Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 4
4 ERLEND MALEFNI Miðvikudagur 30. júní 1993 Vargöldin í Sómalíu: EFTIRLYSTUR: STRIÐSHERRA NR. 1 Sómalski stríðsherrann Aidid: „Sameinuðu þjóðimar eru, með dyggri aðstoð Bandaríkjanna, að reyna kom okkur undir nýlendustjóm. Guð mun leggja Washington í eyði, jafn örugglega og Bandaríkjamenn hafa lagt Mogadishu í eyði. í síðustu viku gáfu Sam- einuðu þjóðirnar út hand- tökuskipun á hendur þess manns sem margir hafa talið hættulegasta stríðsherra Sómalíu. Þessir sómölsku stríðs- herrar eru fimmtán tals- ins. Strax í kjölfar þess gerðu friðargæsluliðar árás á höfuðstöðvar stríðsherrans. Mikið mannfall varð í herbúð- um stríðsherrans og geysilegt magn af stríð- stólum var eyðilagt eða gert upptækt, herlið hans er lamað um sinn. Stríðs- herrann slapp undan greipum friðargæslulið- anna í þetta skiptið, en óvíst er hvort hann leikur þann leik oftar. í dag ætl- um við að kynnast þess- um manni. Mohammed Farrah Aidid heitir hann, getur komið af stað múg- sefjun meðal fylgjenda sinna og er ekki síður fær í þeim leik en hver annar stjórnmálamaður. Það sýndi hann glögg- lega fyrir skömmu á mót- mælasamkomu í Mogad- ishu, höfuðborg Sómalíu. Samkoman var haldin vegna loftárásar sem Bandaríkjamenn veittu forystu. Þar sveiflaði stríðsherrann Aidid sér fimlega milli eigin píslar- vættis og ögrandi reiði. Teygjandi hendur sínar á átt til himna leiddi hann 1.000 meðlimi ættbálks síns í bæn og hvatti þá til að leita huggunar í ís- lamskri trú. „Sameinuðu þjóðirnar eru, með dyggri aðstoð Bandaríkjanna, að reyna kom okkur und- ir nýlendustjórn," sagði hann. „Guð mun leggja Washington í eyði, jafn örugglega og Banda- ríkjamenn hafa lagt Mog- adishu í eyði.“ í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu: Ungur Sómali spyrfréttamenn í vonleysi sínu og sorg afliveiju saklaust fólk þurfi að deyja. Einn af harmleikjum stríða er að ómögulegt virðist að forða því að saklausir borgarar láti lífíð. Þungavigtarmaðurinn Aidid Það getur vel verið að maðurinn sem er sakaður um að hafa skipu- lagt fyrirsátimar sem kostuðu 24 pakistanska friðargæsluliða lífið, sé ekki Eisenhower Sómalíu, eins og hann hefur lýst sjálfum sér (hvað þá sá Gandhi Sómalíu sem ein dóttir hans vill meina að hann sé). En eitt skyldi mönnum vera ljóst; Hann er engan veginn sá heimski durgur og bófi sem Bandaríkjamenn hafa sagt hann vera. Málið er mun flóknara en að hægt sé að afgreiða Aidid á svo einfaldan hátt. Hinn sextugi Aidid, fyrrverandi sendiherra Sómalíu á Indlandi, heldur áfram að vera valdamesti einstaklingurinn í hinum áhrifa- mikla Hahr Glandir- cettbálki. Þrátt fyrir allt og alla. Einnig er hann sem fyrr þungavigtarmaður í hinum við- kvæma og ótrygga heimi sómalskra stjórnmála. Aidid er enn fremur virtur af stórum hluta Sómala fyrir að leiða baráttuna sem fram fór til að hrekja einræðisherrann Siad Barre frá völdum. Sómalir virða hann fyrir hemaðartækni hans. Sem leiðtogi ættbálks sem unnið hefur marga sigrana er hann stór maður þama um slóðir. Utvarpsræður hans sem beinst hafa gegn Bandankjamönn- um og Sameinuðu þjóðunum vöktu harkaleg viðbrögð almennings: Uppþot hafa valdið gífurlegri ring- ulreið í Mogadishu tvisvar á sfðustu 5 mánuðum. „Hann er sannarlega stríðsglæpa- maður. Hættulegur maður sem valdið hefur mörgum dauðsföllum óbreyttra og blásaklausra borgara með gjörðum sínum,“ segir sóm- alskur blaðamaður. „En hann er af- ar sterkur leiðtogi ættbálks síns og árásir Sameinuðu þjóðanna hafa gert hann enn áhrifameiri sem tals- mann Sómala gegn íhlutun erlendra aðila í málefni Sómalíu.“ Ekki ber að vanmeta þessa stöðu Aidid. Miskunarlaus stríðsglæpamaður Fyrir tæplega ári höfðu hæfileik- ar stríðsherrans Aidid aflað honum stjómar yfir næstum helmingi landsins. Hvaða hæfileikar? Misk- unarlaus kúgun á Sómölum búsett- um í dreifbýli og íjárkúgun á hinum ýmsu hjálparstarfs-samtökum. En stríðsgæfan snérist Aidid að lokum í óhag. Mikill ósigur í október fyrir öðr- um sómölskum stríðsherra og her- nám bandarískra hermanna á Sóm- alíu í kjölfar ósigursins minnkuðu völd Aidid umtalsvert. Stríðsherr- ann gerðist var um sig og varð síð- an fjandsamlegur. Þegar vonir hans um forsetaembættið í Sómalíu minnkuðu stórkostlega varð hann enn hættulegri. „Aidid klæjaði eftir að ýta Sameinuðu þjóðunum fram á ystu nöf,“ sagði starfsmaður hjálp- arstofnunar einnar. Aidid bjóst aldrei við að ófriðar- lætin í honum myndu á endanum verða til þess að Sameinuðu þjóð- imar gæfu út handtökuskipan á hendur honum. Þrátt fyrir það tók hann þann kostinn að halda áfram að berjast, frekar en að verða óþekkt nafn og hverfa á vit minn- inganna. Aidid = án veikleika Hið rétta nafn Aidid er Hassan. Samkvæmt algengri siðvenju valdi móðir hans viðumefni á drenginn. Þessi viðurnefni Sómala eiga að endurspegla persónuleika viðkom- andi. Það var sennilega engin til- viljun að hún valdi viðurnefnið Aidid. Hún taldi það lýsa óvenju- lega einbeittum viljastyrk hans. Aidid merkir sá sem engan veik- leika hefur. Stríðsherrann h'tur á sig sem nokkurskonar skáld í Sómalíu, landi sem hefur afar sterka sagna- hefð, og lifir hinu nægjusama lífi hirðingjans. Á milli 1950 og 1960 þjónaði Aidid í ítölsku nýlendulög- reglunni. Hann varð síðar hershöfð- Eftirleikur loftárásanna á höfuðstöðvar Aidid: ítalskir friðargæsluliðar bera látna og sœrða Sómala af vígveUinum. ingi í her Siad Barre í stríðinu við Eþíópíu. Verandi meðlimur og einn af leiðtogum ættbálks er ógnaði veldi Darod-œttbálks Siad Barre, var Aidid aldrei treyst til fulls af ein- ræðisherranum og fylgjendum hans. Að lokum var hann fangels- aður uppúr 1970. Þetta var gert án dóms og laga og Aidid látinn dúsa þar í 6 löng ár. En Aidid snéri aftur og til að losna við þennan eilífa vandræðagepil sendi einræðisherr- ann Aidid til Nýju-Delí á Indlandi sem erindreka Sómalíu. Kaldhæðni örlaganna Árið 1991 tók Aidid loksins þátt í að steypa Siad Barre úr forseta- stóli. Fljótlega lenti honum þó harkalega saman við einn af leið- togum þingsins, Ali Mahadi Mo- hammed: Á þriggja mánaða tíma- bili gerðu þessir tveir menn Mog- adishu, hina áður fallegu höfuð- borg, að rjúkandi rústunum einum. Það slitnaði uppúr hjónabandi Aidid og eiginkonan flúði land ásamt bömum þeirra fyrir fjölda- mörgum árum. En viti menn, einn sona hans snéri aftur. Því miður fyr- ir Aidid, sem hluti af hersveitum bandaríska sjóhersins er óðu í land við strönd Sómalíu í desember 1992. Hlutverk þeirra? Að ffelsa Sómali frá stríðherrum eins og Mo- hammed Faixah Hassan, alias Aid- id. Dapurlegt hlutskipti atama. Allavega hlýtur þetta að vera dæmi um kaldhæðni örlaganna. Þess má geta að haft er eftir dótt- ur hans í svokölluðum sjónarmiða- dálki í nýjasta tölublaði Newsweek að hún telji föður sinn vera Gandhi Sómalíu. Allir elski hann. Aidid sé maður friðar, maður sem alltaf hafi barist í þágu friðar. Lítil eining um afstöðu bamanna gagnvart föðum- um áþessu heimilinu. Stefán Hrafn Hagalín / Byggt á TIME og NEWSWEEK. Mohammed Farrah Aidid: Sómalskurstríðslierra sem eftirlýstur eraf Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglœpi. Þetta er maðurinn sem skipulagði fyrírsátur sem kost- uðu 24 pakistanska friðargœsluliða lífið. Flestir telja hann til stríðsglœpamanna. Sameinuðu þjóðirnar setja handsömun Aidid sem algjört forgangsverkefni, tals- menn friðargœsluliða segja ef það takist ekki þá missi þeir traust fólksins sem þeir eiga að vernda. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna: Glíma við feiknarlega erfitt verkefni íSómalíu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.