Alþýðublaðið - 13.07.1993, Síða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1993, Síða 6
6 Þriðjudagur 13. júlí 1993 R A Ð AUGLÝSI I NGAR '//'S/M *W Útboð Vatnsnesvegur, Kárastaðir-Skarð, 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 2,9 km kafla á Vatnsnesvegi frá Kárastöðum að Skarði. Helstu magntölur: Fyllingar og fláar 4.500 m3, neðra burðar- lag 6.500 m3, ræsi 90 m, frágangur fláa 47.000 m3. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár- króki og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júlí 1993. Vegamálastjóri. '//'S/M V Útboð Hvalsá 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 0,5 km kafla á Hólmavíkurvegi (61), við Hvalsá í Steingrímsfirði. Helstu magntölur: Fyllingar og fláafleygar 5.000 m3, neðra burðarlag 2.000 m3, rofvarnir 300 m3, stálplöturæsi, þver- mál 3 m, lengd 22 m. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júlí 1993 Vegamálastjóri. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í sjúkrakallkerfi í þjónustuíbúðir aldraðra við Furugerði 1. Verkið felst í uppsetningu kerfis og árlegu viðhaldi. Verklok eru 30. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29.júlí 1993, kl. 14:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sjúkrahús og heilsu- gæslustöð á Akranesi Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins f.h. heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og hlutaðeigandi sveitarfélaga óskar eftir tilboðum í að byggja við og endur- innrétta sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness. Verkið tekur til byggingar brautar aðkeyrslu að inngangi, nýbyggingu framan við anddyri og endurinnrétta afgreiðslu- og móttökusvæði. Verktími er til 15.febrúar 1994. Útboðsgögn vera seld á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkis- ins Borgartúni 7, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 13. júlí til og með fimmtudeginum 22.júlí. Verð útboðsgagna er kr. 12.450 m/vsk. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 26. júlí 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUIM RÍKISINS ________BOHGAHruNI 7 105 HEtKJAVIK_ TILKYNNING FRÁ SÖLU VARNARLIÐSEIGNA Skrifstofa vor og verzlanir í Reykjavík verða lokaðar frá og með 19. júlí til 16. ágúst vegna sumarleyfa. SALA VARNARLIÐSEIGNA ÚTBOÐ ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Tilboð óskast í smíði og frágang á innveggjum og hurðum í Þjóðarbókhlöðu. Um er að ræða 1400 m2 gipsveggi, 580 m2 glerveggi, 350 m2 spónlagða veggi, 175 m2 flísalögn og 109 stk. innihurðir. Verktími er til 1. mars 1994. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudeginum 30.júlí n.k. Verð útboðsgagna er kr. 12.450 með virðisaukaskatti. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, þriðjudaginn 3. ágúst 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS ________fiOMC.ARTUNI 7 1Q5 REtKJAVIK_ Fjórdungssjúkrahúsiö Neskaupstaö Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fast starf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu húsnæði. Á sjúkradeild ásamt fæðingardeild eru 32 rúm, auk þess er rekin 11 rúma dvalardeild í tengslum við sjúkrahúsið. Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við flutning á bú- slóð. í Neskaupstað er leikskóli og dagheimili, tónskóli, grunn- skóli og framhalds-og verkmenntaskóli. Veðursæld er róm- uð og fjölbreyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru fyrir hendi. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 97-71403 eða framkvæmdastjóra í síma 97-71402 sem gefa allar nánari upplýsingar. Framkvæmdastjóri. Atvinnuflugmannsskír- teini 1. flokks (ATP) Næsta haust er fyrirhugað að halda bóklegt námskeið, ef næg þátttaka fæst, til undirbúnings prófs fyrir ATVINNU- FLUGMANNSSKÍRTEINI 1. flokks. Umsækjendur skulu hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, vera handhafar atvinnuflugmannsskírteinis með blindflugsáritun og skráða a.m.k. 1300 fartíma. Umsóknum um fyrirhugað nám skal skilað til Skóla Flug- málastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 23. júlí nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í skólanum. 62-92-44 Landspítalinn Reyklaus vinnustaður BARNA-OG UNGLINGAGEÐDEILD LANDSPÍTALANS Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa við barna-og unglingageðdeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Áskilin er menntun félags- ráðgjafa og starfsreynsla er æskileg. Nánari upplýsingar gefa Sigurrós Sigurðardóttir, yfirfélags- ráðgjafi, og Páll Ásgeirsson, yfirlæknir, í síma 602600. SKOLADAGHEIMILIÐ MANAHLIÐ Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 1993. Fóstra eða starfsfólk með aðra uppeldismenntun óskast að leikskólanum Mánahlíð. Um er að ræða 100% starf-dag- vinna frá 15. ágúst 1993. Frekari upplýsingar veitir Anna María Aðalsteinsdóttir, yfir- fóstra, í síma 601592. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem há- skólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigöisstétta og fjöl- breyttri rannsóknastarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helg- uð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. BORGARNESBÆR Húsnæði til leigu Til leigu er 560m2 atvinnuhúsnæði við Sólbakka í Borgar- nesi. Húsnæðið er hentugt til ýmiskonar atvinnustarfsemi. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna á Borgarbraut 11 fyrir 1. ágúst 1993. Allar nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni. F.h. Framkvæmdasjóðs Borgarnesbæjar: Bæjarritarinn í Borgarnesi Tónskólastjóri/ kennari Tónskóli Patreksfjarðar óskar að ráða skólastjóra og kenn- ara fyrir næsta skólaár, sem hefst 1. september 1993. Góð aðstaða fyrir hendi á staðnum. Æskilegt er að viðkomandi geti jafnframt sinnt starfi organ- ista/kórstjóra við Patreksfjarðarkirkju. Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Sigurður Viggósson, formaður skólanefndar, sími 94-1389. Ólafur Arnfjörð, sveitarstjóri, sími 94-1221. Umsóknir um starfið sendist til ofangreindra í síðasta lagi fyrir 20. júlí nk. Skólanefnd

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.