Alþýðublaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. júlí 1993 MÞBUBIJIDID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Innrás í Líbanon Það er kaldranaleg þversögn þegar því er haldið fram að innrás ísraela í Líbanon auki líkur á varanlegum friði íyrir botni Miðjarðarhafs. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara eru á flótta undan heijum ísraels, og því er hótað að Suður- Líbanon verði gert óbyggilegt með öllu. ísraelar skáka í því skjóli að þeir séu að uppræta hryðjuverkamenn Hizbollah- hreyfingarinnar, en í reynd eru þeir að efna til stríðs á hend- ur sjálfstæðu og fullvalda ríki. s Israelar gerðu innrás í Líbanon árið 1982 og hafa síðan haldið fímmtán kílómetra löngu belti við landamærin. Með innrásinni fyrir ellefu árum juku þeir mjög á gríðarlegan flóttamannavanda Líbanons. Samkvæmt opinberum tölum stjómvalda í Líbanon ílýðu 450 þúsund manns frá heimil- um sínum í innrásinni 1982. Flestir leituðu skjóls í rústun- um í Beirút. Markviss áætlun stjómvalda gerði ráð fyrir að fólkið sneri smám saman til 949 þorpa og bæja á næstu fímm ámm. 650 þessara þorpa em nú í hættu vegna innrás- ar Israela. Yfírlýst markmið ísraela er að auka enn á flóttamanna- strauminn til Beirút og knýja þannig stjómvöld í Líbanon til aðgerða gegn Hizbollah-hreyfingunni. Israelar beita þannig sjálfir aðferðum hryðjuverkamanna: óbreyttir borg- arar í öðm landi em peð sem þeir fóma á kaldriljaðan hátt til þess að ná markmiðum sínum. Tugþúsundir Líbana sem flýðu árás ísraela árið 1982 gátu loks snúið til síns heima síðustu mánuði og misseri. Nú er þetta fólk aftur á flótta, og aftur spýja vítisvélar ísraela eldi á þorpin í Suður-Líbanon. Það sem af er árinu munu tólf ísraelskir hermenn hafa fall- ið í árásum Hizbollah-skæmliða á landamæmnum við Líb- anon. Stjómvöld í Beirút standa ekki á bakvið þær árásir. Hizbollah-hreyfíngin er studd af Irönum fyrst og fremst. Það er útbreiddur misskilningur að stjómvöld í arabaríkjum styðji almennt við bakið á öfgasinnuðum trúarhópum á borð við Hizbollah. Stjómvöldum í Beirút er enginn akkur í uppgangi Hizbollah, en þau hafa ekki haft bolmagn til að kveða hreyfmguna niður. Líbanon er í sámm eftir 15 ára borgarastyrjöld og efnahagslífið er afar bágborið. Viðræður um leiðir að varanlegum friði fyrir botni Mið- jarðarhafs hafa gengið harla brösuglega síðan þær hófust í Madrid fyrir tveimur ámm. Tæpast er heldur við öðm að búast: yfirleitt er litið á það sem meiriháttar sigur ef máls- aðilar fást á annað borð til þess að setjast við samninga- borð. ísraelar hafa nú skapað mikla óvissu um framhald friðarviðræðna. Sýrlendingar, sem em með 40.000 manna herlið í Líbanon, hafa enn sem komið er bmgðist við innrás ísraela af yfir- vegaðri ró. Hinsvegar hlýtur að vera umhugsunarefni hvort ísraelar eru ekki vísvitandi að stuðla að því að friðammleit- anir fari útum þúfur. Þeir gráta þurrum támm þótt uppúr slitni. Obilgimi ísraela hefur vakið hörð og eindregin viðbrögð víðast hvar. Jafnvel Bandaríkjamenn gagnrýna aðgerðir Israela, og þarf nokkuð til. Israelum verður að skiljast að þeir geta ekki endalaust samið sjálfir leikreglumar í sam- skiptum þeirra við önnur lönd. LEIÐfiRI UNDIR RÓS Ólafur Gunnarsson Lyqna Don Heim á gamla Frón berast gleðitíðindi: Bretum þyki orðið leiðinlegt að horfa á sjónvarp. Þegar svona nokkuð gerist úti í heimi þá er fyrirsjáanlegt að er- lendu áhrilin nái bráðum til Is- lands og nú er gott að vita að enn eru í bænum ýmsar ágætar forn- bókasölur. í vikunni sem leið kom ég á eina þeirra og sá þar eintak af Lygn streymir Don, eft- ir Mikhail Sholokov. Sú var tíðin að þessi bók var almennt meir lesin á heimilum en margar aðr- ar bækur og ég minnist þess að ef brúkað eintak kom í búðar- glugga þá var eins víst að það væri selt fyrir lokun. Lygn streymir Don féll í áliti hjá mörgum lesanda fyrir um tuttugu árum. Solzenytzin lét þá prenta á eigin kostnað hálfkarað rit eftir fræðimanninn „D“, sem þá var ný- látinn. „D“, vildi sanna að Lygn Streymir Don væri verk kósakkans Victor Kryukov sem dó á flótta undan Rauða hemum 1920. Kry- ukov samdi fjölda smásagna um og eftir aldamótin. Tengdafaðir Sho- lokov átti að hafa komist yfir kass- ann með handritinu. Sholokov snurfusaði bókina og samdi niður- lagið, sagði „D“. Samkvæmt kenn- ingum „D“, var Kryukov höfundur um 95% af fyrri bindunum. Og hann hafði samið um 70% af þriðja og 30% fjórða bindis. Ég held að furðu fáir viti að Tic- hij Don, Lygna Don, eða Hljóða Don, eins og hún heitir víst á frum- málinu er mun lengri saga en þau tvö bindi sem Helgi Sæmundsson þýddi úr ensku og Guðjón Ó gaf út. Það er tæpast helmingur bókarinn- ar. Lygn streymir Don, sem lesin er á vesturlöndum, er tæpast 2/3 hlut- ar skáldsögunnar allrar. Á rúss- nesku er Tichij Don 2300 blaðsíð- ur. Kvitturinn um ritstuld var reynd- ar ekki jafn nýr og menn héldu 1974 þegar Solzenytzin gaf út fræðirit „D“. 1928 þótti það með ólíkindum að svo ungur maður, Sholokov var þá 23 ára, setti saman slíkar heimsbókmenntir. Árið 1932 var sagan orðin þrjú bindi og íjórða bindi fúllsamið en þá kom babb í bátinn. Stalín sjálfur komst í málið. Og líkaði ekki niðurlagið. Næstu ár stóð í stappi milli höfundar og Sta- líns. Og 1938 gafst Stalín upp og Sholokov fékk að hafa þau sögulok sem hann sjálfur vildi. Það munu hafa verið kommún- istar sem komu af stað þessum rógi um ritstuld árið 1928 vegna þess að Sholokov var ekki flokksbundinn. En þegar hann var genginn í flokk- inn var orðið of seint að kveða kvittinn niður. Hitt er svo önnur saga að hann varð með aldrinum flestum höfundum meiri harðlínu- maður og skáldskapurinn yfirgaf hann. Um þetta hafa menn ritað langt mál og eiga sjálfsagt margt ósagt. En víst er að mikill þverhaus má maðurinn hafa verið að standa þetta í Stalín. Minna hefur farið fyrir því hér- lendis sem mörgum ytra þykja lok þessa máls. Fyrir áratug mataði norskur fræðimaður, Geir Kjetsaa, tölvu á fyrsta smásagnasafni Sho- lokov og fjölda smásagna Kry- ukovs, lét þar næst tölvuna fá stórar spildur úr fyrsta bindi Lygnu Don, sagði tölvunni að enginn hefði sam- ið Lygnu Don og spurði hvor væri höfundurinn, Ktyukov eða Sho- lokov. Tölvan velti þessu fyrir sér með línuritum og rannsóknum á orðum og orðnotkun, samanburði á málsgreinum, setningum og hrynj- andi, norska bókin liggur hér fyrir framan mig á borðinu um leið og ég set saman þennan leiðara undir rós: Authorship of The Quiet Don. Sol- um Forlag/ Humanities Press. Það var sama hvemig jafnan var lögð fyrir tölvuna, hún svaraði að Kry- ukov hefði hvergi nærri komið. Hins vegar væru á Lygnu Don sömu tök á tungunni og Mikhail Sholokov sýndi í smásögum sínum. Þess vegna er öllum óhætt þegar okkur fer að leiðast sjónvarp líkt og Bretum, að lesa upp á nýtt, eða í fyrsta sinn þessa bók um Don Kós- akkana. finnáll 30. jálí Atburðir dagsins 1898 Þýski kanslarinn Prins Otto von Bismarck deyr. 1930 Úrúguay vinnur Argentínu 4-2 á HM í knattspymu. 1963 Breski njósnarinn Kim Philby birtist í Moskvu. 1966 England vinnur V-Þýskaland 2-1 í HM í knattspymu. 1973 Fómarlömb l'halidomide fá 20 milljón £ í bætur. 1987 Saudi-Arahísk lögregla skýtur á íranska pílagríma. 1991 Pavarotti syngur fyrir 150.000 aðdáendur í London. Afmœlisdagar Emily Bnintc - 1818 Enskur rithöfúndur. Henry Ford - 1863 Bandarískur bílaframleiðandi. Peter Bogdanovich - 1939 Enskur kvikmyndaleikstjóri. IJaley Thompson -1958 Breskur tugþrautarmeistari. Málsháttur dagsins „Oft blekkir orðslœgur einfaldan.“ Málsháttasöfn Hallgríms Schevings. Boðsrit Bessastaöaskóla 1843 og 1847. 1853 - John Speke nefnir Viktoríuvatn Hinn 31 árs hreski landkönnuður John Hanning Speke nefndi í dag hið mikla vatn scm hann uppgötvaði í hjarta Afríku. Spekc nefndi vatnið Viktoríuvatn eftir Viktoríu Bretlandsdrottningu. Hann hefur verið í könnunarlciööngrum með Richard Burton um Afríku en þeir skildust skiptum nýverið. filþýðublaöið 30. júlí 1960 Misvitur forseti „í deiiunt um stefnuskrá repúblikana hefur farið svo, að hinn frjáls- lyndari arrnur flokksins sigraði. Þetta varð til þess að Eisenhower for- seti, sem hefur reynst hinn mesti íhaldskurfur í innanríkismálum, lét sér fara um niunn niðrandi orð um smáríki í Evrópu, er stjómað hefur verið í anda jafnaðarstefnunnar. Fer ekki á milli mála, að hann átti við eitthvcrt Norðurlandanna.“ Segir í ómerktum leiöara í ritstjómartíð Gísla J. Ástþórssonar og Benedikts Gröndal. Þar er ekki farið fögrum orðum um Eisenhower og þess er vænst að Kennedy verði næsti forseti svo velmegun Bandaríkjamanna megi aukast... Straumur í Þórsmörk „Þá er það að lokum hið gamla vandamál: umgcngni fólks. 1 viðtali við blaðamenn í gær sögðu forráðamenn ferðaskrifstofanna, að að- koma að Þórsmörk hefði verið hörtnuleg f fyrra eftir verslunarmanna- helgina.“ Svo eru menn að gera skóna að þvf að núverandi æskufólk landsins sé .versta sóðakyn- slóðin“ hingað til... Svavar Gests „Svavar Gests hcfur kvatt Austurland, endurtekið tónleika á Akureyri og Sigló og þræðir nú kauptún á leið sinni suður til Reykjavíkur. Virð- ist því útilega hljómsveitarinnar að taka endi, en þeir ku hafa gert góða vertíð f ferð þessari." íþágömlugóðu daga... ATHUGASEMD RITSTJ.: Þau mistök urðu við vínnslu Alþýðublaðsins sem út kom í gær að sömu dagsetningunum á „Annáll...“ og Alþýðublaðið..var ieyft að slæðast inn og vorn daginn áður. Þama átti vitaskuld að standa „Annáll 29. júli“ og „Alþýðublaðið 29. júlí 1976". Hlutaðeigandi aðilar (til dæmis Kari Breta- prins, Árni Gunnarsson, Jón Einar Guö- jónsson og fleiri) eru beðnir innilegtar af- sökunar á klúðrinu. œqmm /likib saltaö yrir austan SSIIlllll SMST-S illdar- túlkur! ISfM =s o A Katt ttrlð milli Ghono og S-Altlku ■ — i M Louoardoostída Houks er ó IX iIdti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.