Alþýðublaðið - 25.06.1993, Síða 8
8
Föstudagur 25. júní 1993
FERÐAST UM ISLAND
§. /r- | \ ^ | \ ^ / i
14%
virðisa ukaskattur
Eftir 1. júlí 1993 greiðist 14% virðis-
aukaskattur af afnotagjöldum útvarpsstöðva,
sölu blaða og tímarita og sölu bóka á
íslensku.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
✓
I tjöm uppi á
BAULTJ
á að vera óskasteinn
BAULA er Borgarfjarðarfjall-
ið, einhverskonar einkennis-
fjall hins búsældarlega og
fagra héraðs, enda blasir
fjallið víða við, fagurlega for-
maður, keilulaga hraungúll
úr seigfljótandi líparíthraun-
hviku. Fjallið er 934 metra
hátt og ofan af því er sögð
vera einstaklega góð útsýni
vítt og breytt um landið.
Um Baulu hafa myndast
ýmsar þjóðsögur, meðal
annars sú að á tindi Baulu
væri að finna óskastein einn
í tjörn sem þar á að vera.
Sá sem höndlar óskasteinn-
inn á að geta fengið allar
sínar óskir uppfylltar. Gallinn
er sá að steininn flýtur upp
aðeins eina nótt á ári, - og
er hann ófundinn enn.
SKESSA VIÐ
ÞJÓÐVEGINN
Á leið yfir Kerlingarskarð, frá Vega-
mótum á Snæfellsnesi sunnanverðu yfir í
Helgafellsveit að norðanverðu geta
glöggir ferðamenn séð gamla tröllskessu,
sem þar dagaði uppi. Reyndar er mynd
hennar afbragðs skír. Sagan segir að
kella hafi verið að koma frá Baulárvalla-
vatni, en í því vatni áttu skrímsli ógurleg
að eiga bústað, og sáust sóla sig á bökk-
um vatnsins á daginn. Var skessan á
heimleið með silungakippu á baki, þegar
dagur rann. Varð hún þarmeð að steini og
er nú sýnileg hinum fjölmörgu sem um
veginn eiga leið.
Drangur þessi er allhár og áberandi,
hann stendur norðarlega í Kerlingar-
skarði, austanvert við veginn.
Ofan af Kerlingarskarði er útsýn prýð-
isgóð, einkanlega yfir Breiðafjörð og eyj-
amar.
ÖLFUSA
ÖLFUSA
WARVEGUR
ÍGRÆHUVEi
AUSTURVEGUR
^lHeUu^
IÍIaOVELUR 5]
J VALLHOj-T
jz VIOIVELLIR
SKOLÁVELLIf
• Kjúklingabitar
• Barbecue kjúklingur
• Kjúklingaborgarar
• „Hot Wings“ kryddvængir
• Fersk salöt
• Sósur, gos o.fl.
Næg sæti og bílalúga
v/Suðurlandsveg, Selfossi
Sími 98-23466
Opið alla daga kl. 11-22