Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 30. júní 1993 fmmiiíifiiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Ráðalaus stjórnarandstaða Aðgerðir ríkisstjómarinnar um síðustu helgi miðuðu fyrst og ffemst að því að kasta bjarghring til sjávarútvegs, sem á síðustu missemm hefur lent í alvarlegum háska. Gengið var fellt til að auka tekjur greinarinnar. Lán vora lengd til að minnka greiðslu- byrðina. Kvóta Hagræðingarsjóðs verður deilt til þeirra fyrir- tækja, sem verst koma út úr aflaskerðingunni. Þróunarsjóði verð- ur hraðað til að flýta uppstokkun í greininni. Þrátt fyrir þessar aðgerðir er öllum ljóst, að enn um sinn er sjáv- arútvegurinn í erfiðleikum, sem stafa ekki síst af óhjákvæmileg- um en afar sársaukafullum niðurskurði á þorskkvóta. Andspænis þessu er eðlilegt að menn spyiju: Gat ríkisstjómin gert eitthvað annað, sem hjálpaði greininni betur? Bestu dómaramir í þessu efni era að sjálfsögðu forystumenn sjávarútvegsins sjálfs. Og þeirra dómur er skýr og ótvíræður. Arnar Sigmundsson, forsvarsmaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir í Morgunblaðinu í gær: „Miðað við þær þröngu aðstæður sem nú era þá gátum við ekki reiknað með að aðgerðir ríkis- stjómarinnar yrðu víðtækari en þetta og það hefði ekki verið sanngjamt að gera það.“ í sama streng tók Kristján Ragnarsson í samtölum við fjölmiðla. Þannig liggur það fyrir klárt og kvitt, að frá sjónarholi greinar- innar sjálfrar era þessar aðgerðir ekki aðeins jákvæðar, - heldur sjá forsvarsmenn hennar ekki aðrar leiðir betri. I tengslum við þetta er vert að minna á, að fyrr á ferli sínum hafði ríkisstjómin fellt niður mikla skatta af greininni í formi aðstöðu- gjalds og tryggingargjalds, auk þess sem hún fékk greidda úr Verðjöfnunarsjóði á þriðja milljarð. Stjómvöld hafa því farið all- ar hugsanlegar leiðir tilk að létta það ok, sem fellt er á greinina í formi alvarlegs þorskbrests. ✓ I þessu ljósi er makalaust að skoða viðbrögð stjómarandstöðunn- ar við aðgerðum ríkisstjómarinnar. Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar era nefnilega allt annarrar skoðunar en talsmenn sjávarútvegsins. í fjölmiðlum gærdagsins lýsa þeir báðir yftr, að aðgerðir ríkisstjómarinnar séu rangar. Þessir tveir herramenn telja sig bersýnilega hafa betra vit á sjávarútvegi, en langreyndir talsmenn greinarinnar. En hvaða ráð leggja þeir sjálfír til: Jú, Ólafur Ragnar talar fjálg- lega um „alþjóðavæðingu“ sjávarútvegsins og er svo myrkur í máli að enginn skilur hvað hann er að fara. Ætlar formaður AI- þýðubandalagsins ef til vill ða nota „alþjóðavæðingu" til að fjölga fiskunum í sjónum og hækka verðið erlendis? Steingrímur Hermannsson er jafn ráðalaus. Hann bendir ekki á neitt, sem rík- isstjómin er ekki þegar búin að gera. Stjómarandstaða, sem fyrir hönd sjávarútvegsins kvartar undan aðgerðum, sem forystumenn greinarinnar sjálfrar telja að öllu leyti lofsverðar, er komin út á hálan ís. Hún er ekki marktæk lengur. Hún er einungis í gamaldags pólitík, þar sem merkimið- inn „della“ er settur á allt sem kemur frá ríkisstjóminni. Gagnrýnin væri eðlileg - og jákvæð -ef hún byði upp á valkost; önnur ráð. Stjómarandstaðan einsog hún leggur sig er hins vegar ráðalaus. Hún bendir ekki á neitt jákvætt, sem gæti bætt hag greinarinnar. Slíkur málflutningur er til fárra fiska metinn. sjó na nfíi Pólitískt og siðferðilegt þrek Morgunblaðið skrifar forystu- grein í gær um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og ákvarðanir um kvóta. Blaðið fagnar því sérstak- iega að Davíð og Þorsteinn hafi náð saman: „Það er ánægjulegt, að svo virð- ist sem meiri samstaða sé um þessa ákvörðun innan ríkisstjómarinnar nú en á sl. ári, þegar harðar deilur urðu milli forsætisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra um aflaheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs. Þessi aukna samstaða innan ríkisstjómar- innar endurspeglar áreiðanlega við- horf almennings í landinu. Það er meiri skilningur nú á nauðsyn svo harkalegra aðgerða, en nokkru sinni fyrr. Reynslan á þessu fiskveiðiári er sú, að þrátt fyrir ákvörðun um 205 þúsund tonna hámarksafla á þorski stefnir í 230 þúsund tonn. Þetta má ekki endurtaka sig á næsta fiskveiðiári. Hefur ríkisstjómin gert nægilegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það? En hvað sem öðm líður hefur ríkisstjómin sýnt mikið pólitfskt og siðferðilegt þrek með þessari ákvörðun." „Með fullri virðingu..." Morgunblaðið segir ennfrem- ur: „Það er alveg sama hvað ríkis- stjómin fellir gengi krónunnar oft og mikið: hún getur aldrei komið í veg fyrir hailarekstur sjávarútvegs- ins, þegar svo mikill floti er að elt- ast við svo fáa þorska. Þess vegna er það grundvallar- misskilningur að ætla að bæta sjáv- arútveginum upp aflasamdrátt með gengislækkun. Vandi sjávarútvegs- ins verður aldrei leystur við núver- andi aðstæður nema með mikilli fækkun í flotanum og mikilli fækk- un fiskvinnslustöðva. Þetta viður- kennir ríkisstjómin í orði með því að lýsa því yfir, að lagasetning um þróunarsjóð sjávarútvegsins eigi að verða forgangsverkefni á Alþingi í haust. En þótt hún viðurkenni það í orði bregst hún á annan veg við á borði m.a. með gengislækkun. Miklar vonir vom bundnar við þró- unarsjóðinn, þegar tilkynnt var að samkomulag hefði tekizt um hann innan ríkisstjómarinnar seint á sfð- asta ári. Nú em liðnir nær 8 mánuð- ir ffá því að það samkomulag var gert. Þróunarsjóðurinn er ekki orð- inn að vemleika. Nú er tilkynnt að svo verði í haust. Með fullri virð- ingu fyrir núverandi ríkisstjóm hljóta menn að taka þeim ioforðum með fyrirvara. Það hefur tekizt á undanfömum rúmum þremur ámm að skapa nokkum stöðugleika i efnahags- málum okkar íslendinga. Verð- bólgan er komin á svipað stig og í nálægum og atvinnufyrirtækin í landinu hafa starfað í allt öðm og greinilega eðlilegra umhverfi en áð- ur var. Með endurteknum gengis- lækkunum er ríkisstjómin að stofna þessum árangri í voða og skapa til- efni til verðhækkana á vömm og þjónustu, sem hlýtur að leiða af sér margvíslegan óróa og vemlega hættu á, að stöðugleikanum verði raskað.“ Góðu fréttirnar... Tíminn leggur líka forystu- greinina undir aðgerðir stjórnar- innar og segir þær góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttirnar: „Segja má að í þessum efnahags- aðgerðum felist bæði góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttimar em að ríkisstjómin hefur vaknað til lífsins og viðurkennt að hér var kominn upp mjög alvarlegur efnahags- vændi sem ekki var hægt að líta framhjá lengur. Það er jákvætt þeg- ar stjómvald viðurkennir stað- reyndir og ákvörðunin um þorsk- aflamark, gengisfellingin, og skuld- breyting lána sjávarútvegsfyrir- tækja var spuming um viðurkenn- ingu á ákveðnum staðreyndum. Þetta em því ánægjulegri fféttir, að fram til þessa hafa sumir forystu- menn ríkisstjómarinnar talað af lít- ilsvirðingu um fiskiffæði, kallað lánalengingar sjóðasukk, og sagt að gengisfellingar kæmu ekki til greina.“ ...og slæmu fréttírnar Þa segir Tíminn: „Slæmu fréttimar sem felast í að- gerðum ríkisstjómarinnar hins veg- ar lúta að því hversu seint þær koma og hversu takmarkaðar þær em. Það hefur lengið fyrir um langt skeið að rekstrarafkoma útflutn- ingsgreinanna væri skelfileg og versnaði dag ffá degi. Engu að síð- ur hefur ríkisstjómin kosið að láta vandann hlaða utan á sig þannig að sífellt verður erfiðara að fást við skriðþunga erfiðleikanna. Allir em sammála um að með þeim aðgerð- um sem kynntar hafa verið sé að- eins verið að setja plástra á um- fangsmikil efnahagssár og sjálfur forsætisráðherrann hefur sagt að ekki hafi átt að lyfta sjávarútvegi upp fyrir núllið. Og þótt of lítið sé Forystugrein Morg- unblaðsins: „Sam- staða ríkisstjómar- innar endurspeglar viðhotf almenn- ings “ Forystugrein Tím- ans: „Lítið gert á sumum sviðum og enn minna á öðr- um! “ gert á sumum sviðum er jafnvel enn minna gert á öðmm! Þannig vantar alla stefnumörkun um lækkun vaxta í yfirlýsingu ríkisstjómarinn- ar. Þar er heldur ekkert að finna um uppbyggingu eða nýsköpun af neinu tagi. Enginn sóknarhugur virðist fyrir hendi hjá ríkisstjóm- inni, enginn kraffur eða vilji til að snúa þróuninni við. Af þessum sökum valda aðgerðir þessar vonbrigðum. Rfkisstjómin hefur vissulega viðurkennt vandann og sýnt tilburði til að takast á við hann. Hins vegar þarf augljóslega kraftmeiri stjómmálamenn og frjórri fomstu til að leiða þjóðina út úr þeim vanda sem hún er komin í.“ Samstaða. Morgunblaðið fagnar því í forystugrcin að samstaða sé um ákvarðanir ríkisstjómarinnar í kvótamálum og rifj- ar upp að í fyrra urðu harðar deilur millum Þorsteins og Davíðs um þessi mál. Atburðir dagsins Afmœlisdagar 1520 Azteka-leiðtoginn Montezuma II. drepinn af Spánvetjum Hem- ando Cortez. 1593 Enska skáldið Cristopher Marlowe deyr eftir slagsmál á bar í Lond- on. 1789 Byltingarmenn í París ráðast á Abbaye-fangelsið. 1822 Spænskir uppreisnarmenn taka konung sinn Ferdinand VII. hönd- um. 1837 Notkun gapastokksins bönnuð í Bretlandi. 1859 Frakkinn Charles Blondin röltir 5 mínútum á línu yfir Niagara- fossanna á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. 1919 Breski læknirinn og nóbelsverðlaunahafinn Sir Raleigh deyr, hann uppgötvaði eðal-lofttegundina Argon. 1934 Adolf Hitler losar sig við alla pólitíska andstæðinga sína á Nótt hinna Löngu Hnífa. 1936 Á Hverfandi Hveli eftir Margaret Mitchell gefin út. 1938 Action Comics kynna Clark Kent, alias Súpermanninn. 1960 Norman Bates hræðir líftómna úr kvikmyndahúsagestum í Psycho, mynd Alfred Hitchcock. 1971 Þrír Rússar fundust látnir um borð í geimskipi sínu eftir 24 daga metdvöl í geimnum. 1974 Rússneski ballettdansarinn Mikhail Baryshnikov flýr á náðir Vest- urlanda. 1981 í London skýtur unglingur púðurskotum í átt til Elísabetar Breta- drottningu. John Gay - 1685 Enskt skáld og leikritahöfundur sem er best þekktur fyrir Betlaraópemna. Sir Stanley Spencer -1891 Breskur málari biblíumynda. Lena Horne - 1917 Bandarísk leik- og söngkona Susan Hayward - 1918 Bandarísk Óskarsverðlauna- leikkona. Mike Tyson -1966 Bandarískur boxari, fyrrnm heimsmeistari í þunga- vigt og núverandi tugthúslimur. Málsháttur dagsins „Mýkistflest, sem margbeygt er.“ Málsháttasöfn Hallgríms Schevings. Boðsrit Bessastaðaskóla 1843 og 1847. 1894 - TOWER-BRÚIN í LONDON FORM- LEGA OPNUÐ. A þessum degi fyrir 99 árum var Tower-brú- in í London formlega opnuð. Meðal mann- grúans var hans hátign, Prinsinn af Wales. Asamt miklu fyigdariiði sínu fór prinsinn tvisvar yflr brúna áður en brúarvængjunum var lyft upp og tilkomumiklum llota var leyft að sigla undir og áfram niður Thames-ána.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.