Alþýðublaðið - 25.06.1993, Qupperneq 10
10
Föstudagur 25. júní 1993
FERÐAST UM ÍSLAND
Kjarabót fyrir þá sem hyggja áferðalög:
SKÁTABÚÐIN SLÆR í GEGN
MEÐ TÉKKNESKUM HÚSTJÖLDUM
„Skátabúðin við Snorra-
braut í Reykjavík er
komin á fimmtugsaldur-
inn. Starfsmenn hjá
okkur í sumar eru upp
undir fimmtán talsins.
Enda er vertíð hjá okkur
á þessum tíma ársins.
Fastir starfsmenn eru
um tíu. Það er Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík
sem á Skátabúðina og
er rekstraraðili hennar.
Hvernig reksturinn
gangi? Við höfum þurft
að hagræða í rekstrin-
um, líkt og önnur fyrir-
tæki, en getum ekki
kvartað undan neinu,
okkur gengur ágætlega11
sagði Hilmar Már Aðal-
steinsson hjá Skátabúð-
inni, í stuttu spjalli við
Alþýðublaðið í gærdag.
En hvaö býður verslunin uppá
Jyrir ferðalanga?
„Vöruúrval Skátabúðarinnar
byggist náttúrulega mest upp á ým-
iskonar viðlegubúnaði og sérvömm
honum tengdum. Þetta er okkar sér-
hæfing. Við getum tekið sem dæmi
tjöld, gönguskó, bakpoka, svefn-
poka, prímusa og svo framvegis.“
Eruð þið með einhverjar athygl-
isverðar nýjungar?
,Já. Ef við spáum í nýjungar í
Skátabúðinni þá er það einn hlutur
sem stendur upp úr. Það em tékk-
nesk hústjöld sem við byrjuðum að
selja núna í byrjun júní. Þau em bú-
in að slá rækilega í gegn. Þessi hús-
tjöld em sannkölluð kjarabót fyrir
ferðamenn því þau er hægt að fá á
verðbilinu 20 til 29 þúsund. Við er-
um bókstaflega að selja tugi tjalda
af þessu tagi á viku.“
Hvað kostar að fara í útilegu ef
maður á ekki grœjur?
„Ferðalög þurfa ekki að vera dýr.
Ef fjögurra manna fjölskylda hygg-
ur á tjaldútilegu í sumar, á varla
neitt til neins og þarf að kaupa flest
á sem ódýrastan hátt, þá emm við
rétti aðilinn til að versla við. Hjá
okkur geturðu fengið hústjald á 20
til 29 þúsund, svefnpoka á 5 til 7
þúsund, einangmnardýnur á þús-
undkall og síðan hitunartæki, prím-
us, á 3 til 4 þúsund."
Þetta eru sirka 50 þúsund,
kemst maður neðar?
,Já, mikil ósköp. Fólk getur
sleppt svefnpokunum og komið
með sængur í ferðalagið að heiman.
Sumir geta fengið lánaðar dýnur,
hitunartæki og þess háttar. Allt eftir
vilja og möguleikum hvers og eins.
Þetta er mismunandi, úrræðin em
svo mörg. En það verður auðvitað
að hafa það í huga að lykillinn að
góðri útilegu er einmitt góður út-
búnaður. Við bjóðum upp á hag-
stæð verð og vandaðar vömr fyrir
almenning, það er á hreinu. Fáir
ganga héðan tómhentir út,“ sagði
Hilmar Már Aðalsteinsson hjá
Skátabúðinni að lokum.
Hilmar Már Aðalsteinsson hjá Skáta-
búðinni við Snorrabraut í Reykjavík.
Helgi í Góu og Kentucky Fried Chicken:
Menn verða að staldra við og hugsa um afleiðingamar
Helgi Vilhjálmsson, eigandi
Sælgætisgerðarinnar Góu og
Kentucky Fried Chicken á ís-
landi, ætlar ekki að gera það
endasleppt. Fyrir tæpum
hálfum mánuði opnaði hann
nýjan kjúklingastað, Kentuc-
ky Fried Chicken, á Selfossi.
Nánar tiltekið í hinum nýja og
glæsilega Skeljungsskála.
Staðurinn er afar glæsilegur,
tekur 50 manns í sæti og er
að sögn Helga eins og
smækkuð mynd af staðnum í
Hafnarfirði sem tekur 100
manns. Alþýðublaðið spjall-
aði af þessu tilefni við Helga.
Nýr staður á Selfossi, œtlarðu
kannski að fara stofna keðju kjúk-
lingastaða?
„Nei, nei. Þetta er ágætt í bili. Ég
er ósköp svipaður skjaldbökunni.
Fer hægt og ömgglega áfram. Vill
komast í mark.“
Kom þetta til upp úr þurru eða
var einhver aðdragandi?
„Þetta var búið að standa til í dá-
lítinn tíma. Þetta er afbragðs stað-
setning þama á Selfossi, fyrir miðju
Suðurlandi. Við emm að vona að
fólk alls staðar af komi í heimsókn
til að fá sér bita. Það em einnig bæ-
ir þama stutt frá eins og Hvera-
gerði, Eyrarbakki, Stokkseyri, Þor-
lákshöfn og fleiri. Svangir Sunn-
lendingar ættu að kætast. Staðurinn
liggur líka vel fyrir ferðalöngum
eða bara fólki af höfuðborgarsvæð-
inu sem er á sunnudagsbíltúmum
með íjölskyldunni."
Þú átt og rekur Sœlgœtisgerð-
ina Góu, ásamt því að eiga þessa
tvo kjúklingastaði á Selfossi og í
Hafnarfirði. Hvernig gengur
Góa?
„Góa gengur prýðilega. Ég er
með tuttugu manns þar í vinnu sem
ég greiði ágætis laun. Það höfðu
flestir litla trú á þvf að þetta gengi
upp þegar ég var að byrja á sínum
tfma. Menn sögðu sem svo að Nói.
Víkingur, Linda og Ópal myndu
taka yfir þetta allt saman. Ég ætti
litla möguleika í þessa stóm fram-
leiðendur. En hvemig er staðan í
dag? Víkingur er kominn á ösku-
haugana, Linda er í eigu Lands-
bankans og Ópal á í erfiðleikum.
Eftir standa Nói og hver? Jú, litla
Góa -, hún spjarar sig!“
Oft hefur því heyrst fleygt að við
eigum ekki að standa í iðnaði eins
og sœlgœtisiðnaðinum, þar sem
allt hráefni þarf að flytja inn.
Hvað segirþú um þessar gagnrýn-
israddir?
„Við skulum lfta á hlutina í sam-
hengi. Þetta byrjaði allt saman fyrir
tugum ára þegar við gengum í
EFTA. Þá lugu stjómmálamennim-
ir að okkur. Þeir sögðu að þrátt fyr-
ir að við þyrftum að afnema inn-
flutningshöft og annað þá væri það
allt x lagi. Við myndum geta llutt
svo mikið út. En hvað? Hvað átti að
flytja út? Fá svör heyrðust við þeirri
spumingu. Raunin hefur orðið sú
að allt er innflutt núorðið. Föt, mat-
væli, sælgæti..., allt. Ekki skapar
það mikla atvinnu hér heima.“
Varþetta svona slœmt?
„Verra. Stjómmálamennimir
lugu að okkur. Við höfum flutt út
atvinnuna í stað þess að fara öfugt
að. Við hefðum átt að byggja upp
iðnaðinn, flytja atvinnuna inn í
landið og halda rígfast í það sem
fyrir var. Þetta var alveg vonlaust
fýrir okkur hérna heima þegar
fijálsi innflutningurinn hófst með
inngöngunni í EFTA. Hvemig átt-
um við að geta brugðist rétt við með
iðnað sem enn var að slíta bams-
skónum. Horfum bara út fyrir land-
steinanna. Erlendur iðnaður byggði
og byggir á aldagamalli hefð. Á
þessum tíma vomm við bara rétt að
skríða út úr moIdarkofunum.“
Og hvað er þá til ráða?
„Við verðum að vemda og
styrkja íslenskan iðnað. Sérstaklega
á þessum tímum atvinnuleysis. Nú
ætla þeir að fara gera út af við
bænduma, flytja landbúnaðarvör-
urnar bara beint inn. Ég er á móti
þessu. Það er farið í allt af svo
miklu offorsi. Menn staldra lítið
sem ekkert við til að skoða afleið-
ingamar. Hvað gerist ef ekki verður
spymt fæti gagnvart öllum þessum
innflutningi? Við munum þá fá að
sjá atvinnuleysi þúsunda og aftur
þúsunda. En það er full seint í rass-
inn gripið að fara reyna bjarga ís-
lenskum iðnaði árið 1993. Við
hefðum átt að vera búnir að skapa
iðnaðinum almennileg starfsskil-
yrði fyrir áratugum. Nú á allt í einu
að fara að ijúka í málið og gera -allt
á einu bretti."
Hvernig hotfir samkeppnin við
innflutta sœlgcetið við Góu?
„Menn geta auðvitað sagt sem
svo að það kostar Góu um tuttugu
milljónir að framleiða eitt tonn af
súkkulaðirúsínum. Á meðan kostar
það lítið sem ekkert að flytja þær
inn. Auðvitað er sú vara oft ágæt en
mín er allavega jafngóð, ef ekki
betri. Munurinn er hins vegar sá að
ég veiti tuttugu manns atvinnu við
framleiðsluna, borga þeim ágæt
laun og sel mína vöm á góðu verði.
Það munar um minna í atvinnuleys-
inu, tuttugu manns sem annars
væm atvinnulausir. Innflytjandinn
skapar enga atvinnu í landinu, hann
flytur hana í rauninni út. Menn
verða staldra við, setjast niður og
hugsa um afleiðingar gerða sinna.
Við verðum að skoða það sem hef-
ur farið úrskeiðis og læra af mistök-
unum.“
Ferðaskrifstofa Islands,
framtíðarsýn um ferðalög
eða vegna atvinnu sinnar. Hvort
sem leiðin liggur í íjarlægar álf-
ur eða til nágrannalanda, er
ávallt leitast við að tryggja að
fyrirhöfn viðskiptavinarins
verði alltaf sem minnst. Ferða-
skrifstofan skipuleggur ferðina í
smáatriðum og finnur hagstæð-
ustu fargjöld sem völ er á. Þau
sjá enn fremur um bókanir á hót-
el, í langferðabíla og jámbrauta-
lestir, bóka bílaleigubíla og út-
búa öll ferðagögn.
Hótelsvið
Ferðaskrifstofa Islands starf-
rækir 17 sumarhótel umhverfis
landið. Hótel Edda á Kirkjubæj-
arklaustri og Hótel Hvolsvöllur
em opin allt árið. í þrjá áratugi
hafa Edduhótelin tekið á móti
innlendum og erlendum gestum.
Hótelin bjóða upp á þægilega
gistingu í anda íslenskrar gest-
risni, notalegt andrúmsloft og
ljúffengan mat. Gisting á Eddu-
hótelum er ein auðveldasta leið-
in til að kynnast sveitum lands-
ins og upplifa töfra íslenskrar
náttúm. A síðasta ári vom gestir
Edduhótelanna 52 þúsund tals-
ins, þar af vom Islendingar 38%.
Ráðstefnusvið
Ferðaskrifstofa íslands tekur
að sér undirbúning og fram-
kvæmd ráðstefna, þinga og
funda, innlendra sem erlendra.
Ráðstefnugestir á vegum Ferða-
skrifstofunnar skipta þúsundum
ár hvert. Talið er að ráðstefnu-
hald verði einn helsti vaxtar-
broddur í íslenskri ferðaþjónustu
næstu áratugina. Þama er Ferða-
skrifstofa Islands í broddi fylk-
ingar.
Ferðaskrifstofa Islands var
stofnuð 1. október 1988
þegar Ferðaskrifstofu rík-
isins var breytt í hlutafélag
og 66% hlutafjár seld
starfsfólki. Haustið 1992
gerðist það síðan að ríkis-
sjóður seldi sinn 33% hlut
í félaginu þannig að nú er
það alfarið í eigu starfs-
fólksins. Ferðaskrifstofa
íslands er kraftmikið nú-
tíma fyrirtæki sem stendur
þó á gömlum merg. Vegna
þess að starfsfólkið á fyrir-
tækið þá er það því einkar
mikilvægt að gera við-
skiptavinum sínum til hæf-
is og tryggja þeim greiða
og örugga ferð. Skoðum
nánar hvað Ferðaskrifstof-
an hefur upp á að bjóða.
Innanlandssvið
Ferðaskrifstofa íslands hefur
greitt mörgum erlendum ferða-
manninum leið að perlum ís-
lenskrar náttúm. Á hveiju ári
fara þúsundir ferðamanna á
þeirra vegum í lengri og styttri
ferðir. Ferðaskrifstofan tekur
einnig að sér skipulagningu á
ferðum fyrirtækja og ættarmóta.
Metnaðurinn er að gera öllum til
hæfis, hvort sem þeir ferðast
sem einstaklingar eða í hópi.
Enda hefur starfsfólk Ferða-
skrifstofu Islands áratuga
reynslu í að þjóna ferðamönnum
á leið þeirra um landið.
Utanlandssvið
Starfsfólkið er sérhæft í að
mæta þörfum þeirra sem ferðast
til útlanda í viðskiptaerindum