Alþýðublaðið - 01.07.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Page 7
Fimmtudagur 1. júlí 1993 ERLEND MALEFNI 7 Fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Kanada Kim Campell forsœtisráðherra er 46 ára gamall lögfrœðingur. Campell hejur verið mjög umdeild síðan hún steig fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum. Vandamálin sem hún erfir í embœtti eiga eftir að reynast henni þung í skauti. Kim Campell, hin nýi forsætisráðherra Kanada: Forpokaðir íhaldsmenn íKanada voru ekki mjög ánœgðirþegar þessi mynd birtist af Campell í öllum blöðum á síðasta ári. Á myndinni heldur háná hefðbundnum réttarsalabúningi kanadískra lögfrœðinga. Raunar kom í Ijós að Campell átti sjálf hugmyndina að uppstillingunni og sagði hana hreinlega ekki virka nema sœist í berar axlimar. Konur, getið þið séð Davíð Oddsson fyrirykkur á samskonar mynd... ? Pepsknálið var uppspuni Öldruð hjón í Bandaríkjunum tilkynntu til lögreglunnar að þau hefðujundið sprautunál í Pepsi-dós. Degi síðar lét önnur kona vita af samskonar tilviki. I síðustu viku hafði Pepsi- faraldurinn breiðst út um Bandaríkin eins og eldur í sinu. Kanada hefur nú líkt og Tyrkland eignast sinn fyrsta kvenkyns forsætis- ráðherra. Kim Campell heitir hún og er 46 ára gamall lögfræðingur með bakgrunn úr sveita- stjórnarmálunum. Campell var fyrir skömmu kjörinn for- maður Kanadíska íhaldsflokksins og tók þar af leiðandi sjálfkrafa við emb- ætti forsætisráð- herra þann 25. júní síðastliðinn. Forveri hennar í embætti var Brian Mulron- ey sem í febrúar á þessu ári tilkynnti þá ákvörðun sína að segja af sér eftir níu ár í embætti. Skömmu eftir það hóf Campell stormasama bar- áttu sína fyrir emb- ætti hans. Sigraði fjóra karlmenn Kim Campell gerði sér lítið fyrir og sigr- aði fjóra karlkyns keppinauta sína um emb- ættið, þar með er talinn umhverfisráðherr- ann Jean Charest, 34 ára, sem hún sigraði eftir tvær umferðir. Þess má geta Campell hafði síðan 1992 gegnt embætti vamar- málaráðherra landsins. A sigurhátíð sem haldin var á skemmti- stað í borginni Ottawci dansaði hin eld- hressa og opinskáa Campell uppi á sviðinu sem skalf og nötraði vegna dúndrandi rokk- tónlistar. Þegar starfsmenn kosningabaráttu hennar veifuðu Kim- skiltum og kyijuðu: „Fjögur ár til viðbótar, fjögur ár til viðbót- ar, þá œsti hún lýðinn ennfrekar með þvíað syngja til baka: tíu ár til viðbótar, tíu ár til viðbótar. “ Stór orð, þungur róður Það er mögulegt að þar hafi hún tekið fúll stórt upp í sig. Þungur róður verður að ná því takmarki. Næstu kosningar í Kanada verða haldnar 21. nóvember næstkomandi. Þess vegna fær Campell einungis nokkra mánuði til að takast á við og helst leysa úr hinum erfiðu verkefnum sem bíða hennar. Erfiðast verður án efa að glíma við óánægða kjósendur. Þá sömu og ekki enn hafa jafnað sig á hinum mjög svo óvinsæla Mulroney. Kanadíska þjóðin er nú stödd mitt í slæmri efnahagskreppu og altalað er að vel- ferðarkerfi þeirra þarfnast brýnna úrbóta. Sú stöðuga spenna sem ríkir á milli hinna frönskumælandi Quebec-búa og ensku- mælandi meirihluta þjóðarinnar er ástand sem ekkert bendir til að batni í bráð. Enn eitt vandamálið þar á ferðinni. Frjálslyndi flokkurinn Frjálslyndi flokkurinn, sem er í stjómar- andstöðu, verður illur viðureignar í öllum þessum málum. Ekki einfaldar það stöðu mála að leiðtogi hans, Jean Chrétien er einmitt ífá Quebec. Kim Campell mun vera rétt svo slarkfær í frönskunni og er auk þess þingmaður fyrir Bresku Kólumbíu sem er í vesturhluta landsins. Þar búa mun færri kjósendur heldur en í hinum íjölmenna austurhluta landsins. Við sögðum frá því í upphafi að Campell hefði verið mjög um- deild allar götur síðan hún steig fram á sjón- arsviðið fyrir nokkmm árum. Ef til vill er ástæðan sú að hún er tvífráskilin, frökk og yfirlýsingaglöð. Hræsnisfullir tíkarsynir Skoðum tvö skemmtileg dæmi um groddaralega yfirlýsingagleði þessa kven- skörungs sem á stundum hefur verið líkt við jámfrúna, Möggu Thatcher. Campell for- dæmdi harkalega þá sem lítinn eða engan áhuga hafa á stjómmálum og kallaði þá sem grobba sig á því að hafa aldrei tilheyrt nein- um ákveðnum stjómmálaflokki, Jirœsnis- fulla tíkarsyni". Hún fór einnig á stefnumót með 33 ára gömlum kántrýsöngvara og hreykti sig af því sjónvarpi. Hún sagði áhorfendum við það tækifæri að „undir töffaralega, siðfág- aða og hrokafulla yfirborðinu slær hjarta dansmeyjar frá Texas". Vesalings kántrý- söngvarinn hefur hvorki heyrt hana né séð síðan þetta var. Það er erfitt fyrir Kanadabúa að sætta sig við íhaldsleiðtoga sem getur átt það til að daðra við suma karlemnn og rífa kjaft við aðra... Kvíðafullir íhaldsmenn Kosningar hafa sýnt að Fijálslyndi flokk- urinn myndi eiga litla möguleika á sigri í komandi kosningum ef umhverfisráðherr- ann sem beið lægri hlut í formannskosning- unum fyrir Campell hefði unnið hana. Með Campell við stjómvölinn hjá fhaldinu eiga þeir hins vegar mikla möguleika. Er nema von að kanadískir íhaldsmenn kvíði kosn- inganna í nóvember? sth / Byggt á TIME og NEWSWEEK Þetta byrjaði allt saman í Tac- oma í Washington þegar öldruð hjón tilkynntu til iögreglunnar að þau hefðu fundið sprautunál í dós af Diet Pepsi. Degi síðar lét önnur kona vita af samskonar tilviki. Fyrri partinn í síðustu viku hafði Pepsi-faraldurinn farið eins og eldur í sinu um öll , Bandaríkin. Kvartanir bárust lögregluyfirvöldum í að minnsta kosti 20 fylkjum. Ein kona gekk jafnvel svo langt að segja hún hefði fundið tvær sprautunálar í einni og sömu Pepsi-dósinni. Nú geta Pepsi-unnendur andað léttar. Skömmu fyrir síðustu helgi gáfu banda- rísk alríkisyfirvöld út yfirlýsingu um að rannsókn þeirra á málinu væri á lokastigi. Öll sönnunargögn bentu í þá áttina að þarna væri meiriháttar gabb á ferðinni. Þeir sem hefðu tilkynnt um sprautunálar í Pepsi-dósum vom nefnilega einungis að herma eftir uppmnalega gabbinu. Að minnsta kosti tólf manns hafa verið hafa verið handteknir vegna málsins og allt gos þykir nú farið úr Miklu Pepsi- hrœðslunni. Pepsi-unnendur geta nú andað léttar: / Ijós hefur komið að „Pepsi-faraldurinn“, þar sem jjöldi fólks tilkynnti um sprautunáíafuiul í Pepsi-dósum, hafi verið uppspunifrá rótum. Rolls Royce og Bentley verða seldir í Moskvu Rússneski meðaljóninn hefur um tuttugu þúsund krónur í laun á mánuði. Verðið á einu stykki afRolls Royce eða Bentley er um það bil ellefu og hálfmilljón króna. Ljóst er að þetta verður ekki drifkrafturinn á bak við frjáis markaðsviðskipti í Rússlandi en tilkoma Rolls Royce- og Bentley- bifreiða mun sannarlega bæta lit í hið svart/hvíta lit- róf bifreiðaviðskipta í Moskvu. Rolls Royce áætlar að opna fyrsta bif- reiðaumboð sitt í Rúss- landi í næsta mánuði. Um- boðið verður staðsett steinsnar frá múrum Kremlin. „Það er afar gleðilegt fyrir okkur að geta gert rússnesku þjóðinni kleift að Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tiiboðum í viðhald á íþróttahúsi Réttar- holtsskóla. Helstu magntölur eru: Klæðning útveggja með loftræstri plötuklæðningu 82 m2 Dúklagning steinþaks með asfaltdúk 162 m2 Endursteypa þakkanta 6 m2 Viðgerðir á ryðguðum járnum 25 m Verktími: 15. júlí-30. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. júlí 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 nálgast bestu bifreiðai- í heimi," segir Peter Terian, einn af þeim sem tóku sig saman að koma viðskiptunum í kring. Rússneski meðaljóninn hefur um tutt- ugu þúsund krónur í laun á mánuði en verðið á einu stykki af Rolls Royce eða Bentley er um það bil ellefu og hálf millj- ón króna. Rolls Royce í Moskvu býst við að selja í kringum tvær tylftir bifreiða á ári hverju til .jiokkurra útvalinna". Rolls Royce-bifreiðaumboðið: Opnun um- boðsins í Moskvu tilkynnt með glcesibrag við Bolshoi-ballettinn. Viðeigandi...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.