Alþýðublaðið - 30.07.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Page 7
Föstudagur 30. júlf 1993 KEFLAVÍK 7 Fyrsta konan sem kjörin er bæjarlistamaður í Keflavík „Þykir vænt um þessa viðurkenningu“ - segir Halla Haraldsdóttir gler- og myndlistakona sem er nú að undirbúa sýningu á verkum sínum „Það er nýbúið að setja upp verk eftir mig í lítilli kapellu í Mains í Þýskalandi og er þar um Maríumynd- ir að ræða. Einnig var verið að setja upp tíu glugga eftir mig á Sel- fossi en ég var búin að gera sex áður. Ekki alls fyrir löngu voru sett upp glerverk eftir mig á öllum veggjum veitingahússins Smiðjunnar á Akureyri og gluggar á efri hæð. Svo er mikið af verk- efnum sem ég er að teikna hugmyndir að og á að setja upp bæði hér heima og í Þýskalandi, en það er ekki tímabært að ræða það núna,“ sagði Halla Haralds- dóttir gler- og myndlis- takona í samtali við blaðið. Halla er kunn listakona bæði hérlendis og crlendis. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði en hefur lengi verið búsett í Ketlavík. Halla var kjörin bæjarlistamaður Kefla- víkur þann 17. júni' og er þriðji listamaðurinn sem öðlast þann heiður og jafnframt fyrsta konan. „Mér þótli vænt um þessa við- urkenningu og í framhaldi af henni er næst á dagskrá hjá niér að und- irbúa sýningu sem verður hér á næsta ári. Þar verða bæði glerverk og málverk enda vinn ég jöfnun höndum við þetta. Ég hcf fengið rnörg skemmtileg verkefni undan- farið. I fyrra var ég til dæmis að skreyta hús fyrir milljónamæring t Þýskalandi. Eg skreytti vinnustof- umar hans, þijú baðherbergi, gang, stóran vegg í stofunni og fleira. Það kornu rnyndir af tveim- ur gluggum hússins í tímaritinu Das Haus,“ sagði Halla. Gler- og mósaikverk í marg- ar kirkjur Stundum heyrast þær raddir að listamenn hérlendis fái ekki mörg tækifæri til að skreyta byggingar eins og algengt er í öðrum löndum. Halla Haraldsdóttir segist ekki þurfa að kvarta undan verkefna- skorti. „Ég hef gert mjög mörg verk í einbýlishús og einnig hef ég unnið bæði gler- og mósaikverk í margar kirkjur. Þá vann ég verðlaun fyrir þremur árunt fyrir útilistaverk, mósaik, sem er við Sundrniðstöð- ina hér í Keflavík. Ég hef einnig unnið verk fyrir Hveragerðiskirkju og safnaðarheimilið þar, Þingeyr- arkirkju, Selfosskirkju og Stykkis- hólmskirkju, svo dæmi séu tekin. Einnig get ég nefnt að ég gerði alt- aristöllu í kapellu sjúkrahússins f Keflavík og einnig glugga auk fleiri verka þar. Svo á ég verk á biskupsstofu, Hótel Örk og stórt mósaikverk á dvalarheimili aldr- aðra á Akureyri auk fjölda verka í einkaeign, á opinberum stofnun- um og byggingum bæði innan- lands og utan,“ sagði Halla. Hún stundaði nánt í list sinni bæði hér á Iandi og erlendis. Halla hefur haldið ljölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði innanlands og utan og hlotið ýms- ar viðurkenningar og verðlaun. Verk hennar hafa verið valin til birtingar í bókum og á kortum hjá Kiefel-forlaginu í Þýskalandi. Frá árinu 1978 hefur Halla unnið sín gler- og mósaikverk á hinu virta verkstæði dr. H. Oidtntann í Þýskalandi. SG Gífurleg aðsókn er að Fjölbrautaskóla Suðumesja „Skólinn er stærsti vinnustaður Suðumesja“ - en illu heilli er aðsókn mest í hefðbundnar stúdentsgreinar, segir Hjálmar Amason skólameistari „Skólinn hefur skilað miklu til samfélagsins á þeim 17 árum sem hann hefur starfað og það sést á mörgum sviðum. Á flestum vinnustöðum eru fyrrverandi nemendur okkar. Ég get nefnt sem dæmi að í grunnskólunum hér var talsvert um réttindalaust fólk við kennslu en nú heyrir það til undantekninga. Meðal annars vegna þess að nemendur frá okkur hafa náð sér í framhalds- menntun og eru komnir heim aftur. Viðhorf til menntunar hefur gjörbreyst síðan starfssemi skólans hófst. Almenningur og ýmis samtök at- vinnulífsins eru velviljuð okkur og hafa stutt við bakið á okkur,“ sagði Hjálmar Árnason skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samtali við blaðið. „Vísum nemendum úr skóla cftir aðvaranir ef þeir taka ekki náminu sem vinnu,“ segir Hjálmar Ámason skólameistari. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Hjálmar sagði að þegar skólinn hefði verið stofnaður 1976 hefðu 12 - 15% af hverjum árgangi sem lauk skólaskyldu haldið áfram námi en nú væri hlutfallið um 90%. Að- sókn að skólanum hefði aukist gíf- urlega og það væri Ijóst að næsta vetur yrðu um 700 nemendur í dag- skóla. Búist væri við svipaðri að- sókn í öldungadeildirog undanfarið þar sem hefðu verið um 150 nem- endur á önn. Síðan væri skólinn með alls konar námskeið í sam- starfi við atvinnulífið og þar væru alltaf um 100 manns á hverri önn. Framhaldsskólinn er í kreppu „Hér eins og annars staðar í framhaldsskólum er mest aðsókn í hefðbundnar stúdentsgreinar, illu heilli vil ég segja. Það eru margar skýringar á þvf en ein er sú að fram- haldsskólinn í landinu er lengi bú- inn að vera í kreppu og endurspegl- ar ekki atvinnulífið. Það vantar gíf- urlega margar starfsgreinar at- vinnuh'fsins inn í framhaldsskól- ann. Nærtækt dæmi er að margs konar þjónusta er að verða mann- ffekasta atvinnugreinin hérlendis en það sést hins vegar ekki í skóla- kerfinu. Við höfum verið að reyna að þróa upp hér starfsmenntabrautir og reynt að hafa um það samstarf við ftilltrúa atvinnulífsins en það gengur afskaplega hægt. Menn eru kanski sammála prinsippinu en þegar á reynir koma upp hags- munasjónarmið og annað þvíum- líkt. Þetta gengur óeðlilega hægt og er kanski aðalhöfuðverkur nemend- anna, skólakerfisins og þar með at- vinnulífsins," sagði Hjálmar. Vantar þá að niarka hvert þjóðfélagið stefnir? , Já. Það er alltaf verið að tala um það á hátíðum og tyllidögum hvað það sé mikilvægt að ntennta æsk- una. Hins vegar vantar á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum að tengja saman markmið og leiðir. Það á bæði við um stjómmálamenn og ekki síður við fulltrúa atvinnu- lífsins. Manni hefur fundist, með undantekningum sem betur fer, al- vinnulífinu standa á sama um það hvað fram fer í skólunum. I sumum tilvikum jafnvel komið með yfir- lýsingar um að skólar séu vondir og af hinu vonda. En við viljum líta svo á í framhaldsskólunum að skól- amir séu til þjónustu fyrir atvinnu- lífið og eigi að endurspegla það sem þar er að gerast. Þannig hafa til dæmis Danir farið að með sínar litlu orkulindir og Jap- anir þegar þeir voru að byggja upp sitt efnahagsundur. Þá taka þeir skólakerfið inni í það með þjón- ustu, starfsmenntabrautum og láta skólana þannig þjóna atvinnulífinu. Við erum ennþá allt of föst í þeirri hugsun að útskrifa stúdenta fyrir gömlu embættismannabrautimar í háskólanum. Maður hefur það stundum á tilfinningunni að við þykjumst vera orðin afskaplega há- þróuð þjóð, en manni finnst samt að við séum ennþá ansi skorðuð á veiðimannastiginu. Við emm að flytja út hráefni og viljurn bara drepa og drepa meira og klórum okkur svo í kollinum yfir því hvað við eigum síðan að gera við allar þessar hrúgur." Sérgrein netagerðar I Fjölbrautaskóla Suðumesja var á sínum tíma starfrækt sérstök flug- liðabraut en hún er nú orðin sjálf- stæð stofnun og rekin af Flugmála- stjórn. En skólinn er engu að síður með námsgrein sem aðrir skólar hafa ekki: „Við emm eini skólinn á landinu sem kennir netagerð sem sérgrein. Það er fámenn iðngrein en afskap- lega mikilvæg. Þetta hafa verið einn til tveir nemendur víða um landið sem hafa verið að koma ann- að hvert ár þannig að það náðist aldrei að sinna þessari námsgrein með reisn fyrir vikið. Þá var tekin sú ákvörðun að sérgreinamar yrðu kenndar við einn skóla sem reyndi þá að þróa þessa námsbraut. Það em einir þrír hópar búnir að fara í gegnum þetta nám hjá okkur og við verðum ekki varir við annað en að þeir séu afskaplega ánægðir. Nem- endur koma víða að af landinu og em hér í eina önn. Ef við hefðum tekið þetta föstum og myndarlegum tökum lyrir 20 - 30 ámm þá hefðum við átt að vera leiðandi á þessu sviði í dag. Það em þessar starfsmennta- brautir sem við bindum mestar von- ir við og vomm búin að skilgreina einar 70 nýjar námsbrautir fyrir framhaldsskóla. Við vildum fara að gera tilraunir með þær en það má segja að verkið sé nú statt hjá sam- tökum atvinnuh'fsins. Þau þurfa að leggja blessun sína yfir þetta hvað snertir launamál og ýmsa hags- muni. Því miður gengur það alltof hægt,“ sagði Hjálmar. Letingjar reknir úr skóla „Hér við skólann em rúmlega 60 manns á launaskrá, þar af tæplega 50 kennaiar. Þá lít ég á nántið sem fulla vinna og það má því segja að þetta sé stærsti vinnustaður á Suð- umesjum. Eftir að við tókum í notk- un viðbyggingu fyrir einu ári hefur aðstaða til náms gjörbreyst. Nem- endur koma hér á ntorgnana og em hér samféllt þar til seinnipart dags, annað hvort í kennslustundum eða að læra undir tíma. Hér er mötu- neyti og góð aðstaða til félagslífs. Við höfum verið að herða mjög húsagann hér innanhúss gagnvait nemendum. Okkur finnst að of margir nemendur sem hafa mjög góða aðstöðu til að læra og tækifæri til þess, taki náminu af miklu kæm- leysi. Við höfum því gripið til þess ráðs að vísa nemendum úr skóla eftir aðvaranir ef þeir taka ekki náminu eins og vinnu. Það er hvorki þeim né öðmrn til góðs að þeir séu aldir hér upp í kæmleysi og það verður enn frekar gengið eftir þessu í næstu önn. Við kæmm okk- ur ekki um neina húðarletingja sem ekki nenna að vinna,“ sagði Hjálm- ar Ámason skólameistari að lokum. SG mrm Vinningstölur 28. júlí 1993 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 1 6 af 6 0 (á ísl. 0) 25.780.000 1 I 5 af 6 LÆ+bónus 2 352.791 j 5 al 6 0 275.873 j 4 af 6 282 1.910 =1 3 af 6 ^+bónus 1.018 234 Aðaltölur: lMÍ3 14)115^! BÓNUSTÖLUR ©@@ Heikterupotoð þessa vlku: 27.538.287 á isl.: 1.758.287

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.