Alþýðublaðið - 13.07.1993, Side 7
Þriðjudagur 13. júlf 1993
7
Það eiga ekki að vera for*
réttindi að hafa atvinnu
Jóhann G. Möller varð nýlega 75
ára gamall. Á 1. maí hátíð Verka-
lýðsfélagsins Vöku var hann kjör-
inn heiðursfélagi félagsins vegna
hálfrar aldar dyggrar þjónustu við
málstað hinna lægra settu í þjóð-
félaginu. Jóhann er kunnur fyrir
brennandi áhuga á félagsmálum.
Hann gegndi meðal annars marg-
víslegum trúnaðarstörfum fyrir
Þrótt og síðar Vöku og sat lengi í
bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Al-
þýðuflokkinn. í tilefni afmælis Jó-
hanns fór Hellan þess á leit að
hann svaraði nokkrum spurning-
um fyrir blaðið.
Hvenær tókst þú fyrst þátt í
verkalýðsbaráttunni?
Það má segja að fyrstu afskipti
min hafi byrjað 1942 eða fyrir 51
ári. Allmörgum árum áður höfðum
við Gunnar Jóhannsson formaður
Þróttar unnið saman við mjölmót-
töku í SR 30. Mér þótti Gunnar
sanngjam og mætur maður. Ég var
ekki einn um þá skoðun. Þetta ár
var uggur í verkamönnum sem
unnu hjá SR vegna stríðsreksturs
Þjóðveija og hættu á loftárásum á
síldarverksmiðjur. I september
1942 gerði þýsk flugvél árás á hús
og báta á Austfjörðum. Almenn
samstaða var meðal starfsmanna
hjá SR að fara fram á áhættulaun.
Kosin var samninganefnd til að
fylgja þessu eftir, þar sem að Þrótt-
ur var samningsbundinn við SR var
látið heita að þessi deila væri félag-
inu óviðkomandi. Efdr harðar og
lærdómsríkar deilur hækkuðu laun
SR-manna töluvert.
Geturðu sagt okkur stuttlega
frá hugsjónum ungs manns fyrir
50 árum?
Hugsjónir mínar þá eins og
margra annarra voru þær að verka-
lýðshreyfmgin ætti að vera það afl
sem réði meira eða minna í þjóðfé-
laginu, því launþegamir væru fólk
sem lifði hversdagslegu líft, væri
heiðarlegt og léti ekki á sér ganga.
Það sem einkenndi þennan tíma
var það að menn höfðu meiri trú á
réttlæti en nú í dag. Annað voru
átökin á milli jafnaðarmanna og
sósíalista innan verkalýðshreyfing-
arinnar um baráttuaðferðir og
markmið. Ýmsir af þeim mönnum
háðu hugsjónabaráttuna fyrir fólkið
fómuðu miklu persónulega. Þeir
komu slyppir og snauðir ífá þessari
baráttu en auðvitað ríkir að reynslu
og kunnugir mannlegum vanda og
hæfir til að leysa hann. Við þessa
menn stöndum við í mikilli þakkar-
skuld.
„Það eru ákveðnir hlutir sem ekki er hægt að semja um: Frelsi og jafnrétti,"
segir Jóhann G. Möller. Tcikningin er eftir Örlyg Kristfinnsson sem jafnframt
tók viðtalið.
/ nýjasta tölublaði Hellunnar, frétta-
blaði Siglfirðinga, er athyglisvert og
skemmtilegt viðtal Örlygs Kristfinns-
sonar við gömlu kempuna Jóhann G.
Möller. Jóhann varð 75 ára 27. maí
síðastliðinn og man tímana tvenna;
og hejur í hálfa öld unnið í þágu
verkalýðshreyfingar og jafnaðar-
stefnu. Alþýðublaðið fékk góðjuslegt
leyfi Hellunnar til þess að endurbirta
viðtalið í heild.
Hver er staða verkafólks nú í
dag að þínu mati?
Hlutur hinna minni máttar hefur
versnað mjög undanfarin ár, það er
alltaf verið að ganga á hann og
munur á ríkum og fátækum eykst
stöðugt. Meðan þeir lægst launuðu
hafa innan við 45 þúsund krónur
fyrir mánaðar vinnu þá þykir það
sjálfsagt að aðrir hafi tíu til fimm-
tánfaldar tekjur. Þetta er auðvitað
fáránlegt og siðlaust. Verkalýðs-
hreyfingin er ósamstæð, þar er hver
höndin upp á móti annarri. Innan
hennar em stórir hópar sem skilja
ekki eðli hreyfingarinnar, það eðli
að heyja stöðuga baráttu fyrir kjör-
um þeirra sem minnst mega sín.
Þeim fer ijölgandi innan samtak-
anna sem segja sem svo: Hvað er ég
að skipta mér af þessu meðan ég
hef það gott? Atvinnurekendur
ganga á lagið og óttinn við að missa
atvinnuna ræður miklu.
Verkalýðshreyfmgin á að segja
að næstu samningar snúist um þetta
óréttlæti. Verði ekki samið um
hækkun lægstu kauptaxta þá verði
farið í verkfall, verkfall fyrir þá sem
minnst mega sín. Það verkfall stæði
stutt og því lyki með fullum sigri.
Heiðarleg og réttlát verkalýðs-
hreyfing á að láta meira til sín taka
um gang mála í þjóðfélaginu.
Verkalýðshreyfingin er það þjóðfé-
lagsafl sem er tiltölulega óspillt og
fært um að takast á við vandamálin.
Eitt hlutverk verkalýðshreyfingar-
innar á að vera það að veita stjóm-
málamönnum aðhald siðferðislega.
í stjórnmálum er of rniklu fómað af
þeim málum sem menn ættu að
standa eða falla með. Það em
ákveðnir hlutir sem ekki er hægt að
semja um: Það er frelsi og jafnrétti.
Það eiga ekki að vera forréttindi að
hafa atvinnu.
Hvað viltu segja um það að
margir baráttumcnn verkalýðs-
ins hér áður vildu varpa trúmál-
um fyrir róða?
Draumur róttæklinga um ríki al-
þýðunnar í Rússlandi eftir bylting-
una brást meðal annars af því að
það byggðist ekki á kristilegum
gmnni. Baráttumenn jafnaðarstefn-
unnar gerðu mistök jsegar þeir nýttu
sér ekki kærleiks- og siðferðisboð-
skap Krists til fullnustu. Trúarleið-
toginn Kristur boðaði jafnaðar-
stefnu. Hann var veijandi hinn fá-
tæku, veiku og hrjáðu. Hann var á
meðal fólksins og talaði um efnaleg
gæði og breytni manna ekki síður
en trúna á Guð. Lærisveinar hans
vom sjómenn og handverksmenn
og fylgjendur úr röðum alþýðunn-
ar. Eftir þvf sem fleiri em jákvæðir
þá verður heimurinn betri og það ~
góða nær yfirhöndinni, annars er
heimurinn búinn að vera.
Ég slasaðist töluvert mikið einu
sinni í síldarverksmiðjunum og var
óvinnufær um tíma. Verkamaður,
nágranni minn, kom til mín og
sagði: „Jóhann, þú ertbúinn að vera
fiá vinnu í langan tíma og fjöl-
skylda þín er stór; hér er hluti af
kaupinu mínu. Viltu ekki þiggja
hann?“ Þessi kærleiksneisti er til
ennþá, hann þarf að glæða og
breiða út ef heimurinn á að geta
staðist.