Alþýðublaðið - 07.09.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.09.1993, Síða 1
>» Verkalýðshreyfingin deilir við McDonald's á Islandi PÓLITÍSKT DEILUMÁL - segir Halldór Grönvald, skrifstofustjóri hjá ASI. Ingvar Ásgeirsson, aðstöðarveitingastjóii McDonakVs segir lögin þeirra megin. Hann Biggi á Vestmannacy VE var að kveðja litla frænku sína með kossi niður við Reykjavík- urhöfn unt hádegisbilið í gær. Stuttu síðar leysti skipið landfcstar og dreif sig á dragnótarvcið- ar, það er vonandi að vel fiskist. Einar okkar Olason náði við þetta tækifæri þessari skemmti- legu mynd. ÞEGAR BIGGI FÓR Á SJÓINN annars: „Við viljum sérstaklega taka fram, að fyrirtækið virðir auðvitað öll lög og allar reglur íslenskra stjómvalda. Lögum samkvæmt verða allir starfandi menn að vera félagar í lífeyrissjóði viðkom- andi starfsstéttar og greiða iðgjöld til þeirra. Atvinnurekendum ber að innheimta þessi gjöld og greiða þau til lífeyrissjóðsins ásamt mótframlagi sínu. Þetta mun fyrir- tækið að sjál/sögðu gera.“ Ingvar Asgeirsson, aðstoðarveitinga- stjóri McDonald’s segir að fundurinn með fulltrúum verkalýðssamtakanna hafi verið góður og hreinskilinn. I framhaldi af fund- inum segir Ingvar að farið verði yfir skil- greiningar fyrirtækisins á starfskjömm. „Ef við höfum gert einhver mistök þá leiðrétt- um við það strax. Hins vegar sjáum við það ekki í fljótu bragði." Segjast bjóða hærri laun Ingvar segir að verkalýðsfélögin geti ekki krafist þess að fólk gangi í verkalýðs- félög og heldur ekki að fyrirtækið sjái um innheimtu féiagsgjalda fyrir verkalýðsfé- lögin. Starfsfólk hefur ekki gert neinar at- hugasemdir um starfssamninga sína að sögn Ingvars og því hefur verið sagt að því sé fijálst að ganga í verkalýðsfélög. „Okkar lögmaður, Jakob Möller, hefur sagt að ekki sé um lögbrot að ræða af okkar hálfu. Við teljum okkur bjóða hærri laun en gengur og gerist með byijunarlaun í land- inu. Launin munu svo hækka eftir frammi- stöðu hvers og eins. Framtak hvers og eins ræður því og gert verður ffammistöðumat á fjögurra mánaða fresti. Þá fær starfsmaður- inn að vita hvemig honum gengur. Standi hann sig mjög vel samkvæmt mati þá geta laun hans hækkað um allt að 25 kr. á klukkustund. Þannig geta launin hækkað um 75 kr. á klukkustund á einu ári.“ McDonald’s ntun heíja starfsemi sína næsta föstudag og í tengslum við opnunina gerði fyrirtækið samning við Eurocard en það mun vera fyrsti samningur veitinga- húsakeðjunnar við kreditkortafyrirtæki í heiminum. Ágreiningur er uppi milli verkalýðshreyfíngarinnar og forsvars- manna McDonald’s á íslandi. McDonald’s hefur lýst því yfír að fyrir- tækið muni ekki vera í neinum samtökum atvinnurekenda og muni ekki gera kjarasamning við verkalýðsfélög. Gera á sérstakan ráðning- arsamning við hvern einstakan starfsmann, hins vegar verða engar kröfur gerðar til starfsmanna um að þeir séu utan verkalýðsfélaga. I gær funduðu fulltrúar ASÍ og Macdonald’s um þetta mál án niður- stöðu. Að sögn Halldórs Grönvald hjá Alþýðu- sambandi íslands hvikuðu forsvarsmenn McDonald’s í engu frá áætlunumsínum um kjör og aðbúnað starfsfólks. Á morgun verður fundur með formön'num landssam- banda þar sem ákveða á hvort farið með málið fyrir dómstóla. Halldór segir að McDonald’s sé að brjóta í bága við starfskjaralögin frá 1980. Enn- fremur telur hann að hér sé um víðtækara pólitískt mál að ræða sem tengist umræð- unni almennt um stöðu stórfyrirtækisins og verkalýðshreyfingarinnar. „McDonald’s fyrirtækið hefur lýst yfir hvemig þeir ætla að haga sér. Þar með er ásetningurinn til staðar," segir Halldór. Brjóta McDonald’s lög? -Hvernig brjólaþeir íbága við lögin? „í lögunum er kveðið á um að fyrirtæki skuli halda eftir félagsgjöldum til stéttarfé- laga samkvæmt kjarasamningum þar um. Einnig á að halda eftir gjöldum í sjúkra- og orlofssjóð. Þeir ætla ekki að halda eftir launum í þessa sjóði, því hefur verið lýst yf- ir,“ segir Halldór. Áfengisvarnaráð er skeptískt á að lögaldur til áfengiskaupa verði lœkkaður - Rannsóknir styðja þá skoðun Lækkaður lögaldur þýðir f jölgun slysa Þær raddir hafa heyrst undanfarið sem viljá að lögaldur til áfengiskaupa verði lækkaður en hann er nú 20 ár. Áfengisvarnaráð tekur ekki vel í þessa hugmynd og bendir á niðurstöður rann- sókna sem Svíar hafa gert um áhrif breytts lögaldurs til áfengiskaupa. Þess- ar rannsóknir hafa verið stundaðar hvað ítarlegast í Bandaríkjunum, þar sem reynsla er af bæði hækkun lögaldurs og lækkun. í stórum dráttum er niðurstöðumar frá Bandaríkjunum sem hér segir: Upp úr 1970 var þeirri skoðun haldið á loft að lækkun lögaldurs hefði að líkindum lítil áhrif þar eð 18 og 19 ára unglingar drykkju hvort eð væri. Allmörg rík (29) færðu aldursmörkin úr 21 ári og allt niður í 18 ár sums staðar. Uggvænleg fjölgun slysa Afleiðingamar komu fljótlega í ljós. Slysum á ungu fólki fjölgaði uggvænlega til að mynda um 54% milli ára í Michigan og meira en 100% í Massachusetts. Ekki ein- asta íjölgaði banaslysum og öðmm alvar- legum slysum í umferðinni á fólki 18 til 20 ára, heldur og á 16 til 17 ára unglingum. Það sýnir að drykkja færist enn neðar en að ntörkum lögaldurs ef lækkuð em. Nú er svo komið að lögaldur til áfengis- kaupa er 21 ár um gervöll Bandaríkin. Á Is- landi er hann 20 ár. Einn vísindamannanna dregur niðurstöð- umar saman og segir: „Við eigum tveggja kosta völ. Annaðhvort reynum við að vemda líf ungs fólks og limi eða við gefum því kost á að kaupa sér áfengi löglega. Spumingin er hversu mörg mannslíf það kostar að leyfa táningum áfengiskaup. Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að lækkun lögaldurs til áfengiskaup hefur (för með sér að æ íleiri unglingar láta lífið í umferðarslysum. Kjartan Örn Kjartansson, forstjóri McDon- ald’s á Lslandi og Gunnar R. Bæringsson, framkvæmdastjóri Eurocard á íslandi, und- irrita hcr samning sem staðfestir að McDon- ald’s gerist að Eurocard kreditkortaþjónust- unni. Samningar milli McDonald’s og verka- iýðshrcyfingarinnar eru hins vegar ekki fyrir- sjáanlegir á næstunni. „Þetta er náttúmlega ekki í fyrsta skipti sem þeir em að reyna að keyra yfir verka- lýðshreyfmguna á þeim vinnuntarkaði sem þeir koma á. Um það eru mörg dæmi ifá Danmörku á sínum tíma þegar McDonald’s opnaði sína starfsemi þar. Þá fóm þeir með- vitað í svipað stríð eins og virðist stefna í hér. Þetta er spuming um ákveðin gmndvall- aratriði og við verðum að bregðast við í samræmi við það.“ Mismunandi lagaskilningur McDonald’s menn skilja íslensku starfs- kjaralögin á annan hátt en þeir hjá ASI. 1 yfirlýsingu frá McDonald’s segir meðal Útreikningar á beingreiðslunum Haukur gerði engar athugasemdir á fundi Það vakti athygli á fundi Félags frjálslyndra jafnaðai- manna um landbúnaðarmál, í síðustu viku, að Haukur Hall- dórsson formaður Stéttasambands bænda gerði ekki athuga- semdir við útreikninga unt beingreiðslur til bænda. Þetta munu vera söniu útreikningar og Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, studdist við þegar hann sagði frá þessu styrkjum í fjölntiðlum fyrir nokkm. Taflan sem Sighvatur vitnaði í og sýnir beingreiðslumar var unnin af Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi og notaðist hann við hana á áðumefndum fundi um landbúnaðarmálin. Guðmundur spurði Hauk Halldórsson, sem var meðal gesta á fundinum, hvort þessar tölur væm ekki mjög nærri lagi. Haukur sagði tölurnar vera nokkuð réttar og gerði engar at- hugasentdir við útreikningana unt beingreiðslumar. - Sjá frétt á baksíðu Illvíg valdabarátta íhaldsins í Hafnarfirði Ættarlaukurinn Þorgils seilist langt til vopna Innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur um skeið geisað illvíg valdabarátta milli Mathiesen-veldisins og ann- arra flokksmanna, sent Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts, fer fyrir. Togstreita armanna hefur nú brot- ist upp á yfirborðið með því, að Þorgils Óttar Mathiesen hef- ur ráðist harkalega á bæjaryfirvöld fyrir að ganga til samn- inga við Hagvirki-Klett, án undangengis útboðs. Þetta helur ættarlaukurinn kallað „siðleysi" af hállu bæjarstjórnarinnar. Hinn raunvemlegi skotspónn er Jóhann G. Bergþórsson, sem í augum Mathiesen-veldisins vann þá höfuðsynd fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar að vinna næsta léttan sigur á ættarlauknum í próíkjöri. Það er að vonum að bæjarfulltrúinn ungi seilist langt til vopna, því sannast sagna hefur hann hingað til ekki náð sem bæjarfulltrúi að vekja athygli fyrir annað en fálmkennd og óömgg vinnubrögð. - Sjá leiðara

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.