Alþýðublaðið - 18.08.1993, Side 6
Miðvikudagur 18. ágúst 1993
KVIKMYNDIR & SKILAROÐ
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kvikmyndir: Haraldur Jóhannsson skrifar
65 milljón ár aftur í tímann
Bíóborg, Háskólabíó:
Jurassic Park
Aðalleikendur: Sam
Neill, Richard Atten-
borough, Laura Dern
í Bandaríkjunum 1992
voru seldir 964 milljónir
aðgöngumiðar að kvik-
myndahúsum, færri en
nokkru sinni síðan
1976. í vor bundu þau
vonir við þrjár myndir,
sem frumsýna átti í lok
maí og júní, en 40%
aðgöngumiðasölu
þeirra er alla jafna
mánuðina júní-sept-
ember: Á ystu nöf 28.
maí, Jurassic Park 11.
júní og Síðasta hasar-
myndahetjan 18. júní.
Aðsókn að hinni fyrst-
nefndu hefur verið
góð, að Jurassic Park
frábærlega góð, en
fremur slök að hinni
síðastnefndu, sem
fyrst kvikmynda með
Arnold Schwarzeneg-
ger í aðalhlutverki virð-
ist bregðast aðsóknar-
vonum.
Rithöfundurinn Michael Chríchtun
ásamt mjög gömium vini sínum, sem
nú siær í gcgn í kvikmyndahúsum
víða um veröld, þar á meðal í tveim
reykvískum bíóum.
Efnisþráður Jurassic Park er sótt-
ur í skáldsögu eftir Michael Chrich-
ton. Að undirlagi auðmanns og sér-
vitrings (Richard Attenborough) ná
vísindamenn DNA-erfðakeðju úr
froski og setja í egg úr krókódfl, ef
rétt var numin frásögn yfir borðum
nokkru eftir upphaf myndar. En
myndin hefst er sérvitringurinn fer í
þyrlu til fúndar við tvo fomfugla-
fræðinga (Sam Neill og Laura
Dem) og býður þeim að skoða risa-
eðlumar í garði miklum á eyju und-
an strönd Costa Rica. Nokkm eftir
komu þeirra í garðinn, þarf helsti
tölvufræðingurinn, sem skarar eld
að eigin köku, að bregða sér frá.
Bilar þá öryggisbúnaðurinn og risa-
eðlumar fara á stjá. Allir í garðinum
em þá í hættu staddir, ekki síst tvö
bamaböm auðmannsins, sem kom-
in em í heimsókn.
Ur vísindaskáldskap þessum hef-
ur Steven Spielberg gert fjölskyldu-
mynd, sem auðheyrilega skírskotar
til unglinga - og ungs fólks. Upp-
vakning risaeðlanna þykir hafa tek-
ist svo vel, að Nature 24. júní 1993
birti umsögn um myndina.
RAÐAUG LÝSI NGAR
Norrænn
öldrunarmáladagur
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boðar til norrænn-
ar ráðstefnu um öldrunarmál að Hótel Loftleiðum fimmtu-
daginn 19. ágúst 1993. Allir frummælendur gegna lykilstöð-
um varðandi öldrunarmál.
Dagskrá verður sem hér segir:
Kl. 09.00 Skráning.
Kl. 09.20 Ráðstefnan sett:
Hr. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra.
Kl. 09.30 Greiðslufyrirkomulag fyrir öldrunarþjónustu.
Fyrirlesari verður Sigbrit Holmberg deildarstjóri frá
Svíþjóð.
Kl. 10.00 Sjálfboðaliðar í öldrunarþjónustunni.
Fyrirlesari verður Eli Sundby deildarstjóri frá Nor-
egi.
Kl. 10.30 Kaffihlé.
Kl. 11.00 Breytingar á þjónustustigi.
Fyrirlesari verður Dorte Höeg deildarstjóri frá Dan-
mörku.
Kl. 11.30 Breytingar á öldrunarþjónustunni í Finnlandi.
Fyrirlesari verður Marja Vaarama öldrunarfræðing-
ur frá Finnlandi.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
Kl. 13.30 Fjármál og rekstur. Nýjar hugmyndir og
spurningar.
Fyrirlesari verður Ásgeir Jóhannesson, formaður
Samstarfsnefndar um málefni aldraðra, frá íslandi.
Kl. 14.00 Umræður verða í hópum um fyrirlestrana.
Kl. 15.00 Kaffihlé.
Kl.15.30 Niðurstöður hópumræðna.
Kl. 16.00 Dagskrárlok.
íslenskum ágripum úr fyrirlestrunum verður dreift til
þátttakenda. Auk þess sem túlkur verður á staðnum.
Fundarstjóri verður Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldr-
unarmála í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Ráðstefnugjald verður 2.500,- krónur. Innifalinn er há-
degisverður og kaffi.
Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Dagskóli
Nýnemar á haustönn 1993 eru boðaðir í skólann þriðju-
daginn 31. ágúst kl. 10.00. Þá afhenda umsjónarkennarar
þeim stundaskrár og kynna skólann.
Kennarafundur verður miðvikudaginn 1. september kl.
9.00. Skólinn verður settur sama dag kl. 11.00 og stunda-
skrár nemenda afhentar kl. 11.15. Bent er á að þeir einir
fá stundaskrá sem greitt hafa skólagjöld.
Kennsla hefst síðan kl. 13.05. Vakin er athygli kennara og
nemenda á því að fylgt verður stundaskrá alls miðviku-
dagsins, 8.15-16.05, en kennslustundir styttar samkvæmt
auglýsingum í skólanum.
Nemendur í íslensku táknmáli (ÍST 103) eru boðaðir í
skólann til fundar við kennara og námsráðgjafa 30. ágúst
kl. 12.00.
Rektor
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Öldungadeild
Innritað verður í öldungadeila á haustönn 1993, 25. til 27.
ágúst kl. 8-19. Nýnemum er sérstaklega bent á að koma
miðvikudaginn 25. ágúst eftir kl. 16. Þá verða í skólanum
fulltrúar ýmissa námsgreina, námsráðgjafar og matsnefnd
og veita upplýsingar um námið. Kennslugjald fyrir haus-
tönnina er sem hér segir:
Fyrir einn áfanga 9.000 krónur.
Fyrir tvo áfanga 12.000 krónur.
Fyrir þrjá áfanga 14.000 krónur.
og 1000 krónur til viðbótar fyrir hvern áfanga, þó aldrei
hærra gjald en 20.000 krónur.
Upplýsingafundur um nám í öldungadeild MH verður í
stofu 29, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 17.00-17.40.
Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá miðvikudag-
inn 1. september. Rektor
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stöðupróf
Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda daga og hefj-
ast öll kl. 18.00.
í ensku mánudaginn 23. ágúst.
í spænsku og ítölsku þriðjudaginn 24. ágúst.
í dönsku, norsku og sænsku miðvikudaginn 25. ágúst.
í frönsku, stærðfræði og þýsku fimmtudaginn 26. ágúst.
Skráning í stöðupróf verður á skrifstofu skólans og lýkur
föstudaginn 20. ágúst.
Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlendum málum eru
aðeins ætluð nemendum, sem öðlast hafa leikni og þjálfun
í viðkomandi máli í umhverfi þar sem málið er talað. Prófin
eru ekki fyrir nemendur, sem aðeins hafa lagt stund á mál-
ið í grunnskóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var.
Próf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum Menntaskólans
við Hamrahlíð og þeim, sem hyggja á nám við skólann.
Önnur stöðupróf eru einnig opin nemendum annarra fram-
haldsskóla.
Rektor
Auglýsing frá
menntamálaráðuneytinu
Stöðupróf í
framhaldsskólum
Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun haustannar 1993 verða
sem hér segir:
Mánudaginn 23. ágúst Enska
Þriðjudaginn 24. ágúst Spænska, ítalska
Miðvikudaginn 25. ágúst Norska, sænska
Fimmtudaginn 26. ágúst Franska, stærðfræði, þýska.
Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun fer fram á skrifstofu Mennta-
skólans við Hamrahlíð, sími. 685155. Síðasti innritunardagur er
20. ágúst 1993.