Alþýðublaðið - 30.07.1993, Síða 9

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Síða 9
vjs/vjoisvoMttionv nw » ijh Föstudagur 30. júlf 1993 9 yUMFERÐAR RÁÐ ÁFENGISVARNARÁÐ Fullorðinn maður kom að máli við einn fyrrum ritstjóra Alþýðublaðsins og bað hann um að „koma þessari grein í kratablaðið“. Greinin fer hér óbreytt á eftir: Dæmigerður dagur! í Degi á Akureyri birtist 6. júlí síðast liðinn eftirtekt- arverð grein undir fyrir- sögninni „Láta sér annars víti að varnaði verða“. Hún er eftir Lúðvíg Egg- ertsson og rekur frásögn manns, sem hafði ráðið sig til náms og starfs í landi austan tjalds“. Síð- asti hluti greinarinnar, með millifyrirsögn: „Dæmigerður dagur“, er á þessa leið: „Þegar venjulegur vinnuu'mi að morgni nálgaðisl, mátti sjá ómerkta lög- reglubifreið, eina eða ileiri, rölta eftir umferðargötunni gegnt íbúðinni eða taka sér biðstöðu í nágrenninu. Sjaldan var um að ræða hina hefðbundnu vagna, heldur minni senditíkur löggunnar, til dæmis Lada-druslur nær samlitar göt- unni eða í sterkari litum. Kvensnift var gjaman við stýrið. Stundum hímdi lög- reglubifhjól þama tímunum saman, jafn- vel f slæmu veðri. En slíkar hrellingar lögreglumanna voru úr sögunni nteð til- komu myndupptökutækja. Svo oft hafði ég séð þessi ökutæki, að ég þekkti hvert þeirra tilsýndarog þurfti ekki að sjá núm- erið. Um leið og ég lagði af stað í bifreið minni (eða strætisvagni), fylgdi einn úr hersingunni mér eftir, rneðan unnt var vegna umferðarinnar. Svo kallaði hann annan upp eða aðra, og tóku þeir þá til við eltingarleikinn. Fyrir kom, til dæmis í miklu annríki eða á óvenjulegum tíma, að notast var við „félagslegu ökutækin". sjúkrabíl eða bíl fatlaðra og lamaðra, jafnvel póstbíl, sem var þó sjaldan. Síðast kom lögreglubíllinn sjálfur, og var það ávallt svo. Söniu tilburðir voru viðhafðir á heimleið. — Ef þeir misstu af mér á leið til borgar, var leitað á bifreiðastæðunum. Ef það gerðist á heimleið, var bíll settur á vakt við hús mitt.“ Alþýðublaðið er beðið að birta þennan kafla úr grein Lúðvígs Egg- ertssonar til að minna á hvað ber að varast hér á landi. Það má aldrei ger- ast, að íslensk lögregla beiti þeim að- ferðum, sem hér er lýst. - SS - Fyrirsögnin „Dæmigeröur dagur!" er hugarsmíö ritstj. HAFLIÐAHELGI í SKÁLHOLTI Texti, myndir og tónar fléttast saman á Sumar- tónleikum í Skálholts- kirkju um þessa helgi. Höfundur flestra verk- anna og þátttakandi í flutningi þeirra er Hafliði Hallgrímsson tónskáld frá Edinborg og verð- launahafi Norðurlanda- ráðs frá 1986. Þrjár tón- smíðar verða frumfluttar að þessu sinni. í Skál- holtsskóla verður sam- tímis opin sýning á graf- íkmyndum Hafliða. Hafliði Hallgrímsson var vel þekktur sellóleikari áður en hann sneri sér verulega að tónsmíðum. Á morgun, laugardag, klukkan 15, mun hann leika á selló á móti Bimi Stein- ari Sólbergssyni orgelleikara í nýju verki sem Hafliði kallar Predikun á vatni. A sömu tónleikum mun sönghóp- urinn Hljómeyki flytja tvö ný verk eftir Hafliða undir stjóm höfundar- ins, Myrtuskóg og Níundu stund, við latínutexta frá miðöldum og ljóð Baldurs Oskarssonar. Enn fremur leikur Guðný Guð- nrundsdóttir Offerto fyrir einleiksf- iðlu, sem samið varárið 1991 í minn- ingu Karls Kvarans listmálara. Seinni partinn á nrorgun, eða klukkan 17, verður tónlistin í hönd- urn Kolbeins Bjarnasonar, Sigurð- ar Halldórssonar og Péturs Jónas- sonar. Þeir munu flytja tvö verk eftir Hafliða Hallgrimsson, Tristiu fyrir selló og gítar og Flug Ikarusar fyrir einleiksflautu. Auk þess eiga eftir að hljóma tvö einleiksverk í viðbót og hafa þau texta og ffásögn að bakgrunni, líkt og algengt er hjá Hafliða. Það er Elegia eftir Finnann Aulis Sallinen og Sept- ulum eftir þýska tónskáldið Konrad Lechner. Hafliði Hallgrímsson mun á undan laugardagstónleikunum ræða unr tónlist srna og myndverk í húsakynn- um Skálholtsskóla. Erindið hefst klukkan 14. Sunnudaginn 1. ágúst verða íyrri tónleikar laugardagsins endurteknir klukkan 15 og í messunni, þar sem séra Guðmundur Oli Olafsson mun þjóna fyrir altari, verður tónlist- arflutningur af efnisskrám helgarinn- ar. Einsog ævinlega er aðgangur ókeypis að Sumartónleikum í Skál- holtskirkju. Bamagæsla verður í skólanunr og áætlunarferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni, Biffeiðastöð Islands, r Reykjavrk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.