Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 7
7 Fimmtudagur 8. júlí 1993 ERLEND MALEFNI Imbecile.Shh Salman Rushdie í sunnudagsútgáfu THE OBSERVER um harmleikinn í Tyrklandi síðastliðinn föstudag PEÐIAROÐURSTAFLI Eftirleikur uppþotanna og hótelbrunans í Tyrklandi er kostuðu að minnsta kosti 40 manns lífið: Rithöfundurinn sem skrifaði Söngvar Satans fordœmir herskáa efahyggjumenn og trúarofstœkismenn fyrir að misnota verk sitt svo það þjóni tilgangi og málstað þeirra. EG HITTI rithöfundinn og blaðamanninn Aziz Nes- in í fyrsta skipti árið 1986. Það var þegar ég tók þátt í mótmælum sem skipulögð voru af breskum rithöfundum vegna ákvörðunar tyrk- neskra yfirvalda um að gera vegaþréf Nesin upptækt. Ég vona svo sannarlega að herra Nesin minnist míns litla framlags í hans þágu, því upp á síðkastið hefur hann alls ekki gert mér neina greiða. Herra Nes- in er nú aðalritstjóri tyrk- neska dagblaðsins Ayd- inlik og er víst einnig út- gefandi af einhverju tagi. Nýlega hafði hann sam- band við umboðsmenn mína og bað um réttinn til þess að fá að gefa út tyrknesku útgáfuna af Söngvum Satans í bók- arformi. Ég man eftir að hafa sagt við umboðs- mennina: „Hefur hann einhverja hugmynd um hvað hann er að gera?“ Svívirðilegur þjófnaður Aður en mér og umboðsmönnum mínum hafði gefist tækifæri til að þróa viðræður við Nesin eitthvað ífekar þá tilkynnti dagblað hans, Aydinlik, að það hyggðist birta röð af köflum úr Söngvum Satans. Hið yfirlýsta markmið þessarar gjörðar átti að vera „að hvetja til umræðu". Þessir bókarkaflar birtust síðan á nokkurra vikna tímabili í blaðinu með íyrirsögninni „Salman Rushdie — hugsuður eða sýndar- menni?“. Hvorki herra Nesin eða dagblað hans leituðu eftir leyfi mínu til að birta þessa kafla úr bókinni. Þessir menn ræddu ekki heldur við mig um hvaða kafla skyldi birta. Hvað þá að þeir hafi beðið um staðfest- ingu mína á gæðum eða nákvæmni þýðingarinnar. Ég sá aldrei textann sem birtur var. Birting þessara kafla var sví- virðilegur þjófnaður á verkum mín- um. Peð í áróðurstafli Allt ffá árinu 1989 hafa íranskir bókstafstrúarmenn og íslamskir of- stækismenn um allan heim verið að vitna til og endurbirta samhengis- lausa hluta úr Söngvum Satans. Þetta hafa þeir síðan notað sem áróðursvopn í stórfelldu stríði sínu gegn ffamsæknum hugmyndum, efahyggjumönnum í trúmálum og nútímalegum viðhorfum. I þessu stríði er „Rushdie-málið“ svokallaða aðeins smáskærur. Ég fylltist skelfingu þegar ég ffétti að þessir efahyggjumenn í trú- málum og andstæðingar bókstafs- trúar, eins og þeir kalla sjálfa sig, væru að nota verk mitt í nákvæm- lega sama tilgangi og andstæðingar þeirra, þrátt fyrir að pólitfkin sem að baki býr sé önnur. Enn og aftur var ég notaður sem peð í áróðurstafli annarra. Svara kraflst Ég bað umboðsmenn mín um að skrifa herra Nesin og krefjast svara við nokkrum spumingum: Af- hverju stal dagblað hans verki mínu? Hvaða ástæður hafði hann fyrir því að vilja gefa bók mína út til að byija með? Svo tekið sé lítið dæmi, hafði hann áhuga á verkum mfnum sem rithöfunds? Líkaði honum til að mynda við bók mína Söngvar Satans? Hvemig hugðist hann taka á því smávægilega vandamáli að þessi bók mín er bönnuð í landi hans? Ef það er rétt sem hann fullyrðir, að hann hafi barist fyrir réttindum rithöfunda ár- um saman, myndi hann þá vera reiðubúinn til að mótmæla augljós- um brotum dagblaðsins Aydinlik á þessum sömu réttindum rithöfund- anna? Eftir langa þögn vom viðbrögð Nesin á þá leið að hann birti bréf mitt í Aydinlik og lét fýlgja með svar sitt. Glæpnum afneitað Þetta svar hans hlýtur að teljast einn illkvittnasti, ósannasti og, hversu mótsagnakennt sem það kann að virðast, opinskáasti texti sem ég hef nokkum tímann lesið. Nasir las mér og umboðsmönn- um mínum pistilinn fyrir að dirfast að spyija um ástæðumar fyrir gerð- um hans (ég minnist hans frá 1986 sem aldraðs heiðursmanns sem virtist uppfullur af sjálfsánægju) og tilkynnti okkur það síðan að honum væri nákvæmlega sama um erfiða aðstöðu mína: „Hvað kemur mér málstaður Sal- man Rushdie við?“ Hann sakaði mig í þessum texta um heigulsskap og byggði það á þeirri skoðun sinni að ég hefði brugðist því hlutverki að verja bók mína. Ég hefði nefnilega gerst „lið- hlaupi" og flúið frá öllu saman. Þessar ásakanir herra Nesin er ein- falt að hrekja ef menn hafa fyrir því að skoða feril minn. Nesin sagði einnig að honum þætti auk þess ekki mikið til bókar- innar koma; og hann hefði aðeins beðið um leyfi til að gefa út Söngva Satans til að sýna kurteisi. Ef við neituðum þá „mun ég neyðast til að gefa hana út án þíns leyfis... Þú getur stefnt okkur fyrir dómstóla ef þú vilt.“ Hvað varðaði birtingu Aydinlik þá fullyrti hann að þrátt fyrir að vera aðalritstjóri „þá er ég ekki maðurinn sem birti þessa kafla.“ Annar- les mark- mið Það er alveg stór- furðulegt að ritstjóri dagblaðs sem rang- lega ásak- ar kollega sinn um að neita standa við og vetja verk sitt, skuli í sömu and- rá neita að t a k a ábyrgð á h 1 u t u m sem birt- ast í blaði hans. Og það er jafnvel enn furðu- legra að útgefandi skuli vera þess óðfús að gefa út bók sem honum þykir ekki mikið til koma; bók sem er eftir rithöfund sem útgef- a n d i n n fyrirlítur þar að auki. Þetta ætlar hann að gera án 1 e y f i s , þrátt fýrir mótmæli höfundar- ins og virða þar m e ð landslög í Tyrklandi að vettugi. Hvað í ósköpun- um er hér á seyði? Svarið er einfalt. Herra Aziz Nes- in og fé- lagar hans hugðust nota mig og verk mín sem fallbyssufóður í baráttu þeirra gegn vaxandi trúarofstæki í Tyrklandi. Og það er þama sem ég er í stök- ustu vandræðum. Málið er nefni- lega að ég er líkt og þeir staðfastur efahyggjumaður í trúmálum og hef notað hvert tækifæri undanfarin fimm ár til að beijast gegn út- breiðslu trúarofstækis um víða ver- öld. Eins og þessir menn fyrirlít ég þessa hörmulegu þróun ofstækis- ins. Misnotað áróðursvopn í síðustu viku sá ég mér fært að fara á samkomu Alþjóða Menning- ar-akademíunnar í París. Samtök þessi voru stofnuð af Mitterrand Frakklandsforseta og er stjómað af Nóbelsverðlaunahafanum Elie Wiesel. Meðal þeirra sem þama komu saman vom Wole Soyinka, Um- berto Eco, Cynthia Ozick, hið frá- bæra arabíska ljóðskáld Adonis og frá Tyrklandi kom rithöfundurinn Yashar Kemai. Sem meðlimir þessarar akadem- íu eyddum við lunganum úr degin- um í að mótmæla morðunum sem alsírskir bókstafstrúarmenn frömdu á egypskum efahyggjumönnum í trúmálum. Einnig fordæmdum við morðið á tyrkneska blaðamannin- um sem talið er að írönsk stjómvöld hafi staðið að. Ég hef haft þá trú frá upphafi að hið raunverulega tilefni árásanna á Söngva Satans hafi verið að mis- nota bókina sem áróðursvopn í fyrrgreindu stríði, sem íranskir bókstafstrúarmenn og Islamskir trúarofstækismenn eiga í. En herra Nesin lftur ekki á mig sem einn af bardagamönnunum í þessu stríði. í augum hans er ég og verk mín einungis hentug verkfæri, áróðurs- vopn, fyrir hann til að nota að vild í þessu striði. Ég get varla annað en að komist að þeirri niðurstöðu að herra Nesin og félagar hans hafi gert það sem þeir gerðu (undir yfirskyni hins heilaga réttar til fulls málfrelsis) til að koma af stað þeim ofbeldisfullu árekstrum sem urðu. Þeir vildu troða þessum málefnum í sviðsljós- ið, en hafa gert svo miklu, miklu meira en það. „Rushdie-uppþotin“ Samkvæmt fregnum frá Tyrk- landi er Aziz Nesin á lífi eftir þess- ar óeirðir í Sivas. Otal margir vom ekki svo heppnir, þeir týndu lífinu. Dagblöð um allan heim kalla óeirðimar sem Nesin og félagar komu af stað „Rushdie-uppþotin“. Það er erfitt fyrir mig að konia orð- um að þeirri reiði og djúpu sorg sem heltekur mig á þessari stundu. Hvað sem því líður og hversu mikið sem við fýrirlítum gjörðir Nesin og kumpána hans þá megum við ekki gleyma þvf hvar sökin á þessum hryllilegum morðum ligg- ur. Morð em morð og sökina á glæpnum verður að leggja fýrir fæt- ur glæpamannanna sem að þeim stóðu. Glæpamennimir f þessu tilfelli em vitaskuld trúarofstækismenn- imir; sem ofsóttu samkomu cfa- hyggjusinnaðra rithöfunda; sem kveiktu í hóteli því er þeir dvöldu á og hindmðu síðan slökkvi- og björgunarliðið í að komast á vett- vang; sem héldu eins og allir aðrir ofstækismenn að Guð stæði með þeim við ffamkvæmd illvirkjanna. Ég er alveg gjörsamlega miður mín yfir þessum blóðþyrsta múg sem telur sig vemdaðan af guðlegri forsjá og krefst þess að blóð vantrú- aðra renni. Þannig að þrátt íýrir all- ar þessar misgjörðir þá sendi ég mínar fýllstu samúðar- og sluðn- ingskveðjur til ijölskyldna hinna látnu; til allra þeirra sem beijast gegn trúarofstæki í öllum sínum myndum; jafnvel til allra þeirra sem barist hafa gegn ofstækinu af fyllsta tillitsleysi lýrir málstað mínum; já, jafnvel til herra Aziz Nesin. Siðferðislegar skyldur Mun þessi harmleikur í Tyrk- landi síðastliðinn fóstudag leiða til einhvers góðs? Munu sjö valda- niestu leiðtogarheims (G7), sem nú safnast saman til fundar í Tokyo, axla sínar siðferðislegu byrðar og segja: nú er nóg komið. Munu þeir lýsa því yfir að hryðjuverk sé ekki hægt að líða í neinni mynd og ríki sem slíka iðju stunda; þjálfa, vígbúa og fjármagna hryðjuverkamenn; og benda síðan blóðugum fingrum sínum yfir þver- an heiminn og heimta höfúð sak- lausra manna á fati; verða þessi blóði drifnu ríki og leiðtogar þeirra látin greiða gjaldið fýrir óþverra- verk sín. Þetta eru siðferðislegar skyldur valdamestu leiðtogana, munu þeir axla þær? Hryðjuverk fordæmd Skyldi það verða raunin að hin margumrædda Nýja Heimsskipan verði sigurtákn kaldhæðninnar, við- skipta- einsog-venjulega-stefnunn- ar, nakinnar græðgi og harðsoðins valds? Ég vona svo sannarlega að hver einasti fréttamaður sem fylgist með G7-fundinum muni spyrja leiðtog- ana hvort þeir muni fordæma hina ofstækisfullu morðingja íTyrklandi og „andlega“ leiðtoga og fjármögn- unaraðila þeirra. Þessir ofsa- og bókstafstrúar- menn em ekki aðeins fjandvinir efahyggjumanna í trúmálum og allra Vesturlandabúa: Þeirem einn- ig hatrömmustu fjandvinir Islarns. Stefán Hrafn Hagalín / THE OBSERVER Helsært fnrnarlamb árásar trúarofstækismanna á hótel í bænum Sivas í Tyrk- landi. Á hótelinu höfðu safnast saman efahyggjusinnaðir rithöfundar tii mál- þings. Tugir manna létu lífið og ekki sér fyrir cndann á blóðbaðinu því stríðið heldur áfram. Salman Rushdie: „Allt frá árinu 1989 hafa íranskir bókstafstrúarmenn og íslamskir ofstœkismenn um allan heim verið að vitna til og endurbirta samhengislausa hluta úr Söngvum Satans. Petta hafa þeir síðan notað sem áróðursvopn í stórfelldu striði si'nu gegn framsœknum hugmyndum, efahyggjumönnum í trúmálum og nútímaleg- um viðhorfum.“ Aziz Ncsin: „Það er alveg stórfurðulegt að ritstjóri dagblaðs sem ranglega ásakar kollega sinn um að neita standa við og verja verk sitt, skuli í sömu andrá neita að taka ábyrgð á hlutum sem birtast í blaði hans,“ segir Salman Rushdic um þennan mann sem í raun kom af stað blóðugum ócirðum með því að dagblað hans birti kafla úr Söngvum Satans í óþökk Rushdie.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.