Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8
8 UMHVERFISMÁL Fðstudagur 16. júlí 1993 „Viö erum á réttri leiða Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra segir að aukið eftirlit með mengun sjávar verði ein af stoðunum undirfiskútflutning íframtíðinni. Hann hefur í skoðun að taka gjaldfyrir aðgang að nýjufriðlýstu svœði, og œtlar að heita sérfyrir auknum friðlýsingum og skilagjöldum Umhveifisraðherra um úttekt OECD á íslenskum umhverfismálum Össur: „Fróðlegt að lesa þá niðurstöðu hlutlausra sérfrseðinga að veiðigjald geti í framtíðinni orðið leið til að afla frekari fjár til að standa undir rannsóknum á líf- ríki hafsins." Þaö eru annir hjá nýja umhverfisráð- herranum; stööug símtöl og straumur manna sem vilja koma að hugmynd- um um hvernig megi bæta um- hverfiö og varðveita ómetanlega náttúru íslands. Hann er að Ijúka samtali við þrjá unga land- verði, og segir að þeir hafi gefið sér merkilegar hug- myndir varðandi svæði inná miðhá- lendinu sem hann hyggst friðlýsa inn- an tíðar. Á skrif- borðinu úir og grúir af skjölum; og inn- an um vinnuplöggin liggur „Galdrabók Ellu Stínu“, ný bók eftir unga skáld- konu. Það er ber- sýnilega rífandi gangur í umhverfis- ráðuneytinu. Út um homgluggann á Vonar- stræti 4, sem stundum er kallað gamla VR húsið, trónir Ráðhúsið, grátt ferlíki og passar illa inn í borg- armyndina við Tjömina. „Illa,“ svarar ráðherrann þegar blaðamað- ur spyr hvemig það venjist í dag- legri viðkynningu. Össur er að kynna nýja skýrslu um stöðu umhverfismála á íslandi, sem OECD, Efnahags- og ffam- farastofnun Evrópu, hefur gert, og segir að það vitni um framsýni for- vera síns, Eiðs Guðnasonar, að hafa hlutast til um að Islendingar urðu fyrsta þjóðin sem slík skýrsla var gerð um. En OECD hefur ákveðið að gera slíka úttekt á öllum aðildar- löndunum með reglulegu millibili. „Gildi úttektarinnar liggur ekki síst í því, að þannig fá fslendingar á 4-5 ára fresti mat hlutlausra erlendra sérfræðinga á þróun umhverfismála hér á landi, - hvort okkur miðar aft- urábak ellegar nokkuð á leið,“ segir Össur. En hvetjar em helstu niðurstöður úttektarinnar, spyr blaðamaður sem hefur hingað til ekki verið sérlega upprifinn yfir umhverfismálum, en ekki komist hjá því að veita mála- flokknum meiri athygli eftir fjöl- miðlasveiflur hins nýja ráðherra síðustu vikur. Eflum eftirlitið „Sem áhugamanni um sjávarút- veg finnst mér einna merkilegast hvemig höfundar skýrslunnar tengja mengun sjávar föstum taug- um við sölumál fiskjar héðan af ís- Iandi,“ segir Össur. „Þeir benda á að lega landsins og efnahagsstaða geri ísland mjög berskjaldað fyrir sjávarmengun, og telja að umtals- verð mengun, jafnvel einungis gmnur um mengun, geti haft ör- lagarík áhrif á fiskútflutning héðan. í framhaldi af því er rökrétt að álykta - einsog þeir raunar gera - að íslendingar verði að vakta um- hverfið betur. í því felst að við þurf- um að fylgjast reglulegar og ítarleg- ar með mengun sjávarins. Tökum dæmi: Ef mengunarslys verðurein- hversstaðar í heiminum halda fisk- kaupendur samstundis að sér hönd- um. Ef slysið verður í löndum sem ekki liggja fjarri íslandi, þá er lík- legt að það gæti haft langvinn áhrif á fiskkaup héðan. Þessvegna verð- um við að hafa til reiðu allar upp- lýsingar um magn helstu mengun- arvalda, ekki síst geislavirka efna, í sjónum og í fiski til að geta þegar í stað sent til viðskiptaaðila okkar í útlöndum og slá þannig á ótta manna við fisk af norðurhjaranum. I heimi sem verður sífellt mengaðri verður aukin umhverfisvöktun í framtíðinni ein af stoðunum undir viðskipti með helstu útflutning- svörur okkar, sem eru auðvitað fiskurinn úr sjónum." Össur segir líka að sér hafi þótt fróðlegt að lesa þá niðurstöðu hlut- lausra sérfræðinga, að veiðigjald gæti í framtíðinni orðið leið til að afla frekari fjár til að standa undir rannsóknum á lífríki hafsins, og jafnframt til að kosta vamaraðgerð- ir gegn mengun í sjó. „Þetta fellur vel saman við hugmyndir okkar jafnaðarmanna á íslandi, og sýnir að við emm að þessu leyti á réttri braut.“ Markaðsöflin beisluð Ráðherrann segir að erlendis séu menn í vaxandi mæli famir að velta fyrir sér hvemig hægt sé að nota hagstjómartæki á borð við skatta og gjöld til að efla umhverfísvernd. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það eigi að vera gmndvallaratriði að sá sem mengar eigi að borga kostnaðinn sem af því hlýst, og sá sem laskar umhverfið á að greiða fyrir viðhaldið. Hinir erlendu sér- fræðingar töldu að Islendingum hefði að vissu marki tekist að beisla markaðslögmálin í þágu umhverf- isvemdar; þeir bentu sérstaklega á að stjómvöld hefðu lagt minni gjöld á blýlaust bensfn og fyrir vikið hefði blýmagn í útblæstri bifreiða lækkað um 75% á síðasta eina og hálfa áratug. Skýrslan er mjög róttæk að því leyti að höfundamir em ekkert feimnir við að viðra þá skoðun, að íslendingar eigi alvarlega að íhuga að beita þjónustugjöldum til að létta álagi af viðkvæmum svæðum á borð við þjóðgarða og friðlýst svæði, og afla um leið fjár til að standa undir viðhaldi þeirra og end- urbótum. En einsog kunnugt er, þá hafa umhverfisvemdarsinnar fyrr og síðar þurft að beijast gegn því viðhorfi stjómvalda að umhverfis- mál og lífríki náttúmnnar séu af- gangsstærð, sem lendir fyrst undir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.