Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10
10 HUGVIT Föstudagur 16. júlí 1993 ✓ Hugvitsmenn á Islandi Þeir mæta oft kulda, hroka og skilningsleysi „Hugvitsmenn hér á landi sem annarsstaðar búa við erfið kjör. Opinber stuðn- ingur sem unnt er að virkja er Íítill. Víða ríkja þar að auki fordómar í garð hugvitsmanna og verka þeirra. Leiðin að settu marki er því oft og tíðum þyrnum stráð í besta falli“, segir Jón Er- lendsson, yfirverkfræðing- ur Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands. Reyndin hefur orðið sú að tilraunir hugvitsmanna við að afla stuðnings við hugmyndir sínar mæta oft kulda, hroka og skilningsleysi, segir Jón. Hann segir að fjöldi háttsettra manna í þjóðfélaginu tali um hugvitsmenn á niðrandi hátt sem hina mestu vandræðagripi. Á sama tíma og mikið er rætt um nauðsyn nýsköpunar í atvinnulífmu og að skjóta nýjum stoðum undir athafnalíf- ið, eins og það er oft kallað svo virðu- iega í ræðu og riti, virðist sem megin- þorri uppfinninga liggi ónotaðar í skjala- skápum Félags íslenskra hugvitsmanna. Einn og einn hugvitsmaður kemur upp- finningu sinni á framfæri af eigin ramm- leik og efnir til smáiðnaðar til að mark- aðsfæra hugmyndina. Jón Erlendsson hefur barist hatramm- lega að málefnum hugvitsmanna og þekkir vei til í heimi þeirra. Hann segir svo í blaðinu Hugvit, sem er málgagn Félags íslenskra hugvitsmanna: „Efnalitlir menn sem vilja ná árangri með nýjar hugmyndir varða því að sníða sér stakk eftir vexti. Gæta ítrasta spam- aðar við sköpun, þróun og markaðssetn- ingu hugmynda sinna. Vinna sem mest sjálfir. Nýta alla tiltæka reynslu og þekk- ingu fremuren að skapa hana sjálfir með ærnum tilkostnaði. Og forðast að finna upp hjólið! Þetta þýðir sjálfkrafa mikla kröfu á upplýsingaöflun. Mikia kröfu á það að afla sér þekkingar og rey nslu með því að kanna hugverk, niðurstöður og JÓN ERLENDSSON, - stundum hættir uppiínningamönnum til aö fínna upp hjól- ið. vörur sem aðrir menn hafa skapað. Þeg- ar unnt er að afla þekkingar með þessu móti er það yfirleitt langtum ódýrara en að skapa hana sjálfur. Og það munar um slíkt þegar menn hafa lítil efni“, segir Jón. Hann segir þetta augljóst. Gallinn sé bara sá að allt of fáir hugvitsmenn kunna vel til verka að þessu leyti. Þeir eyði of miklu púðri í að þróa hugmyndir sem löngu er búið að finna upp. Þeir kunna ekki að nýta sér sérfræðiaðstoð. Oft kaupi þeir hafa of fljótt og í of miklum mæli. Stundum leita þeir alls engrar að- stoðar fyrr en búið er að eyða miklum tíma í ójrarfa eða gera einhver afdrifarík mistök. Menn eru því ennþá, sumir hveijir, að reyna að finna upp hjólið! Það er einmitt í þessu efni sem Jón Er- lendsson og Upplýsingaþjónusta Há- skólans koma að gagni, að veita aðstoð við að afla upplýsinga við verkefni. Dæmi um þetta: Erlendar fyrirmyndir eða hliðstæður sem eru til á markaði; tækniþekking, t.d. úr fagtímaritum; skyld einkaleyfi; markaðsupplýsingar; sérhæfðir íhlutir eða „kompónent"; sam- bönd við hugsanlega erlenda dreifiaðila; gögn um samningagerð og ótalmargt annað. MADEIN ÚTLÖND - íslenskir hugvitsmenn neyðast til að selja hugvitið úr landi, því hér skortir áhœttujjármagn - nokkrir reyna þófyrir sér og láta framleiða ágætar hugmyndir hér heima og reynafyrir sér í útflutningi Ýmislegt fæðist í frjóum kollum hugvitsmanna hér á landi sem annars staðar. Hvar væri heimurinn annars staddur án hugvits og hug- vitsmanna? Hafa menn hugleitt það? I landinu er nú áberandi skortur á áhættu- fjármagni til nýsköpunar, en svo hefur nú lengst af verið. En það er enginn skortur á uppfinningum, og margar þeirra eru vel þess virði að vera skoðaðar. Sigurður S. Bjamason kynningarfulltrúi Félags ís- lenskra hugvitsmanna segir: „Á þessum tímum atvinnuleysis er sorg- legt að sjá á eftir góðum uppfinningum sem seldar eru úr landi og framleiddar erlendis með góðum árangri og síðan fluttar hér inn með tilheyrandi álagningu og tollum merkt- ar „Made in útlönd". En á meðan íslensk stjórnvöld hafa ekki getu til þess að snúa þessari öfugþróun við munu íslenskir hug- vitsmenn ekki eiga annarra kosta völ“. Sig- urður segir að orðið smáiðnaður sé að hverfa úr tungutaki ráðamanna á kostað drauma um stóriðju, sem nú virðist þvf miður hafa breyst í slæma martröð. En ekki allir íslenskir hugvitsmenn selja verk sín til útlanda. GEORG GÍRLAUSI, ameríski uppfinninga- maðurinn frá Walt Disney er líklega þekktast- ur allra í sinni stétt. Hér á eftir nokkrar nýlegar uppfinningar sem unnið er að hér heima og lofa góðu: Hækjustoð Axels Axel Eiríksson hefur hannað búnaði fyr- ir hækjur, sem gerir það kleift að láta hækj- una standa upprétta og tilbúna til notkunar, þegar á þarf að halda. Þeir sem slfkt áhald hafa notað vita að oft er erfitt að teygja sig eftir hækjum niður á gólf, og allra verst að sjálfsögðu fyrir þá sem em svo ólánsamir að þurfa að ganga við hækjur. Hækjan hef- ur verið seld hér innanlands og nú em kann- aðir möguleikar á útflutningi. „Því var ekki búið að finna þetta upp fyrir löngu?“ spurði Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykja- lundi, og undir það tók Hafdís Hannesdótt- ir félagsráðgjafi. Góð spuming, en einföldu lausnimar liggja ekki alltaf á lausu. Heilsukoddi Guðjóns Einn af hugvitsmönnum okkar, Guðjón Ormsson, hannaði sérstakan heilsukodda, sem hann er nú með í endurhönnun eftir nokkum reynslutíma. Hann telur sig geta gert koddann enn betri. Koddinn er ekki síst ætlaður til þæginda þeim sem þjást af vöðvabólgu í öxlum eða kölkun í hálsliðn- um. Koddinn hefur nú þegar sannað ágæti sitt. Nú vantar átak til að koma honum á framfæri við erlendar verslanir. Baðkar fyrir fatlaða, aldraða, unga og heilbrigða frá Haraldi Haraldur Jónasson hefur hannað nýja gerð baðkars, sem flestir fatlaðir komast í og úr af eigin rammleik. Baðkörin em smíðuð úr trefjaplasti í höndum og tekur það einn mann dag að smíða eitt baðker. Haraldur vill stofna fyrirtæki um fram- leiðsluna og söluna. Ætlun hans er að setja körin á markað á öllum Norðurlöndunum samtímis. Haraldur er bjartsýnn og segist sjá fyrir sér 90 störf við þennan iðnað, ef vel tekst til með markaðsfærsluna. AXEL EIRÍKSSON og hækjustandar hans af tveim gerðum, - möguleiki á framleiðslu og útflutningi? Varnarliðið: Kjötiðnaðarmaður Varnarliðið óskar að ráða kjötiðnaðarmann með réttindi, til starfa hjá nýlenduvöruverslun varnarliðsins. Starfið felur í sér vinnslu og frágang á kjöti og fiski í neyt- endaumbúðir ásamt tilheyrandi þjónustu við viðskiptavini. Krafist er fagmenntunar ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt og eiga samskipti við aðra. Nokkur enskukunn- átta er nauðsynleg. Um er að ræða fast starf. |f| LAUS TIL UMSÓKNAR .Staða vatnsveitustjóra Vatnsveitu Reykjavíkur er aug- lýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. nóvember 1993. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er umsóknar- frestur til 19. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík 16. júlí 1993. Markús Örn Antonsson, Er einhver að taka til á háaloftinu? Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðn- ingardeild, Brekkustíg 39, 260-Njarðvík, sími: 92-11973 eigi síðar en 26. júlí 1993. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. ALhfoMmAm ?AX 6Z-9Z-44 Utboð Suðurlandsvegur, Hvammsá-Vík Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 5,48 km kafla á Suðurlandsvegi milli Hvammsár og Víkur í Mýrdal. Helstu magntölur: Fylling og fláar 78.500 m3, burðarlög 15.000 m3 og slitlög 32.000 m2. Verki skal að fullu lokið 25. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 þann 9. ágúst1993. ,. ... . 3 Vegamalastjori Gæti verið að þar leyndust gömul hafnfirsk blöð, tímarit, bæklingar eða annað prentað mál sem amma, afi, mamma eða pabbi söfnuðu hér á árum áður en þið viljið gjarnan losna við í góðar hendur? Ef svo er þá er tækifærið komið því skjalasafn og átthagadeild Bókasafns Hafnarfjarðar vantar tilfinnanlega ýmis blöð, tímarit og bæklinga sem þið gætuð lumað á og jafnvel haldið að væri best geymt í rusl- inu. Okkur þætti vænt um að þið töluðuð fyrst við okkur á bókasafninu eða kæmuð því til okkar að Mjósundi 12 í stað þess að aka því til Sorpu. Bæjarbókasafnið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.