Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 1
Alvarlegar ásakanir í Heimsmynd „Davíðsmenn" notuðu Pressuna - til að ná sér niðri á Þórði Ólafssyni forstöðumanni Bankaeftirlitsins, samkvæmt grein Gunnars Smára Egilssonar í Heimsmynd Gunnar Smári Egils- son, ritstjóri, segir í grein í Heimsmynd, sem verð- ur dreift á næstu dögum, að umfjöllun Pressunnar í byrjun júní um fjármál Þórðar Ólafssonar for- stöðumanns Bankaeftir- litsins eigi rætur að rekja til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Gunnar Smári Egilsson var rit- stjóri Pressunnar þangað til honum var mjög óvænt sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum af Friðriki Friðrikssyni eiganda blaðsins. Frið- rik er náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar og var meðal annars kosningastjóri hans í formanns- slagnum í Sjálfstæðisflokknum fyr- ir tveimur árum. Gunnar Smári segir að Davíð hafi reiðst Þórði Ólafssyni mjög þegar rikisstjómin tók á gríðarleg- um vanda Landsbankans í vetur, en Þórður sagði þá í fjölmiðlum að alltof mikið væri gert úr vandamál- um bankans sem alls ekki væru ný af nálinni. I kjölfarið krafðist for- sætisráðherra afsökunarbeiðni Þórðar og fékk hana. Daginn eftir að Þórður baðst af- sökunar á ummælum sínunt var upplýsingum um fjármál hans kom- ið til Gunnars Smára, sem þá var ennþá ritstjóri Pressunnar. Sam- kvæmt upplýsingunum átti Þórður í miklum persónulegum íjárhags- vandræðum. Gunnar Smári nafn- greinir ekki þann sem lét hann hafa upplýsingamar en segir að þær hafi komið frá „Davíðsmönnum". Gunnar Smári fjallaði ekki um mál Þórðar í Pressunni, en það var hinsvegar gert skömmu eftir að honum var sagt upp. Þá var málinu slegið upp á forsíðu og Þórður Ól- afsson sagður „í greipum þeirra sem hann á að vakta“. Forsíða Pressunnar þann 3. júní síð- astliðinn. Þórður Olafsson og einka- fjármál hans sett í sviðsljósið. Fyrr- um ritstjóri Pressunnar skrifar nú sem ritstjóri Heimsmyndar um mál- ið. Strœtisvagnar Reykjavíkur hf. í umræðunni í borgarráði TRÚNAÐARBROT -segir Olínq Þorvarðardóttir „aðfjármagna dllögu- flutning sjálfstœðismanna með altnannafé“. Borgar- stjóri segir slík vinnubrögð enga nýlundu „Það er að mínu mati alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart Reykvík- ingum að fjármagna tillöguflutn- ing sjálfstæðismanna með al- mannafé. Eg tel að hér hafi borg- arstjóri gerst sekur um glöp t starfi, enda engin fordæmi fyrir því að fjárntunir Reykvíkinga séu nýttir í pólitískt áróðursstarf stjórnmálaflokka“, bókaði Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, í borgarráði Reykjavíkur í gær, þegar fram fór umræða um stofnun fyrir- tækisins Strætisvagnar Reykja- víkur hf. Borgarstjóri, Markús Öm An- tonsson, bókaði á móti að ijölda- mörg dæmi væru um vandaðar út- tektir á málum með aðkeyptri vinnu ráðgjafafyrirtækja og þær síðan lagðar til gmndvallar tillögu- flutningi í nefndum og ráðum borg- arinnar. Slík vinnubrögð væm síst aðfmnsluverð, enda væri þeim ætl- að að stuðla að vönduðum vinnu- brögðum og markvissum þegar mál komast á endanlegt umræðu- og ákvörðunarstig. A fundinum í gær var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna um að stefnt skuli að stofnun fyrirtækisins í ágústmánuði næstkomandi. Þrír vom meðmæltir tillögunni, en tveir á móti, Mótmælir minnihlutinn þeim breytingum sem fyrirhugaðar em, sem og þeim framgangsmáta sem málið hefur fengið til þessa. A fundinum í gær var lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspum Kristínar Á. Ólafsdóttur frá 15. júní. Þar kemur fram að greiðslur vegna úttekta á hinum ýmsu þátt- um stofnunar hlutafélags um SVR hafa víða lent hjá ráðgjafafyrirtækj- um. Þannig hafa Lögmenn á Höfðabakka, Hreinn Loftsson, lög- maður og fyrmm aðstoðarmaður forsætisráðheiTa og félagar hans, fengið 236 þúsund krónur, Stjóm- un og eftirlit hf. 235 þúsund, fast- eignasala Sverris Kristinssonar, Eignamiðlun, rúmar 80 þúsund krónur og Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar 217 þúsund krónur. Ólína Þorvarðardóttir spurðist ennfremur fyrir um kynningu borg- arinnar á tillögum um að breyta SVR í hlutafélag, útbúa fréttatil- kynningu og koma upplýsingum til fjölmiðla. Spurði hún um nafn fyr- irtækisins, hvort kynningarstarf- semin hefði verið fjármögnuð úr borgarsjóði og þá hvað kynningin hefði kostað. Yrði sú raunin vildi borgarfulltrúinn fá upplýsingar um hver ákvörðunina hefði tekið. Einnig hvort til væm önnur dæmi um að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eða borgarstjóri hafi gengið í sjóði borgarinnar til þess að fjármagna „kynningarstarf' vegna tillöguflutnings flokksins í borgarráði eða borgarstjóm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.