Alþýðublaðið - 30.07.1993, Side 6

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Side 6
6 KEFLAVÍK Föstudagur 30. júlf 1993 Krístján Gunnarsson með nýju smábátahöfnina í baksýn en hann vonast til að með þeirri höfn muni útgerð smábáta eflast. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Atvinnuástand hejur batnað á Suðumesjum en blikur á lofti með haustinu „Okkur vantar fleiri frumkvöðla til að hefja atvinnurekstur“ - segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis „Atvinnuleysi hefur farið stigminnkandi og núna erum við að greiða 130 félags- mönnum atvinnu- leysisbætur. Þó að það sé í sjálfu sér há tala þá höfum við séð töluna 500 þeg- ar allt upp í 23% fé- lagsmanna voru at- vinnulausir síðast liðinn vetur. Það er atvinnuátak sveitar- félaganna og afleys ingastörf hjá varnar- liðinu í sumar sem hafa bætt ástandið. Þegar þessu lýkur með haustinu ótt- umst við að atvinnu- leysi fari vaxandi á ný,“ sagði Kristján Gunnarsson for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis í samtali við Alþýðublaðið. Það er ekki af ástæðulausu sem Kristján telur ýmsar blikur á lofti varðandi atvinnumálin: „Eg var að fá skeyti frá íslensk- um aðalverktökum þar verið er að tilkynna uppsögn 74 starfsmanna. Þar af eru 39 í þessu félagi sem ég er formaður fyrir. Bæði er um að ræða sumarstarfsfólk og fólk í fastri vinnu. Þetta er þvf verulegt áfall. En verkefnastaða aðalverk- taka er slæm og forsvarsmenn þeirra hafa sagt mér að þeir séu ekki bjartsýnir á framhaldið. Stað- reyndin er sú að samdráttur í fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli vegur þyngst í því atvinnuleysi sem hefur verið hér og er enn.“ Erum leiguliðar í útgerð Þó útlitið sé ekki að öllu leyti björgulegt má þó einnig greina Ijósa bletti á sumum sviðum. „Við erum svo sem ekki von- lausir um að einhverjum takist að fá vinnu. Ég veit að ígulkera- vinnslan í Njarðvík fer fljótlega á stað aftur eftir nokkurt hlé. Mér hefur verið sagt af forráðamönn- um vinnslunnar að þeir muni ráða allt að eitt hundrað manns til starfa og þar af er stór hópur kvenna. Svo er vonandi að ftskvinnslan glæðist á nýju kvótaári. En það er hægt að telja þá á fingmm annarar handar sem hafa hætt sér út í ein- hvers konar fiskvinnslu héma. Fiskveiðistjómunin er okkur Suð- umesjamönnum afskaplega óhagsstæð. Sjómenn hér em meira og minna leiguliðar útgerða norð- ur í landi. Þar hafa menn peninga og kvóta og það liggur við að það sé pantaður fiskur í ákveðnum stærðum sem passa í vélamar hjá þeim. Utgerðin er öli f skötulíki hér,“ sagði Kristján. Þurfum fleiri frumkvöðla „Auðvitað bindum við vonir við aukna útgerð smábáta. Það er búið að gera stórglæsilega smábátahöfn hér og ég er vongóður um að út- gerð smábáta takist vel. Islenskir aðalverktakar eru búnir að ákveða sína þátttöku í atvinnuuppbygg- ingu og það vekur bjartsýni um einhverja nýsköpun. Svo er búið að halda hér mikið af fundum og ráðstefnum um úrbætur f atvinnu- málum. Vonandi fer það að skila meiri árangri en þeim að útvega konum vinnu við að hella uppá kaffi og smyrja snittur ofan f fund- armenn. Við þurfum fleiri frumkvöðla eins og Sigurbjöm Sigurðsson sem hefur hafið framleiðslu á skútum. Menn sem þora að taka ákveðna áhættu eins og alltaf hef- ur verið f atvinnurekstri. En okkur hefúr vantað frumkvöðla. Menn em svo brenndir eftir misheppnað- ar tilraunir á ýmsum sviðum eins og til dæmis í fiskvinnslunni. Menn leggja ekki út í þetta núna með vaxtakerfið og bankana á móti sér. Það er auðvitað meira en að segja það að ætla sér að liefja atvinnurekstur. En vonandi em einhveijir tilbúnir að reyna og þá er um að gera að styðja við bakið á þeim,“ sagði Kristján Gunnarsson. SG Smíðar skútur til útflutnings Smíði á skútum er nú í undirbúningi í slippnum í Keflavík. Það er fyrirtæki Sig- urbjörns Sigurðs- sonar skipasmíða- meistara sem stend- ur að smíðinni í samvinnu við danskt fyrirtæki. Reiknað er með að smíða 6 - 8 skútur fyrsta árið og fara þær erlendan markað. Fyrirtæki Sigurbjöms heitir Ventus hf. og á dönsk skútusmíða- stöð lítinn hlutí fyrirtækinu. Fram- Ieiðsla Ventusar verður seld undir merki dönsku stöðvarinnar sem að- stoðar við að koma þessari starfs- semi á laggimar hér. Búist er við að um 10 manns fái vinnu við skútu- smíðamar í Keflavík þegar fram- kvæmdir hefjast í haust. SG Sigurbjöm Sigurðsson skú tusmiður ásamt aðstoðarmanni. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.