Alþýðublaðið - 01.07.1993, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagur 1. júlí 1993 5 Þetta stórhýsi reistu Samtök aldraðra við Aflagranda. Samtök aldraðra eiga aðild að Þaki yfír höfuðið sem telja í allt milli 30 og 40 þúsund félags menn. Hin hljóðláta bylt- ing er í hættu - segir Reynir Ingibjartsson í Búseta um stórfelldan niðurskurð á framlögum til félagslegra íbúða. Félagar á bak við samtökin Þak yfir höfuðið eru milli 30 og 40 þúsund en aðeins hafafengist lánfyrir um 30 íbúðum á þessu ári. Reynir: „ Treystum á Jóhönnu sem unnið hefur stórvirki í húsnæðismálum “ Reynir Ingibjartsson: Árið 1990 fékk Búseti lán til byggingar 70 íbúða - en aðeins hafa fengist fímm það sem af cr þessu ári. „Við höfum auðvitað áhyggj- ur þegar ráðherra í ríkis- stjórninni kemur fram í sjón- varpi og segir eðlilegt að skera niður í húsnæðismál- um; og að sá niðurskurður eigi fyrst og fremst að koma niður á félagslega kerfinu,11 segir Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búseta- landssambands og talsmað- ur samtakanna Þak yfir höf- uðið. Félagasamtökin Þak yfir höfuðið hafa mótmælt eindregið ákvörðun nýkjör- innar húsnæðismálastjórnar um að einskorða úthlutun byggingalána nær eingöngu við sveitarfélög. Aðild að fé- lagasamtökunum Þak yfir höfuðið eiga meðal annars Þroskahjálp, Öryrkjabanda- lagið, Búseti, Byggingafélag námsmanna, Samtök aldr- aðra og Félagsstofnun stúd- enta. Nýlega var 300 hús- næðislánum úthlutað - en samanlagt fengu þessi félög aðeins lán til byggingar tæplega 30 íbúða. Reynir Ingibjartsson segir að margir ótt- ist stefnubreytingu í kjölfar þess að ný hús- næðismálastjóm tók við. Og í yfirlýsingu frá Þaki yfir höfuðið segjast félögin hafa „rökstuddan gmn um að vikið hafi verið frá hugmyndunt fráfarandi stjómar.“ „Hreppapólitísk viðhorf,‘ í yfiríýsingunni er nýja stjómin ennfrem- ur lýst að fullu ábyrg fyrir þessari „furðu- legu úthlutun. Ljóst er að brotthvarf fúlltrúa launþega og atvinnurekenda úr stjóminni hefur haft neikvæð áhrif á störf hennar, og úthlutun stjómast nú meira en áður af pólit- ískum hagsmunum, ekki síst hreppapólit- ískum enda sveitastjómarkosningar á næsta ári.“ Skorað á Jóhönnu Húsnæðismálastjóm hefur 500 lán til ráðstöfunar á þessu ári. 300 var úthlutað um daginn og því em 200 ennþá eftir. „Við væntum þess að sanngimi verði gætt við þá úthlutun," segir Reynir Ingi- bjartsson. „Við vonum að Jóhanna Sigurð- ardóttir nýti þau áhrif sem hún fékk í kjölfar þess að lögum um Húsnæðisstofnun var breytt á þann veg að stofnunin heyrir nú beint undir félagsmálaráðherra.“ Reynir segir að húsnæðismálastjóm skelli skuldinni að nokkm leyti á lífeyris- sjóðina. „Forráðamenn sjóðanna hafa vissulega dregið lappimar þegar kemur að kaupum á skuldabréfum frá Húsnæðis- stofnun. Við viljum ekki trúa því að lífeyr- issjóðimir láti um sig spyrjast að það drag- ist svo mánuðum skiptir að fólk geti eignast húsnæði. Framkvæmdir við byggingar frestast auðvitað að sama skapi, og það em vond tíðindi einsog ástand atvinnumála er.“ Reynir segir að þeim 200 lánunt sem eft- ir em hefði að öllu jöfnu átt að úthluta síð- Þessi bygging á Hvaleyrarholti var reist af Búseta. Félagslega íbúðakerfið hentar þeim sem ekki uppfylla kröfur Húsnæðisstofnunar og sveitarfélaga um greiðslumat. astliðinn vetur. „Seinagangurinn getur þýtt að framkvæmdir við byggingar hefjist ekki fyrren 1994. Þannig getur liðið meira en ár frá því sótt er um lán, þartil framkvæmdir hefjast. Það er mikil afturför." Hin hljóðláta bylting Um 1700 lánsumsóknir bámst Húsnæð- ismálastofnun fyrir þetta ár. Um 40% af þeim vom frá félagasamtökunum í Þaki yf- ir höfuðið. I fyrra fengu aðrir aðilar en sveitarfélög um 30% þeirra lána sem var út- hlutað, að sögn Reynis, en nú hefur hlut- deild þeirra semsagt hrapað niður í 10%. „Við treystum ekki síst á Jóhönnu Sig- urðardóttur í þessu máli,“ segir Reynir. „Við höfum átt mjög gott samstarf við hana. Jóhanna hefur unnið stórvirki f því að breyta og efla húsnæðiskerfið. Ekki síst hefur hún átt fmmkvæði að því að gefa fé- lagasamtökum tækifæri til að byggja og reka húsnæði. Þetta hefur verið hin hljóð- láta bylting húsnæðismálanna. En að feng- inni reynslu óttumst við að nú verði skorið niður. Þannig hafa framlög verið skorin verulega niður síðan 1990 til Búseta.“ Árið 1990 fékk Búseti lán fyrir 70 íbúð- um en aðeins 25 á síðasta ári. Það sem af er þessu ári hefur Búseti síðan einungis fengið lán til fimm íbúða. „Þetta gerist á sama tíma og félagsmönn- um Búseta fjölgar stöðugt. Nú em hátt í sex þúsund félagsmenn f Búseta á höfuðborgar- svæðinu," segir Reynir. Niðurskurður húsnæðismálastjómar á lánum til Búseta er félaginu afdrifaríkur enda hefur það ekki úr öðm tjármagni að spila. Nú em framkvæmdir í gangi á nokkr- um stöðuin en þeim lýkur öllum næsta vet- ur. Við höfum leyst vandann En hverjir em kostimir við það að félaga- samtök standi í íbúðabyggingum? „Félagasamtökin leysa húsnæðismál þeirra sem ekki geta notfært sér húsbréfa- kerfið vegna þess að þeir uppfylla ekki kröfur um greiðslugetu. Greiðslumat sveit- arfélaganna er með sama hætti og þess- vegna em stórir hópar sem ekki eiga í önn- ur hús að venda en til byggingafélaga. Við höfum getað leyst vanda þessa fólks. En samtök okkar em í raun þverskurður þjóð- arinnar enda em félagar milli 30 og 40 þús- und. Eg get nefnt sem dæmi um áform okk- ar að við emm með heilt íbúðarhverfi á teikniborðinu; hið svokallaða Kirkjutún við Borgartún og Sigtún. Þar er gert ráð fýrir að minnsta kosti 400 íbúðum.“ Reynir segir brýnt að ekki dragist úr hömlu að úthluta þeim 200 lánum sem enn em eftir. Menn hafi hinsvegar miklar áhyggjur af ummælum Halldórs Blöndals samgöngu- og landbúnaðarráðherra í sjón- varpi nýverið þarsem hann nefndi að spara mætti ríkisútgjöld með því að draga úr fjár- magni til félagslegra íbúðabygginga. Þessi viðhorf em tímaskekkja að mati Reynis, enda hefur félagslega kerfið sannað kosti sína. Miklu frekai' sé brýnt að félaga- samtökum sé tryggð ákveðin hlutdeild í lánveitingum Húsnæðisstofnunar. „Við höfum áhyggjur í Ijósi þess að við vomm nær alveg sniðgengin við síðustu út- hlutun sem var algerlega óviðunandi fyrir okkar samtök. Við teljum brýnt að allir að- ilar hafi tryggingar fyrir fjármagni svo fremi að þörfin sé til staðar. Eg er hreinlega þeirrar skoðunar að setja þurfi kvóta til að tryggja lán til félagslegra íbúða. Þörfin er svo sannarlega til staðar; það er einfaldlega staðreynd að eftirspumin eykst stöðugt.“ Hús Öryrkjabandalagsins við Sléttuveg. Á síðasta ári voru 30% lánveitinga Húsnæðisstofnunar til félagslegra íbúðabygginga. Það sem af er árinu er hlutdeild þeirra aðeins 10%. Búseti á Ncskaupstað byggði þessi hús. Alls eru fjórtán Búsetafélög starfandi á landinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.