Alþýðublaðið - 01.07.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Síða 4
4 A nírœðisaldri gerði Kjartan Bergmann Guðjónsson það sem aðrir höfðu heykst á að gera - að skrifa sögu þjóðariþróttarinnar, íslensku glímunnar - og nú er bókin komin út Islensk glíma og glímumenn GLÍMAN ER NÁTENGD SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNI Gamall draumur rættist í þessari viku hjá Kjart- ani Bergmann Guö- jónssyni, fyrrverandi ritara Alþingis, og for- manns Glímusam- bands íslands. Hann lauk við mikla og merka bók, sem hann hefur skrifað og gefið út á eigin kostnað, ís- lensk glíma og glímu- menn. Hér er um að ræða einstaklingsfram- tak höfundar, sem er orðinn 82 ára gamall. Sjálfur hafði hann fengið því framgengt innan raða glímu- manna landsins fyrir 25 árum að hafin yrði á vegum Glímusam- bandsins ritun glímu- sögu landsmanna og menn ráðnir til þess verks. Mál þróuðust þó á þann veg að lítt eitt var sett á blað og nefndin sem átti að annast um verkið hefur sagt af sér. „Á löngum ferli mínum við glímukennslu og einnig sem virkur félagi innan fþróttasambands ís- lands safnaði ég saman margvísleg- um heimildum um íslensku glím- una og einstaka glímumenn“, segir Kjartan Bergmann Guðjónsson í formála að bók sinni. „Þar sem aldur færist yfir nú mjög yfir mig, taldi ég óhjákvæmi- legt að ráðast í að gefa út ríflegan hluta efnis þess, sem ég hef undir höndum. I byijun var ætlun mín að ganga frá Glímusögunni í tveimur bindum, enda nægt efni til þess í fórum mínum. En vegna heilsufars og aldurs, sem nú er 82 ár, finn ég að vafi getur leikið á því að ég gæti gengið frá öðru bindi. Ég tekið því með í þessa bók kafla, sem upphaf- lega vom ætlaðir í síðara bindi. Meðal þeirra em síðustu kaflamir, sem íjalla um íslensku glímuna í nokkmm landshlutum“, segir Kjartan. Kjartan Bergmann hefúr áður dýft penna í blek til að rita um ís- lenska glímu. Hann skrifaði á ámm áður um íslenska glímu og glímu- mót - og þá að sjálfsögðu í það góða blað, Alþýðublaðið. Kjartan segir að saga íslensku glímunnar sé nátengd baráttu ís- lensku þjóðarinnar fyrir endurheimt sjálfstæðis síns. Án áhrifa ffá fræknum glímumönnum vítt um Iandið, Hóla- og Skálholtsskóla, sem hófu starfsemi sína um 1552, og svo síðar Bessastaðaskóla, væri sagan allt önnur. „Þessi baráttuvilji fyrir sjálfstæði okkar kom eins glöggt fram hjá glímumönnum og verða mátti, innan lands sem utan“, segir Kjartan Bergmann. íþróttasamband íslands taldi sig ekki geta veitt höfundinum stuðn- K jartan Bergmann Guðjónsson afhendir forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta eintakið af hinni vEglegu bók sinni um þjóðaríþróttina, fslensku glímuna. ing við útgáfu þessa mikla ritverks. Það gat Ungmennasamband íslands aftur á móti, - sem og einn stjómar- manna ÍSÍ, Jón Ármann Héðinsson, sem aðstoðaði höfund við útgáfuna. Islensk glíma og glímumenn er mikil bók að vöxtum, bæði í broti og blaðsíðufjölda, nokkuð á fimmta hundrað síður. Fjöldi góðra ljós- mynda prýða bókina og við sögu koma liðlega þúsund manns. MYNDIR ÚR ÍSLENSKRIGLÍMU Hallgrímur Benediktsson, faðir Geirs, var meðal frækn- ustu glímukappa okkar. Hér er hælkrókur á lofti með hægra fæti á hægra fót tckinn upp úr byrjun á hægra fótar klofbragði. Hermann Jónasson, faðir Steingríms, hann var Glímukappi Islands áríð 1921. Jón Helgason, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, var mikill glímumaður. Hann fluttist til Odessa í Rússlandi snemma á öldinni, giftist þar aðalskonunni Olgu OIsofijctT, og kenndi þá mcðal annars lögreglu borgarinnar íslenska glímu. Hér er mynd af íslenskum glímumönnum og lögregluþjónum í Odessa, Jón Helgason annar frá vinstri í fremstu röð ásamt Jóni Pálssyni og Kristjáni Benóný Þorgilssyni. Kafli úr bókinni íslensk glíma og glímumenn - við veislur þótti glíman hið besta skemmtiatriði Af konum sem voru ekki síður glímnar en karlar Alþýðublaðið birtir hér á eftir stuttan kafla þar sem lýst er uppruna íslenskrar glímu og iðkun hennar á öldum áður. Bókin sjálf spannar glímusöguna frá landnámi til okkar daga. ,Á öllum öldum íslendingasögu er frægra glímumanna getið. Alltaf þótti það til frásagnar um menn, ef þeir voru vel íþróttum búnir. Eftir að vopnaburður lagðist niður, var einna mestur ljómi yfir því á íþróttasviðinu að vera glíminn. Mikið þótti til þess koma að vera rammur að afli, fímur, léttvígur, frár, syndur sem selur. En þó var tíðum mest til frásagnar frækni í glímu. Þar sem veislur voru haldnar í fomöld, var glíma oft höfð sem skemmtiatriði. Þess er getið í Sturlungu að í veislu, sem var haldin á Reykhólum 1119, hafi verið glímt. Ólafur Davíðsson, þjóðsagnarit- ari segir frá því í riti sínu Islenskar skemmtanir, að glímur hafi verið hafðar til skemmtunar í veislu þeirri sem Stefán biskup sat hjá Bimi bónda Guðnasyni í Ögri, og hefur það verið á öndverðri 16. öld. Eins getur Jón Espólín þess, að Ólafur, sonur séra Jóns Sigurðs- sonar á Upsum, sem var uppi seint á 16. öld, hafi verið mikill glímu- maður. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er getið um glímumann einn norð- lenskan, sem ferðaðist víða um land til að reyna glímni sína við menn, og segir sagan, að hann hafi fellt alla skólapilta, sem þá voru í Skálholti, 12 að tölu, hvem eftir annan, en þó fór svo að lokum, að karlssonur einn sunnlenskur felldi hann. Svipuð saga er um Bjöm Skaf- inn, sem var uppi á 16. öld. Hann var afburðamaður að afli og allra manna glímnastur, svo að enginn stóðst honum snúning á Austur- landi. Hann hafði ffétt, að feðgar tveir í Fljótum væm mestir glímu- menn þar um slóðir, og gerði sér ferð þangað til að reyna sig við þá. En þegar þangað kom, varð ekkert af glímu við þá feðga, því áður en fundum þeirra bar saman hafði hann tekist á við dóttur bóndans og þurfti að hafa sig allan við að fella hana. Og frá því segir í Þjóðsögum Jóns Ámasonar, að kona Þorsteins bónda í Skjaldartröð hafi komið Jóni á Hafgrímsstöðum á kné, og var hann þó kunnur glímumaður og ærið sterkur. Frásögnin um Draugahelli undir Jökli, sem birt er í Þjóðsögum Jóns Ámasonar, bendir til þess, að dans, vikivakar og glímur hafi verið eft- irsóttar skemmtanir, sem jafnvel hinir framliðnu hafi saknað öðm fremur. Sagan segir, að skip, sem reri frá Djúpalónssandi, hafi farist og dmkknuðu allir, er á því vom. Hellir einn er vestan Dritvíkur, þar sem heitir Suðurbarði og Vest- urbarði. Skömmu eftir atburð þennan heyrðu menn, er fóm í námuna við hellinn, kveðna í hon- um með dimmri röddu vísu þessa: Leiðist mér að liggja liér í Ijótum helli, betra er heima á Helgafelli að Itafa þar dans og glímu- skelli (ísl. þjóðs. 1, bls. 305) En sagt var, að einn eða tveir menn á skipi þessu væm ffá Helgafelli. Sigurður Islandströll, er uppi var frá 1691 til 1752, var skóla- meistari á Hólum frá 1724 til 1742. Hann var mikill vexti og einn mesti kraftamaður á landi hér um sína daga. Hann var bæði afl- raunamaður og glíminn. Eyvindur Jónsson - Fjalla-Ey- vindur - frá Hlíð í Hrunamanna- hreppi, er var uppi um miðja 18. öld, var frækinn maður. Honum er lýst svo að hann hafi verið „sund- maður góður og glímumaður, manna fráastur á fæti og bratt- gengastur, kunni svo vel handa- hlaup, að hann dró undan fljótustu hestum".

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.