Alþýðublaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 13. jútí 1993
Dagsbrúnarmenn tryggðir allan sólarhringinn - og bótagreiðslur hækka
Svar við kjararýrnun og minnkandi kaupmætti
-segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar
Dagsbrún hefur gert samning við
Vátryggingafélag íslands sem
tryggir nærri 4 þúsund Dagsbrún-
armönnum á aldrinum 16-75 ára
hærri bætur og meiri vernd en fé-
lagsmenn annarra stéttarfélaga
með hliðstæða tryggingasamninga
njóta. Dagsbrúnarmenn eru nú
tryggðir allan sólarhringinn, jafnt í
vinnu sem utan, samkvæmt þess-
um samningi VÍS og Styrktarsjóðs
Dagsbrúnar, sem greiðir allan
kostnað af þessum tryggingum.
Nýi tryggingasamningurinn er í grund-
vallaratriðum endumýjun á hóplíftrygg-
ingasamningi aðilanna, þar sem bóta-
greiðslur hafa verið hækkaðar vemlega, og
til viðbótar kemur fntímatrygging sem
tryggir Dagsbrúnarmönnum og/eða afkom-
endum þeirra dánar- og örorkubótarétt í fn-
tíma, en samkvæmt kjarasamningum em
þeir eingöngu tryggðir í vinnutfma.
„Eitt meginmarkmið félagsins með jjess-
um nýju tryggingasamningum er að treysta
hag sinna félagsmanna eftir megni - á tím-
um kaupmáttarhraps og kjaraskerðinga,
þegar kjarasamningar verða sífellt minna
virði“, segir Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar.
Ef dæmi em tekin um tryggingabætur
samkvæmt nýja samningnum má taka
kvæntan Dagsbrúnarmann, tveggja bama
föður. Falli hann frá vegna slyss, hvort
heldur er í vinnu- eða fritíma, em dánarbæt-
ur hans nú samtals tæplega 2,8 milljónir
króna, sem er um það bil milljón krónum
meira en hefðbundin slysatryggingaákvæði
kjarasamninga gera ráð fýrir.
Slasist Dagsbrúnarmaður það alvariega,
hvort heldur er í vinnu eða frítíma, að hann
hljóti af varanlega örorku, ttyggir nýi samn-
ingurinn honum einnig örorkubætur. Til
dæmis má nefna að 20% örorka myndi færa
honum tæplega 460 þúsund krónur - til við-
bótar við aðrar tryggingar sem hann kann
að hafa og tryggingabætur Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Nýi tryggingasamningurinn undirritaður af
þeim Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni
Dagsbrúnar, og Axel Gíslasyni, forstjóra Vá-
tryggingafélags Islands.
Síðast voru
46.880.000kr.
í ti/öföldum
V I K I N G A
er
tvöfaldur
afturKS
Hetjunni í Vestmannaeyjagosinu var
lítt hampað af sjálfstæðismönnum í
meirihluta bæjarstjórnar.
Magnúsi lítt
hampað
Líklega er á engan hallað þótt full-
yrt sé hér að hetja Vestmannaeyja-
gossins var Magnús H. Magnússon,
þá bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Æðruleysi hans og bjartsýni á svört-
um dögum í byggðarlaginu smitaði út
frá sér. Sigurður Jónsson, sveitar-
stjóri í Garði gagnrýnir það að Magn-
úsi var ekki boðið til Eyja þegar gos-
lokaafmæli var minnst á dögunum.
Magnús var þangað mættur á eigin
vegum. Hann segir í grein í Fréttum
að þrátt fyrir að því sé haldið fram að
engum hafi verið boðið, hafi sjálf-
stæðismenn í meirihluta bæjarstjóm-
ar f engu minnst þáttar Magnúsar í
þeim ósköpum sem yfir dundu. „Það
hefði nú verið tilhlýðileg að fá t.d.
Magnús fyrrverandi bæjarstjóra til að
opna svo sem eina sýningu að maður
tali nú ekki um að hann væri fenginn
til að flytja ávarp. Furðulegt var einn-
ig að bjóða honum ekki í kvöldsigl-
inguna", segir Sigurður Jónsson.
Ganga-
vatnið
til
neyslu?
Svo kann að fara að valnið sem nú
rennur í stríðum straumum úr vegg-
öngunum undir Breiðadalsheiði verði
nýtt sem neysluvatn fyrir ísafjarðar-
kaupstað. Neysluvatnsmál bæjarbúa
hafa verið erfið, yfirborðsvatn hefur
verið notað með æmum tilkostnaði,
og þykir ekkeri afburða gott. Þarna er
talið að fáist betra vatn fyrir bæjar-
búa, og fiskvinnsluna sem notar gríð-
arlegt magn. Streymið úr göngunum
er svipað og í upphafi, rennslið er tí-
falt það magn sem Isfirðingar nota.