Alþýðublaðið - 18.08.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.08.1993, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. ágúst 1993 KORPÚLFSSTAÐIR I' 4:;c iíCv- lííÍC'C: C? : ;c Korpúlfsstaðir, glæsibú Thors Jensens, sem lengi hefur fyllt hóp eyðibýla landsins. Thor keypti jörðina árið 1922 og reisti þar stærsta kúabú landsins. Reykjavík- urborg keypti mannvirki og jörð á stríðsárunum síðari. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason OLINA ÞORVARÐARDOTTIR, - varar við fleiri Perlu- og Ráðhússævintýr- um þegar ráðist verður i byggingu eða endurbyggingu Listasafns Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason um samningum að fari raunkostn- aður fram úr frumáætlun, er dregið úr þóknun til arkitektanna. Hins- vegar fái þeir bónus ef kostnaður verður undir áætlun. Tíu ára framkvæmdaáætlun Samkvæmt drögum að heildar- áætlun uppbyggingarinnnar á Korpúlfsstöðum á ífamkvæmdin að standa í tíu ár og vera lokið að fullu árið 2003. Fyrst verður unnið að hönnun og viðgerð aðalhúss og við- bygginga og þær endanlega full- búnar að utan í árslok 1995. Gert er ráð fyrir að vinna við Errósafnið á 3. hæð hefjist ekki fyrr en 1996 og ljúki árið á eftir. Síðari bygginga- áfangar eru við forsal og aðra hæð miðhússins, fjölnota sal, bókasafn og fleira. Nýtt hús á Korpúlfs- stöðum, nákvæm eftir- líking, eða það gamla endurbyggt? Um þetta er nú fjallað í borgar- ráði. Gamla húsið er nánast komið að fótum fram að mati sérfræð- inga í byggingalist. Endurreisn hins gamla stórbýlis Thors Jens- ens sem Listamiðstöð Reykjavíkur mun kosta í það minnsta hálfan annan milljarð króna samkvæmt kostnaðar- áætlun, og íslendingar hafa slæma reynslu af slíkum áætlunum svo sem kunnugt er. Það verður því dýrt að byggja yfir hina miklu listaverkagjöf Errós og aðra þá starfsemi sem verður að Korpúifs- stöðum. Á að rífa eða byggja upp? Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, Iagði fram tillögu í borgarráði í gær. Þar er gert ráð fyrir að borgarráð samþykki að vísa endanlegri ákvörðun um ffam- kvæmdir á Korpúlfsstöðum til fyrsta fundar borgarstjómar að loknu sumarleyfi. Fram að þeim tíma verði borgarverkfræðingi og byggingadeild borgarinnar falið að gera kostnaðaráætlanir um tvo áð- umefnda valkosti sem til greina koma við endurreisn Korpúlfs- staða. Hér er átt við að endurbyggja húsin í samræmi við fyrirliggjandi teikningar; eða að rífa gömlu húsin eða hluta þeirra og byggja ná- kvæma eftirlíkingu. í tillögu Ólínu segir að borgarráð leggi áherslu á að skekkjumörk verði látin kom ffam við báðar áætlanimar svo og áfangaskipti og tímaáætlun verksins. Þá verði enn- ffemur leitast við að leggja mat á mannaflaþörf framkvæmdanna. Dýrara en frumáætlun gerir ráð fyrir? Ólína Þorvarðardóttir segir það mat margra fagmanna að við svo umfangsmikla endurbyggingu mannvirkis, séu skekkjumörk áætl- ana mjög stór, ekki síst þegar húsa- kosturinn er í jafn bágbomu ástandi og komið hefur í Ijós á Korpúlfs- stöðum. Bendi því flest til að fyrir- hugaðar framkvæmdir á staðnum verði til muna dýrari en ffumáætlun gerir ráð fyrir. „Fram hafa komið rökstuddar at- hugasemdir um að fremur muni borga sig að rífa húsin og byggja að nýju, heldur en að endurbyggja á þann hátt sem áformað er“, segir Ólína. „Reykjavíkurborg hefur nógu oft brennt sig á stómm áætl- anaskekkjum og má síst við nýju Ráðhúss- eða Perluævintýri. Því er óhjákvæmilegt annað en að fyrir liggi sem nákvæmast hvemig unnt sé að ná settu marki með sem minnstum tilkostnaði, áður en ákvörðun er tekin um svo umfangs- mikla ráðstöfun á fjánnunum borg- arbúa", sagði Ólína Þorvarðardótt- ir. Skekkjumörk eru enn í áætlunum Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt hjá Vinnustofu arkitekta sf„ sem hefur með hönnun á Korpúlfsstöð- um að gera, sagði í viðtali við DV í sumar að húsið væri afar illa farið og gagngerar endurbætur yrði að gera á því. „Áætlanir okkar sýna að það er álíka dýrt að gera við Korp- úlfsstaði og að byggja nýtt hús, það er alveg ljóst. En kostnaðaráætlunin er ekki háð þessu. Hönnunin er á því stigi að teikningar liggja fyrir byggingameffid og þá er um þriðj- ungur hönnunarinnar að baki. Eftir því sem hönnunin nálgast lokastig- ið verða allar áætlanir nákvæmari, en ennþá em skekkjumörk í þessum áætlunum", sagði Hróbjartur í við- talinu. Hönnuðir hýrudregnir gangi áætlun ekki upp Fjárveiting til endurbyggingar Korpúlfsstaða á þessu ári er um 150 milljónir króna. Rfflega helmingur þeirrar upphæðar mun fara í hönn- unarkostnað, sem talinn er verða um 120milljónirþegarhönnun lýk- ur. Stefán Hermannsson, borgar- verkfræðingur, segir að í samning- um við hönnuði Korpúlfsstaða, sé svo um samið að þeir geri kostnað- aráætlun vegna verksins í þrígang, auk þess sem áætlun sé haldið við með leiðréttingum og endurskoðun. Þá sé það nýnæmi að fínna í þess- Hún á afmæli í dag, hún Reykjavíkurborg Átjándi ágúst er afmælisdag- ur Reykjavíkur. Borgin er 207 ára og síung og vaxandi. Afmæl- isias verður minnst á tiihlýðileg- an hátt. Á hádegi í dag mun Markús Öm Antonsson setja upp sérstakt skilti á húsið Lækjargötu 2, en það er eitt tíu húsa sem valin hafa ver- ið af Árbæjarsafni sem söguleg hús í borginni og verða þau merkt sem slík. 1 miðborginni verður dixíband- ið Stallah-hú á ferðinni frá hádegi til kl. hálffimm. Á Austurvelli verður Unnur Guðjónsdóttir með dans-uppákomu fyrir böm og ung- linga. Pétur Pókus töframaður verður á ferðinni í miðbænum eft- ir hádegi og sýnir ýmsar brellur og töfrabrögð. Borgarmótið í skák fer ffam í Tjamarsal Ráðhússins og eidri borgurum boðið í Geysishús á sýningamar Sjósókn og sjávar- fang og Útivist og stígar í Reykja- vík. Þar munu Karl Jónatansson og félagar leika létta harmonikku- tónlist. Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn býður ókeypis aðgang í dag í tilefni afmælisins. Þá verður Siglingaklúbburinn í Nauthólsvík opinn almenningi og boðið upp á ókeypis bátsferðir. I lok afmælisdags verður tilkynnt um val á fegurstu götu Reykjavík- ur og val á Borgarlistamanni 1993. Eins og sjá má eru sjötíu ára veggir mannvirkisins á Korpúlfsstöðum víða að hruni komnir eftir áratuga vanrækslu við viðhald hússins. Sérfróðir menn í byggingamennsku telja að affarasælast verði að brjóta þcssa veggi og byggja húsið upp af nýju í stað þess að ráðast í viðgerðir. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.