Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 8. júlí 1993 MPYDUBim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 110 Nauðganir og sjálfs- virðing samfélagsins >» A mánudaginn skýrði DV frá því inni í miðri frétt á blaðsíðu tvö að „eitthvað hefði verið um nauðganir“ á útihátíðinni í Þjórsár- dal. ÖIlu fréttnæmara var það nú ekki, að mati DV. Hinsvegar var slæm umgengni ungmenna tíunduð í löngu máli og myndum. Morgunblaðið, blað allra landsmanna, sá í gær ástæðu til að skrifa harðorða forystugrein um „útihátíðir og sjálfsvirðingu ungs fólks“. Morgunblaðinu fannst það heldur engar sérstakar fréttir þótt mörgum stúlkum hefði verið nauðgað í Þjórsárdal um helgina. Morgunblaðið var að kvarta undan rusli í Hallslaut í Þjórsárdal. Alþýðublaðið sagði frá því á þriðjudaginn að fímm ungar stúlk- ur hefðu leitað til starfsmanna Stígamóta í Þjórsárdal. Þeim hafði verið nauðgað. Starfsmaður Stígamóta sagði í samtali við Al- þýðublaðið að þessi tilvik hefðu „aðeins verið hluti af þeim nauðgunum sem áttu sér stað.“ Jafnframt sagði starfsmaðurinn að allt benti til þess að ofbeldismennimir þyrftu aldrei að svara til saka fyrir glæpi sína. Stúlkumar kæra í flestum tilvikum ekki. Nauðgun er ömurlegur glæpur, og það er eitthvað að í því mann- félagi þarsem fómarlömbin treysta sér ekki til þess að leggja fram kæm. Meðferð lögreglu á fómarlömbum nauðgana sætti lengi ámæli og sannarlega ekki að ástæðulausu. í kjölfar baráttu Stíga- móta og fleiri aðila hefur orðið breyting til batnaðar enda hjálpa starfsmenn Stígamóta stúlkunum í gegnum yfirheyrslur og máls- meðferð. Dómskerfið hefur tekið á glæpamönnunum af ótrúlegri linkind. Dæmi em um að nauðgarar fái einungis skilorðsbundna dóma, og flestir virðast sleppa mjög létt. Allt samræmi hefur vantað af hálfu dómskerfisins í meðferð þessara mála, og örsjaldan er hörðustu viðurlögum beitt. Þetta verður að breytast. Ella er dómsvaldið að lýsa því yfir að nauðganir séu smámál, þær séu vart refsiverðar. Fleira þarf til þess að breyta hugarfari fólks. Meðal annars þarf að efla til muna fræðslu í skólum og meðal almennings um eðli nauðgana og afleiðingar. Sumir þolendur kynferðislegs ofbeldis ná sér aldrei. Hertir dóm- ar yfir kynferðisafbrotamönnum breyta ekki þeirri staðreynd en hafa hinsvegar fyrirbyggjandi áhrif. Ofbeldismennimir eiga að fá makleg málagjöld. Það segir sína sögu að helsta fréttaefnið úr Þjórsárdal skuli vera um slæma umgengni ungmenna. Raunar er mjög málum blandið hvort við unglingana er að sakast í þeim efnum. Mótshaldarar virðast hafa kastað höndunum til undirbúnings og gæslu, og ein- ungis reknir áfram af gróðavon. Tal hins virðulega Morgunblaðs um „útihátíðir og sjálfsvirðingu ungs fólks“ er í senn broslegt og raunalegt. Ungt fólk nú um stundir umgengst náttúru Islands alveg áreiðanlega ekki af meira virðingarleysi en eldri kynslóðir Islendinga. Það er engin ný bóla að kvartað sé yfir umgengni ungs fólks. Leiðarahöfundi Morgun- blaðsins er nóg að fletta blaði sínu fáeina áratugi aftur í tímann til þess að sjá álíka nöldur útaf þeim kynslóðum sem nú hneykslast á unga fólkinu. Það er í hæsta máta raunalegt þegar menn líta svo á, að msl í Hallslaut í Þjórsárdal sé alvarlegra mál og stærri frétt en að ung- um stúlkum hafi verið nauðgað - og að ofbeldismennimir sleppi. Morgunblaðið þarf tæpast að hafa áhyggjur af sjálfsvirðingu ungs fólks. Hinsvegar er full ástæða til að hafa áhyggjur af sjálfs- virðingu þess samfélags sem lætur ömurlega kynferðisglæpi við- gangast án þess að aðhafast nokkuð. Onnur sjónarmíð. . . Þögn fjölmiðla um SVR Hrannar Bjöm Arnarson skrifar snarpa ádeilu í Moggann í gær. Þar fá sjálfstæðismenn í Reykjavík á baukinn, semog fjöl- rniðlar: „Samuygging, einkavinavæðing og annað andfélagslegt athæfi valdaklrka hefur því miður ekki lát- ið valdameðferð Sjálfstæðisflokks- ins ósnortna. Og dæmin hrannast upp. Nú er það svo að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur m.a. ægisterk tök í fjölmiðlaheimi landsins og það er ekki útlit fyrir að það muni breytast á næstunni. Aðhaldið sem flokkur- inn fær frá fjölmiðlum er því algeru lágmarki. Hrannar Bjöm Amarson: Mynda þarf öflugan valkost í Rcykjavík fyrir borgarstjómarkosningamar við hinn þreytta og spillta Sjálfstæðisflokk. Dæmi um mál sem hinir stóru fjölmiðlar treysta sér ekki til að taka faglega á eru þau áform meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að einkavæðing SVR. Örfáir stjóm- málamenn og hugrakkir starfsmenn fyrirtækisins ásamt forystumönn- um úr samtökum þeirra hafa einir reynt að varpa Ijósi á það sem er að gerast. Fjölmiðlamir hafa ekki fylgt málinu eftir, ekki farið ofan í gögn sem fram hafa komið í málinu og ekki krafið fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins svara við þeim fjölmörgu áleitnu spumingum sem málið hef- ur vakið.“ Sjálfstaeðisflokkinn í endurhæfingu! Hrannar Björn tekur Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík ær- lega í bakaríið og líkir honum jafnvel við gerspillta bófaflokka japanskra og ítalskra stjórn- málamanna: „Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn svo valdalúinn að hann hefur ekki einu sinni næga dómgreind til að forðast auðsæja spillingarpytti eins og hér um ræðir. Flokkurinn verður fómarlamb eigin lögmála, lögmála um langvarandi völd og spillingu. Systurflokkar Sjálfstæðisflokksins, valdaflokkamir í Japan og á Itali'u, hafa bmgðist við því með að leggja sjálfa sig niður. Það kann að vera ráð fyrir íslenska flokkinn líka. Samt sem áður leyfi ég mér að efast um viðbragðsflýti sjálfstæðis- manna í þeim efnum. Borgarstjóm- arkosningar eru nú í nánd og miklu skiptir að einstaklingar, flokkar og samtök myndi öflugan valkost gegn hinum þreytta og einráða Sjálfstæð- isflokki og sameinist um að senda Sjálfstæðisflokkinn í siðferðilega endurhæfingu.“ Veislan stóð stutt Ellert B. Schram ritar forystu- grein DV í gær og gerir bóka- skattinn að umtalsefni: „Frá og með síðustu mánaðamót- um hefúr virðisaukaskattur verið lagður á blöð, bækur, útvarp og sjónvarp. Fjölmiðlar hafa af þessu tilefni þurft að hækka útsöluverð og áskriftir sem nemur 14% af virðis- aukaskatti. Eitt er víst að þessi skattlagning mun ekki auðvelda ýmsum minni dagblöðum að halda útgáfu sinni áfram og þó hefur sífellt verið hamrað á því að vemda skuli tján- ingarfrelsið og skoðanaskiptin í þjóðfélaginu. Það hefur rækilega sannast í seinni í seinni tíð að opin umræða og lýðræðislegt aðhald em undir því komin að fjölmiðlun sé sterk og fjölbreytt. Með auknum opinbemm gjöldum er þrengt að skoðanafrelsinu. Fjölmiðlum mun fækka og umsvif þeirra minnka. Val neytenda mun þrengjast og með því verður skoðanamótunin einhæfari. Hitt er ekki síður alvarlegt um- hugsunarefni að ríkisvaldið skuli sjá sig knúið til að leggja virðis- aukaskatt á bókaútgáfu. Það var lengi baráttumál rithöfunda og menntamanna að fella niður sölu- skatt af bókum og reyndar annarri menningarstarfsemi og svo fór fyrir tveim árum, þegar söluskatti var breytt í virðisauka, að þessi skatt- lagning var felld niður. Kom það í kjölfar viljayfirlýsinga frá stjóm- málaflokkum og Alþingi og mæltist vel fyrir. Afnám bókaskattsins stóð samt Ellert B. Schram: Það cr eins og skattlagning komi að ofan, það er eins og stjómmálamennimir haldi að þeir séu verkfæri kerfisins en ekki iifugt- ekki lengi og nú hefur virðisauka- skatturinn verið lagður á bókaút- gáfu á nýjan leik. Veislan stóð stutt.“ Vondur skattur Niðurlagsorð Ellerts eru á þessa leið: „Stjómvöld bera það fyrir sig að undanþágur séu of margar og þeim beri að fækka við skattlagningu hverskonar. Skýringin á virðis- aukaskatlinum er sögð sú að kerfið leyfi ekki undanþágur. Það er eins og skattlagning komi að ofan, það er einsog stjómmálamennimir haldi að þeir séu verkfæri kerfisins en ekki öfugt. Vitaskuld er það á valdi stjóm- málamanna og ráðamanna að ákveða hvað skuli skattlagt og hvað ekki. Til þess emm við að velja og kjósa menn og flokka að þeir hafa skoðanir og vilja fylgja þeim eftir. Menn fá pólitísk völd til að taka pólitískar ákvarðanir. Núverandi ráðamönnum er í lófa lagið að ákveða að bækur og raunar fjöl- miðlar skuli undanþegin virðis- aukaskatti, af þeirri einföldu ástæðu að til þess liggja veigamikil rök sem þeir hafa áður fallist á. Bókaskatturinn er vondur skatt- ur.“ SPENNANDIVETTVANGUR - segir Birgir Hermannsson, sem verður aðstoðarmaður umhverfisráðherra BIRGIfí HEfí- MANNSSON, 29 ára stjórnmálafræðingur, var í gær ráðinn að- stoðarmaður um- hverfisráðherra, Össurar Skarphéð- inssonar. „Þetta er spennandi vett- vangur“, sagði Birgir Her- mannsson í gær. „Ég er að vísu ekki sérfræðingur í um- hverfismálum og er frekar pólitískur ráðgjafi ráðherra. En ég lít á umhverfismálin sem framtíðarmálefni, sem skipta þjóðina miklu. Ég mun reyna eftir megni að láta gott af inér leiða í þessu nýja starfi“, sagði Birgir í gær. Birgir er stúdent frá Fjöl- BIRGIR HERMANNSSON - aðstodarmaður Ossurar í umhverfisráðu- neyti. brautaskóla Vesturlands og stundaði nám í stjómmála- fræði og heimspeki við Há- skóla íslands 1984 til 1988, og síðan í stjómmálafræði frá 1988 til 1993 við New School for Social Research í New York. Birgir hefur verið stunda- kennari við félagsvísinda- deild og viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla fslands auk þess að kenna við sinn gamla skóla á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir stund- að rannsóknir við Háskólann á vegum Stefáns Olafssonar prófessors. Birgir er í sam- búð og á eins og hálfs árs gamalt bam. Hann hefur störf í umhverfisráðuneytinu um næstu mánaðamót.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.