Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6
6 ERLEND MÁLEFNI Fimmtudagur 1. júlí 1993 Rússamir slá í gegn á Flugsýningunni í París Það leit ekki út fyrir að sýningin yrði nokkuð annað en „flopp “ áður en Rússamir mœttu á svœðið með 750 manna sendinefnd og 27flugvélar. Þeir slógu ígegn og seldu til að mynda Ilyushin-þotur fyrir rúmlega 50 milljarða. Hver stjómar Þeir eru ófáir sem bíða eftir að Deng Xiaoping deyi eða verði hrakinnfrá völdum. Fregnirfrá Hong Kong kveða hann orðinn elliœran. Heimildir í Bejing segja dauðavaktina hafna. Það leit ekki vel út með Flugsýninguna í París. Hið erfiða efnahagsástand og snarminnkandi framlög stór- þjóðanna til varnarmála ollu því að þunglyndislegt yfir- bragð var yfir öllu. En þá komu Rússarnir askvaðandi og urðu bjargvættir þessar- ar sýningar sem löngum hefur þótt sú glæsilegasta í heimi. Og hvílík sýning sem Rússarnir settu á svið. Sendinefnd með yfir 750 manns mætti á staðinn. Öll þeirra voru tilbúin til að brosa og töfra fólk upp úr skónum á fjölmörgum tungumálum. Sendinefndin kom með 27 flugvélar í far- teskinu, margar þeirra hafa aldrei sést áður á Vestur- löndum. Flugvélarnar komu frá sjö stærstu framleiðend- unum í Rússlandi. „Sjáið bara nýju flugvélamar okkar með þessa frábæru mótora frá Vesturlöndum. 1 þessu liggja okkar framtíðarvonir - - sam- vinna við Vesturlönd," sagði Genrikh No- vozhilov hjá llyushin-verksmiðjunum og benti stoltur á nýjustu flugvélamar sínar sem báðar em knúnar áfram af flugvélam- ótomm frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Og þessi framtíðarlausn hafði mikil áhrif á hugsanlega kaupendur á sýningunni. Partnair-fraktflugfélagið pantaði fimm Ily- ushin og greiddi fyrir nímlega 50 milljarða íslenskra króna. Partnair samdi einnig um valrétt til að kaupa fimm þotur í viðbót. Þeir munu taka við fyrstu flugvélunum árið Samkvæmt fréttum frá Hong Kong er mögulegt að Deng Xiaoping, hinn aldraði leiðtogi Kínverja, sé hreinlega orðinn svo elliær að hann sé óhæfur til að stjórna þessu víð- feðma ríki. Vestrænir di- plómatar segja hinn 88 ára gamla Deng hafa misst alla hæfni til raun- verulegrar ákvarðanatöku. Nú eiga ættingjar Deng — margir þeirra hafa notfært sér gróflega aðstöðu sín og slæmt ástand gamla mannsins — það á hættu að missa öll völd sem þeir höfðu hrifsað til sín. Margir valdamestu leiðtogamir eru teknir að ijarlægja sig frá bömum hins aldraða leiðtoga og spilltur embættis- maður sem var innundir hjá Deng var nýlega sviptur þinghelgi sinni til að hægt væri að lögsækja hann. Hinn valdamikli maður sem svipti hinn spillta Deng- sinna forréttindum sínu er Jiang Zemin, en margir telja hann einmitt líklegan arf- taka Deng. „Það er greinilegt að dauðavaktin er hafin,“ sagði einn Vesturlandabúi sem er búsettur í Bejing (Peking), höfuðborg al- þýðulýðveldisins Kína, og fylgist grannt með þróun mála. „Eina spumingin er hversu fljótt þetta tekur af.“ Deng Xiaoping: Elliœr leiðtogi á grafar■ bakkanum? Taking the Air in Paris Rússamir slógu í gegn á Flugsýningunni í París: Hér má sjá Ilyushin-þotuna (1096) sem varð metsölujlugvél og seldist fyrir 50 milljarða. SUMARFERÐ - SUMARFERÐ Dagsferð 3. júlf - Suðurland Sumarferð Alþýðuflokksins verður laugardaginn 3. júlí. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík stundvíslega klukkan 09.00. Ekið um Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Áð verður við Seljalandsfoss og nesti snætt. Sfðan verða Landeyjar skoðaðar og endað í Gunnarsholti þar sem starfsemi Landgræðslu ríkisins verður skoðuð. Þar verður grillveisla um kvöldið. Verð: fullorðnir - 2.500 krónur, börn innan 12 ára -1.200 krónur. Miðapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofum Alþýðuflokksins, sími 91-29244. Einnig er hægt að hafa samband við Valgerði Gunnarsdóttur sími 29878 og Jóhannes Guðmundsson sími 17488, eftir klukkan 17 á daginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.