Alþýðublaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 2
2
LEIÐARI, ÖNNUR SJÓNARMIÐ & ANNÁLAR
Miðvikudagur 11. ágúst 1993
flHIHllímilll
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110
Hlutverk fangelsa
Fangelsismál á íslandi hafa komist í kastljósið að undan-
fömu eftir að fangar hafa í tvígang nánast fyrirhafnarlaust
strokið af Litla - Hrauni. Það sem hefur vakið athygli lands-
manna er sú staðreynd að fangelsið á Litla - Hrauni er ekki
mannhelt. Það hefur ekki aðeins verið sannreynt með tíðum
strokum fanga heldur hefur fangelsisstjórinn staðfest það
með ummælum í fréttum fjölmiðla. En auðvitað er fleira at-
hugavert í fangelsismálum á íslandi en að fangavörslur og
fangelsi sé óhentugar og byggingar úreltar. Menntun og
þjálfun fangavarða svo og stjómunarhæfni fangelsisstjóra
hlýtur að vera ábótavant.
Strok fanganna af Litla - Hrauni sýna og sanna að ekki
verður allri skuldinni skellt á byggingar. Það vekur til að
mynda mikla athygli að fangelsismálastofnun hafi fyrir-
skipað herta gæslu um Bandaríkjamanninn Donald M. Fe-
eney sem afplánaði refsingu á Litla - Hrauni íyrir tilraun til
bamaráns. Fangelsisyfírvöld höfðu fengið upplýsingar um
að hann hefði í hyggju að gera tilraun til að brjótast úr fang-
elsinu. Þrátt fyrir viðvaranir fangelsisyfírvalda til fangelsis-
stjórans á Litla - Hrauni, tókst Feeney að sleppa úr fangels-
inu við annan mann.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur fundað með
yfírmönnum fangelsismála á Islandi til að finna bætur á
fangelsismálum. Ráðherra sagði við blaðamenn að fundi
loknum, að fangelsismál væm málaflokkur sem hefði verið
vanræktur af Ijárveitingavaldinu í marga áratugi. Það er
gleðiefni að dómsmálaráðherra hyggst taka til hendinni í
fangelsismálum.
Alþýðublaðið minnir á, að tiltekt í fangelsismálum verður
að felast í fleim en íjárveitingum til bygginga nýrra fang-
elsa. Skilgreina þarf afbrot á íslandi, orsakir þeirra og þjóð-
félagslega tilurð. Það er til dæmis þekkt staðreynd, að sí-
brotamenn em allflestir ef ekki allir áfengissjúklingar og
fíkniefnaneytendur. Hugmyndir vom uppi í tíð síðustu rík-
isstjómar um að deildaskipta fangelsum þar sem föngum
sem eiga við ofdrykkjuvanda að stríða væri boðið upp á
áfengismeðferð í stað athafnalausrar innilokunar. Þar með
væri gerð raunhæf tilraun til að brjóta upp vítahring vímu-
fíknar og afbrota. Enn hefur ekkert gerst í þessum málum.
Stærstur hluti afbrota á íslandi stafar af neyslu áfengis eða
fíkniefna. Hér á landi em starfandi úrvals meðferðarstöðv-
ar sem standa framar samsvarandi stöðvum í nágranna-
löndunum. Þar liggur að baki mikil þekking og reynsla,
ekki síst á meðferð áfengis - og vímuefnasjúklinga sem
komist hafa í kast við lögin. í endurskipulagningu fangels-
ismála er sjálfsagt að nýta þá þekkingu og reynslu sem á
meðferðarstöðvunum er að fínna. Verkefni yfírvalda er
ekki aðeins að vemda borgarana fyrir afbrotamönnum. Það
hlýtur einnig að vera verkefni yfírvalda að ijúfa vítahring
síbrota. Refsing eins og fangelsisvist á ekki að hafa þann
einan tilgang að halda föngum inni meðan þeir afplána
refsingu sína. Fangelsisvistin á að geta gagnast fanganum
til að verða betri maður þegar út í lífið kemur á nýjan leik.
Það er til lítils að greiða skuld sína við samfélagið með
fangelsisvist ef fanginn heldur uppteknum hætti um leið og
hann kemur úr fangelsinu.
Hrópið á sterka fangelsið sem vemda á borgarana gegn
hættulegu föngunum er hróp aftur úr miðöldum. Á slíkum
krossgötum fangelismála þarf að stokka upp alla umræðu
um glæpi og refsingu. Fangelsi eiga ekki bara að vera
rammbyggðar byggingar. Fangelsin eiga ekki að vera hluti
af vondum ferli. Þau eiga að vera þáttur í að gera ísland að
betra samfélagi.
Onnar sjónarmið. . .
Landbúnaðartillögur S.U.F. illa
vanskapaður og innihaldslaus frasi
ÖÐRUM SJÓNARMIÐUM
þykir það við hæfi í tilefni af
landbúnaðardeilum hugum-
djarfra jafnaðarmanna og Hall-
dórs Blöndals þessa dagana að
rifja upp greinarkom sem Óskar
Bergsson trcsmiður skrifaði í
Tímann í septembermánuði
1992. Óskar var þá nýkominn af
þingi ungra framsóknarmanna
og var greinilega mjög brugðið
eftir að hafa tekið þátt í landbún-
aðarumræðunum þar. Við skul-
um bara vona, Óskars vegna, að
hann hafl séð sæng sína upp
reidda eftir þingið og gefið Fram-
sóknarmenn „med det samme“
upp á bátinn. Lítum á fyrri hluta
greinar Óskars:
Reimleikar ó S.U.F.-þingi
„Eftir að hafa tekið þátt í umræð-
um um landbúnaðarmál á þingi
Sambands ungra framsóknarmanna
um helgina, er ég bæði undrandi og
svekktur. Vofa steindauðrar land-
búnaðarstefhu sveif þar yfir vötn-
um og náðu reimleikamir hámarki
við fæðingu landbúnaðartillögunn-
ar. Og nú er óskapnaðurinn fæddur.
Illa vanskapaður, innihaldslaus
frasi, sem sannar að ungu fram-
sóknarfólki finnst ekkert athugavert
við landbúnaðar- og byggðastefnu
síðustu tveggja áratuga. Heldur eru
höfð stór orð um miskunnarlausan
niðurskurð ríkisstjómarinnar í
sauðfjárræktinni."
Engin sjálfsgagnrýni
„Það örlaði ekla á nokkurri
sjálfsgagnrýni.
Landbúnaði í núverandi mynd
skal haldið áfram, með góðu eða
illu.
Persónulega finnst mér að mála-
flokkur jafnstór í sniðum og þessi
eigi að fá umfjöllun innanflokks áð-
ur en farið er að karpa um hann f
fjölmiðlum. Ég lagði til að þingið
ályktaði ekki að svo stöddu um
landbúnaðarmálin, heldur yrði
skipuð starfsnefnd um málið og
mundi hún skila áliti í framhaldi af
þinginu eftir sex mánuði. Fleiri til-
lögur, sem einnig hnigu að því að
landbúnaðarmálin yrðu skoðuð sér-
staklega, vom líka felldar."
Staðreyndimar tala
,Lf við skoðum þróunina í land-
búnaðar- og byggðamálunum síð-
ustu áratugina, þá blasir ýmislegt
óumdeilanlegt við:
1. Stórkostlegur fólksflutningur
úr sveitum.
2. Stórkostlegur niðurskurður í
landbúnaðarframleiðslu.
3. Hækkun á landbúnaðarvörum.
4. Minni efúrspum á landbúnað-
arvömm.
5. Hörmuleg lífsafkoma fjöl-
margra bænda.
Ekki hafa niðurgreiðslumar og
útflumingsbætumar haldið fólkinu í
sveitunum.
Ekki hafa niðurgreiðslumar og
útflutningsbætumar komið í veg
fyrir niðurskurð.
Ekki hafa niðurgreiðslumar og
útflutningsbætumar komið f veg
fyrir hækkun á afurðum.
Ekki hafa niðurgreiðslumar og
útflutningsbætumar aukið eftir-
spum eftir afurðunum.
Ekki hafa niðurgreiðslumar og
útflutningsbætumar komið í veg
fyrir slæma lífsafkomu bænda.
Þvert á móti. Hnignunin er
áþreifanleg.
Ástæðan fyrir því að þessar
stjómvaldsaðgerðir skila ekki ár-
angri, er sú að aðferðin til að halda
sveitunum í byggð er röng.
Það er ekki bæði hægt að styrkja
og kúga sama aðilann og ætlast svo
til að sjá árangur. Mergur málsins
er, að bóndanum er borgað fyrir að
ffamleiða ekki.
Þegar svo er komið fyrir atvinnu-
grein, þá er hún dáin.
Svo er reynt að blása lífi í líkið
með miklum tilkostnaði, en án ár-
angurs.
Án árangurs einfaldlega vegna
þess að forsendumar fyrir byggða-
stefnu em ekki niðurgreidd land-
búnaðarstefna.
Útkoman er hmn, þrátt fyrir að
búið sé að eyða svimandi fjárhæð-
um í nafni byggðastefnu, sem hefur
engu skilað nema fólksflótta, fátækt
og óviðráðanlegu verði á landbún-
aðarafurðum.
Enginn hefði trúað því fyrir tutt-
ugu ámm að lambalæri, sem þá var
venjulegur sunnudagsmatur, yrði
einhvem tímann jafndýrt og út-
varpstæki.
„Það er ekki bœði hœgt að styrkja og kúga
sama aðilann og œtlast svo til að sjá árang-
ur. Mergur málsins er, að bóndanum er
borgað jyrir að framleiða ekki.
Þegar svo er komiðfyrir atvinnugrein, þá er
hún dáin.
Svo er reynt að blása lífi í líkið með miklum
tilkostnaði, en án árangurs.
Án árangurs einfaldlega vegna þess aðfor-
sendumarfyrir byggðastefhu eru ekki niður-
greidd landbúnaðarstefna.
Utkoman er hrun, þrátt fyrir að búið sé að
eyða svimandi fjárhœðum í nafni byggða-
stefnu, sem hefur engu skilað nemafólks-
flótta, fátœkt og óviðráðanlegu verði á land-
búnaðarafurðum. “
finnáll 11. ógúst
Atburðir dagsins
1930 - England „gjaldþrota“, fær fjárhagsaðstoð.
1932 - Hoover Bandaríkjaforseti segir „Áfengisbannið" búið.
1952 - Hussein lýstur réttborinn konungur Jórdaníu.
1956 - Listamaðurinn Jackson Pollack deyr í bílslysi.
1962 - Chad hlýtur sjálfstæði frá Frakklandi.
1965 - Óeirðir bijótasl út í Watts-hverfinu í L.A.
Afmœlisdagar
Richard Meade - 1673 Breskur læknir, brautryðjandi.
Mary Roberts Rinehart-1876 Bandarískur rithöfundur.
Hugh MacDiarmid -1892 Skoskt skáld og stjómmálamaður.
Enid Blyton -1897 Breskur bamabókahöfundur.
Alex Haley -1921 Bandarískur rithöfundur.
Anna Massey -1935 Brcsk sviðs- og kvikmyndaleikkona.
Málsháttur dagsins
„Eitt er að hljóta, annað oð njóta."
Málsháttasöfn Hallgrims Schevings. Boðsrit Bessastaðaskóla 1843 og 1847.
1919 - DAUÐIMANNVINAR
Andrew Camegie, stálbaróninn mcð gullhjartað, lést í dag á heimili sínu í
fA'nnox, Massachusctts. Hann var 84 ára að aldri. Camegie-fjöLskyldan
fluttist frá Skotlandi til Bandaríkjanna árið 1848. Andrew hóf þá störf hjá
Penn- jámbrautarfyrirtækinu og
vann sig upp í cmbætti yfírcftirlits-
manns. Þá kom að olíuþættinum í lífi
hans: Camegic fann olíu á eigin landi
og fjárfesti síðan í járn- framleiðslu-
geiranum. Um aldamótin síðustu var
svo komið að 25% alls stáls í Uanda-
ríkjunum var framleitt af fyrirla.'kj-
um í eigu Carnegie-fjölskyldunnar.
Árið 1901 settist Camegic í helgan
stein. Hann setti til hliðar á ævi sinni
um 24 milljarða íslcnskra króna til
nota í mannúðarroólum. Stofnanir
cinsog Carnegie-samstcypan í New
York munu tryggja að munað verður
eftir Andrew Carnegie um alia
ókomna framtíð.
dlþýðublaðið 11. úgúst 1966
Willy Brandt og Adenauer...
„Willy Brandt, yfirborgarstjóri Berlínar, sagði í sjónvarpsviðtali í
gærkveldi, að hann væri ekki sammála Adenauer í því, að Banda-
ríkjamenn ættu að láta herlið sitt hverfa heim frá Vietnam. Hann
kvaðst ekki sjá að það hefði neina þýðíngu fyrir hinn fijálsa heim og
þessi ummæli Adenauers gætu skaðað hina góðu samvinnu milli
Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands.“
Hvalurinn floginn...
„Marsvínið sem Færeyingar náðu lifandi í Miðvogi íyrir nokkru er nú
komið í dýragarð í Englandi og gekk flutningurinn að óskum. Hval-
urinn var fluttur flugleiðis.“
Bítlamir til Bandaríkjanna...
„Brezku Bítlamir halda í hljómleikaferð til Bandaríkjanna á morgun
þrátt fyrir uppnám það sem þeir hafa vakið með ummælum sínum um
trúmál. Það var John Lennon sem mun hafa sagt í blaðaviðtali, að
Bítlamir væru vinsælli en Jesús, og hlljómleikaferðin mun sýna hvað
hæft cr í kenningum hans.“
Óvíst með staðgreiðsluna...
„Fyrir nokkmm árum gaf ríkisstjómin út yfirlýsingu þess eíhis, að
hún myndi beita sér fyrir því, að tekið yrði upp svonefnt staðgreiðslu-
kerfi í sambandi við innheimlu op-
inberra gjalda. Kerfi þetta byggist á
því, að öll gjöld em innheimt jafn-
óðum af kaupi samkvæmt fyrirfram
ákveðnum reglum, eri gjöldin ekki
innheimí ári síðar, eins og nú tíðk-
ast.“
ALÞÝBUBLAÐB
FIUMTUDAGINN11. ÁGÚST
RITSTJÓRAR: Gylfi Gröndal (áb.) og Bene-
dikt Gröndal - RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
Eiður Guðnason - A0SETUR: Alþýöuhúsið
við Hverfisgötu, Reykjavík - PRENTSMIÐJA:
Prentsmiðja Alþýðubiaðsins - ÚTGEFANDI:
Alþýðufiokkurínn