Alþýðublaðið - 13.08.1993, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 13.08.1993, Qupperneq 9
Föstudagur 13. ágúst 1993 MINNING 9 Þorbjörg Grímsdóttir frá Litla-Seli fœdd 8. júlí 1889 dáin 3. ágúst 1993 Á Litla-Seli í Reykjavík bjuggu allan sinn búskap hjónin Katrín Eyjólfsdóttir frá Hausastaðakoti á Álftanesi og Grímur Jakobsson frá Litla-Seli. Hún var sauma- kona og hann sjómaður. Hinn 8. júlí 1889 eignuðust þau dóttur sem skírð var Þor- björg og er hún nú, 104 árum síðar, til moldar borin. Þorbjörg var þegar hún lést elst fæddra Reykvíkinga. Ibúar Reykja- víkur voru innan við ijögur þúsund þegar stúlkan var í heiminn borin og þá var Reykjavík, þrátt fyrir höfuðstaðarréttindi í meira en 100 ár, líkari sjávarþoipi en höf- uðstað. Borgin dafnaði og stúlkan með. Starfsvettvangur Þorbjargar var, eftir að hún giftist Aðalbimi Stefánssyni prentara, á heimili þeirra að Skólavörðustíg 24a. Þar fæddi hún og ól upp með manni sínum átta böm og veitti skjól gestum og gang- andi. Hún fékk í móðurarf gjafmildi og rausn móður sinnar Kötu á Seli, konunnar sem alltaf hafði tíma og hjartarúm til að taka að sér böm sem vantaði íverustað um skamman eða langan tíma. Samband mæðra og dætra og áhrif þeirra til mótunar umhverfis síns var meira áður fyrr en nú er á tímum hraða og örra breytinga. Vandinn sem felst í því að vera manneskja byggir á þeim tíma sem gefst til að rækta tengsl við aðra og um leið sinn innri mann. Þann tíma höfðu þær mæðgur. Jafnrétti var á heimilum þeirra og gagnkvæm virðing. Á Litla-Seli var enginn spurður þegar bam var tekið í fóst- ur og ekki vom mótmæli fram borin þótt einu eða öðm væri vikið að þeim sem gengu um garð. Eins var heimilið á Skóla- vörðustíg 24a. Þar stóðu dyr opnar fóstur- systur Þorbjargar með böm sín eftir að hún varð ekkja. Aðalbjöm lést árið 1938 meðan öll böm þeirra vom heima. Fjögur giftust og stofn- uðu heimili, en fjögur þeirra bjuggu áffam með móður sinni á Skólavörðustígnum. Síðasta spölinn fylgja henni í dag yngsta dóttir hennar kær og elsti sonurinn, hin em farin á undan. Öll áttu þau það sameigin- legt að gera móður sinni ellina sem ljúf- asta og eftir að skörð fóm að koma í bama- og tengdabamahópinn tóku bama- bömin einnig við að hlúa að henni. Átti al- nafna hennar ótalin spor til hennar. Síð- ustu árin á Skólavörðustígnum bjó hún ein með lrumburði sínum, syninum elsta sem hún bar undir belti þegar hún fluttist þang- að. Á sjötugasta og áttunda afmælisdegi hans, 3. ágúst, kvaddi hún þennan heim. Vinnulúnar verkamannshendur hans fóm mildum höndum um hana meðan heilsa hennar leyfði að hún væri heima. Þrjú síðustu árin var Þorbjörg í umönn- un á dvalarheimili aldraðra að Droplaug- arstöðum, þar átti hún góða daga. Fallegu ským augun hennar lýstu alltaf upp og bros fór um andlitið þegar starfsfólkið sem annaðist hana birtist og sýndi það bet- ur en nokkur orð umhyggju þeirra. Niðjar, skyldmenni og vinir Þorbjargar frá Litla-Seli kveðja í dag með virðingu og söknuði konu sem hefur lifað í sátt við guð sinn og jarðvist. Blessuð sé minning hennar. Dætur fóstursysturinnar Önnu Gísladóttur frá Litla-Seli. Inga Ingibjörg og Sigríður Guð- mundsdætur Dagskrá 60 ára afmælis Hvolsvallar Föstudagur 13. ágúst: Kl. 22.00 til 02.00, Afmælisdansleikur í hátíðartjaldi aftan við Félagsheimilið Hvol. Hljóm- sveitin Jet Black Joe leikur. Aldurstakmark miöast við fermingarböm og eldri. Laugardagur 14. ágúst: Kl. 10.00 til 12.00. Útivist, ganga, leikir, hugvekja. Lagt af stað frá Stórólfshvolskirkju kl. 10.00. Gengið á Hvolsfjall. Helstu kennileiti kynnt undir leiðsögn Kristínar Guðmundsdótturá Stórólfshvoli. Farið í leiki. Göngunni lýkur með hugvekju í Stórólfshvolskirkju. Siguröur Haraldsson á Komvöllum flytur. Félagsheimilið Hvoll: Kl. 15.00 til 17.00. Hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Hvoli: Setning: Helga Þorsteinsdóttir, oddviti Hvolhrepps. Hvolsvöllur, hvemig varð hann til og hvemig er hann I dag? Margrét ísleifsdóttir, Pálmi Eyjólfsson, Kristín Jóhannsdóttir og Stefán Davíð Helgason flytja ásamt fleirum. Píanóleíkur: Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. Ávarp: Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Rangæinga. Karlakór Rangæinga flytur sérstakan texta í tilefni afmælisins, við lagið Undir bláhimni. Umhverfisverðlaun 1993 verða afhent. Ljósmyndasýning Ottós Eyfjörðs. Afmæliskaffi. Veislustjóri Benedikt Árnason, leikstjóri á Tjaldhólum. Kl. 22.00 til 02.00: Hátíðardansleikur f Félagsheimilinu Hvoli. Milli kl. 22.00 og 23.00 veröur óvænt hressing í boði umboðsverslunar K. Karlssonar hf. „ekki tapar sá er fyrstur fær“. Hljómsveitin Hálft í hvoai sér um fjörið. Opinn bar eftir kl. 23.00. Atdurstakmark 18 ár. Hátíðartjald: Kl. 15.00 til 17.00. Dagskrá fyrir ungu kynslóðina í hátíðartjaldi. Leiktæki fyrir böm, hæfileikakeppni, hlutavelta, hestar, o.fl. Veitingar af útigrilli. Kl. 17.00 til 18.30. Diskótekið - Bakkabræður - fyrir yngstu kynslóðina. Kl. 22.00 til 02.00. Diskótekið - Bakkabræður í hátíðartjaldi. Hlíðarendaplanið: Kl. 17.00 til 17.45. Fombílaklúbburinn sýnir glæsikerrur liðins tíma. Björgunarsveitin Dagrenning sýnir klifur við kaupfélagsvegg. Sunnudagur 14. ágúst: Hátíðarmessa í Stórólfshvolskirkju kl. 14.00. Prestur Sr. Sigurður Jónsson. Hvolhreppingar eru hvattir til þátttöku sem og brottfluttir íbúar. SPARIfi ÞU8UNDIR KRONA. OLL GOLFEFNIA EINOM STAO. DÚKAR - FLÍSAR - PARKET - TEPPI - NIOTTUR - AFGANGAR. TAKID MÁUN MED. 20-50 % *tsa\* ?tsa\* 15-30% 12-20% *tsa\* 20-30% #ts a\* ?tsa\% kredit 11. mán AFGANGAR MEÐ ALLT AÐ 70% AFSLÆTTI raðgreiðslur 18 mán (15-70%) (15-50%) 1 S TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMAR 681950 ~ 814850

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.