Alþýðublaðið - 18.08.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 18.08.1993, Page 7
Miðvikudagur 18. ágúst 1993 GETRAUNIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Islenskar getraunir skila íþróttafélögunum 60 milljónum króna íáheitum Vinningspotturinn er sex milljarðar á ári Rœtt við Sigurð Baldursson framkvœmdastjóra íslenskra getrauna sem eru stöðugt að fœra út kvíamar og ífararbroddi tippþjóða á tœknisviðinu Maður á áttræðisaldri gekk inn á skrifstofur íslenskra getrauna með getraunaseðil í hendi. Hann taldi sig hafa unnið 10 þúsund krónur á seðilinn og hugðist sækja þessar krónur. Þegar málið var kannað nánar kom í Ijós að vinningurinn var ekki 10 þúsund krónur heldur 10 milljónir. Manninum varð mikið um þessi tíðindi og var nokkra stund að ná átt- um. Kvaðst ekki hafa áhuga á knattspyrnu heldur söng, en keypt miðann í sjálfvali af rælni. Þannig gerast ævintýrin stundum og margir hafa fengið dá- góðan vinning í get- raununum. íþrótta- hreyfingin ber þó mest úr býtum og þar með landsmenn allir. Vinn- ingspottur íslenskra getrauna er nú um sex milljarðar króna á ári. „Nú í ágúst bættist enska knatt- spyman við sænsku leikina sem við höfum verið með í sumar. Þann 15. september byijar Eurotips sem eru sameiginlegir seðlar Islendinga, Svía, Dana og Austurríkismanna. En það er ekki allt búið enn hvað viðkemur starfinu í vetur því 17. október er fyrsti seðillinn í ítalska boltanum. Þar erum við einnig í samstarfi við Svía og myndum sam- eiginlega pottinn með þeim. Is- lenskar getraunir verða með upp í þijá seðla í gangi á viku í vetur,“ sagði Sigurður Baldursson ffam- kvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Alþýðublaðið. Fyrstir með beinlínukerfi „Það eru fleiri þjóðir á leiðinni í samstarf um Eurotips. En við þessar stofnþjóðir höfum sett mjög strang- ar reglur um þáttöku og að þetta megi eingöngu fara fram um bein- línutengd sölukerfi en þau eru ekki mjög víða. Við fslendingar vorum fyrstir þjóða til að taka upp bein- línutengt sölukerfi í getraunum, en þetta er þekkt víða í heiminum varð- andi lottó. Við tókum þetta upp árið 1988 með því að leigja þjónustu ffá beinlfnukerfi íslenskrar getspár. Norðurlandaþjóðimar tóku þetta svo upp síðar og það er einnig kom- ið á í Austurríki og fleiri lönd á leið- inni. Auk fjölmargra Evrópuþjóða sem hafa áhuga vilja Kanadamenn koma þar inn í með heimsmeistara- keppnina í Bandaríkjunum á næsta ári. Þetta kerfi hefur ótvíræða kosti og viðskiptavinurinn getur treyst því hundrað prósent sem þar fer fram,“ sagði Sigurður. Ólíkir gjaldmiðlar í sama potti „Samstarf okkar við Svía byrjaði árið 1990 þegar við vomm með sameiginlega seðla ásamt Dönum í heimsmeistarakeppninni sem haldin var á Ítalíu. Það var í fyrsta sinn sem getraunir fóm fram með ólíkum gjaldmiðlum í sama potti og það er nokkuð flókið mál. En tæknileg vandamál höfum við leyst á einfald- fer fram á bak við leikinn sjálfan. Það kaupir sér miða í sjálfvali og það skrýtna er að stórir vinningar lenda oft á slíkum miðum. Það markast fyrst og ffemst af mjög óvæntum úrslitum sem sérfræðingar hafa ekki séð fyrir.“ Veltan 360 milljónir króna „Reikningsárið hjá okkur er ffá 1. júlí til 30. júní. Á síðasta reiknings- ári var veltan 360 milljónir króna. Vinningshlutfallið var um 46% á þessu tímabili og þar af greiddu Sví- ar um átta og hálfa milljón til lands- ins það er að segja umfram það sent við settum í pottinn. Þetta var okkar gjaldeyrishagnaður af samstarfinu við þá, en árið áður greiddu Svíam- ir 50 milljónir umfram það sem við settum í pottinn. Við höfum farið upp í það eina vikuna að selja hér getraunaseðla fyrir 10 milljónir en greiða út 30 milljónir í vinninga og þá hafa Svíar greitt 25 milljónir af því. Það er algengt þegar fólk fer yfir seðilinn sinn og er kanski með 12 rétta þá telji það sig hafa unnið 30 þúsund krónur eða svo. Það verður svo óvænt ánægja þegar það kemur að sækja peningana og við borgum þeim kanski út 70 þúsund. Þetta er vegna þess að með tólfunni hafa jafnvel fylgt fimm ellefur og 25 tíur. Þegar upp er staðið er vinningsupp- hæðin oft tvöfalt það sem fólk átti von á. Með hveijum efri vinning lylgja einhveijar raðir sem eru með minna. Þetta getur fólk þess vegna fengið út á sinn 400 króna tölvuval- smiða og kemur því oft skemmti- lega á óvart. Og gott dæmi er þegar Golfklúbbur Akureyrar fékk um ntilljón krónur í fýrsta vinning en viningurinn sem klúbburinn fékk í heild var um þijár milljónir. Þetta er mjög ólíkt öllum happdrættum því ef þar er ein tala ekki rétt þýðir það ekki að þú fáir einhvem annan vinn- ing,“ sagði Sigurður Baldursson. Þeir fiska sem róa Samkvæmt bráðabirgðatölum fs- lenskrar getspár fyrir síðasta reikn- ingsár skilaði staifsemin íþróttafé- lögunum 60 milljónum í áheitum til félaganna. En hvemig em þessi áheit tilkomin? „Þar fiska þeir sem róa. Ef þú merkir númer þíns félags á þinn seð- il fær félagið 20% af andvirði seð- ilsins og sölustaðurinn fær 5% fyrir að þjónusta og selja. Ef þú kaupir miðann hins vegar hjá íþróttafélag- inu gegnum tölvu fær félagið 25% í sinn hlut. Sem dæmi get ég nefnt að á þessu tímabili þénaði Golfklúbbur Akureyrar níu milljónir með þess- um hætti. Enda segjast þeir geta borgað upp sínar skuldir innan þrig- gja ára með getraunapeningunum. Síðan fá héraðssambönd 3% af veltu og KSf fær 1,5%. íþróttafélög- in geta þénað vel á því að selja get- raunaseðla og má nefna að Reykja- vikurfélög em að þéna upp í fimm milljónir á ári hvert félag. Auk þess verður þetta til að færa hinn venju- lega félagsmann nær félaginu. Við emm svolítið hissa á því að það skuli ekki vera fleiri félög sem notfæra sér þessa tekjuöflunarleið og þá ekki síst nú þegar hart er á dalnum. Það em 230 félög sem em með áheitanúmer hjá okkur en það em ekki nema 30 til 50 sem sinna þess af einhverju viti. Við gemm það sem við getum til að fá hin fé- lögin til að skilja að þama geta þau aflað sér tekna á einfaldan og árang- ursríkan hátt um leið og félagsstarf- ið eflist." - Er ekki fjölmennt starfslið hjá Islenskum getraunum? „Nei, það er ekki svo. Starfsmenn hafa lengst af verið þrír en með auknum umsvifum hefur þeim fjölgað um einn og hálfan ef svo má að orði komast," sagði Sigurður Baldursson framkvæmdastjóri að lokum. -SG an og þægilegan hátt. í okkar hefð- bundu getraunum með Svíum er reglan sú að hvor þjóð um sig setur 46 aura sænska í pottinn af hverri röð sem hún selur, en það er á valdi fyrirtækjanna hvað röðin er seld á. í Eurotips völdum við hins vegar ECU sem gjaldmiðil og var þá verið að horfa til framtíðar og sameigin- legs gjaldmiðils í Evrópu. Eina vandamálið varðandi Eurotips er veik staða sænsku krónunnar og því þurfa Svíar að borga stærri liluta af sinni veltu í sameiginlega pottinn. i Eurotips er það aðeins fyrsti vinn- ingur sem er sameiginlegur en aðrir vinningar deilast innanlands í hverju landi íyrir sig. í hefðbundum getraunum og ítalska boltanum þar sem við emm með Svíum em allir vinningar sameiginlegir," sagði Sig- urður ennfremur. Hinn dæmigerði tippan Það kom fram hjá Sigurði að ís- lenskar getraunir em á margan hátt tæknilegir fmmkvöðlar á jtessu sviði. Auk þess að ríða á vaðið með að nota beinlínukerfi þá var fyrir- tækið fyrst til að gefa notendum ein- menningstölva kost á þáttöku heima hjá sér og raunar ekki vitað til að sá möguleiki sé fyrir hendi meðal ann- arra þjóða enn sem komið er. Ymist fá menn forrit hjá getraunum eða búa það til sjálfir og senda raðir á modemi til Islenskra getrauna eftir að hafa fengið heimild írá sínu greiðslukortafyrirtæki. Yfir helm- ingur af veltu íslenskra getrauna verður til með þessum hætti. Danir og Svíar hafa sýnt þessu kerfi mik- inn áhuga. En hver er hinn dæmi- gerði tippari hér á landi? „Ef við reynum að skilgreina hann þá er um að ræða karlmann á aldrinum 30 til 60 ára. Hann er bú- inn að koma sér sæmilega vel fyrir, hefur mikinn áhuga á knattspymu og vill taka þátt í léttum og skemmtilegum leik samfara áhuga- málinu. Þegar hann sest við sjón- varpið á laugardögum að horfa á ensku knattspymuna þá er hún hon- um mikið skemmtiefni en það vant- ar að krydda þetta. Kryddið fær hann með því að vera búinn að kaupa sér getraunaseðil áður en boltinn fer að rúlla. Meðalsala á hvem seðil er kanski um ijögur hundmð krónur en þessi dæmigerði tippari er gjaman með seðil fyrir helmingi hærri upphæð. Spennan skapast af því að á vetuma em langt yfir 100 milljónir í pottinum og spumingin er hvort hann fái ein- hvem hluta þeirrar upphæðar í vas- ann eftir úrslit dagsins. Síðan em auðvitað ýmis frávik frá þessu. Margir tippa fyrir miklu hærri upp- hæðir og það er algengt að menn taki sig saman í hópum með stærri kerfi sem gefa meiri möguleika. Menn sitja þá gjaman saman á laug- ardögum, horfa á leik og fylgjast með úrslitum. Síðan er það fólki sem hefur gantan af því að taka þátt í leik þar sem stórir vinningar em í boði en hefur ekki áhuga á því sem Iþróttafélögin geta þcnað vcl á því að selja getraunaseðla, segir Sigurður Baldursson framkvæmdastjóri íslenskra getrauna. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.