Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 4
4 Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna Fimmtudagur 8. júlí 1993 Stórlcostlegir gæðingar Hryssingslegir veðurguðir breyttu um skap á sunnudeginum Sextán hestamannafélög af Norð- urlandi stóðu fyrir fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna dagana 30. júní til 4. júlí. Hápunktur móts- ins var þó síðasti dagurinn, þegar skýin tylltu sér aðeins á topp skagfirskra fjalla og veðrið lék við menn og gæðinga. I ávarpi sínu til mótsgesta sagði formaður framkvæmdastjómar Gísli Sverrir Hall- dórsson m.a.: „Mikil spenna og eftirvænt- ing svffur yfir vötnunum, ekki síst þegar haft er í huga að heil sex ár eru liðin síðan síðast var haldið Fjórðungsmót á Norður- landi. Miklar framfarir, bæði á sviði rækt- unar, þjálfunar og sýninga á hrossum, hafa orðið á þessu tímabili, dómar harðna, krötur hæðin óvenju mikil. Fætur eru snoðnir, oft kjúkulangir og ekki sterklegir, réttleiki er sæmilega góður og hófar frábærir. Af- kvæmi eru fjölmörg, töltið er rúmt, brokk í meðallagi en vekurð prýðileg. Þau stökkva vel, eru flugviljug og þjál, bera sig mjög vel en fótburðurinn misjafn. Kjarval er gæð- ingafaðir og hlýtur l v verðlaun fyrir af- kvæmi og fyrsta sætið. I ljósi stigafjölda að- aleinkunnar og íjölda afkvæma er Kjarval alveg við heiðursverðlaun. Otur hlaut I32 stig, en Snældu - Blesi 129. Hryssur með afkvæmum Ein hryssa fékk heiðursverðlaun, Vaka 5214 frá Asi I. Dómsorð: Afkvæmi Vöku eru mjög stór og háreist. Fríðleiki er lítill, þau em falleg yftr bak og lend með þrekin Eyjólfur ísólfsson stcfndi á þriðja sætið í B - ilokkskcppninni, cn þcgar yfirfcrðartöltið var eitt eftir spýtti sá skjótti skeifu undan sér. Eyjólfur vildi ekki ríða yfirfcrð járnalaus og hætti keppni. Hreppti áttunda sætið. Hún Freyja í Votmúla átti ekki crfitt með flugskeiðið á gæðing sínum í kynbótasýningunni. Bikararnir í kynbótasýningunni voru ekki af verri endanum, enda myndarlegir menn sem veittu þá. og jafnan bol. Fætur og hófar eru um með- allag en réttleikinn er misjafn. Afkvæmin tölta vel, em flugvökur, viljahá og fara mjög vel í reið. Vaka gefur þokkalega byggingu, en ótvíræða gæðingskosti og hlýtur heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi. I. verðlaun fyrir afkvæmi hlutu hryssum- ar Flugsvinn 5704 frá Dalvík, Kvika 4829 frá Rangá, Perla 4249 frá Gili og Bjóla 3655 frá Stóra Hofi. Einstakir stóðhestar og hryssur Efstur stóðhesta í 6 vetra flokknum og eldri var Safír frá Viðvík, einkunn 8,24, í 5 v. flokknum var Gustur frá Gmnd efstur, eink. 8,24 og 4 v. flokknum Þyrill frá Aðal- bóli með 7,88. Efsta hryssan í 6 v. flokknum var Kolskör frá Gunnarsholti, einkunn 8,39 og í 5 v. flokknum Tinna frá Bringu, einkunn 8,01. í 4 v. flokknum var Náma frá Miðsitju hæst eink. 7,91. Gæðingar - kappreiðar I A - flokki gæðinga sigraði Hrafntinna og Baldvin Ari Guðlaugsson, eink. 8,73. í B - flokknum sigraði Þyrill og Vignir Sig- geirsson, eink. 8,59. I tölti sigraði Sigur- bjöm Bárðarson og Oddur með 98,30 stig og í gæðingaíþróttum sigraði Einar Öder Magnússon og Oddur. í unglingaflokknum sigraði Ragnar Skúlason á Punkti og í bamaflokknum sigraði Ninna M. Þórarins- dóttir á Prúði. 1 150 m skeiði sigraði Börkur og Andrés Kristinsson á 14,64 sek og 250 m skeiðið rann hraðast Eitill og Bragi Asgeirsson á 22, 75 sek. Hryssan Flugsvinn stóð efst 1. verðlauna hryssa fyrir afkvæmi, eigandi Jóhann Þ. Friðgeirs- son, sem hcr situr Hlekk sinn undan Flugsvinn, en dóttir Jóhanns, Sonja Sif heldur í Flugs- vinn, sem á sér lítið folald. allar aukast og um leið væntingar til þeirra hrossa og sýnenda sem á Fjórðungsmót komast . Vonandi sjást þess augljós merki hér þessa daga að við Norðlendingar emm, eins og áður í framför. Hestamennska og hrossarækt em hin síð- ari ár ört vaxandi atvinnugrein, sem skiptir vemlegu máli, þegar þrengir að, ekki síst í landbúnaði. Utflutningur hrossa hefur aldrei verið meirí en í ár, erlendir aðdáend- uríslenska hestsins væntanlega aldrei fleiri. Miklir fjármunir em í húfi og því skiptir máli hvemig sýningin tekst og dómurinn hljóðar. Kommumar geta verið dýrar“. Það var því greinilega mikið í itúfi að vel tækist til með jretta mót enda sóttu á fjórða þúsund gesta mótið. Veðurguðimir vom vægast sagt erfiðir framanaf, slagveðurs- rigning og kuldi, en á sunnudaginn, síðasta dag mótsins birti upp og hlýnaði. Stóðhestar með afkvæmum A mótum sem þessunt em dregnar lín- umar fýrir framtíð hrossaræktunar í hérað- inu. Ráðunautar Búnaðarfélags Islands heimsækja fjölda ræktenda, mæla hross og dæma fyrir byggingu og hæfileika. Þeir hæstu komast á mótið og á sýningar. Þeir verða eftirsóttir til ræktunar og því mótast hross landsmanna smám saman af Jressu starfi. Á mótinu vom sýndir þrír stóðhestar með afkvæmum. Kjarval 1025 frá Sauðárkróki, Otur 82151001 ffá Sauðárkróki og Snældu - Blesi 985 frá Árgerði. Hlutu þeir allir fyrstu verðlaun og stóð Kjarval efstur með 138 stig. Dómsorð um Kjarval em: Afkvæmi Kjarvals em stór og svipgóð, en með gróft höfuð og tæpa eymastöðu. Þau era fremur reist með úrvals herðar, beint bak og þokka- lega lend. Bolurinn er fremur stuttur en loft- HEIMSLEIKARISLENSKA HESTSINSIHOLLANDI Vikuferð 16. — 23. ágúst Innifaliö f verði: Flug, gisting í tvfbýli á hótel Park Lake, glænýju hóteli f Amsterdam, akstur til og frá flugvelli, flugvallarskattur og forfjallagjald. Nánari upplýsingar á söluskrifstofum og umboðsmönnum Úrvals Útsýnar um allt land. 4 4 URVAL • UTSYN / Mjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 í Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um land allt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.