Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6
6 MENNING Föstudagur 16. júlf 1993 Góðgæti frá Góu... Meb heiminn i hendi sér Viltufá betrifréttir af heimsmálunum? Viltufylgjast með atburðum og skoðanaskiptum utan landsteinanna? Þá skaltu lesa erlend dagblöð reglulega. í Bókabúðum Máls og menningar fœrðu öll helstu dagblöð heims með glóðvolgar fréttir og vandaða umfjöllun um þau mál sem mestu skipta. Dagblöð úr öllum áttum: Frá Bretlandi: Times Frá Danmörku: Today Politiken/Sondag Sun Extra Bladet/Sondag Star Berlingske Tidende/Sendag Daily Express Sondags BT Sunday Express Politiken Daily Mail Sunday Mail Frá Spáni: News of the World El Pais Observer The Guardian Frá Bandaríkjunum: Daily Mirror Herald Tribune Sunday Mirror USAToday Sunday People Daily Telegraph Frá Frakklandi: Sunday Telegraph Libération Sunday Times Le Monde The Independent The Wall Street Journal Europe Frá Ítalíu: Corriere Della Sera The Financial Times Le Repubblica Alþjóðlegt: European (vikulega) Frá Þýskalandi: Welt am Sonntag Bild am Sonntag Frankfurter Allgemeine Suddeutsche Zeitung Mál LAUGAVEGI 18, SÍMI (91)24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577 OPIÐ Á LAUGAVEGI 18 ÖLL KVÖLD TIL KL. 22:00 OG ALLAR HELGAR 10:00 - 22:00. Verð frá 130 kr. og menmng Spænsk tónlist í Sigurjónssafni Næstkomandi þriðjudags- kvöld munu spænskir tónar óma í Sigurjónssafni á Laug- arnesi á tónleikum Hlífar Sig- uijónsdóttur fiðluleikara og Símons H. ívarssonar. Á efnis- skránni eru verk eftir Pablo de Sarasate, Granados, Albéniz og Manuel de Falla. Auk þess mun Símon leika flamencö- tónlist. Bæði eru þau Hlíf og Símon í hópi bestu tónlistar- manna landsins og örugglega verður ljúf stemmning á Laug- amesinu. Dagur í lífi Dags í gær var frumsýnd allsérstæð og athyglisverð ný kvikmynd: Dagsverk heitir hún og er eftir Kára Schram og Jón Proppé. Myndin tjallar um skáldið, listmálarann og heimsborgarann Dag Sigurðarson. Fylgst er með einum degi í lífí Dags, og myndræn framsetning viðameiri en tíðkast hef- ur í flestum íslenskum heimildamyndum. Myndin hefst á því þegar Dag- ur vaknar upp í sófa heima hjá kunningja sínum og síðan er honum fylgt gegnum læknisskoðun, fjölskylduheimsóknir og matarboð - og síðan á vit tiylltrar næturinnar. Dagsverk hefur þegar verið pöntuð á erlendar kvikmyndahátíðir og verður tekin til sýriinga í bíóum á næstunni. Guómundur afneitar orðum sínum Fréttatilkynning hefur borist frá þjóðminjaverði þarsem sagt er ffá fundi í þjóðminjaráði á þriðjudaginn. Þar var tekin fýrir umfjöllun Pressunnar á deilum Guðmundar Magnússonar og hjónanna Hjörleifs Stefánssonar og Sigrúnar Eldjáms. Á fundi ráðsins bar Guðmundur til baka „grófar að- dróttanir" sem honum voru „lagðar í munn“ í Pressunni. Jafnframt lýsir þjóðminjaráð megnustu vanþóknun á blaðamennsku Pressunnar. Tvær nýjar sýningar í Nýló Á laugardaginn opna tvær sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, klukk- an 16. í neðri sölurn hússins sýnir Gunnar Magnús Andrésson verk sem unnin em með blandaðri tækni. Efniviður verkanna er meðal annars blóð, blý og cellulósafílterar. Gunnar nýtir sér sérhæfða ljósmyndatækni á borð við smásjárljósmyndun og röntgentækni við gerð verka sinna. í efri söl- um Nýló sýnir Victor Guðmundur Cilia myndraðir unnar með gouach á pappír. Þeir Victor og Gunnar útskrifuðust báðir úr MHÍ á síðasta ári og listunnendum gefst þessvegna gott tækifæri til að kynnast vaxtarbroddum myndlistarinnar. Trúartónar í Skálholti Um helgina verður trúarleg tónaveisla í Skáholtskirkju. Á iaugardaginn klukkan 15 munu Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Bjöm Steinar Sólbergsson orgelleikari flytja trúartónverk eftir íslenska höfunda, allt ffá Páli Isólfssyni og Jóni Leifs til Jónasar Tómasar og Jóns Hlöðvers Ás- kelssonar. Klukkan 17 sama dag og klukkan 17 á sunnudag verða tónleik- ar með Manuelu Wiesler sem stödd er hérlendis í stuttri heimsókn: hún hefur búið og starfað í Svíþjóð og Austurríki undanfarin ár. Manuela flyt- ur verk eftir Carl Emanuel Bach og fjögur nútímaverk. Á laugardaginn verður fróðlegur fyrirlestur séra Amgríms Jónssonar um fyrsta lúterska messusönginn á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.