Alþýðublaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 1
Fyrstifundur Rannveigar sem þingflokksformanns. Góð samstaða ríkir íþingflokknum þrátt Jyrir nokkuð hörð átök fyrr í sumar. Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman til fundar í gærkvöldi og er það í fyrsta sinn sem þingflokkurinn kemur saman eftir átökin um breytingar á rík- isstjórninni í byrjun júní. Fundurinn var einnig sá fyrsti sem nýr þingflokksfor- maður, Rannveig Guðmundsdóttir, stýrði. Rannveig er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti formanns þing- flokks Alþýðuflokksins í 77 ára sögu flokksins. Rannveig sagði í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, að væntanlega yrði farið yfir stöðuna í fjárlagagcrðinni og skipulag á störfum þingflokksins á næstunni. „Það hefur verið hlé nú í sumar á störfum þings- ins og þingflokksins. Þingmenn hafa verið að sinna öðmm störfum bæði hér heima og erlendis og því er full þörf á að koma sam- an aftur og spá í verkefnin framundan,“ sagði Rannveig ennfremur. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins var mjög góð samstaða meðal þingmanna og ráðherra Alþýðuflokksins á þingflokks- fundinum og góður andi sveif yfir vötnum. Greinilegt að menn vom búnir að jafna sig á þeim átökum sem urðu vegna ráðherra- skiptanna og kjörs nýs varaformanns flokksins, Rannveigar Guðmundsdóttur, íyrr í sumar. Sögulegur þingflokksfundur var haldinn hjá Alþýðuflokknum í gær þegar Rannveig Guð- mundsdóttir stýrði sínum fyrsta fundi sem þingflokksformaður, en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti í 77 ára sögu Alþýðu- flokksins. - Alþýðublaðsmynd / Einar Olason LEIÐARINN OG ÖNNUR SJÓNARMIÐ Fjallað er um hlutverk fangelsa í ieiðaranum. // í Öðrum sjónarmið- um er tekin fyrir grein um landbún- aðartillögur ungra framsóknar- manna (sem þykja vanskapaður og innihaldslaus frasi). - Blaðsíða 2 SKIPASMÍÐAR OG BÚNAÐARBANKINN Staða samkeppnishæfra skipa- iðnaðarfyrirtækja er orðin svo veik að til auðnar horfir. // Bankastjórn Búnaðarbankans mun í dag hækka vexti á óverðtryggðum útlánum um 3,5% til 4,25%. - Blaðsíða 3 450 ÞJÓÐVERJAR OG ALLABALLAR Á miðvikudaginn eftir viku munu 450 þjóðverjar heimsækja Reykja- vík — allir eru þeir jafnaðarmenn. // Alþýðubandalagið auglýsir um þessar mundir eftir áhugasömum forystusauðum. - Blaðsíða 4 SAMEINING EÐA SUNDRUNG? Framtíð Evrópu þykir til mikils munar vera óljósari eftir hrun evr- ópska myntsamstarfsins. Þær raddir gerast háværari sem segja Maastricht samkomulagið mistök. Fréttaskýring um málið. - Blaðsíða 5 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í BLÁA LÓNINU Ferðamenn sem teymdir eru efa- semdarfullir í Bláa lónið af íslend- ingum taka undantekningarlaust slfku ástfóstri við staðið að það hálfa þykir nóg. Einar Óla skoðaði mannlífið þar. - Blaðsíða 7 Jarð3rber

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.