Alþýðublaðið - 18.08.1993, Síða 1
■
■
NORDMpNN BANNA
VEWARISMUGUNNI
Islensk stjórnvöld véfengja rétt þeirra
Nýir eða viðgerðir
Korpúlfsstaðir? Ólína vill
fresta ákvarðanatöku þar til að
borgarstjórn kemur saman að nýju
Vill að borgin
fari sér hægl
„Ég vil að borgin fari sér í engu
óðsiega í því að endurreisa Korpúifs-
staði sem Listamiðstöð Reykjavíkur.
Hér er um mikla fjármuni að ræða
og nauðsynlegt að hugsa uppbygg-
inguna tii enda. Þess vegna flutti ég
þessa tillögu um að endanleg
ákvörðun um framkvæmdir verði
geymd til fyrsta fundar borgar-
stjórnar eftir sumarleyfin'1, sagði
Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull-
trúi í samtali við Alþýðublaðið í gær.
Tillaga hennar í borgarráði í gær var
ekki tekin til umræðu í gær en frestað
til næsta fundar á þriðjudaginn kemur.
Sérfræðingar um byggingar telja að vel
komi til álita að rífa Korpúlfsstaði og
byggja þá upp að nýju eftir sömu teikn-
ingum og notaðar voru fyrir 70 árum.
þ.e. nákvæma eftirmynd mannvirkj-
anna. Kostnaður yrði ekki meiri en við
viðgerðir húsanna.
Nánar fjöllum við um Korpúlfs-
staði, eyðibýlið við Reykjavík, sem í
framtíðinni mun verða Listamiðstöð
Reykjavíkur, á blaðsíðu 4.
Á ríkisstjórnarfundi í morgun gerði
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, grein fyrir viðræðum sínum við
norska utanríkisráðherrann, Jóhann
Jörgen Holst, um veiðar íslenskra skipa í
Barentshafinu. Fyrir utan formlegan
viðræðufund í gær hittust þeir einslega í
gærkveldi.
Niðurstaða ríkisstjómarfundarins í gær
var sú að íslenska ríkisstjómin lýsti sig
reiðubúna til að verða við ósk norsku ríkis-
stjórnarinnar um að taka upp formlegar
samningaviðræður um uppkomin deilumál
milli landanna. Rikisstjómin fól sjávarút-
vegsráðherra og utanríkisráðherra að stýra
samningaviðræðum fyrir hönd fslands.
Að fundi loknum hittust þeir Jón Baldvin
og Jóhann Jörgen einslega í hálftíma. Á
fundinum urðu þeir ásáttir um að taka upp
formlegar viðræður á næstkomandi þriðju-
dag, að loknum fundi sjávarútvegsráðherra
Norðurlanda.
Um efnisatriði samningaviðræðnanna
sagði Jóhann Jörgen að leitast yrði við að ná
samkomulagi urn gagnkvæm fiskveiðirétt-
indi og grundvallarreglur um ábyrga fisk-
veiðistjómun á Norður-Atlantshafi. Utan-
ríkisráðherramir vilja ekki gefa frekari upp-
lýsingar um efnisatriði fyrr en samninga-
viðræður verða formlega hafnar.
Loks upplýsti norski utanríkisráðherrann
á fréttamannafundi í gær að samkvæmt
heimildum norsku strandgæslunnar hefði
reynst vera gríðarlega hátt hlutfall undir-
málsfiskjar (80%) í afla eins þægindafána-
skipanna úr Karabíska hafinu sem verið
hafa að veiðum á þessu svæði. Á grundvelli
þeirra upplýsinga myndi norska ríkisstjóm-
in gefa út reglugerð í dag um að banna allar
veiðar í Smugunni. Jóhann Jörgen upplýsti
ekki á grundvelli hvaða laga hann myndi
banna veiðar utan norskrar lögsögu.
Jón Baldvin telur að þær upplýsingar sem
Jóhann Jörgen hafi undir höndum stangist á
við fregnir af þeim fiski sem hérlendir lönd-
unarmenn hafa verið að landa upp úr fær-
eyskum skipum. Sá fiskur er sagður ansi
vænn. Ennfremur segir Jón Baldvin að ís-
lensk stjómvöld véfengi rétt Norðmanna til
að setja reglur um veiði á opnu hafi utan
norskrar landhelgi.
Utanríkisráðhcrrar íslands og Noregs, Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhann Jörgen Holst, mega
nú hafa sig alla við til að forða þorskastriði. Alþýðublaðsmynd: Einar Ólason.
Sjórazningjaveiðar
Framkvæmdastjórn Sambands
ungra jafnaðarmanna samþykkti í
fyrrakvöld harðorða ályktun um
veiðar íslenskra fiskiskipa í
„Smugunni“. SUJ segir veiðarnar
siðlausar sjóræningjaveiðar.
- Blaðsfða 3
Landbúnaðarbruðl
Búa eigendur kinda við betra vel-
ferðarkerfi heldur en sá hluti þjóð-
arinnar sem þarf á félagslegri að-
stoð að halda? Fréttaskýring Sig-
urðar T. Björgvinssonar um land-
búnaðarbruðlið.
- Blaðsíða 5
StórgródafyrirtcEki
íslenskar getraunir skila íþrótta-
félögunum 60 milljónum króna í
áheitum. Vinningspotturinn er sex
milljarðar á ári. Rætt við Sigurð
Baldursson framkvæmdastjóra ís-
lenskra getrauna.
- Blaðsíða 7
:
L '■ *
:•
Haust & vetur
Haust og vetur
Ú ; ■
. . ■ .
L
Haust & vetur
___ 1993 ___
YERO mODA
Kringlunni sími 686244
YERO mODA
Kringlunni sími 686244
YERO mODA
Kringlunni sími 686244