Alþýðublaðið - 13.07.1993, Side 8

Alþýðublaðið - 13.07.1993, Side 8
L*TT# alltaf á írriövikudöguni ! 1 Þrirtjiicjagiii 11 juíf I'Jú.t ifi? m'muihah ;-i ÁliuAfMiiUlt 2,Og I3.|úli ASUMARHUSGOGNUM 2 AÐEINS I 2 DAGA iðnuÉo 88 briðjudao ...þar sem ferðalagið byrjar! Póstsendum samdægurs O íRÐ'/V 4 ' . , V í 'V Tap hjá RARIK Síðasta ár hjá Rafmagnsveitum ríkisins kom út með tap upp á 82,6 milljónir króna, miðað við 236,7 milljónir árið 1991. Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri, segir árið 1992 hafa verið hagstætt um margt og rekstur um margt hagfelldari en fyrr, jafnvel veðurguðimir hefðu lagst á eitt að gera reksturinn betri. Tekjuaukning var 13% en rekstrar- gjöld 5% hærri en fyrr. En engu að síður, stórfellt tap. VERDBÓLGAN ER5AF HUNDRAÐI Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,9% þegar Kaup- lagsnefnd reiknaði vísitöluna í júlí. Hún reyndist vera 167.7 stig. Vísitala vöru og þjónustu reyndist vera 171,2 stig og hækkaði um 1,1% frá júnímán- uði. Verðbólga hér á landi hefur því enn sem fyrr hægt um sig. Nýir bílar hafa hækkað um 5,9% sem veldur 0,42% hækkun fram- færsluvísitölu. Bensínhækkun um 2,4% þýðir að framfærsluvísitalan hækkar um 0,1%. VASKUR sem nú er reiknaður á blöð, tímarit og fjölmiðla þýðir hækkun vísitölu um 0,2% vegna hækkunarinnar á afnota- og áskriftargjöldum ljós- vakamiðla, en 0,23% vegna hækk- ana á bókum, blöðum og tímarit- um. En sumt hefur aftur á móti lækk- að. Mat- og drykkjarvörur lækka um 1,6% sem veldur 0,27% lækk- un vísitölunnar. Er þar um að ræða verðlækkanir á nýju kjöti, mjólk- urvörum, grænmeti og ávöxtum. Verðbólgan er sem fyrr afar lág. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 3,9%. Undanfama þijá mánuði hefur hún hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,4% á heilu ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjónustu svarar til 5,1% verðbólgu á ári. Engar áhyggjur af Hallslaut í Sunnlenska fréttablaðinu segir Böðv- ar Guðmundsson, skógarvörður að hann hafi ekki áhyggjur af Hallslaut í Þjórsárdal, enda þótt viðskilnaður ungmenna þar hafi verið slæmur. Steinþór Ingvason, oddviti, er sama sinnis. Gróðurinn jafni sig fljótt og hann segir að einhvers staðar þurfí ung- mennin að skemmta sér. Steinþór segir engin eftirmál verða, þótt ýmislegt hafi far- ið úr böndunum á skemmtun þessari. Böðv- ar segir að miklu breytti að lítið hefði verið af glerbrotum, plastumbúðimar væru mikil bót frá því sem áður var þegar mótssvæðin vom sem svöðusár vegna glerbrota.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.