Alþýðublaðið - 25.06.1993, Síða 12
12
Föstudagur 25. júní 1993
Shellmótið í knattspymu í Eyjum -
íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 1.500 á einum degi
STÓRMÓT LITLU PEYJANNA
„íbúum“ Vestmanna-
eyja hefur fjölgað svo
um munar síðustu
dagana. Þar í bæ búa
venjulega um 5.000
manns, - en á miðviku-
dag fjölgaði þar um
1.500 manns, sem
komu með þrem ferð-
um Herjólfs og áætlun-
arferðum og aukaferð-
um Flugleiða. Mest eru
þetta níu til tíu ára
guttar úr 6. flokki knatt-
spyrnufélaga víða um
landið, sem keppa þar
á Shell- mótinu.
„Það er alveg undravert að fylgj-
ast með guttunum. Þeir ganga um
allan bæ í hópum og sýna fádæma
pníðmennsku", sagði fréttamaður
Alþýðublaðsins í Eyjum í gær.
„Það eru ekki lætin eða gauragang-
urinn í þessum strákum, og þeir eru
félögum sínum og foreldrum til
mikils sóma. Skipulagt lið, þetta“.
Fréttamaðurinn sagði að ffá Eyjum
væri allt hið besta að frétta, engin
óhöpp eða vandamál hefðu komið
upp.
Hópamir tóku að tínast til Eyja í
býtið á miðvikudagsmorguninn í
eindæma veðurbh'ðu, sem haldist
hefur síðan. Það eitt út af fyrir sig
setur gott strik í reikninginn. Öll
vinna við þetta umfangsmikla mót
verður mun auðveldari og ánægju-
legri í alla staði.
Alls munu liðin sem keppa vera
68 talsins. Með strákunum er auð-
vitað fjölmennt fararstjóralið, ekki
veitir af því. Og talsvert margir for-
eldrar hafa fýlgt strákunum sínum
til keppni, enda upplagt að slá tvær
flugur í einu höggi, sjá snarpa leiki,
og skoða Vestmannaeyjar, sem eru
einhver skemmtilegasti ferða-
mannastaður landsins. Þegar allir
gestir þessa mikla móts em taldir,
munu þeir nálgast að vera 1.500
eins og fyrr sagði, leikmenn meira
en helmingurinn.
Setningarathöfnin var í fyrra-
kvöld í tjómalogni og blíðu og var
hin hátíðlegasta. Ekki síst vakti það
mikla athygli þegar fallhlífar-
stökkvari kom af himnum ofan og
lenti á knattspymuleikvanginum.
Þessa dagana er leikið af miklu
kappi daginn langan, leikur eftir
leik á mörgum leikvöllum. Þar má
sjá að íslenska landsliðið á von á
mörgum kappanum eftir svona
einn áratug eða svo. Tilþrifín em
stórkostleg og áhorfendur sem em
ótrúlega margir, skemmta sér ekki
síður en strákamir á sjálfir.
Framtak Týsara í Vestmannaeyj-
um er sérlega gott og þakkarvert.
Með því hefur tekist að útvega okk-
ar yngstu knattspymumönnum
verðugt verkefni. „Faðir" Shell-
mótsins, Láms Jakobsson, hefur
ekki hvað síst unnið þrekvirki.
Mótið krefst ótrúlegrar skipulagn-
ingar og þar hefur Láms ekki legið
á liði sínu, né heldur hópur sjálf-
boðaliða, trúlega á þriðja hundrað
talsins.
„Það hefur alltaf verið okkar
mottó að hafa þetta alvöru stórmót í
háum gæðaf!okki“, segir Láms.
Það hefur þeim Eyjamönnum sann-
arlega tekist.
Fréttir og myndir: Þórhallur Ein-
isson.
Hér getur að líta fulltrúa yngsta borgarhverfis Reykjavfkur, Fjölnismenn úr Grafarvogi, við opnunarhátíð Sheilmótsins í
Eyjum.
Ungir sem gamiir líta til himins þar sem hirtist flugvél, en út úr henni sveif fallhlífastökkvari sem lenti von bráðar á knatt- Valsmenn eru að sjálfsögðu fjölmennir í Eyjum með efnileg lið, og hér eru Hlíðarcndastrákarnir.
spymuvellinum.
Einbeitnin lýsir sér í svip þessa unga Stjöraumanns úr Garðabæ, ekkert gefið eftir.
Stund milli stríða, eða reyndar fótboltaleikja. Þá er gott að sitja í grasinu og hvflast fyrir næstu átök í hópi fallcgra Eyja-
stelpna.