Alþýðublaðið - 05.08.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 05.08.1993, Page 6
6 SKILABOÐ & MYNDLIST Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Athyglisverð sýning opnuð í Nýlistasafninu Erlendur gestur Og ellefu Islendingar * Islensku listamennirnir eiga það öll sam- merkt að hafa útskrifast úr mismunandi deildum Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1990 til 1992. A sýningunni eru meðal annars Ijósmyndaverk, málverk, textílverk, innísetningar og skúlptúrar. A morgun, föstudag klukkan 20, verður opnuð samsýning ellefu ungra íslenskra myndlistarmanna og eins erlends gests, myndlistarmannsins Ralf Samens frá Sviss, í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3B. íslensku listamennirnir sem eiga þarna verk eru Finnur Arnar, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, Jóhann Valdimarsson, Jón Garðar Henrýsson, Katrín Askja Guðmundsdóttir, Lilja Björk Egilsdótt- ir, Lind Völundardóttir, Magnús Sigurðsson, Sig- urður Vilhjálmsson, Þórarinn Blöndal og Ragnheið- ur Ragnarsdóttir. Sýningin á verkum Ralf Samens verður í Setustofu safnsins. Hann er þýskur en búsettur í Sviss og staddur hér á landi á vegum Bem-borgar. Sýning Samens er liður í ferðalagi hans til sex borga; Reykjavíkur, Bel- fast, Helsinki, Poznan, Riga og St.Pétursborgar. Að sögn talsmanna Nýlistasafns- ins er markmið ferðalags Samens að kynna sér verk ákveðinna lista- manna í þessum borgum og það um- hverfi sem þeir vinna í. Listamaðurinn leggur út net milli fjarlægra punkta á útjöðrum evr- ópskrar myndlistar og er því milli- liður tengsla á milli óskyldra menn- ingarsvæða. Verkum sínum skiptir Samens í fimm svokölluð vinnusvið: Manna- myndir unnar í leir, blaðaljósmynd- ir, sóthluti, teikningar og uppákomur sem ýmist eru framkvæmdar innan safnaveggja eða í borgarumhverfi samtímans (svo sem stórmörkuðum, bönkum eða á neðanjarðarjámbraut- arstöðvum). Umfjöllunarefni hans er sjónarhomið á milli myndar og áhorfenda, blekking augans og upp- lifun andartaksins í hringiðu hvers- dagsins. Á sýningunni getur að líta sýnis- horn frá þremur af fimm vinnusvið- um Samens. fslensku listamennirnir eiga það öll sammerkt að hafa útskrifast úr mismunandi deildum Myndlista- og handíðaskóla íslands á ámnum 1990 til 1992. Á sýningunni em meðal annars ljósmyndaverk, málverk, textílverk, innísetningar og skúlptúr- ar. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 14 til 18 og mun henni ljúka sunnudaginn 22. ágúst. Grunnskólinn Sandgerði Sérkennara vantar við skólann Við leitum að manneskju sem er reiðubúin til að taka að sér umsjón og uppbyggingu sérkennslunnar. Vegna forfalla vantar einnig kennara við skólann. Um er að ræða 2/3 stöðu smíðakennara og 1/1 stöðu almenns kennara. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í síma 92-37436 og Þórunn B. Tryggvadóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 92-37730.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.