Alþýðublaðið - 13.07.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 13.07.1993, Page 3
Þriðjudagur 13. júlí 1993 3 wÞað verður að hugsa vel um litla manninn" - segir „pólitíski útlaginn “ Albert Guðmundsson sem kemur heim í haust. Framboð til borgarstjómar kemur sterklega til greina — eftir Hrafn Jökulsson „Margir hafa orðið til þess að hvetja mig til að koma heim og snúa mér að stjórnmálum á nýjan leik. Þetta fólk segir að ég hefði aldrei átt að hætta, og það gerir kröfur til mín,“ sagði Albert Guð- mundsson sendiherra í París í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Hann snýr aftur til íslands í október og þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að Albert ætli aftur í stjórnmálin. Sjálfur útilokar hann ekkert. Framboð til borgarstjórnar kemur sterklega til greina, hvort sem það verður undir merkjum Sjálf- stæðisflokksins eða ekki. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins sem Alþýðublaðið ræddi við í síðustu viku staðfesti að innan borgarstjómarflokksins væri mikill ótti við að Albert byði fram sérstak- an lista. „Miðað við útkomu Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun- um um þessar mundir er nánast ör- uggt að sérffamboð Alberts myndi fella meirihlutann," sagði jressi borgarfulltrúi. Annar borgarfulitrúi sagði að komið hefði til tals að Albert yrði í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Það þýðir hinsvegar að ekki verður hægt að viðhafa prófkjör. Sá kostur er Markúsi Emi áreiðanlega ekki fjarri skapi enda er staða hans ekki sterk innan borgarstjómar- flokksins. Albert Guðmundsson sagði hins- vegar að enginn úr Sjálfstæðis- flokknum hefði talað við sig um þessi mál, og sér hefði ekki verið boðið annað sætið. „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sami flokkurinn og hann var,“ segir Albert. „Stefna Sjálfstæðisflokks- ins hefur breyst gríðarlega mikið frá því í gamla daga. Forystumenn- imir núna eiga heldur ekki mikið sameiginlegt með þeim sem áður stjómuðu flokknum. Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta, en ekki harður málsvari frjálshyggjunnar. Við þessu var varað á sínum tíma, til dæmis af okkur Gunnari Thoroddsen." Albert segir að hann hafi aldrei losnað úr tengslum við sitt fólk á ís- landi þótt hann hafi verið í París. „Eg hef haldið áfram að hjálpa fólki. Allir vita að ég er ekki minni talsmaður litla mannsins en áður. Eg hef alltaf verið fulltrúi þeirra sem em minni máttar, sama hvar í flokki þeir standa. Eg lít svo á, að við eigum öllum að hjálpast að, við emm öll Islendingar." Og Albert er þeirrar skoðunar að „litli maðurinn" haft sjaldan átt jafn erfitt uppdráttar: „Það verður að hugsa vel um litla manninn. Einhver verður að vera reiðubúinn lil þess að vinna fyrir hann. Litli maðurinn er almenning- ur í landinu. Undirstaða stjómmál- anna er þjónusta við fólkið.“ En er Albert reiðubúinn til þess að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðis- manna sem væntanlega fer fram í haust vegna borgarstjómarkosning- anna á næsta ári? Svarið er ákveðið: „Nei, nei, nei. Eg er búinn að taka þátt í öllum prófkjömm Sjálfstæðisflokksins frá 1970, nema einu sem haldið var eft- ir að ég fór til útlanda. Ég hef oftast orðið í fyrsta sæti. Ég sé enga ástæðu til þess að fara að keppa við þá sem em að stíga sín fyrstu spor í pólitíkinni. Ég hef verið þingmaður í áratugi, ráðherra og forseti borgar- stjómar. Ég fer ekki að byrja á núlli. Annaðhvort vill fólk mig eða það vill mig ekki. Annaðhvort kýs fólk- ið mig eða ekki. Prófkjör em úrelt, þau em skömmtunarseðlar flokk- anna. Yfirleitt em það einungis flokksmenn sem taka þátt og síðan hefur kjósandinn engan kost á því að velja. Nei, prófkjörin era úrelt hugsun og menn hefðu aldrei átt að nota þau. Flokksræðið verður al- gjört en fólkið ræður engu. Þetta er alvarlegur ljóður á íslenska flokka- kcrfinu." Nú er nokkuð um liðið síðan Al- bert Guðmundsson lagði skóna á hilluna í pólitískum skilningi. Langar hann til þess að taka þátt í leiknum aftur? „Ég hef aldrei lagt skóna á hill- una að þessu leyti. Ég hef staðið í ailskyns fyrirgreiðslu héðan frá París. Og það er ekki alveg rélt að ég haft lagt skóna á hilluna. Ég hef frekar verið í pólitfskri útlegð. En ég veit ekki ennþá hvað ég geri. Það þarf engan flokk til þess að vinna sigra í pólitík. Ef fólkið er með þér, þá þarftu sannarlega engan flokk. Stjómmálaflokkamir em úreltir." Og brýnasta verkefnið að mati Alberts er að ná þjóðinni uppúr öldudalnum. „Ég heyri að ástandið heima er ekki gott. En saman getum við náð árangri. Með samstöðu er hægt að lyfta björgum.“ Ég sé enga ástœðu til þess aðfara að keppa við þá sem eru að stíga sínfyrstu spor ípóli- tíkinni. Eg hefverið þingmaður í áratugi, ráðherra ogforseti borgarstjómar. Égfer ekki að byrja á núlli. Annaðhvort villfólk mig eða það vill mig ekki. Annaðhvort kýs fólkið mig eða ekki. Elsta bensínstöðin hátæknivœdd: Hraðvirkustu dælur landsins -íþjónustumiðstöð Shell við Laugaveg „Bensínstöðin að Laugavegi 180 var tekin í notkun 1947-48 ásamt smurstöð og er sú elsta á landinu sem hefur verið starf- rækt í óbreyttu hús- næði. Nú hafa verið gerðar ýmsar endur- bætur á bensínstöð- inni til að auka og bæta þjónustuna. Meðal annars hafa verið settar upp nýjar fjölvalsdælur sem eru þær fyrstu sinnar teg- undir hérlendis og eru þær mun hraðvirkari en hinar eldri,“ sagði Ásmundur Helgason fulltrúi hjá Skeljungi í samtali við blaðið. Nýju fjölvaisdælumar em þannig búnar, að allar tegundir bensíns koma úr einni aðaldælu en síðan er ein „byssa“ fyrir hvetja tegund. Nú tekur ekki nema örskot að fylla tankinn og þeir sem það gera fá raunar óvæntan glaðning sem er ávísun á ókeypis bílþvott í þvottastöð Skeljungs í þessari þjónustumið- stöð. „Það hefur verið mikið að gera eftir að lokið var við breytingam- ar um síðustu helgi. Fjöldi fólks hefur látið fylla tankinn og fengið ókeypis bílþvott. Raunar hefur ásóknin í þvottinn verið svo mik- il að þama hefur jafnan verið 10 bíla biðröð. En þeir sem fá ávísun á ókeypis þvott geta nýtt sér til- boðið fram í ágúst. Þá höfum við opnað sölulúgu eða sjoppu sem em opin öll kvöld til 23,30 og síð- an er þama smurstöð og ljósastill- ingar, þvottaplan, þurrkstæði, raf- geymaþjónusta, kortasjálfsali og yfirleitt allt sem bíleigendur þarfnast," sagði Asmundur Helgason. Bíleigendur kunna vel að meta endurbætta þjónustumiðstöð Shell við Laugaveg. A-mynd E.Ó1. Vemdun votlendissvœða íslandi þökkuð góð frammistaða - áfundi aðildarríkja Ramsarsáttmálans. Mývatn og Þjórsárver tekin afskrá yfir votlendissvœði í hættu Islandi var þakkað sér- staklega fyrir að hafa staðið vel að verndun votlendis á síðustu árum og fyrir miklar umhverfis- rannsóknir á Mývatni og í Þjórsárverum, á fimmta fundi aðildarríkja Rams- arsáttmálans, um alþjóð- lega mikilvæg votlendi, sérstaklega sem bú- svæði vatnafugla, sem haldinn var í Kushiro í Japan í síðasta mánuði Island gerðist aðili að Ramsar- sáttmálanum árið 1979. Nú em 77 ríki aðilar að honum en hann hefur 610 svæði á skrá sinni yfir votlendi með alþjóðlegt vemdargildi. Tvö íslensk svæði em á skránni, Mývatn og Þjórsárver. Þau vom ásamt 42 öðmm votlendissvæðum á skrá yfir svæði sem ógnað væri af mannleg- um umsvifum og hætta væri á að vistfræðilegir eiginleikar þess kynnu að breytast af þeim völdum. Þau ríki sem eiga votlendissvæði á þessari skrá vom gagnrýnd á fund- inum fyrir aðgerðaleysi að íslandi undanskildu. A fundinum vom ís- lensku svæðin þau einu sem vom tekin útaf skránni yfir votlendis- svæði í hættu. Af hálfu íslands sóttu fundinn Dr. Jón Gunnar Ottósson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu og Gísli Már Gíslason prófessor, frá N áttúm vemdarráði. Getraunir helgarinnar: Tveir með 13 rétta hér Þegar búið var að fara yfir get- raunaseðla helgarinnar kom í ljós að 19 vom með 13 rétta. Þar af vom tveir hér á landi sem fá þá dágóða upphæð í sinn hlut. í gærdag var ekki búið að reikna vinningsupp- hæðina nákvæmlega, en áætlað að 13 réttir gæfu liðlega eina milljón. Þá vom 23 með 12 rétta hér og má búast við að um 16 þúsund falli í hlut hvers og eins. Með 11 rétta vom 184 og fær hver væntanlega um 1.300 krónur. Loks vom 1.085 með 10 rétta sem gefa líklega lið- lega 400 krónur. Úrslit 27. leikviku vom: 1-1-X- 1-2-2-2-1-1-2-1-2-X.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.