Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8
Markús Örn Antonsson borgarstjóri (t.h.) og Eymundur Matthíasson, framkvæmdastjóri Friðarhlaups ’93, standa hcr við skjöldinn sem settur var upp í Geysis- húsinu í tilcfni af því að Reykjavík hefur verið lýst Sri Chinmoy friðarhöfuðborg. Er hún þá orðin ein þriggja friðarhöfuðborga hcims. Hinar tvær eru Ottawa í Kanada og Canberra í Astralíu. REYKJAVIK ER FRIDARHÖFUDB0R6 - og er nú þar með helguð alheimsfriði og samlyndi milli einstaklinga og þjóða f tengslum við Friðarhlaupið ’93 voru Reykjavík, Mosfells- bær, Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur lýst Sri Chinmoy friðarstaðir laugardaginn 26. júní síðastliðinn. Þar með eru þessi bæjarfélög komin í hóp rúmlega 500 bæja og borga sem helguð eru alheimsfriði og sam- lyndi rnilli einstaklinga og þjóða. Af þessu tilefni veittu fulltrúar bæjarfélaganna viðtöku skildi með áletrun þess efnis að staðimir væru tileinkaðir friði. Hefur tveimur þessara skjalda verið fundinn stað- ur og verður Kópavogsskjöldurinn festur upp í Sundlaug Kópavogs en Reykjavíkurskildinum hefur verið valinn staður í Geysishúsinu á homi Vesturgötu og Aðalstrætis í miðbæ Reykjavíkur. Fornbílar við fornu húsin í Árbæ Starfsemi Árbæjarsafns er með eindæmum líflegt, sem fjölmargir gestir safnsins kunna vel að meta. Á sunnudaginn er áherslan lögð á fombíla, sem gaman er að skoða. Samvinna er á milli safnsins og Fornbíla- klúbbs íslands um að sýna einn dag á hverju sumri. Núna verður meðal annar sýndur í fýrsta sinni Chevrolet björgunarbíll af ár- gerðinni 1937, nýlega endur- gerður af klúbbnum. Safnið er auk þessa með hefðbundna dag- skrá og messa verður í litlu kirkjunni kl. 14. Ford af árgerðinni 1930 - glæsilegur vagn þetta. Framkvœmdir í Reykjavíkurborg Lægstu boð spara milljónatugi Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar hefur lagt til við borgarráð að tekið verði til- boði lægstbjóðanda, fyrirtæk- isins Völundarverks hf., um smíði félagsrýmis við Selja- skóla í Breiðholti. Tilboð þessa fyrirtækis var upp á 14,8 millj- ónir og var aðeins 78% af kostnaðaráætlun borgarinnar. Tólf verktakar sendu inn til- boð, tvö þau hæstu rétt um og yfir 20 milljónir. Á sama stjómarfundi IR var lagt til að tekið yrði tilboði ístaks hf., lægstbjóðanda, í jarðvinnu og þilrekstur vegna byggingar dælu- og hreinsistöðvar vegna skólpveitunnar miklu sem Reykjavík, Kópavogur og Garðabær annast um sameigin- lega. Stöð þessi verður við Mýr- argötu vestast í vesturbæ Reykjavíkur og er endahnykkur- inn á þessu merka framtaki sveitarfélaganna til að gera fjör- ur bæjanna hreinar. Tilboð Istaks hf. hljóðaði upp á rétt um 25 milljónir sem er 79% af kostnaðaráætlun, - fjórir aðilar aðrir buðu í verkið en vom yfir kostnaðaráætlun borgarinnar. Þriðja verkið sem stjóm Inn- kaupastofnunar fjallaði um er að klæða blokkir við Yrsufell að ut- an. Fyrirtækið Stórvirki hf. var þarð með lægsta aðaltilboðið, rétt um 24 milljónir króna, en kostnaðaráætlun var eilítið hærri. Tilboð Mariu Bimu Gunnarsdóttur í verkið var lægst, en ekki talið raunhæft. Borgarráð hefur samþykkt að taka öllum þessum tilboðum, enda augljóst að spamaður nokkrar milljónir, sem vel má nota til annarra góðra verka í þágu borgarbúa. STUTTFRETTIll Hvítrússi sýnir í MÍR-salnum Um helgina lýkur sýningu hvítrússneska listamannsins Arlens Kashkúretvitsj í MÍR-salnum að Vatnsstíg 10. Á sýningunni em 50 svartlistarmyndir, pennateikningar, steinþrykk og „au-forte“-myndir. Meðal myndanna em myndir listamannsins við skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðina. Listamaðurinn er í hópi kunnustu listamanna Hvítarússlands og hefur sýnt víða um lönd. Hann hefur dvalið hér á landi undanfamar vikur ásamt Ljúdmílu konu sinni í boði MIR - Menningartengsla Islands og Rússlands. Frúin er einnig góðum list- hæfileikum gædd og sýnir handprjónuð leikföng og blómakort á sýn- ingu manns síns. Svæðisbundin leiðsögn á Vesturlandi íslendingar em smám saman að taka ferðamálin og þjónustu við ferðafólk föstum tökum, öllum til góðs. Síðastliðið haust buðu Far- skóli Vesturlands og Ferðamálasamtök Snæfellsness upp á nám í svæðisbundinni leiðsögu á Vesturiandi. Ekki skorti áhugann og fólk á aldrinum 25 til 68 ára kom af öllu Vesturlandi. Nýmæli er það að hóp- urinn mun leiðsaga Islendinga eingöngu. Hinir nýju leiðsögumenn vom útskrifaðir með pomp og pragt fyrir nokkmm dögum á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Nýútskrifaðir leiðsögumenn um Vesturland. Standandi frá vinstri: Þóra K. Stefánsdóttir, Ingi Hans Jónsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Erla D. Lárusdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Birna K. Lárusdótt- ir, Kristín Þ. Halldórsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Gyða Bergþórs- dóttir og Kristín Gísladóttir. Fyrir framan hópinn eru Helga Gunnars- dóttir, forstöðumaður Farskóla Vcsturlands og Lars H. Andcrsen um- sjónarmaður námsins. Frá hinu liöna til nútíðar Fyrrverandi sendiherra Svía á íslandi á árunum 1977 til 1986, hefur ritað bók ásamt konu sinni, Rakel Sigurðardóttur Rosenblad, sem Mál og menning hefur nú gefið út. Bókin er á ensku og heitir Iceland - From Past to Present. Bókin á erindi til útlendinga sem vilja kynna sér landið, allt frá fomu fari til nútímans. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ritar inngangsorð bókarinnar. Bókin er öll hin fróðlegasta og veglegasta og er þakkarvert framtak þeirra hjóna. Skemmtiferð hjúkrunarfræðinga Lífeyrisþegadeild Hjúkrunarfélags íslands, efnir til skemmti- ferðar á miðvikudaginn kemur, þann 7. júlí. Farið verður að Skógum undir EyjafjöIIum og byggðasafnið og fleira skoðað. Lagt af stað frá Suðurlandsbraut 22. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, síminn er 68-78-75. Lífeyrisþegar með tekjutryggingu fá uppbót Bætur almannatrygginga vegna júlímánaðar verða greiddar út með tekjutryggingu. Hún er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu láglaunabóta. Fulla uppbót, kr. 9.996 hjá ellilífeyrisþeg- um og kr. 10.174 hjá öryrkjum, fá þeir sem hal'a óskerta tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Tekjutryggingarauki greiðist á sama hátt í ágúst 20% vegna orlofsuppbótar og í desember 30% vegna des- emberuppbótar launafólks og í sama mánuði 28% tekjutryggingarauki vegna láglaunabóta. Myndir úr safni Markúsar í Listasafni íslands eru til sýnis um þessar mundir myndir úr safni Markúsar Ivarssonar, jámsmiðs og stofnanda Vélsmiðjunnar Héð- ins hf. Markús gerðist velgjörðarmaður íslenskra listamanna þegar hann hóf að kaupa verk þeirra laust eftir 1920. Keypti hann ekki síst verk yngstu listamanna þessa tíma. Skömmu fyrir andlátið gaf Mark- ús Listasaftii Islands 56 verk úr safni sínu. Nú eru 30 þessara verka uppi á veggjum Listasafns íslands. Sýningin stendur til loka ágústmánaðar. Frá Keykjavíkurhöfn hcitir þessi mynd Þorvaldar Skúlasonar, cn hún var máluð 1931. Ein mynd- anna úr safni Markúsar Ivarsson- ar, jámsmiðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.