrinu þótt báturinn færi nán-
ast alveg upp að því.
Útigangsrollur
Bændamenningin setur enn svip
sinn á nokkrar eyjar því þar má víða
sjá kindur á beit. Þessi fjárstofn er
mjög harðgerður og er úti í eyjunum
allt árið og kemur aldrei í hús. Þann-
ig að hér er um sannkallaðar úti-
gangsrollur að ræða. Féð er að vísu
ekki alltaf á sama stað þvf það er
flutt á milli eyja eftir beitinni og
hrútamir hafðir sér þangað til þeirra
tími kemur.
Stuðlaberg í Purkey
Næst var haldið í Purkey þar sem
er að finna athyglisverð jarðfræði-
leg fyrirbæri í formi stuðlabergs.
Stuðlamir liggja láréttir í berginu en
ekki lóðréttir eins og í öðmm stuðla-
bergslögum hér á landi. Margar og
ólíkar skýringar em til á þessu fyrir-
bæri og enginn þeirra er eins. Sú
sniðugasta er á þá leið að þegar
skaparinn var að móta eyjamar þá
hafi hann ekki átt neitt mótatimbur
eftir þegar kom að Purkey og þess
vegna hafi hann orðið að nota bám-
jám í staðinn. Nafnið Purkey er
komið úr gömlu íslensku máli og
þýðir í raun svíney.
Lostæti úr undirdjúpunum
Þegar hér var komið sögu var
haldið að eyjaklasa sem nefnist Rif-
girðingar og þá var komið að há-
punkti ferðarinnar þ.e.a.s. skeldýra-
veislunni. Pétur skipstjóri sigldi út á
svokallað Draugasund og þar var
skelplógnum kastað og hann dreg-
inn eftir botninum um stund. Veið-
arfærið lætur ekki mikið yfir sér,
plógurinn er heldur stæni en sá sem
trillukarlar nota við að ná sér í beitu
áður en haldið er á skak. En þegar
pokinn var hífður kom greinilega í
ljós að Breiðafjörðurinn er fullur af
ýmsu því besta ljúfmeti sem hafið
gefur. Upp kom hörpuskel, ígulker
og kræklingur og svo var þama dót
sem gladdi forvitin augu bama, eins
og kuðungar, krabbar og krossfisk-
ar. Ólafur Sighvatsson stjómaði að-
gerðinni á dekkinu og kenndi far-
þegum handtökin við að ná skel-
fisknum heilum úr hörpuskelinni og
hrognunum úr ígulkerjunum. Það er
varla hægt að lýsa því með orðum
hversu ljúffengt þetta lostæti úr und-
irdjúpunum var og tóku jafnt ungir
sem aldnir vel til matar síns. Þeir
sem ekki þorðu að smakka skelfisk
og hrogn beint úr sjónum fengu líka
sitt, því einnig var boðið upp á tilbú-
inn skelfiskrétt sem ekki var síðri en
sá ferski.
Vínið gefins en glasið selt
Nauððsynlegt er að kyngja þessum
sjávarréttum með hvítvíni og að sjálf-
sögðu sá skipstjórinn um að það væri í
boði. Reyndar var það ekki auðsótt mál,
því samkvæmt íslenskum áfengislögum
þá fá þeir einir vínveitingaleyfi sem hafa
fullkomna aðstöðu, eins og til dæmis
stuitu fyrir kokkinn! Slíkt er ekki fyrir
hendi í þessum litla báti og því þurfti að
fara aðeins í kringum lögin. Eyjaferðir
ákváðu því að gefa hvítvínið með skel-
fisknum en selja sjálf glösin á 250 krón-
ur stykkið. Snjöll lausn ekki satt!
Þegar menn höfðu borðað sig sadda af
skelfiski og öðrum botndýrum var hald-
ið aðeins lengrá inn í Hvammsfjörðinn
þar sem margar smáeyjar liggja nálægt
hvor annarri, en þar em miklir haf-
straumar. Straumurinn var svo mikill í
sumum sundunum að það var engu lík-
ara en báturinn væri staddur í straum-
harðri á inni í miðju landi.
Guðrún í Galtarey
Undir lok þessarar skemmtilegu
Það verður enginn svikinn af því að fara í siglingu með Eyjaferðum. Allavega voru mæðgumar Sunna Mist, Jenný, Rakel og Kristbjörg hæstánægðar með ferðina.
ferðar var farið í land í Galtarey sem
er austast x' eyjaklasanum í
Hvammsfirði. Hafrún lagðist að
landi við bera klettana og það var
eins og þama væri náttúrleg höfn
því farþegar gátu gengið beint í land
ffá stefni bátsins. Síðan gekk hópur-
inn nokkum spöl og kom síðan að
eina húsinu á eynni, þar sem Guð-
rún Jónasdóttir listakona heldur til
yfir sumartímann. Þar fengu ferða-
langamir kaffi, kökur og annað góð-
gæti sem Guðrún hafði útbúið. Guð-
rún er listakona að guðs náð og hef-
ur m.a. skreytt alla veggi hússins að
innan með skeljum, kuðungum,
kröbbum, krossfiskum, ígulkexjum,
botngróðri og öðm því sem kemur
upp úr firðinum.
Eftir hressinguna hjá Guðrúnu í
Galtarey vom farþegamir tilbúnir til
heimferðar. Siglingin heim tók
stuttan tíma enda Haffún hrað-
skreiður bátur. Það vom því ánægð-
ir ferðalangar sem stigu á land í
Stykkishólmi eftir velheppnaða æv-
intýraferð um Breiðafjarðareyjar.
1. Urn það bil 2700 eyjar eru á Breiðafirði. Þar cr einstök náttúrufcgurð og fjölbreytt fuglalíf. 2 Farþegar kunnu vel að mcta lostætið úr undirdjúpunum. Ferskan skelfisk, ígulkerjahrogn og krækling.
3. Dímonarklakkar eru hæstu eyjarnar á Breiðafirði og þar faldi Eiríkur rauði skip sín fyrir óvinum sínum. 4. Stuðlabergið í Purkcy er alveg sérstakt og cngu líkara en bárujám hafi verið notað við að móta
cyjuna.