Alþýðublaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. júlí 1993 ____________________________________^ i IV____________ Meirihluti bœjarstjómar í Keflavík afhjúpar minnismerkið „Hvorki fugl né fiskur“ 5 „Mikill tími í umræður en litlu komið í verk“ - segirAnna Margrét Guðmundsdóttir bœjarfulltrúi og gagnrýnir meirihlutann fyrir máttlausar tilraunir til að bœta atvinnuástandið. „Það sem af er þessu kjörtímabili hafa störf bæj- arstjórnar markast mikið af því slæma atvinnu- ástandi sem hefur verið á Suðurnesjum og þá ekki síst hér í Keflavík. Alþýðuflokkurinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn síðasta kjörtíma- bil og auk framkvæmda á þeim tíma lögðum við grunninn að ýmsum verkefnum sem hafa orðið að veruleika eftir að við misstum meirihlutann. Má þar nefna dagheimili og dvalarheimili fyrir aldr- aða. Við erum nú í minnihluta með fjóra bæjarfull- trúa. Sjálfstæðismenn eru einnig með fjóra og mynda meirihluta með fulltrúa framsóknarmanna. Við höfum lagt áherslu á málefnalega gagnrýni á störf meirihlutans og lagt öllum góðum málum lið,“ sagði Anna Margrét Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi í samtali við blaðið. skólasel tekið í notkun þar sem ung börn geta dvalið fyrir og eftir skóla. Það var kominn vísir að þessu í fyrrahaust en nú er verið að flytja starfssemina í betra húsnæði þar sem hægt er að taka við mun fleiri börnum. Þama er boðið uppá mat og starfssemin er öflug þar sem bömin fá að reyna á sitt hugvit og þau fá tækifæri til að læra þama ef þau vilja. Það er mjög heimilislegt og skemmtilegt andrúmsloft sem for- stöðukonunni hefur tekist að skapa bömunum. Bókasafnið hefur búið við mjög þröngan kost en í haust verður safn- ið flutt í nýtt og stærra húsnæði sem tekið var á leigu. Höfnin em í eigu Keflavíkur og Njarðvíkur og þar var ný smábátahöfn tekin í notkun fyrir síðustu áramót. Það var ein af hug- myndum Alþýðuflokksmanna að gera smábátahöfn en mörgum þótti hugmyndin grátbrosleg. Nij er höfn- in komin og er afskaplega mikil bæjarprýði. Þama er góð aðstaða fyrir smábáta. Þá vil ég nefna nýja viðbyggingu við Fjölbrautaskólann sem er samstarfsverkefni sveitarfé- laganna og er ákaflega myndarleg bygging. Með þessari viðbyggingu er skólinn kominn með húsnæði sem rúmar alla þá starfssemi sem þar fer fram innandyra en áður var hann til húsa á mörgum stöðum í bænum. Loks vil ég nefna að bærinn ætlar að taka á leigu húsnæði undir æskulýðsmiðstöð sem ætlunin er að reka í tilraunaskyni í eitt og hálft ár til að byija með. Það er því ýmislegt sem verið er að gera og í Keflavík býr dugmikið fólk sem þykir vænt um bæinn sinn,“ sagði Anna Margrét Guð- mundsdóttir bæjarfulltrúi. SG „Samstarf svcitarfélaga hcr á Suðumesjum er öflugt og hefur skilað góðum ár- angri,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason Hún sagði að atvinnuátak væri í gangi á vegum sveitarfélagsins sem væri fólgið í fegrun, gróðursetningu og fleira í þeim dúr. Hins vegar skil- aði þetta ekki störfum til lengri tíma litið. En það væri brýnt að bæta at- vinnuástandið í bænum. „Þátttaka Islenskra aðalverktaka í atvinnurekstri er nú að skýrast. Keflavíkurbær keypti hlut Sam- bandsins í Stakksvík fyrir einu ári á 42 milljónir króna og á nú 85% í fyrirtækinu. Það hefur hins vegar gengið afskaplega hægt að koma málum fyrirtækisins á rekspöl og skapa þannig atvinnutækifæri. Nú hafa aðalverktakar ákveðið að kaupa fiskiskipið Eldeyjar-Boða og leigja það Stakksvík. Islenskir aðal- verktakai- veita samtals 300 milljón- um til atvinnuuppbyggingar á Suð- umesjum. Það hillir því undir að loksins fari eitthvað að gerast sem skilar árangri. Staðreyndin er sú að það hefur farið óskaplega mikill tími í alls konar umræður um at- vinnumál en litlu komið í verk. Meirihlutinn í bæjarstjóm hefur ver- ið hálf máttlaus í að finna einhveijar lausnir í atvinnumálum," sagði Anna Margrét. Mikil ásókn fyrirtækja í bæj- arábyrgðir Það kom fram í máli Önnu Margrétar að minnihlutinn hefur lagt kapp á að sýna ábyrgð í störfum sínum og ekki staðið í því að flytja tillögur sem ekki skili árangri í að finna ný störf. Málefnin hafa verið látin ráða og fulltrúar Alþýðu- flokksins verið virkir í umræðunni um hvaðeina sem til framfara horfir. „Það sem hefur einkennt undan- farin misseri er mikil ásókn fyrir- tækja í bæjarábyrgðir. Segja má að um holskeflu sé að ræða miðað við það sem maður átti að venjast áður, til dæmis á síðasta kjörtímabili. Þetta endurspeglar kanski þann raunveruleika sem við stöndum frammi fyrir í dag. Mörg þessara fyrirtækja hafa fengið bæjarábyrgð- ir en því miður hefur það ekki í öll- um tilfellum orðið til að skapa þau atvinnutækifæri sem við vonuðumst til,“ sagði Anna Margrét ennfremur. Hvorki fugl né fiskur Við vikum talinu að framkvæmd- um á vegum bæjarins og um þær sagði Anna Margrét meðal annars: „Við gerð fjárhagsáætlunar lagði minnihlutinn til að lokið yrði bygg- ingu sundmiðstöðvar. A síðasta kjörtímabili réðumst við í það mikla átak að byggja hér nýja sundmið- stöð, en það á eftir að byggja við hana innilaug. Við vildum að farið yrði í það verkefni. Framkvæmdin yrði atvinnulífinu til góða og skap- aði síðan vinnu þegar verkefninu lyki. Þessi tillaga okkar var ekki samþykkt. Hins vegar fór meirihlut- inn í gagngerar breytingar í skrúð- garðinum sem við teljum ótímabær- ar og þetta skapar enga atvinnu þeg- ar frá líður. Meirihlutinn reisir sér hins vegar ákveðið minnismerki með þessu og því vel við hæfi að þarna var vígt listaverk 16. júní sem heitir „Hvorki fugl né fiskur“. í kosningabaráttunni lágum við undir miklu ámæli andstæðinganna fyrir að íþyngja fbúunum með mikl- um skattaálögum. Við sýndum nefnilega þann kjark og það þor á síðasta kjörtímabili að hækka út- svarsprósentuna í 7,5 vegna þess að Keflavík er mjög tekjulágt sveitar- félag miðað við mörg önnur hér í nágrenninu. Við gerðum þetta til að geta nýtt alla tekjustofna og fengið framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Andstæðingamir gagnrýndu þetta hart og kváðust mundu breyta þessu ef þeir næðu völdurn. Þeir fengu meirihluta en reyndin er sú að útsvarsprósentan er enn 7,5 og ekk- ert sem bendir til að hún lækki. Hinn nýi meirihluti lækkaði hins vegar álagningastuðul á fasteignagjöldum úr 0,40 í 0,36 en fækkaði jafnframt gjalddögum úr tíu niður í fimm. Sú ákvörðun okkar að hækka útsvars- prósentuna á sínum tíma er búin að skila Keflavíkurbæ 225 milljónum króna úr jöfnunarsjóðnum og það var það sem við horfðum til þegar við vorum að nýta okkur þessa tekjustofna. Ýmsir þeirra sem nú sitja í meirihluta höfðu þá uppi ófógur orð um þennan jöfnunarsjóð, en þeir fúlsa ekki við þeim pening- urn sem koma úr sjóðnum í dag.“ Öflugt samstarf sveitarfélaga Sem fyrr segir hafa fulltrúar minnihlutans lagt öllum góðum málum lið og Anna Margrét sagði að sem betur færi væri ýmislegt já- kvætt að ftnna: „Samstarf sveitarfélaga hér á Suðumesjum er öflugt og hefur skil- að góðum árangri. Af samstarfs- verkefnum má nefna sameiginlegt tjaldstæði Keflavíkur og Njarðvíkur sem opnað var á þessu ári og það má strax merkja aukningu á ferða- mönnum í bænum. I haust verður íslandsmeistaramótið í golfi hefur staðið yfir undanfarna daga á Iiólmsvelli í Leiru, en mótinu lýkur í dag. Meðal þátttakenda er núverandi íslandsmeist- ari kvenna, Suðurnesjakylfingurinn Karen Sævarsdóttir. Það eru á þriðja hundrað þátttakendur í mótinu og hér er það Ágúst Ingi Jónsson, fréttastjóri á Morgunblaðinu, sem slær kúluna. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.