Alþýðublaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 11. ágúst 1993 Dimmuborgir á myndbandi Náttúruperla í útrýmingarhættu VALDIMAR Leifsson kvik- myndagerðarmaður lauk ný- lega við gerð myndbands um eina vinsælustu náttúruperlu landsins, Dimmuborgir við Mývatn. Myndin var gerð í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og heitir Dimmuborg- ir-kynjaheimur við Mývatn. Yfir hinum furðulegu hraunmyndun- um í Mývatnssveit vofir mikil vá sem bregðast verður skjótt við ef ekki á illa að fara. Þar á sér stað mikil gróður- og jarð- vegseyðing sunnan Dimmuborga, og sú þróun hefur staðið um aldir. Þurr suðaust- anátt feykir sandi á undan sér alla leið sunnan af öræfum. Sandurinn kæfir allt sem fyrir verður. Sandaldan var komin að Dimmuborgum, þegar Landgræðslan girti Borgimar af árið 1942 og hóf þarm- eð aðgerðir til að hefta sandfokið. Dimmuborgum var bjargað frá eyðilegg- ingu - en því miður aðeins í bili. Sandur- inn úr suðri er enn ógnandi fyrir þessa náttúmperlu, sem er nánast í útrýmingar- hættu. Því miður stafa fleiri ógnir að Dimmu- Myndbandið um Dimmuborgir, - ágóði af sölu þess rennur til vamarstarfsins í ná- munda við náttúmperluna. borgum. Þeirra á meðal er mannskepnan sjálf. Tugþúsundir ferðamanna sækja ár- lega til Mývatnssvæðisins. Viðkvæm náttúran þoíir afar illa þennan mikla ágang. Til þess að áfram verði hægt að taka á móti ferðamönnum í Dimmuborg- um án þess að þeir valdi spjöllum, verður að bæta aðstöðuna þar. í myndinni um Dimmuborgir er áhersla lögð á fjölbreytni og fegurð nátt- úrunnar í Mývatnssveit, - en jafnframt er áhorfendum gerð ljós sú hætta sem yfir vofir. Landgræðsla, heimamenn og aðrir hafa tekið höndum saman um að vemda Dimmuborgir til frambúðar. Væntanlega vekur myndin áhuga annarra á að gera hið sama, enda mikið verk framundan, eigi að takast að bjarga Dimmuborgum. Kvikmyndatökur á myndinni Dimmu- borgir - kynjaheimur við Mývatn, fóru fram á síðustu tveim ámm. Handrit myndarinnar gerði Valdimar Leifsson ásamt þeim Ara Trausta Guðmundssyni og Friðriki Degi Amarsyni. Um ráðgjöf sá Amar Amalds. Tónlist við myndina samdi Ami Egilsson, tónlistarmaður í Bandarikjunum. Landgræðslan hefur lát- ið gera myndbönd með myndinni á ís- lensku, ensku, þýsku og frönsku, enda á myndin ekki sfður erindi við erlenda gesti okkar en innfædda. Agóði af sölu mynd- bandanna verður látinn ganga til vemdun- arstarfa í Dimmuborgum. Landgræðslustjóra, Sveini Runólfssyni, afhent fyrsta eintakið af myndinni um Dimmuborgir. Með honum á myndinni eru, talið frá vinstri, Andrés Arnalds, Ari Trausti Guðmundsson, Friðrik Dagur Amarson og Valdimar Leifsson. - Ljósmyndir Magnús Hjörleifsson. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ PÍUDDSKÓLI RAFNS GEIRDALS Faglegur bakgrunnur skólastjóra 3ja ára nám í þjóðfélagsfræði við Háskóla Islands, 1979- '82. Lauk 48 einingum. 1 árs nám í lífeflissálarfræði, 1982-’83. Útskrift með skírteini. 1 1/2 árs nuddnám í„Boulder School of Massage Therapý’, Boulder, Kó- lóradó, 1985. Útskrift sem nuddfræðingur. Sérpróf í nuddkennslu. Kvöld- og helgarnám í sálfræðiráðgjöf við Hakomi stofnunina, Boulder, Kólóradó. Útskrift af miðhluta námsins árið 1985 með skírteini. Stofnun eigin nuddstofu 1985. Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddara 1985. Kosinn í fræðslunefnd. Nuddkennsla með almennu námskeiðahaldi 1987. Um 100 þátttakend- ur. Lögg. sjúkranuddari skv. leyfisbréfi nr. 18,1987. 1 árs nám í andlegri heilun, Philadelphiu, Pennsylvaníu, 1987-’88. Út- skrift með skírteini. Innvígður lærisveinn hjá Gurudev, Dr. Yogi Amrit Desai, stofnanda Krip- alu jóga aðferðarinnar og heilsumiðstöðvar. Maí 1988. Skírteini. Stofnun á eigin nuddmiðstöð 1988. Nudd og nuddnámskeið. Um 700 þátttakendur. Námskeið í Reiki heilun, 1. stig. Útskrift með skírteini, 1989. Eins mánaðar nám í heilsuráðgjöf við Kripalu jóga- og heilsumiðstöðina í Massachusetts, 1989. Útskriftmeð skírteini. Meistarabréf frá Félagi íslenskra nuddara ágúst 1989. Réttur til að taka nema. Stofnun og rekstur á eigin nuddskóla frá 1989.124 nemendur hafa haf- ið nám, 37 hafa útskrifast til fulls sem nuddfræðingar. Stofnfélagi að Félagi íslenskra sjúkranuddara 1989. Stofnun á eigin sjúkranuddstofu 1990. Kosin í stjórn Félags íslenskra sjúkranuddara, 1991. Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddfræðinga 1992. Formaður þess. Skólastjóri. Mogginn bólgnar Upplagseftirlit Verslunarráðs íslands segir að Morgunblaðið hafi sannanlega verið selt í 52.838 eintökum að meðaltali á degi hverjum, mánuðina mars, apríl og maí í ár. A næstu þrem mánuðum á undan var meðaltalssalan 51.393 eintök á dag. Önnur dagblöð eru ekki með í þessu eftirliti, en ljóst að ekkert blað kemst með tæmar þar sem Moggi gamli hefur hælana. Ekki einu sinni okkar ástkæra Alþýðublað (náigumst þó óðfluga). 996250 - þjónusta við landsbyggðina Neytendasamtökin hafa fengið sér grænt símanúmer til hagsbóta fyrir fé- laga úti á landsbyggðinni. Þeir geta þá hringt á sama verði og fbúar höfuð- borgarsvæðisins Jregar jreir þurfa að leila til samtakanna í síma 99-6250. Samtökin veita félagsmönnum upplýs- ingar og ráðgjöf í ýmsum efnunt, auk jtess sem leitast er við að gæta hags- muna þeirra gagnvart seljendum vöru og þjónustu. Félagar eru 24 þúsund talsins. Skrifstofan er opin frá 9 til 16 virka daga. Alþýðubandalagið auglýsir eftir nýjumformanni og varaformanni REIKNAÐ MEÐ FÁUM UMSÓKNUM Æðstu trúnaðarstöðum Alþýðu- bandalagsins hefur nú verið slegið upp í auglýsingu. Auglýst er eftir nýjum formanni og nýjum varafor- manni. Þetta er gert samkvæmt samþykkt á síðasta landsfundi flokksins fyrir tveim árum. Ólafur Ragnar Grímsson má búast við samkeppni, og vitað að í það minnsta Steingrímur J. Sigfússon hefur hug á að svara auglýsingunni og sækjast eftir formannsstólnum. Hann hefur sagt í Alþýðublaðinu að hann „vilji fútt í kjörið”. Ekki er vitað um aðra sem sækja í valda- stólana enn sem komið er. Svo kann að fara að allt bramboltið verði fátt annað en lýð- skrumið eitt. Fari Steingrimur ffarn í for- mannskjörið, jafnvel enginn í varaformann- inn, þá verður staðan væntanlega sú að Ól- afur Ragnar sitji enn um hríð sem formaður og Steingrímur J. þá endurkjörinn varafor- maður á landsfúndi með lófaklappi. Hvað hefur þá breyst? Allsherjarkjör til formanns og varafor- manns í Alþýðubandalaginu fer ffam í nóv- ember og verða úrslit kynnt á landsfundi 25. - 28. nóvember næstkomandi. Miðstjóm Alþýðubandalagsins kaus á fundi sínum í júní fimm fulltrúa í yfirkjör- stjóm sem annast munu um allsheijarkosn- inguna. Hana skipa þau Elsa Þorkelsdóttir, formaður, Anna Kristín Sigurðardóttir, Astráður Haraldsson, Gunnlaugur Júlíusson og Kristján Valdimarsson. Framboði til formanns og varaformanns skulu fýlgja meðmæli 80 til 100 flokks- manna úr minnst þremur kjördæmum. Sam- kvæmt reglum er veittur ljögurra vikna framboðsfrestur. Menn á framabraut í flokknum, séu þeir til, verða nú að hafa hraðar hendur. Allsheijaratkvæðagreiðslan stendur í tvær vikur og á að vera lokið eigi síðar en 7 dögum fyrir landsfundardag. Atkvæðaseðl- ar verða sendir flokksfélögum. Þeir verða endursendir yfirkjörstjóm, límdir og saman- brotnir í lokuðu umslagi ásamt áföstum stofni, sem sýni hver seðilinn sendir. Kjörið er þó leynilegt að sögn Einars Karls Haraldssonar, framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins. Sú tilhögun að láta nafn- ið fýlgja kjörseðli er gerð í því skyni að ekki verið svindlað, heldur fái einn Allaballi eitt atkvæði. Hver þorir að hengja bjölluna á köttinn, spurðu mýsnar í bamaævintýrinu. Sama staða er komin upp í Alþýðubandalaginu. Hver þorir að hafna Ólafi Ragnari Gríms- syni sem formanni? 450 þýskir kratar koma sjóleiðina Miðvikudaginn 18. ágúst, á 207. afmælisdegi Reykja- víkurborgar, munu 450 þýskir kratar heimsækja borgina. Þeir eru í hópferð á farþegaskipinu Dal- macija á vegum ferðaskrif- stofu sem þýskir jafnaðar- menn starfrækja. Helming- ur hópsins, sem kemur á farþegaskipinu, mun fara fljúgandi aftur til Þýska- lands, en hinn helmingur- inn verður þá nýkominn með þotu frá Þýskalandi og fer um borð í skipið í stað þeirra sem halda heim. Við komu skipsins til Reykjavíkur, rétt fýrir klukkan 8 á miðvikudagsmorgun- inn, ætla íslenskir jafnaðannenn taka á móti skipinu með fánum sínum og af- henda þar gestunum kratarósir um leið og þeir ganga á land. Er allir jafnaðarmenn hvattir til að koma niður á höfn og taka þátt í því að bjóða velkomna þýska skoð- anabræður sína. Þeim þýsku þótti það við hæfi að fá leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna til að ávarpa hópinn og leigðu í því skyni stór- an sal á Hótel íslandi, þar sem Jón Bald- vin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins mun ávarpa þá um klukkan 13 þennan sama dag. Kennarar og fóstrur á námskeiði í Kramhúsinu I Kramhúsinu við Berg- staðastræti verður einsog undanfarin sumur haldið námskeið dagana 26. til 29. ágúst fyrir fóstrur, kennara og aðra leiðbeinendur sem áhuga hafa á að víkka hefð- bundinn ramma starfs síns. Markmið námskeiðsins er að kynna uppeldis- og kennsluaðferðir sem auð- veldað gætu þátttakendum að virkja sköpunarkraft nemenda með því að tengja saman leiklist, tónlist og hreyfingu. Allir kennaramir á námskeiðinu — tónmenntakennarar, danskennari, mynd- listarmaður, leikarar og íþróttakennari — starfa við Listasmiðju bama og unglinga sem starfrækt hefur verið í Kramhúsinu sfðastliðin tíu ár. Síðasta námskeiðsdaginn sameina kennarar og þátttakendur krafta sína og starfa út frá sameiginlegu þema. Auk þess verða fluttir fyrirlestrar tengdir nám- skeiðsefninu. Nánari upplýsingar eru veittar í Kramhúsinu frá og með 16. ágúst (sím- ar 15103 og 22661). Skyldu þessi böm hafa veríð ■ Listasmiðju barna og unglinga sem starfrækt hefur verið í Kramhúsinu undanfarín tíu ár?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.