Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. júlí 1993 MMÐIIBim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 110 Stríð SÞ í Sómalíu Hörmungarástand ríkir enn í Sómalíu þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðimar hafi ætlað að koma landinu til hjálpar. I landinu hefur nú geisað borgarastríð um nokkurra ára skeið og hungursneyð hefur verið þar viðvarandi. Sómalskir stríðsherrar hafa barist um yfirráðin í Sómalíu og virðist lítið hafa breyst við tilkomu her- sveita á vegum Sameinuðu þjóðanna nema hvað þær virðast hafa þjappað Sómölum saman gegn þeim erlendu hersveitum sem þar eru á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það hefur verið vandsvömð siðferðileg spuming, hvenær rétt- lætanlegt er að fara með hemaði á hendur einu ríki vegna innan- landsástands þess. Reynslan sýnir að þegar þriðji aðili, hvort heldur það em Bandaríkin, Sameinuðu þjóðimar eða einhveijir aðrir, skerst í leikinn magnast oft átökin og jafnvel fyrrum fjand- menn og svamir óvinir sameinast gegn þessum þriðja aðila. Þannig getur vilji til að stofna til friðar með hervaldi virkað sem olía á eld þar sem deilur em fyrir. Því hljóta menn að velta fyrir sér hvað tilgangi svokölluð friðargæsla Sameinuðu þjóðanna þjóni nú í Sómalíu þegar herir á þeirra vegum em komnir á kaf í innanlandsátökin. Þá hafa komið upp innbyrðis deilur milli heija Sameinuðu þjóð- anna. ítalir, sem em fyrrverandi nýlenduherrar Suður- Sómalíu, hafa lent upp á kant við yfirstjóm heija SÞ. Hafa þeir m.a. gagn- rýnt það að hemaður SÞ snúist meira um það að beija á ákveðn- um stríðshermm og hefna fyrir árásir á hermenn Sameinuðu þjóðanna en að koma bágstöddu og hungmðu fólki til hjálpar. Enda er svo komið að almenningur sem fagnaði komu heija SÞ í upphafi virðist hafa snúist gegn þeim. Því hljóta menn að spyija sig hvort ekki sé rétt að herir SÞ snúi þaðan aftur til síns heima. Nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði Hafnaríjörður er sterkasta vígi Alþýðuflokksins um þessar mundir. Það er eina sveitarfélagið á landinu þar sem Alþýðu- flokkurinn er með hreinan meirihluta. í byijun þessa mánaðar urðu bæjarstjóraskipti í Hafnarfirði og tók þá Ingvar Viktorsson við af Guðmundi Ama Stefánssyni sem er orðinn heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ingvar Viktorsson er rótgróinn jafnaðarmaður og á langan ferill að baki í Alþýðuflokknum og áður meðal ungra jafnaðarmanna. Hann er vel liðinn meðal Hafnfirðinga, kraftmikill og hefur ver- ið einn að þungavigtarmönnum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði frá því að hann var fyrst kosinn í bæjarstjóm fyrir sjö ámm. Ingvar var áður formaður bæjarráðs Hafnaríjarðar og hefur auk þess gengt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélaga. Hann er m.a. varaformaður stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga. ✓ I Hafnarfirði er öflug sveit jafnaðarmanna og lengst af öldinni hefur Alþýðuflokkurinn verið þar í forystu. Eftir að Alþýðu- flokkurinn, eftir tvo áratugi í minnihluta, komst aftur til valda fyrir sjö ámm í Hafnarfírði, hefur Hafnarfjörður tekið stakka- skiptum. Mikill uppgangur hefur verið á öllum sviðum. Ekki er að efa að svo verður áfram meðan Ingvar og hin öfluga sveit jafn- aðarmanna í Hafnarfirði verða þar í forystu. Þótt margt hafi þar verið gert á umliðnum ámm em mörg verkefni framundan sem bíða farsællar úrlausnar. AS'i‘DA‘g'1 'umv'nz nðs henda, um það urðu konumar sammála. Ayatholla-Kata sagði að best væri að brúka það í af- leggjara upp á hálendið. Hún ákvað þegar þangað kom að þar skildu reistar vinnubúðir því nóg var enn af gijótinu. Hún ákvað ennfremur að þar skyldi rísa hin heilaga háborg: SEM- KONA. Þegar SEM-KONA var full- byggð var enginn karlmaður lengur til. Árin liðu. Tíminn var drepinn með sjóvarpsglápi. A dagskránni var alltaf það sama, Helen nútímakona, hálfrar aldar gamall þáttur sem enginn fékk leið á. En hún AyaíhoUa-Kata kom nú ekki alveg hreint fram. Þegar aðrir sváfu dró hún prívat mynd- segulband undan rúmi og horfði á gamlar faróamyndir með uppá- haldsleikaranum sínum, honum Herbert Lom. Nú og ef henni leiddist þá las hún íslenska orða- bók, Bókaútgáfa menningar- sjóðs, Reykavík 1963. (sam- kvæmt gamla tímatali.) Einn dag kom hún að litlu orði á bls. 228 sem hún gat eng- an veginn munað hvað merkti jafnvel þó að skýring fylgdi. Hún kallaði fyrir sig Ayatollah Önnu-Jónu og Ayathollah-Siggu en hvomg þeirra fékk neinn botn í orðið. Boð var látið út ganga en nú fannst enginn lengur sem skilið gat orðið því hinn hreini og rétti kynstofn ríkti einn. Orðið er samt enn í bókinni. Það er svona: hata, -aði s, hafa hatur á. Merking: andrætt því að elska. löftuö&qu* 16. Iúlí'9} Atburðir 1791 Lúðvík sextánda var í dag vikið úr embætti þar til hann fellst á að samþykkja frönsku stjómarskrána. 1867 Franski garðyrkjumaðurinn fékk í dag einkaleyfí á steinsteypu styrktri af jámvírum. 1885 Louis Pasteur lagði í dag fram sannanir fyrir því að hann hafi fund- ið upp lækningu við hundaæði. 1945 Fyrsta atómsprengjan var í dag sprengd á æfingasvæði Bandaríska hersins í Nýju-Mexíkó. 1953 Nýtt hraðaheimsmet var sett í dag á Sabre- orrustuflugvél sem flaug á 1.152 kílómetra hraða. 1965 Fyrstu jarðgöngin í gegnum Alpana vom opnuð í dag. 1967 Bíafra-stríðið hófst í dag með innrás nígerískra hermanna. 1990 Að minnsta kosti 100 manns lá Filippseyjum létu lífið í dag í jarð- skjálfta. Afmœlisdagar Andrea del Sarto -1486 ítalskur fresku-málari. Sir Joshua Reynolds - 1723 Enskur málari, fyrsti forseú Konunglegu Akademíunnar. Mary Baker Eddy - 1821 Bandarískur stofnandi Kristilegu vísinda- hreyfingarinnar. Roald Amundsen -1872 Norskur landkönnuður, fyrstur á Suðurpólinn. Barbara Stanwyck -1907 Bandarísk leikkona. Ginger Rogers -1911 Bandarísk leikkona og dansari, best þekkt fyrir að vera helmingur Ginger & Astaire. Margaret Court - 1942 Áströlsk tenniskona. Rússnesku keisarafjölskyldunni slátrað Rússneski tsarinn Nikulás II. og fjölskylda hans voru myrt í dag í rússneska hænum Ekaterinberg eftir að hafa verið haldið í einangrun síðan í maí. Líkam- ar þcirra voru brenndir og fleygt niður um ónotað námuop. Leiðtogi bolscvika á staðnum er talinn hafa fyrirskipað morðin eftir að Ijóst varð að menn hans gátu ekki varið bæinn fyrir nálgandi stórsókn Hvít-Rússa. Með aðgcrðum sín- um hugðist bolsévikaforinginn koma í veg fyrir frelsun keisarafjölskyldunnar af Hvít-Rússunum. Ráðandi öfl í heimsveldinu kröfðust þess á sínum tíma að kcisarafjölskyldan væri frckar send í cinangrun til Ekaterinberg heldur en að leyfa henni að fara úr landi. Sú ákvörðun hafði í dag afdrifaríkar afleiðingar. Olafur Gunnarson rithöfundur skrifar Má ég hefja upp mína raust í mínum fyrsta leiðara og segja sem svo: Ég get ekki hlustað á frekara tal um kvenréttindi. Ég hef hlustað án þess að æmta síðan framhaldsþáttur- inn Helen nútímakona var sýndur í sjónvarpinu veturinn 1970-1971. (Allir muna eftir Helen, hún var að þroskast hægt og bítandi og átti mann sem var eins og rakaður ór- angútan.) Mælirinn fylltist þegar kona sagði að karlar hötuðu svo mikið að þeir eignuðust syni til þess eins að senda þá í stríð svo hægt væri að drepa þá. Ég á fjóra syni. Fyrst datt mér í hug að skrifa langa skáldsögu, kannski fimm hundruð síður en hana rak að feigðarósi og úr varð lítill leiðari undir rós, ævintýrið: SEM-KONA. Árið 2005 var ákveðið að taka upp nýtt tímatal vegna þess að þá voru liðin þrjátíu ár síðan rétt- indi voru lögtekin á Lækjartorgi. Ayathollah-Kata átti hug- myndina. Hún tilkynnti þetta á Amarhóli tíu þúsund kvennvarð- liðum sem hoppuðu fyrir framan hana og blóðguðu sig á enni. Þá var og lögfest að karlar skyldu ganga með sólgult merki í barm- inum, á því var mynd af grárri rottu sem hvfldi makindaleg of- an á hrauk af hrútspungum. Þetta var til að auðkenna að þeir væm pungrottur. Rottan var grá vegna þess að hún var komin með gráa fiðringinn. Ayatholla-Sigga tilkynnti að kominn væri tími til að karlar gerðu eitthvað. Nú urðu þeir að aka strætó. Púla á eyrinni. Grafa skurði. Byggja hús. Hanga á kontómm. Fara til sjós og svo má lengi telja. -Látum þá höggva steina,hrópaði Ayatholla-Kata. - Ég vil nýjan hringveg. Mér leið- ist sá gamli. Flokkamir lögðu upp ffá Ak- ureyri og þegar þeir mættust á Mýrdalssandi var reiðinnar býsn af hnullungum eftir. Svona miklu gijóti var ekki hægt að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.